Síða 2 af 2

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 04.nóv 2020, 07:45
frá jongud
Ég er að spá aðeins í stífuturninn á afturhásingunni. Er hætta á að drulla safnist fyrir í botninum á honum? Svoleiðis hefur orsakað ryðvandamál á Toyota hásingum

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 04.nóv 2020, 08:40
frá birgthor
Þetta er alveg geggjað

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 04.nóv 2020, 09:29
frá Freyr
jongud wrote:Ég er að spá aðeins í stífuturninn á afturhásingunni. Er hætta á að drulla safnist fyrir í botninum á honum? Svoleiðis hefur orsakað ryðvandamál á Toyota hásingum


Sæll, þakka ábendinguna og já það er vissulega hætta á því. Hinsvegar á eftir að bora drengöt við lægstu punkta þarna, á reyndar líka eftir að gera það hér og þar á grindarbitum og víðar. Síðan verður þetta grunnað og málað með alvöru efnum og ryðvarið eftirá inn í holrými sem þessi. Til samanburðar eru original hásingar og grindur alla jafna með þunnt og lélegt lakk (e-coating) sem er ekki betra en svo að áður en bílarnir komast á götuna sést þegar víða í bert stál sem farið er að ryðga, þetta á meðal annars við um Toyota.

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 04.nóv 2020, 11:34
frá Sævar Örn
Þetta er geggjað flott hjá þér ! - Frábært þegar svona miklar pælingar fara alla leið og verða að mikilli framkvæmd :)

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 04.nóv 2020, 21:01
frá ellisnorra
Mjög gaman að skoða. Þó Jeppaspjallið sé rólegt þá verðum við að halda áfram að pósta :) Takk fyrir að vera einn af þeim :)

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 05.nóv 2020, 19:33
frá juddi
Svona í framhaldinu hvað eru menn að nota á grindur sé alltaf Por 15 í USA þar virðist það vera einhver ríkis aðferð, man eftir td blýmenju í gamla daga en aðeins verið að spa í þetta þar sem tveir bílar eru á áætlun hjá mér reyndar sá seinni hjá dóttur minni

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 07.nóv 2020, 03:29
frá Freyr
Ég mun nota tveggja þátta epoxy grunn og tveggja þátta poly urethan lakk yfir. Hugsanlega fer fyrst eitthvað sem kallast zink barrier ef ég man rétt, mun ráðfæra mig við bílamálara þegar að þessu kemur.

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 08.nóv 2020, 09:19
frá Sæfinnur
Þetta er einn af þessum þráðum sem maður les reglulega frá A til Ö. Kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.
Nokkrar spurningar. Þetta stál sem þú notar í grindar og stífu smíð, Hvar kaupir þú það? Hvað notarðu þykkt efni? og þarf það einhverja sérstaka suðumeðhöndlun?

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 10.nóv 2020, 00:17
frá Freyr
Sæfinnur wrote:Þetta er einn af þessum þráðum sem maður les reglulega frá A til Ö. Kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.
Nokkrar spurningar. Þetta stál sem þú notar í grindar og stífu smíð, Hvar kaupir þú það? Hvað notarðu þykkt efni? og þarf það einhverja sérstaka suðumeðhöndlun?


Stálið er S355J2G3 eða S355 1+n. Þetta hvoru tveggja er nálægt því sem kallaðist stál 52 en er prófað og vottað við -20°C. Einnig nota ég RAEX700 og Strenx700 stál frá SSAB, hvoru tveggja prófað og vottað við amk -20°C. Þetta þarf ekki sérstaka suðumeðhöndlun. Þetta efni hef ég ýmist keypt af Stáliðjunni eða Járnbrennslunni eftir því hvort fyrirtækið ég hef notað til að skera út stykkin.

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 10.nóv 2020, 00:26
frá Freyr
Tankapælingar. Rasstankurinn er aðaltankurinn og hann er tilbúinn en er að útfæra hina. Aðaltankurinn er um 125 lítrar, miðjutankarnir ríflega 100 lítrar samanlagt og sílsatankarnir tæplega 100 lítrar samanlagt. Þetta mun eflaust breytast eitthvað en verður þó í þessum dúr

Freyr -.png
Freyr -.png (189.22 KiB) Viewed 10705 times

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 11.nóv 2020, 10:45
frá Doror
Þetta er geggjað, þarna er verið að fara alla leið.

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 11.nóv 2020, 12:46
frá Icerover
Þetta er töff

Nærðu að troða pústinu einhversstaðar þarna meðfram?


Mbk, Ásgeir

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 12.nóv 2020, 00:45
frá Freyr
Icerover wrote:Þetta er töff

Nærðu að troða pústinu einhversstaðar þarna meðfram?


Mbk, Ásgeir



Það er úrtaka þarna í rauða hringnum fyrir pústið. Hinsvegar er lika hugsanlegt að hinn tankurinn við skaftið og sílsatankarnir stækki aðeins og það verði ekki tankur hjá pústinu, á eftir að ákveða það
Freyr - (1).png
Freyr - (1).png (249.37 KiB) Viewed 10458 times

Re: Svartholið - smíðaþráður

Posted: 26.feb 2021, 01:08
frá Heiðar Brodda
Hvernig gengur smíði

Kv Heiðar