Síða 1 af 1

1988 Jappinn

Posted: 27.apr 2019, 07:43
frá sukkaturbo
Jamm var að eignast þennan ofur jappa hann er 1988 fæddur.Orkusalur með 1300cc mótor 45 hestöfl sirka og 970kg. Léttasti jappi sem ég hef átt.Svo hvað gerir maður við svona tæki 36" vökastýri.Kanski vél úr Vitara og sjálfskiptingu og beltin undir.Jamm verður gaman að prufa eitthvað

Re: 1988 Jappinn

Posted: 27.apr 2019, 19:30
frá íbbi
það er nú orðið fjandi langt síðan maður sá einn svona í upphaflegu formi

Re: 1988 Jappinn

Posted: 28.apr 2019, 06:48
frá sukkaturbo
Jamm kanski best azð hafa hann þannig.Sam gæti þetta boddý passað ofan á Jimmy eða stutta vitöru

Re: 1988 Jappinn

Posted: 01.maí 2019, 01:18
frá grimur
Fæ smá seiðing í mjóbakið við að horfa á svona bíl...einn félagi átti svona apparat sem hann breytti í pickup, eftir það hét það skóhlífin. Komst svosem alveg helling á rúmlega 30" togleðurshringjum, en vistin í búrinu var ekki upp á marga fiska á Kjalvegi með upphaflegu flatjárnin undir.
Þetta er samt alveg frábært eintak að sjá, sennilega alger synd að hrófla eitthvað við þessu boddíi, það þarf að gera svo rosalega mikið til að þetta verði skemmtilegt leiktæki.
Það er einhvernveginn að verða til týnd kynslóð af bílum, þessi bylgja af japönskum merkjum sem ryðguðu upp til agna og var bara hent þegar það borgaði sig ekki að halda við meir. Þessar dósir sem við þekktum eru að verða sjaldgæfari safngripir en amerísku kaggarnir, þeir ryðguðu hægar og var kannski síður hent áður en menn áttuðu sig.

Kv
Grímur

Re: 1988 Jappinn

Posted: 01.maí 2019, 07:05
frá sukkaturbo
Jamm hættur við að hrófla við þessum.Bauð konunni í bíltúr og er ég búinn að búa með henni síðan hún var15 og ég 17.Hef aldrei komist svona nálægt henni fyrr.Nú er ég 64 og svo maður verður að hægj á sér.Svo þetta er hálfgerð skóhlíf eða smokkur sannarlega.

Re: 1988 Jappinn

Posted: 01.maí 2019, 21:03
frá íbbi
já svei mér þá, ég er sammála því að leyfa honum bara að vera svona. þetta er eflaust einn af fáum sem er eftir

Re: 1988 Jappinn

Posted: 02.maí 2019, 08:08
frá jongud
Ég vissi um hjón sem fóru lengi á svona bíl í vinnuna á hverjum morgni. Þau voru bæði jafn FJALLmyndarleg og Guðni.
Gárungarnir sögðu að þau þurftu að skella hurðunum aftur samtaka annars opnaðist bara hurðin á móti. Hins vegar gengi toppurinn upp þegar þau skelltu þeim saman.

Re: 1988 Jappinn

Posted: 02.maí 2019, 16:26
frá sukkaturbo
Jamm ha ha passar

Re: 1988 Jappinn

Posted: 03.maí 2019, 16:28
frá Óskar - Einfari
Ég átti einmitt tvo svona bíla sælla minninga... fyrri bílnum velti ég, það var SJ413 með flækjum, greynilega of kraftmikill! en ég lærði ekki af reynslunni og fékk mér annan. Sá var SJ410 með orginal 1000cc vél, heil 45hp. Hann endaði síðar meir hjá Ómar og var notaður sem flugstöð einhverstaðar á hálendinu. En hvað um það... eitt sinn fórum við tveir vel stórir og myndarlegir á rúntin. Til að fá aðeins meira pláss og til að geta nú skipt um gír þá skrúfum við niður rúðurnar sithvoru megin þannig að við gátum verið með hendurnar hálfpartinn út um gluggan.... ógleymanleg bílferð!

Re: 1988 Jappinn

Posted: 03.maí 2019, 18:01
frá sukkaturbo
Jamm er að lenda í þessu þarf að vísu að hafa hurðina mín megin oppna.Svo þessi stubbur er til sölu eingöngu fyrir dvergavaxna

Re: 1988 Jappinn

Posted: 08.maí 2019, 22:53
frá Ragnar Karl
Hvað segir þú Guðni. Er þessi falur hjá þér?

Re: 1988 Jappinn

Posted: 09.maí 2019, 07:14
frá sukkaturbo
Jamm fékk hann á 200 og ætlaði að eiga hann þetta er tveimur númerum of litið svo hann er til sölu ef menn vilja