Síða 1 af 2
Svartholið - smíðaþráður
Posted: 19.okt 2019, 00:12
frá Freyr

- svartholið.jpg (32.75 KiB) Viewed 44199 times
Þessi Dakota hefur verið skúraverkefnið mitt undanfarin ár. Ástæða þess að Dakota varð fyrir valinu er sú hve sérlega vel sá jeppi hentaði í þær breytingar sem ég ætlaði mér að gera... Djók, ég henti öllu sem snýst og hálfu rafkerfinu ásamt megninu af grindinni en bíllinn var ódýr og nær ryðlaus ásamt því að mér þykir þetta boddý sérlega flott.
Eitthvað þótti vinnufélögunum verkefnið ganga hægt þrátt fyrir að soga til sín tíma og íhluti ásamt því að hafa vart sést svo þeir nefndu jeppann Svartholið og síðan hefur hann gengið undir því nafni undanfarin ár.
Í grófum dráttum er uppskriftin svona:
-5,7 Hemi úr 2004 Durango
-545 rfe skipting úr 2004 Durango
-Lógír smíðaður úr 241 millikassa
-Millikassinn kemur úr Land Cruiser 200 og er rafstýrður sídrifskassi
-Framhásingin er með Patrol miðju og LC 80 endum, smíðuð 16 cm breiðari en 80 hásingin og er 176 cm
-Afturhásingin er úr Y61 Patrol, breikkuð um 6 cm og er því 171 cm.
-Ca. 60% af original grindinni var hent. Því sem eftir var breytti ég mikið og rest smíðuð frá grunni. Þetta var gert til að búa til pláss fyrir langa fjöðrun ásamt því að halda bílnum eins lágum og hægt væri. Einnig þá náðist mun betri beygjuradíus með þessu ásamt því að framendinn á bílnum var lengdur um 10 cm á yfirbyggingu og ögn meira á grind.
-Fox coil over fjöðrun með mikið fjöðrunarsvið, 43 cm að framan og 60 cm að aftan og skiptist það jafnt sundur og saman.
-44" Nokian dekk
Mun setja inn myndir hér en einnig er ég búinn að búa til albúm sem er öllum opið á Facebook:
https://www.facebook.com/profile.php?id=100000570254985&sk=media_set&set=a.2880840738611573&type=3
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 19.okt 2019, 01:18
frá Freyr
Byrjum á boddýinu
Hér er byrjað að klippa úr frambretti, svo stækkaði klippan aðeins meira

- IMG_20190813_232416900.jpg (2.77 MiB) Viewed 44188 times
Innri svarta línan sýnir 44" Nokian dekk í fullum samslætti, ytri svarta línan sýnir ca hvernig úrklippan verður.

- IMG_20190813_192237863.jpg (2.84 MiB) Viewed 44188 times
Hér er úrklippan hm. fr. langt komin. Brettið allt komið fram um 10 cm nema hællinn á því, skildi hann eftir á sínum stað. Gapinu milli brettis og hurðar verður lokað með 3D prentuðu stykki.

- IMG_20190813_192137881.jpg (2.23 MiB) Viewed 44188 times
Hvíta línan sýnir upphaflegu skurðarlínuna bak við framljósið, það þarf líka að taka töluvert af framljósinu þrátt fyrir að framendinn sé lengdur um 10 cm

- IMG_20190813_000806323.jpg (2.48 MiB) Viewed 44188 times
Svarta línan sýnir upphaflegu skurðarlínuna, svo stækkaði úrklippan ögn meira.

- IMG_20190813_000651431.jpg (3.24 MiB) Viewed 44188 times
og svona eftir klippu, það verður smá áskorun að koma öllu fyrir þar sem ekki er mikið rými eftir.

- IMG_20190812_235457360.jpg (3.3 MiB) Viewed 44188 times
Svona er innra frambretti fyrir klippu

- IMG_20190812_235451814.jpg (3.33 MiB) Viewed 44188 times
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 19.okt 2019, 09:44
frá jongud
Þetta er svo flott að maður veigrar sér við að nota orðið smíðaklám um þetta!
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 19.okt 2019, 19:09
frá ellisnorra
Þessu verður gaman að flytjast með!
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 20.okt 2019, 16:52
frá Startarinn
Ég er ekki hissa á að vinunum þyki þetta dragast, þetta lítur út fyrir að vera tímafrek breyting og vel gerð
Gangi þér vel, við fylgjumst spenntir með
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 22.okt 2019, 04:31
frá grimur
Smíðaerótík?
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 22.okt 2019, 20:40
frá íbbi
þetta er það sem skilur að svona skúra amatöra eins og undirritaðan, og fagmennina
þetta er hrikalega flott
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 22.okt 2019, 23:41
frá Freyr
Framhásingin er Landcruiser 80 hjólabúnaður en báðir innri öxlarnir eru 8 cm lengri en original, það breikkar hásinguna úr 160 cm í 176 cm. Hásingamiðjan er síðan Patrol. Hér er undirbúningurinn fyrir breikkunina langt komin, verið að mæla endanlega rörlengdina sem passar frá drifi að hásingaendanum. Rörið sem var notað í breikkunina er 90 mm svert tjakkrör með 7,5 mm veggþykkt.

- IMG_20170519_200928220.jpg (3.64 MiB) Viewed 43512 times
Í stað þess að skera á original suðurnar við hásingaendana til að losa liðhúskúlurnar sagaði ég rörið í sundur töluvert innar og fékk svo vin minn hann Þengil til þess að renna utan af rörinu þar til komið var niður úr ryðpollunum. Með þessu fæst mun lengri stýring og sterkari samsetning en með því að nota original stýringuna. Að auki er original stýringin of grönn til að passa inn í nýja hásingarrörið

- IMG_20170519_183113803.jpg (3.25 MiB) Viewed 43512 times

- IMG_20170519_181917008.jpg (3.25 MiB) Viewed 43512 times
Hér er verið að byrja að mæla upp rörlengdina. Þegar þetta var gert byrjaði ég á að panta öxlana, stillti þessu svona upp og mældi svo rörlengdina sem vantaði upp á. Með þessu tryggði ég að hásingin væri í réttri breidd fyrir öxlana. Ef eitthvað varðandi þá hefði verið pantað vitlaust af mér eða smíðað vitlaust hjá RCV skipti það ekki öllu þó hásingin endaði ögn breiðari eða mjórri, en ég vildi ekki sitja uppi með hásingu og öxla sem ekki pössuðu saman.

- IMG_20170518_234536769.jpg (3.56 MiB) Viewed 43512 times
Fyrstu mælingar

- IMG_20170518_232034990.jpg (3.44 MiB) Viewed 43512 times
Framdrif úr Patrol og 80 Cruiser

- 2017-01-17 20.53.38.jpg (2.66 MiB) Viewed 43509 times
Samsetningin var þannig gerð að rör voru pressuð inn í innri endana á tjakkrörunum og þær stýringar soðnar fastar. Síðan voru þær stýringar pressaðar inn í drifkúluna, hásingin sett í rennibekk, hún rétt af og að lokum soðin.

- IMG_20170525_135006735.jpg (3.33 MiB) Viewed 43507 times
Eftir að samsetningarnar voru heilsoðnar og hásingin orðin köld var kastið mælt (tæpir 20 mm) og hásingin rétt af með hitun og smá suðu. Það ferli verður endurtekið ef þörf er á eftir að allri suðuvinnu kringum fjöðrun o.fl. verður lokið. Enn og aftur var það öðlingurinn hann Þengill sem aðstoðaði mig.

- IMG_20170525_135017164.jpg (3.17 MiB) Viewed 43507 times
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 23.okt 2019, 17:57
frá elli rmr
Metnaður í þessu hjá þér
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 24.okt 2019, 19:45
frá jeepcj7
Snilld alveg
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 02.nóv 2019, 18:32
frá Freyr
Öflugt rör notað sem þverbitar þarna og aftan við millikassann, gert til að stífa grindina og aftari demparaturnarnir munu koma niður í þetta rör

- IMG_20190605_201612574.jpg (3.27 MiB) Viewed 42614 times
Rörið fer í gegnum plötur innan og utaná grindarbitunum, seinna mun koma plata yfir þær til stífingar

- IMG_20190605_201602100.jpg (3.95 MiB) Viewed 42614 times
Þarna er búið að koma nýju grindarbitunum fyrir en allur frágangur eftir; Þverbitar, pallfestingar o.fl... þessir grindarbitar voru smíðaðir með nokkra hluti í huga:
-Fá gott pláss fyrir fjöðrun utan grindar
-Hleypa hásingunni lengra upp, með því er hægt að hafa mikla samfjöðrun án þess að hækka bílinn mikið
-Grindin verður mikið stífari svona. Þá losnar maður við leiðinda sveiflur og sveigju sem fylgir þessum opnu grindum í USA pallbílum
-Það þurfti hvort eð er að smíða svo mikið í gömlu grindinni að þegar upp er staðið sparaðist sennilega tími á þessu
-Losna við ryð og drullu jafnvel á milli laga (grindin var á köflum tvöföld og hnoðuð saman

- IMG_20190527_224344183.jpg (2.7 MiB) Viewed 42614 times
Gamall og nýr grindarbiti. Sagaði gömlu grindina í sundur við öftustu boddýfestingarnar og henti því sem var þar fyrir aftan frá a-ö. Hér sést vel hve mikill hlykkur inn á við er í nýja bitanum, þetta er gert til að fá gott pláss fyrir fjöðrun utan grindarinnar.

- IMG_20190527_191909186.jpg (3.26 MiB) Viewed 42614 times
Hér sést hve hár hlykkurinn upp á við er miðað við gölmu grindina. Þetta er gert til að hleypa hásingunni hærra upp og fá mikla samfjöðrun án þess að hækka bílinn mikið

- IMG_20190527_191832550.jpg (3.23 MiB) Viewed 42614 times
Gamla grindin, hér voru um 74 cm upp í samsláttarpúðann og hásingin hefði stoppað endanlega í ca 76 cm hæð

- IMG_20190526_171704388.jpg (2.98 MiB) Viewed 42614 times
Með nýju grindinni kemst toppirinn á hásingarrörinu upp í um 90 cm hæð sem gefur um 30 cm samfjöðrun miðað við aksturshæð. Í stað þess að síkka samsláttinn eins og gjarnan er gert var hann semsagt hækkaður upp um 14 cm

- IMG_20190526_171556320.jpg (3.24 MiB) Viewed 42614 times
Nýju bitarnir klárir til ísetningar. Myndin bjagar þetta eitthvað, en bitarnir eru spegilmynd af hvor öðrum.

- IMG_20190526_132743872.jpg (3.09 MiB) Viewed 42614 times
Nýju bitarnir klárir til ísetningar

- IMG_20190526_132740982.jpg (3.4 MiB) Viewed 42614 times
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 02.nóv 2019, 20:54
frá Aparass
Alveg meiriháttar gaman að fylgjast með þessari smíði!
Bíð spenntur eftir framhaldinu.
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 05.nóv 2019, 20:41
frá ellisnorra
Þetta er glæsilegt. Endilega haltu okkur upplýstum, þetta er mjög spennandi og flott smíði. Almennilega uppísig-byggður :)
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 14.des 2019, 14:24
frá Freyr
Svona verða neðri stífurnar að aftan, smíðaðar úr plötum

- 80082066_501059247176039_2254194202118193152_n.png (104.97 KiB) Viewed 41308 times

- 78772642_1324676161070718_3497075875503931392_n.png (174.04 KiB) Viewed 41308 times
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 14.des 2019, 14:39
frá Járni
Glæsilegt! Lætur þú skera út núna og sýður þetta ásamt hangikjötinu um jólin?
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 15.des 2019, 01:45
frá Freyr
Járni wrote:Glæsilegt! Lætur þú skera út núna og sýður þetta ásamt hangikjötinu um jólin?
Já það var hugmyndin
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 15.des 2019, 09:57
frá Startarinn
Þetta er magnað, gaman að þessu :)
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 19.jan 2020, 22:39
frá Heiðar Brodda
Hvernig gengur kv Heiðar
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 19.jan 2020, 23:34
frá Freyr
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 20.jan 2020, 00:19
frá jeepcj7
Flott ertu að nota stál 100 eða eitthvað annað
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 20.jan 2020, 00:33
frá Freyr
Þá er það lógírinn sem er smíðaður úr 241 kassa. Ég fór óhefðbundna leið í því máli, vanalega er aftara hluta hússins hent og smíðuð plata aftan á fremri hluta hússins. Gallinn við þá leið er að olíumagnið á gírnum verður lítið og enn verra er að olíudælan er fjarlægð, hún er aftast í kassanum. Þess í stað notaði ég kassann í fullri lengd og kostirnir eru þessir:
-Held smurdælunni og hef meira olíumagn á gírnum. Þar með þolir gírirnn mun meira álag til lengri tíma sem þýðir að þetta er ekki bara til þess að skríða í versta færinu heldur get ég notað gírinn sem lágt drif og haft millikassann í háa, með því fæ ég fjölbreyttara gírsvið.
-Millikassinn færist aftar sem þýðir styttra afturskaft (væri annars óþægilega langt og þyrfti að vera mjög svert því ég vil ekki upphengju) og lengra framskaft sem er stór kostur því heil hasing með mikið fjöðrunarsvið (43 cm í heildina) fer ekki vel með framskaft sem er stutt. Ég nota drifsköft úr LC200 og það er ekki fjarri lagi að afturskaftið passi bæði að framan og aftan (nota tvö aftursköft).
Aftaná lógírinn kemur millikassi úr LC200, sá kassi er býsna leiðinlegur í laginu að framan gagnvart svona mixi, þar nota ég milliplötu sem er steypt hjá Málmsteypunni Hellu og Smári í Skerpu sá svo um fræsivinnuna sem þurfti. En til þess að bolta þá plötu og gírinn saman vantaði aðra plötu, hún var búin til með því að 3D skanna lógírinn og nota það líkan til þess að teikna eftir.
Efsta myndin sýnir gírinn ásamt milliplötunum og fremri hlutann af millikassanum. Það mun svo koma einhver meiri styrking milli gírsins og fremri milliplötunnar.

- IMG_20180111_220016257.jpg (3.8 MiB) Viewed 40235 times
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 20.jan 2020, 00:33
frá Freyr
jeepcj7 wrote:Flott ertu að nota stál 100 eða eitthvað annað
Grindin og megnið af öðru er smíðað úr S355J2G3 en radíusarmarnir að framan og neðri afturstífurnar ásamt einhverjum öðrum stykkjum úr raex700.
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 20.jan 2020, 01:21
frá íbbi
magnað
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 31.mar 2020, 00:54
frá Freyr
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 31.mar 2020, 08:06
frá jongud
Þetta kallar maður að klippa upp í rjáfur!
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 31.mar 2020, 08:35
frá draugsii
þetta er flott
það verður gaman að sjá hann tilbúin
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 31.mar 2020, 10:34
frá villi58
Þetta eru alvöru vinnubrögð, flott hjá þér.
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 31.mar 2020, 12:47
frá dadikr
Þetta er fullorðins! Gaman að fylgjast með.
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 31.mar 2020, 19:16
frá juddi
Álgjörlega magnaður gjörningur
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 01.apr 2020, 01:30
frá grimur
Alveg flott.
Eins gott að bíllinn var vel með farinn og vandaður og hentaði svo vel að það þurfti nánast engu að breyta... :-)
Djók. Virkilega flott verkefni, ég slefa alveg smá yfir þessu.
Mér finnst einsog ég hafi séð svona dekkjaskapalón áður en var samt búinn að steingleyma því. Það er allavega hugmynd sem ég mun fá lánaða í næsta úrklippuverkefni. Alveg gargandi snilld, alltof einfalt konsept til að nota það ekki.
Það væri hægt að smíða sett með stillanlegu offset og felgu/dekkjastærðum ásamt nokkrum gatadeilingum til að setja upp skapalón fyrir nánast hvaða dekk sem er á hvaða bíl sem er!
En aftur svona næstum að efninu....endilega halda áfram að mynda og pósta, takk fyrir að setja þetta hér frekar en feisbúkk.
Kv
Grímur
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 02.apr 2020, 21:32
frá ellisnorra
Þetta er next level. Gæti orðið svolítið skemmtilegt leiktæki.
Þetta er ein mesta úrklippa sem sést hefur, bara alveg í gegn! Og hásingin komin langt norðurfyrir bensíntank!
Keep us posted! :)
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 15.apr 2020, 06:43
frá gislisveri
Þetta er til háborinnar fyrirmyndar!
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 29.maí 2020, 23:46
frá Freyr
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 30.maí 2020, 00:21
frá íbbi
þetta verkefni er svo flott að að þá nánast gerir lítið uŕ því sem flestir af okkur hinum eru að brasa..
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 30.maí 2020, 00:31
frá Freyr
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 30.maí 2020, 15:23
frá Járni
Töff, er ekki tilvalið að nýta kryppuna þarna í eitthvað sniðugt. Varadekksfesting, standur fyrir dekkjavél eða hóll fyrir fánastöng?
Er drifrás / fjöðrun klár?
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 31.maí 2020, 01:22
frá Freyr
Járni wrote:Töff, er ekki tilvalið að nýta kryppuna þarna í eitthvað sniðugt. Varadekksfesting, standur fyrir dekkjavél eða hóll fyrir fánastöng?
Er drifrás / fjöðrun klár?
Kannski smella svona sæti á kryppuna? Þakka innblásturinn Árni

- henda.jpg (25.84 KiB) Viewed 36281 time
Smíði á fjöðrun og drifrás er nærri lokið, en þó einhverjir lausir endar eftir
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 07.jún 2020, 02:06
frá Freyr
Afturhásingin breikkuð með því að skera í sundur tvær hásingar með 70 mm hliðrun á skurðum. Þannig næst að breikka hana með bara einni samsetningu en ekki tveimur, Stýring var rekin inn í annað rörið og punktsoðin föst, svo var seinni hlutinn rekinn upp á

- IMG_20181119_000151921.jpg (3 MiB) Viewed 35952 times
Hitað til að auðvelda samsetninguna

- IMG_20181121_202901148.jpg (3.52 MiB) Viewed 35952 times

- IMG_20181121_203538900.jpg (3.68 MiB) Viewed 35952 times
Eftir samsetningu var þetta fasað vel fyrir suðuna. Eftir breikkunina sést ekkert á hásingunni annað en ein hringsuða, skemmtilegra þannig heldur en að vera með bút úr öðruvísi röri þarna á milli.

- IMG_20181121_220500941.jpg (4.09 MiB) Viewed 35952 times
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 09.jún 2020, 14:32
frá juddi
Snild með rörið er í svipuðum pælingum en bara til að auka back space ekkert fyrstur í skála stemmari því miður
Re: Svartholið - smíðaþráður
Posted: 04.nóv 2020, 01:47
frá Freyr

- IMG_20201019_012904801.jpg (3.11 MiB) Viewed 32193 times
Vélartölvan sleppur þarna, svipaður staður og í Durango sem er jákvætt því þá þarf ekki að lengja neina víra.

- IMG_20201019_012717560.jpg (3.39 MiB) Viewed 32193 times
Öryggjabox og stjórnbox sem fylgja Hemi vélinni komast fyrir á þessum slóðum. Þetta er á svipuðum stað og í Durango sem er jákvætt því þá þarf ekki að lengja neina víra.

- IMG_20201017_154154986.jpg (2.65 MiB) Viewed 32193 times
Lenging á frambretti

- IMG_20200816_162445859.jpg (4.38 MiB) Viewed 32193 times
Ekki mikið afgangs pláss þarna. Þegar hásingin er í fullum samslætti fer hásingarrörið og radíus armurinn upp fyrir botninn á maskínunni.

- IMG_20200816_145010818.jpg (2.82 MiB) Viewed 32193 times
Millikassabiti og vagga fyrir LC200 millikassapúða tilbúið.

- IMG_20200815_151149746.jpg (3.23 MiB) Viewed 32193 times
Turn fyrir A-stífu

- IMG_20200815_151142283.jpg (2.74 MiB) Viewed 32193 times
Turn fyrir A-stífu

- IMG_20200815_151133126.jpg (3.31 MiB) Viewed 32193 times
Festing fyrir neðri stífu á afturhásingu

- IMG_20200806_173251021.jpg (3.36 MiB) Viewed 32193 times
Framhásingasmíði lokið, búið að styrkja liðhús og smíða allar festingar

- IMG_20200806_173230341.jpg (3.45 MiB) Viewed 32193 times
styrkingar heilsoðnar og slípaðar.

- IMG_20200805_181355077.jpg (3.23 MiB) Viewed 32193 times
Búið að sjóða styrkingu í alla kverkina milli kúlu og hásingar. Þvermálið á þeirri styrkingu er á pari við utanmál LC80 hásingarinnar, svo ef svona styrking væri sett þar myndi kverkin milli kúlu og rörs hverfa. Að auki eru settar sneiðar úr röri bæði undir og ofan á hásinguna.

- IMG_20200805_131851801.jpg (3.24 MiB) Viewed 32193 times
Búið að sjóða fyrstu umferð. Svo var þetta styrkt

- IMG_20200803_175342255.jpg (3.15 MiB) Viewed 32193 times
Verið að stilla upp liðhúsunum. Hásingin er svo mikið sverari að með því að renna ögn af utanmáli LC80 hásingarinnar var hægt að stinga þeim hásingaendum inn í nýju hásinguna. Þetta verður svo hringsoðið og einnig soðið í gegnum nokkur göt til að fá auka styrk innar á rörinu. Hvítu línurnar á hásingaendanum sýna það pláss sem liðhúspakkningarnar þurfa og hvar er pláss fyrir styrkingar.

- Capture...JPG (146.49 KiB) Viewed 32193 times
Húddlenging kominn á sinn stað sem og lenging á frambretti.

- Capture.JPG (410.82 KiB) Viewed 32193 times
Byrjað að máta rafkerfið kringum vélina úr Durango í húddið. Þetta mun einfaldast töluvert meira, á eftir að grisja meira úr þessu eftir að vélin fer í gang. Þarna er meðal annars ABS rafkerfið í heild sinni enn til staðar, vil ekki fjarlægja það fyrr en það er alveg a hreinu að ég þurfi það ekki fyrir skiptingu og hraðamæli til að vinna rétt, en það er nær öruggt að það fari