Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Stífusíkkun að aftan +44"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" brotið afturdrif

Postfrá Axel Jóhann » 20.des 2020, 22:59

Það er alltaf eitthvað, í fyrstu ferð vetrarins þá fór að koma smá sláttur frá afturdrifinu, svo að ég kippti skaptinu undan að aftan og keyrði heim í framdrifinu, opnaði svo lokið og þessi skemmtilegheit komu í ljós, ég geri mér eiginlega ekki alveg grein fyrir því hvað hefur gerst enn loftlæsingin slapp svo að ég kemst upp með nýtt hlutfall allavega.

20201220_182858.jpg
20201220_182858.jpg (2.73 MiB) Viewed 33831 time


Að vísu á ég til hásingarpar með 4.88 hlutföllum og loftlásum svo að ég hugsa ég setji það undir allavega í bili, og ef það er alveg ömurlegt með 38 - 42" dekkjum þá græja ég bara nýtt 5.38 hlutfall í þessa hásingu, enn 4.88 eru sterkari svo það heillar alveg svolìtið miðað við fyrri reynslu.


1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" brotið afturdrif

Postfrá Axel Jóhann » 19.jan 2021, 00:07

Fór og náði mér í hásingar með 4.88 hlutföllum og er að vinna í því að smella því undir, ákvað í leiðinni að græja 42" dekkin undir líka, verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út saman, mér fannst hann heldur lággíraður á 5.38" og svo auðvitað eru nýju hlutföllin sterkari sem er sennilega ekki verra, verandi með dana 30 að framan.

20210115_214637.jpg
20210115_214637.jpg (857.05 KiB) Viewed 33510 times


Bíllinn er full hár að aftan eins og er enn ég ætla lækka hann þegar ég fer í það að breyta köntunum.

20210117_210525.jpg
20210117_210525.jpg (694.79 KiB) Viewed 33510 times

20210117_210532.jpg
20210117_210532.jpg (700.11 KiB) Viewed 33510 times

20210118_222005.jpg
20210118_222005.jpg (576.78 KiB) Viewed 33510 times

20210118_222110.jpg
20210118_222110.jpg (877.3 KiB) Viewed 33510 times




Er núna að vinna í að koma framendanum saman og er að fara skera úr til að búa til pláss fyrir framdekkin.
20210118_221848.jpg
20210118_221848.jpg (1.45 MiB) Viewed 33510 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" --> 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 22.jan 2021, 22:52

Áfram gakk með þetta verkefni, drifið komið í að framan ásamt nýjun spyrnufóðringum og núna búið að máta til að sjá hvar þarf að skera.

Kom mér á óvart þegar ég tók kantinn af, það hefur verið gengið vel frá breytingunni á sínum tíma, þetta lìtur allt ágætlega út ennþá verandi 20 ár rúmlega síðan þetta var gert.
20210121_232305.jpg
20210121_232305.jpg (2.02 MiB) Viewed 33341 time


Það er alveg klárlega þörf á nýjum brettaköntum með þessu, það verður seinnitíma vandamál í bili
20210121_234424.jpg
20210121_234424.jpg (2.15 MiB) Viewed 33341 time


20210121_234430.jpg
20210121_234430.jpg (2.65 MiB) Viewed 33341 time


Það er meira en nóg pláss í framanverðri hjólskálinni, þarf einungis að skera af framstuðaranum sjálfum.
20210121_234517.jpg
20210121_234517.jpg (2.07 MiB) Viewed 33341 time



Hérna þarf hins vegar að skera svoldið úr, enn sem betur fer er pláss fyrir það, því búið er að færa boddýfestingar upp svo þetta er bara bodyi sjálft og smávegis horn af hurðunum.
20210121_234445.jpg
20210121_234445.jpg (2.04 MiB) Viewed 33341 time

20210121_234503.jpg
20210121_234503.jpg (2.18 MiB) Viewed 33341 time

20210121_234507.jpg
20210121_234507.jpg (2.47 MiB) Viewed 33341 time


Meira síðar :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" --> 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 01.feb 2021, 23:35

Þá er búið að klippa aðeins úr svo að núna ætti bíllinn að vera orðinn ökufær, svo mér til mikillar ánægju þá mátaði ég gamla kanta sem ég átti og þeir eru svoldið breiðari en það sem var á bílnum svo ég reikna með að nota þá og svo þegar búið er að prófa og sjá að ég sé kominn með það pláss sem þarf þá er hægt að sjæna þessa kanta til.

20210201_225400.jpg
20210201_225400.jpg (1.91 MiB) Viewed 33125 times


20210201_225625.jpg
20210201_225625.jpg (2.99 MiB) Viewed 33125 times


20210201_225951.jpg
20210201_225951.jpg (1.86 MiB) Viewed 33125 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" --> 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 07.feb 2021, 23:05

Þá er gripurinn orðinn ökufær, þá er bara smávegis frágangur eftir, enn dekkin hafa nóg pláss núna.

Svo mér til MIKILLAR ánægju hafðist það loks að laga rafmagns skiptinguna á millikassanum, svo það verður ákveðinn lúxus að þurfa ekki að leggjast alltaf undir bílinn til að skipta á milli drifa! :)

20210207_171833.jpg
20210207_171833.jpg (2.62 MiB) Viewed 32875 times


20210207_171840.jpg
20210207_171840.jpg (3.14 MiB) Viewed 32875 times


20210207_171847.jpg
20210207_171847.jpg (2.56 MiB) Viewed 32875 times


20210207_171857.jpg
20210207_171857.jpg (2.72 MiB) Viewed 32875 times


20210207_171918.jpg
20210207_171918.jpg (2.35 MiB) Viewed 32875 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 18.mar 2021, 21:37

Loksins að maður komst prufutúr, skrapp upp að Langjökli og svo uppá Eyjafjallajökul síðustu helgi og ég get ekki sagt annað enn að þessi dekkjastækkun hafi verið breyting til hins betra, þvílíkur munur á drifgetu :) Það magnaða við þessi dekk að maður gat keyrt þangað til að hann stoppaði og í staðinn fyrir að grafa sig niður þá virtist hann alltaf ná að klóra sig áfram og aldrei var hann tæpur á því að setjast á kviðinn eins og gerðist iðulega á 38" dekkjunum.

Komst þó endanlega að því að núna er ekki lengur hægt að vera án úrhleypibúnaðs, það virðist vera að bókstaflega ALLIR sé komnir með þann búnað, svo að það er næsta mál á dagskrá fyrir næsta túr :)

20210313_122909.jpg
20210313_122909.jpg (2.08 MiB) Viewed 32465 times


20210313_130929.jpg
20210313_130929.jpg (2.69 MiB) Viewed 32465 times

Þarna eru circa 3 pund í dekkjunum
20210313_143731.jpg
20210313_143731.jpg (2.39 MiB) Viewed 32465 times

Við Goðastein
20210314_151136.jpg
20210314_151136.jpg (2.94 MiB) Viewed 32465 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 29.sep 2021, 01:39

Það er kominn svo mikill hugur í mann að ég varð að byrja græja bílinn fyrir veturinn.

20210927_220039.jpg
20210927_220039.jpg (2.09 MiB) Viewed 30654 times


Það voru nokkur verkefni sem voru aðkallandi, meðal annars að skipta út boginni efri spyrnu eftir að ég fór full geyst yfir langjökul með engan samsláttarpúða hægra megin sem endaði með þessari snilld.

20210927_205347.jpg
20210927_205347.jpg (2.89 MiB) Viewed 30654 times

Bíllinn var orðinn ansi furðulegur í akstri.

20210927_205326.jpg
20210927_205326.jpg (2.5 MiB) Viewed 30654 times


Svo kom loksins að því! ÚRHLEYPIBÚNAÐUR ala Aliexpress, það er búið að taka smá tíma að sanka öllu að sér enn þetta er allt að smella núna, og ég áætla að ég sé að ná að græja þetta allt með snúningshjám fyrir um það bil 25kall.

Þetta verður bara alveg eins einfalt og hægt er, allt manual. Nema mælirinn í kistuna.

20210928_151528.jpg
20210928_151528.jpg (2.05 MiB) Viewed 30654 times

Er mjög ánægður að hafa náð að koma þessu fyrir þarna með góðu, gott aðgengi og nóg pláss fyrir lagnir beint niður þarna.
20210928_170914.jpg
20210928_170914.jpg (1.88 MiB) Viewed 30654 times

Skipti líka um pressóstat á loftdælunni svo að núna ætti ég ekki að skemma AC Dæluna þó svo ég gleymi að slökkva á henni eins og ég lenti í, í fyrra.
20210928_170917.jpg
20210928_170917.jpg (2.19 MiB) Viewed 30654 times


20210929_004728.jpg
20210929_004728.jpg (2.76 MiB) Viewed 30654 times


20210928_231140.jpg
20210928_231140.jpg (2.69 MiB) Viewed 30654 times



Svo er ýmislegt fleira sem þarf að græja fyrir fyrstu ferð, svosem að fjarlægja allskonar aukarafmagn sem var illa frágengið eða óvirkandi.

Laga nokkur skoðunaratriði, og græja brettakantana til.

Svo er aðal málið það er að koma 5.38 hlutföllum aftur í, þarf annaðhvort að þrjóskast aðeins við og læra stilla inn drifið sjálfur eða fá einhvern með mér í lið með það.


Það veitir eiginlega ekkert af því að vera á 5.38 núna eftir að 42" fór undir, tala nú ekki um að fá loftlásana aftur í.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


olafurp
Innlegg: 3
Skráður: 22.sep 2021, 12:09
Fullt nafn: Ólafur Þór Pétursson
Bíltegund: Discovery 1 38"

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá olafurp » 08.okt 2021, 19:36

hvernig er almennt að keyra á þessum dekkjum bæði á vegi og í snjó?


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 09.okt 2021, 20:54

Ég er mjög ánægður með þau, virka vel undir þessum bíl í snjó, og merkilega fín í akstri á malbiki, enn þau eru auðvitað ekki radial, svo það er svoldið hopp í þeim fyrstu mínuturnar í akstri á malbiki enn það hverfur svo.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 01.nóv 2021, 00:16

Smá meira, ætlaði að fara græja 5.38 hásingun mína, enn kom í ljós að ég fékk vitlaust hlutfall í hana svo ég skilaði því og pantaði nýtt sem lendir vonandi sem fyrst.


Það má segja að þetta hafi séð betri daga sem var í.

20211028_235940.jpg
20211028_235940.jpg (1.99 MiB) Viewed 29916 times

20211028_233906.jpg
20211028_233906.jpg (2.43 MiB) Viewed 29916 times

20211028_233909.jpg
20211028_233909.jpg (1.63 MiB) Viewed 29916 times

20211028_000731.jpg
20211028_000731.jpg (2.18 MiB) Viewed 29916 times

20211028_233902.jpg
20211028_233902.jpg (2.22 MiB) Viewed 29916 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 29.nóv 2021, 11:21

Það kom smá babb í bátinn með hlutföllon sem ég keypti hér heima, þau voru víst eldri gerð og yokinn passaði ekki á pinion svo ég fékk að skila þeim og pantaði ný Dana hlutföll af rockauto fyrir litlu meira. Svo þau verða sett í sem fyrst.

Það lá hinsvegar fyrir um daginn að klára ganga frá hjólskálum að framan eftir úrklippuna fyrir 42", græja úrhleypibúnaðinn og græja bílinn fyrir skoðun sem hafðist af um daginn.

Ryðbætti bæði frambrettin undir brettaköntum, smíðaði úrhleypispangir í felgur og skipti um öxulhosur sem er orðið mjög reglubundið viðhald.

Náði líka að hækka kantana að framan og koma þeim á í bili, þeir grásleppa við 42" dekkin enn ég er að fara eignast mót fyrir 44" kanta bráðlega þá kemur þetta til með að líta betur út.

Hann fékk líka nýja Range Rover gorma að aftan, svo núna fjaðrar hann eitthvað.


Afsaka myndirnar, þær eru ekki í réttri röð.


Enn fyrsti prufutúr var farinn síðustu helgi og bíllinn kom vel út, þvílíka snilldin sem svona úrhleypibúnaður er, mér fannst bíllinn drífa svo miklu betur og svo eyddi hann minna og orkaði betur líka því maður nennti að pumpa upp aftur þegar ekki var þörf á lágum þrýsting


20211118_012118.jpg
20211118_012118.jpg (1.9 MiB) Viewed 29299 times
Viðhengi
20211120_161304.jpg
20211120_161304.jpg (1.67 MiB) Viewed 29299 times
20211117_233505.jpg
20211117_233505.jpg (2.23 MiB) Viewed 29299 times
20211118_001703.jpg
20211118_001703.jpg (2.11 MiB) Viewed 29299 times
20211117_225504.jpg
20211117_225504.jpg (2.22 MiB) Viewed 29299 times
20211104_094107.jpg
20211104_094107.jpg (1.98 MiB) Viewed 29299 times
20211104_094114.jpg
20211104_094114.jpg (2.17 MiB) Viewed 29299 times
20211114_234605.jpg
20211114_234605.jpg (1.86 MiB) Viewed 29299 times
20211114_234619.jpg
20211114_234619.jpg (2.19 MiB) Viewed 29299 times
20211113_133856.jpg
20211113_133856.jpg (1.93 MiB) Viewed 29299 times
20211114_210516.jpg
20211114_210516.jpg (1.89 MiB) Viewed 29299 times
20211110_232735.jpg
20211110_232735.jpg (2.02 MiB) Viewed 29299 times
20211112_232630.jpg
20211112_232630.jpg (1.76 MiB) Viewed 29299 times
20211110_232730.jpg
20211110_232730.jpg (1.77 MiB) Viewed 29299 times
20211110_232745.jpg
20211110_232745.jpg (2.62 MiB) Viewed 29299 times
20211107_232720.jpg
20211107_232720.jpg (2.9 MiB) Viewed 29299 times
20211107_211428.jpg
20211107_211428.jpg (1.71 MiB) Viewed 29299 times
20211107_215247.jpg
20211107_215247.jpg (1.74 MiB) Viewed 29299 times
20211107_202522.jpg
20211107_202522.jpg (1.76 MiB) Viewed 29299 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1271
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá svarti sambo » 29.nóv 2021, 11:39

Sæll

Gæti verið kostur að centrum bora 1" blindlok á nipplana, svo þetta geti ekki dregist út í einhverjum hamaganginum.

En baráttukveðja í Mússó krabbameininu. Góðir hlutir gerast hægt.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 30.nóv 2021, 23:59

Já varðandi snúningshnén, ég límdi leguna og pakkdósina í og ég fylgdist vel með því hvort einhver hreyfing væri á þessu og það virðist ekki vera, enn ég lenti í smá krapa og það virðist eitthvað hafa klikkað í einu hné, lekur stundum, þarf eiginlega að rífa það og skoða hvað klikkaði, annars kemur þetta bara vel út.


Ég gæti reyndar trúað því að ég færi spangirnar innar í felgurnar, ég var ekki með neitt viðmið þegar ég var að græja þetta, mér finnst þetta vera svona full utarlega eins og er, og væntanlega viðkvæmara fyrir hnjaski.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Hilmar Örn » 01.des 2021, 11:42

243161238_862645561059188_6632642783175048621_n.jpg
243161238_862645561059188_6632642783175048621_n.jpg (11.09 KiB) Viewed 29122 times


Ég sett svona lok á þetta til að hlífa pakkadósinni.

User avatar

jongud
Innlegg: 2695
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá jongud » 01.des 2021, 14:12

Væri nóg að setja plastlok með rörasnitti (BSP) yfir?
https://www.ebay.com/itm/122674415135?hash=item1c8ff7061f:g:4wkAAOSwOjBZYNlJ


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 03.des 2021, 10:41

Já ég hugsa það væri alveg nóg, ég er með kút og hann er í 120psi fullur, þessi hné eins of þau eru þola það alveg, haggast ekki pakkdósin né legan, enn eins og ég sagði þá notaði ég legulím á þetta líka.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1271
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá svarti sambo » 03.des 2021, 23:51

Var meira að hugsa um til að hlífa dósinni fyrir aflögun vegna t.d. klaka.
Ef þú skyldir lenda í pitt eða þess háttar.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

jongud
Innlegg: 2695
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá jongud » 04.des 2021, 14:24

Axel Jóhann wrote:Já ég hugsa það væri alveg nóg, ég er með kút og hann er í 120psi fullur, þessi hné eins of þau eru þola það alveg, haggast ekki pakkdósin né legan, enn eins og ég sagði þá notaði ég legulím á þetta líka.


Ertu að setja 120 psi inn á dekkin?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1928
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Sævar Örn » 04.des 2021, 23:08

Það má þrýstiprófa með að setja fullt trukk inn á slöngurnar með kranann í felgunni lokaðann, þannig sápubólutestaði ég mitt stuff, en ég setti einmitt lok yfir bara til að hlífa draslinu veit ekkert hvort það hefur einhverja þýðingu, lokið kostaði 200kr stk og er bara cool :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 05.des 2021, 00:46

jongud wrote:
Axel Jóhann wrote:Já ég hugsa það væri alveg nóg, ég er með kút og hann er í 120psi fullur, þessi hné eins of þau eru þola það alveg, haggast ekki pakkdósin né legan, enn eins og ég sagði þá notaði ég legulím á þetta líka.


Ertu að setja 120 psi inn á dekkin?



Já sennilega í svona 1-2 sekúndur þar til litli loftkúturinn minn tæmist, svo dettur það bara niðrí 10-15psi frá ac dælunni inná öll 4 í einu. Svo það er ekkert að fara klikka við það.


Ég hugsa að èg opni þetta og bætti við annari legu í hnén og jafnvel splæsi í lok líka, enn svo er annað, þessae legur eru lokaðar svo þær halda loftinu alveg einar og sér án pakkdósar.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 06.jan 2022, 00:24

Lenti í smá brasi í síðustu ferð, vorum stopp og þá kom í ljós að framdekkið H/m var eitthvað undarlegt, og þá kom þetta í ljós, enn ég hafði það að strappa saman og koma bílnum niður á malbik svo það væri auðveldara að sækja hann.

0.jpg
0.jpg (401.25 KiB) Viewed 28306 times


1.jpg
1.jpg (380.41 KiB) Viewed 28306 times


Demparaturn/stífufesting efri rifin frá alveg. Hefur greinilega verið sprunga í þessu lengi því þetta lak bara í sundur í engum átökum.

7.jpg
7.jpg (342.17 KiB) Viewed 28306 times


einnig var búið að sjóða styrkingar innan á þetta svo að sennilega hefur þetta brotnað einhverntímann áður. Og sást greinilega á brotinu að þetta hékk bara sitthvoru megin yst á circa 2 cm suðum.

Hér er búið að hreinsa gamla ruslið í burtu og stilla "nýja" upp, það var ekkert sérlega gaman að ná þessu stykki heilu, þar sem það var soðið ansi vel í og aðgengið ekkert frábært.

6.jpg
6.jpg (413.54 KiB) Viewed 28306 times


Og Grilla fast.

5.jpg
5.jpg (364.95 KiB) Viewed 28306 times


Ég skar stykkið úr grindarbita sem ég átti til svo að tjónið var nú ekki nema dempari, öxulhosa og smá handavinna. :)


Allt að smella saman aftur og orðið þokkalegt.
4.jpg
4.jpg (411.72 KiB) Viewed 28306 times


3.jpg
3.jpg (394.97 KiB) Viewed 28306 times


Svo núna er bara raða saman með nýrri hosu og dempara og fara aftur út að leika.

2.jpg
2.jpg (529.86 KiB) Viewed 28306 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá grimur » 11.jan 2022, 03:06

Geiflast þetta ekki í sundur aftur án einhverra styrkinga?
Ætli sé komandi fyrir einhverri slá uppfyrir mótor, eins og er sett á demparaturna í fólksbílum? Þá þarf það ekki að vera efnismikið...


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 13.jan 2022, 22:00

Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu.

Það var gömul viðgerð þarna sem var illa framkvæmd svo að þetta var veikt fyrir.

Síðasta vor fór ég í ferð yfir Langjökul inná Hveravelli. Það var þungt færi og maður varð að halda hraða til að fljóta, svo við Þursaborgir kom svoldið djúp alda og ég tók smá stökk.

Það var enginn samsláttarpúði hægra megin svo aæ ég kenf beygði efri spyrnuna.

Svo þegar ég skoðaði þetta eftir þá ferð þá sá ég ekkert að þessum stífuturni svo ég setti bara nýja spyrnu í og hélt áfram að keyra.

Svo að èg tel að þetta hafi verið megin ástæðan fyrir því að þetta fór svona.

Núna er èg með nýja öflugri samsláttarpúða og búinn að yfirfara allt saman svo ég á ekki von á því að þetta verði til vandræða.

Enn það kemur í ljós um helgina.

Annars er þessi eðal musso kominn á ellilìfeyri og orðinn fornbíll svo það ýtir bara enn undir það að halda honum góðum áfram!

Allavega er orðið aðeins praktískara að reka hann núna.
Fèkk að máta 40" Toyo á 17" felgum undir hann, og núna er ekki aftur snúið.

Ég trúði því ekki hvað það er mikill munur á að keyra bìlinn á þessu, bara einn putti á stýrið og eins og hugur manns í akstri á þessu.

Þannig að núna vantar mig 40" eða 42" dekk fyrir 17" felgur!

20220110_135446.jpg
20220110_135446.jpg (2.87 MiB) Viewed 27813 times
20220110_135409.jpg
20220110_135409.jpg (2.59 MiB) Viewed 27813 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2695
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá jongud » 14.jan 2022, 07:48

Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar dekk eru annarsvegar akkúrat núna.
Einu dekkin sem voru til í kringum jólin voru Pro-Comp hjá Arctic-Trucks, dýrustu dekkin í 40-tommum, en bót í máli að það þarf ekki að valsa felgur fyrir þau.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 42"

Postfrá Axel Jóhann » 14.jan 2022, 08:10

Já, ég er ekki viss um að fjárlög þessa árs leyfi ný dekk í bili, svo ég þarf að þrjóskast við og sjá hvað býðst notað.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996...

Postfrá Axel Jóhann » 12.nóv 2024, 00:23

Fullt búið að gerast síðan síðast.

Gafst upp á dana 30 framdrifinu eftir að ég setri 42" dekk undir síðasta vetur svo þetta varð niðurstaðan. Þetta er enn í vinnslu enn er á lokametrunum, það er nebbla prufutúr áætlaðue um helgina...

20241111_225514.jpg
20241111_225514.jpg (2.11 MiB) Viewed 15360 times

20241111_225632.jpg
20241111_225632.jpg (1.91 MiB) Viewed 15360 times
20241110_223252.jpg
20241110_223252.jpg (2.32 MiB) Viewed 15360 times
20241110_215532.jpg
20241110_215532.jpg (1.74 MiB) Viewed 15360 times
20241110_223031.jpg
20241110_223031.jpg (2.07 MiB) Viewed 15360 times
20241110_215422.jpg
20241110_215422.jpg (2.44 MiB) Viewed 15360 times
20241109_225800.jpg
20241109_225800.jpg (2.39 MiB) Viewed 15360 times
20241109_231632.jpg
20241109_231632.jpg (2.31 MiB) Viewed 15360 times
20241109_220601.jpg
20241109_220601.jpg (2.05 MiB) Viewed 15360 times
20241109_151239.jpg
20241109_151239.jpg (2.6 MiB) Viewed 15360 times
20241109_153119.jpg
20241109_153119.jpg (1.91 MiB) Viewed 15360 times
20241102_234937.jpg
20241102_234937.jpg (2.28 MiB) Viewed 15360 times
20241103_010023.jpg
20241103_010023.jpg (2.21 MiB) Viewed 15360 times
20241102_203553.jpg
20241102_203553.jpg (2.5 MiB) Viewed 15360 times
20241102_232202.jpg
20241102_232202.jpg (1.27 MiB) Viewed 15360 times
20241102_173846.jpg
20241102_173846.jpg (2.32 MiB) Viewed 15360 times
20241102_195648.jpg
20241102_195648.jpg (1.98 MiB) Viewed 15360 times
20241101_214304.jpg
20241101_214304.jpg (2.31 MiB) Viewed 15360 times
20241030_213349.jpg
20241030_213349.jpg (2.03 MiB) Viewed 15360 times
20241030_223229.jpg
20241030_223229.jpg (1.76 MiB) Viewed 15360 times
20241031_115325.jpg
20241031_115325.jpg (2.34 MiB) Viewed 15360 times
20241030_211516.jpg
20241030_211516.jpg (2.22 MiB) Viewed 15360 times
20241030_175950.jpg
20241030_175950.jpg (2.41 MiB) Viewed 15360 times
20241026_215606.jpg
20241026_215606.jpg (1.98 MiB) Viewed 15360 times
20241029_122409.jpg
20241029_122409.jpg (2.13 MiB) Viewed 15360 times
20241013_213559.jpg
20241013_213559.jpg (2.6 MiB) Viewed 15360 times
20241016_224702.jpg
20241016_224702.jpg (2.71 MiB) Viewed 15360 times
20241013_161157.jpg
20241013_161157.jpg (2.07 MiB) Viewed 15360 times
20241013_203829.jpg
20241013_203829.jpg (1.36 MiB) Viewed 15360 times
FB_IMG_1728859792728.jpg
FB_IMG_1728859792728.jpg (87.19 KiB) Viewed 15360 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2695
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996...

Postfrá jongud » 12.nóv 2024, 08:13

[quote="Axel Jóhann"]Fullt búið að gerast síðan síðast.

Gafst upp á dana 30 framdrifinu eftir að ég setri 42" dekk undir síðasta vetur svo þetta varð niðurstaðan. Þetta er enn í vinnslu enn er á lokametrunum, það er nebbla prufutúr áætlaðue um helgina...


JA HÉRNA!
Ég hef aldrei áður séð drif brotna svona kostuglega!

User avatar

muggur
Innlegg: 371
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996...

Postfrá muggur » 12.nóv 2024, 11:19

Þetta er mjög áhugavert og sjálfur er ég í pælingum um framhásingu í Pajeroinn minn. Bara verst hvað drifið er sterkt í Pajero!.

En að öllu grín slepptu þá er þetta mjög flott. Er það rétt til getið hjá mér að þú sért að nota pajero afturstífur? Einnig er ég forvitinn hvaða hásingu þú ert að nota. Það er kannski augljóst fyirir hásingafræðinga en ég er ekki slíkur.

En þetta lítur vel út og verður gaman að lesa um hvernig prufutúrinn gengur!!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996...

Postfrá Axel Jóhann » 12.nóv 2024, 21:34

jongud wrote:
Axel Jóhann wrote:Fullt búið að gerast síðan síðast.

Gafst upp á dana 30 framdrifinu eftir að ég setri 42" dekk undir síðasta vetur svo þetta varð niðurstaðan. Þetta er enn í vinnslu enn er á lokametrunum, það er nebbla prufutúr áætlaðue um helgina...


JA HÉRNA!
Ég hef aldrei áður séð drif brotna svona kostuglega!



Ég er búinn að klára tvö stykki svona, annað í smá átökum, en þetta seinna bara í þungu færi upp langjökul síðasta vetur.

Þessi hásing er Dana44 undan wagoneer með wagoneer liðhúsi vinstra megin og scout liðhusi hægra, og einhverjum chevrolet bremsum, stífurnar eru vissulega afturstífur úr pajero, og stýrismaskína úr patrol.

Verður gaman að vera líka kominn með fjöðrun og loftlás í lagi í framdrifið, hef keyrt þennan bíl án læsinga í lagi síðan ég keypti hann og hann hefur drifið mjög vel, verður gaman að finna muninn þar með læsingum.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996...

Postfrá Axel Jóhann » 13.nóv 2024, 12:43

Farinn að standa í hjólin, 42" lítur út fyrir að vera ansi lítil undir honum núna...



20241112_230303.jpg
20241112_230303.jpg (2.17 MiB) Viewed 15186 times
20241112_230146.jpg
20241112_230146.jpg (1.77 MiB) Viewed 15186 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Elvar Turbo
Innlegg: 56
Skráður: 06.júl 2013, 19:28
Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
Bíltegund: Chevrolet Camaro

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Hásingarvæðing framan

Postfrá Elvar Turbo » 19.nóv 2024, 12:20

Hvernig fór þetta komstu í ferðina? Ef svo hvernig reyndist hann ertu sáttur með breytinguna?


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Hásingarvæðing framan

Postfrá Axel Jóhann » 16.des 2024, 11:41

Já ég fór, kom virkilega vel út, margfalt betri í stýri og fjöðrun, enn núna er ennþá meiri þörf á að klára síkka allt að aftan í stíl, hann liggur alveg á rassgatinu að aftan og er alltof stífur og leiðinlegur, enda var aldrei búið að síkka það neitt.

Það er næsta verk, annars er hann fínn að framan, þarf aðeins að stilla samslátt betur, jafnvel prufa aðra gorma að framan.

Eins og sést á fyrstu mynd, þá er sundurslátturinn alveg gífurlegur!


20241115_155034.jpg
20241115_155034.jpg (2.37 MiB) Viewed 13636 times
20241116_135555.jpg
20241116_135555.jpg (2.62 MiB) Viewed 13636 times
20241116_150808.jpg
20241116_150808.jpg (3 MiB) Viewed 13636 times
20241116_160051.jpg
20241116_160051.jpg (2.49 MiB) Viewed 13636 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Hásingarvæðing framan

Postfrá íbbi » 17.des 2024, 00:20

glæsilegt!
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Hásingarvæðing framan

Postfrá Axel Jóhann » 05.jan 2025, 00:17

Og svona fyrst það var orðið pláss, þá stóðst ég ekki mátið að prufa 44" dc undir, alveg magnað hvað þessi dekk virka vel í snjó, eins og þau eru hræðileg útá malbiki yfir 70km/h en annars til fróðleiks þá standa 44"dc alveg jafn hátt og 42" Goodyear dekkin, nema þau eru svoldið breiðari.
20250101_125334.jpg
20250101_125334.jpg (1.76 MiB) Viewed 12644 times
received_9795149617168504.jpeg
received_9795149617168504.jpeg (195.27 KiB) Viewed 12644 times
20241228_182419.jpg
20241228_182419.jpg (2.23 MiB) Viewed 12644 times
20241230_120424.jpg
20241230_120424.jpg (1.92 MiB) Viewed 12644 times
20241228_175945.jpg
20241228_175945.jpg (1.92 MiB) Viewed 12644 times


Annars verð ég að drífa mig í að síkka stífur að aftan og græja betri kanta á hann. Ætla reyna miða við að nokian komist jafnvel undir, einn daginn ef maður hefur efni á þeim.

Annars virkar þetta bara vel, og bíllinn ótrúlega duglegur.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Stífusíkkun að aftan +44"

Postfrá Axel Jóhann » 17.feb 2025, 20:05

Áfram heldur baráttan, þar sem að það er allt snjólaust og enginn vetur í kortunum þá byrjaði ég á því gær að laga til afturendann,

Er að síkka stífufestingar niður um 10cm í grindinni, og færa gormana undir grind um eitthvað svipað.

Byrjað að stilla upp
20250216_140247.jpg
20250216_140247.jpg (2.26 MiB) Viewed 10965 times

20250216_140257.jpg
20250216_140257.jpg (2.35 MiB) Viewed 10965 times

Græjaði smá flatjárn til að hafa nákvæma færslu á götunum niður
20250216_154244.jpg
20250216_154244.jpg (2.32 MiB) Viewed 10965 times

Plasma vélin gerir þetta verkefni töluvert þægilegra
20250216_154234.jpg
20250216_154234.jpg (2.52 MiB) Viewed 10965 times

Orðin aðeins skárri afstaða á stífum
20250216_180730.jpg
20250216_180730.jpg (1.94 MiB) Viewed 10965 times

Skornir út plattar fyrir gormana til að sitja á uppi, undir grind, skar einnig gömlu gormaskálarnar úr grindinni því það kemur smá kónn niður úr þeim sem ég ætla nota áfram til að gormurinn sitji sem réttastur
20250216_203246.jpg
20250216_203246.jpg (2.19 MiB) Viewed 10965 times


Allt saman orðið mun svipaðra og frammendinn, þannig mér sýnist að þetta verði bara svona, var aðallega að horfa í það að fullur sundursláttur væri svipaður og að framan
20250216_215245.jpg
20250216_215245.jpg (1.75 MiB) Viewed 10965 times
20250216_215810.jpg
20250216_215810.jpg (2.31 MiB) Viewed 10965 times
20250216_181751.jpg
20250216_181751.jpg (2.39 MiB) Viewed 10965 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Stífusíkkun að aftan +44"

Postfrá Axel Jóhann » 18.feb 2025, 23:37

Áfram mjakast þetta, kominn í töluvert betri hæð, núna er bara spurning um hvort það passi ekki örugglega 44" nokian undir.

Svona þar sem það tekur þvì varla að vera að þessu nema það sleppi undir.
Viðhengi
20250218_221817.jpg
20250218_221817.jpg (2.38 MiB) Viewed 10410 times
20250218_221712.jpg
20250218_221712.jpg (2.08 MiB) Viewed 10410 times
20250218_221647.jpg
20250218_221647.jpg (2.18 MiB) Viewed 10410 times
20250218_214315.jpg
20250218_214315.jpg (2.29 MiB) Viewed 10410 times
20250218_214328.jpg
20250218_214328.jpg (1.83 MiB) Viewed 10410 times
20250218_214244.jpg
20250218_214244.jpg (2.12 MiB) Viewed 10410 times
20250218_214306.jpg
20250218_214306.jpg (2.06 MiB) Viewed 10410 times
20250218_213118.jpg
20250218_213118.jpg (2.18 MiB) Viewed 10410 times
20250218_213147.jpg
20250218_213147.jpg (2.18 MiB) Viewed 10410 times
20250218_211650.jpg
20250218_211650.jpg (2.22 MiB) Viewed 10410 times
20250218_211638.jpg
20250218_211638.jpg (1.95 MiB) Viewed 10410 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

muggur
Innlegg: 371
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Stífusíkkun að aftan +44"

Postfrá muggur » 20.feb 2025, 10:35

Þetta er flott!!
En hvernig er það þegar þú síkkar á öllu júnitinu breytist þá ekki afstaðan á drifskaftinu þannig að það kemur meira brot á liðinn og þar með meiri líkur á titringi / jeppaveiki?
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Stífusíkkun að aftan +44"

Postfrá Axel Jóhann » 20.feb 2025, 22:06

Það gæti þurft að setja tvöfaldan lið á skaptið uppvið millikassa, enn maður villt helst halda aftstöðunni réttri, ég er í raun að laga afstöðuna á drifskaptinu með því að síkka stífurnar í grindinni, þá verður pinion á hásingu meira samsíða millikassanum, samanber þessa mynd hérna

71139928_3034573366612862_2572687480478236672_n.jpg
71139928_3034573366612862_2572687480478236672_n.jpg (63.25 KiB) Viewed 9041 time
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 307
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Stífusíkkun að aftan +44"

Postfrá Axel Jóhann » 20.feb 2025, 22:21

Annars var ég að prufa máta 44" nokian, og þau fljúga undir núna, þyrfti bara að græja mér nýja kanta, verst hvað þau kosta djöfulli mikið..

Áhugaverð samanburðar mynd af 42" Goodyear, Nokian og Dc44"
Viðhengi
20250219_205959.jpg
20250219_205959.jpg (2.01 MiB) Viewed 9038 times
20250219_202956.jpg
20250219_202956.jpg (2.35 MiB) Viewed 9038 times
20250219_203005.jpg
20250219_203005.jpg (2.39 MiB) Viewed 9038 times
20250219_205851.jpg
20250219_205851.jpg (1.93 MiB) Viewed 9038 times
20250219_202536.jpg
20250219_202536.jpg (2.53 MiB) Viewed 9038 times
20250219_202530.jpg
20250219_202530.jpg (2.46 MiB) Viewed 9038 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Bilaður
Innlegg: 8
Skráður: 10.jan 2024, 11:05
Fullt nafn: Robert Gillespie
Bíltegund: Ford

Re: Ssangyong Musso 2.9tdi 1996... Stífusíkkun að aftan +44"

Postfrá Bilaður » 23.feb 2025, 20:15

Sæll, ég er að fara í svona bras á Ford sport track. hvar er bestt að kaupa svona lás og drifhlurföll og hvaað er ca kostnaðuriinn við frambásinguna?


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur