4runner


Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1205
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

4runner

Postfrá íbbi » 03.aug 2019, 16:08

eitt verkefni á lager

þetta nú bara þetta klassíska verkefni sem stoppaði einhverstaðar í ferlinu, skipti um eigendur og við þekkjum rest.

ég veit nú ekki mikið um bílinn, það er búið að hækka boddýfestingar, færa afturhásinguna aftur í afturstuðara nánast, kominn 60 cruiser hásing að aftan og fylgdi með að framan.

boddýið á honum virðist heillegt, grindin er stráheil, hurðarnar lala, tvær slæmar tvær góðar sýndist mér. við stutta skoðun sýndist mér þurfa að endurskoða eitthvað smíðina á stífunum og ég gef úrklippivinnuni að framan ekki háa einkun. hann var á 38" og var á leiðini á 44" skylst mér.

þetta er beinskiptur bíll, hin margrómaða 3.0l v6 með flækjum.


ég ætla nú ekki að vera með neinar yfirlýsingar yfir hvað ég ætla gera við hann, mér bauðst þetta á hálfgert djók ef ég gæti komið honum burtu 1 2 og jólakaka, þannig að hann fer nú bara í ótímabundna geymslu.

ef mig fer að klæja í puttana einhverntímann og spá í að breyta raminum meira þá get ég hinsvegar rúllað þessum út og tekið það út á honum í staðin.

það sem gaman væri að gera væri að smíða undir hann framhásinguna. setja einhvern temmilegan diesel mótor í hann, afturhásinguna sýnist mér meiga færa aftur til baka um nokkra cm og lengja kantinn aftur í átt að hurðini og fá meira pláss fyrir dekk.

sjáum hvað setur
Viðhengi
67580350_427873144737943_4829595101200121856_n.jpg
67580350_427873144737943_4829595101200121856_n.jpg (266.59 KiB) Viewed 1442 times
67444208_562139137654662_4046911704632655872_n.jpg
67444208_562139137654662_4046911704632655872_n.jpg (327.26 KiB) Viewed 1442 times


1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Axel Jóhann
Innlegg: 124
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: 4runner

Postfrá Axel Jóhann » 15.sep 2019, 19:09

Musso diesel mótor í gripinn :D
1997 Musso 2.9TDI á 38"
2005 Nissan Navara á 33"


Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1205
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 4runner

Postfrá íbbi » 15.sep 2019, 19:18

mér finnst nú líklegast að maður reyni að finna 3.0l kz1 eða hvað hann heitir, þá get ég notað gírkassann sem er í honum.

en best að vera ekki með neinar yfirlýsingar, hvort ég geri nokkurntíman eitthvað við þennan bíl er enn sem komið er engann veginn víst
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1205
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 4runner

Postfrá íbbi » 03.nóv 2019, 02:18

svona að gamni.. þá eru hérna tvær myndir sem ég fékk af honum
Viðhengi
74407466_2526088950816300_5090062744325980160_n.jpg
74407466_2526088950816300_5090062744325980160_n.jpg (29.44 KiB) Viewed 271 time
73311884_2526089067482955_2527067471731490816_n.jpg
73311884_2526089067482955_2527067471731490816_n.jpg (24.93 KiB) Viewed 271 time
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir