Toyota Hilux Extracab 1990


Höfundur þráðar
baraÆgir
Innlegg: 6
Skráður: 17.okt 2018, 21:09
Fullt nafn: Ægir Ólafsson
Bíltegund: TOYOTA
Staðsetning: Blönduós

Toyota Hilux Extracab 1990

Postfrá baraÆgir » 02.feb 2019, 05:10

Sælir spjallverjar, ætla reyna halda utanum þráð um nýjasta Hiluxinn. Þetta er semsagt eldgamall extracab lúxus sem hóf líf sitt sem v6 hryllingur, en var með volvo vél í svolítinn tíma en þegar ég kaupi hann þá var búið að klístra ofaní 2.4 turbolausri toyotu vél sem ég var fljótur að slíta uppúr. Átti til 1KZ-TE vél sem ég hafði hugsað ofaní hann en festi kaup á Isuzu CrewCab 3.1TD sem ég ætla að nota lengjuna úr frekar, 3.0 Toyota vélin er til sölu by the way. Þetta fer hægt af stað vegna skólagöngu og get bara unnið í þessu um helgar, pantaði frá Bretlandi í 3.1 tímareimarsett, vatnsdælu, vatnslás, kúplingu og pakkningarsett fyrir heilar 29þús íslenskar krónur sem ég tel vera nokkuð gott! Fer í það bráðlega að sækja líffæragjafann og þá er hægt að fara möndla þessu saman :) Læt einu myndina sem ég á af dýrinu fylgja
hilux.jpg
hilux.jpg (352.41 KiB) Viewed 496 times


Núverandi
1991 Toyota Hilux Xcab 38"
1992 Toyota Hilux DC 38"
Þáverandi
1989 Toyota Hilux DC 38"/44"
1996 Toyota Hilux DC 38"
1996 Toyota Hilux Xcab 33"


sukkaturbo
Innlegg: 3103
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Hilux Extracab 1990

Postfrá sukkaturbo » 02.feb 2019, 06:47

Jamm verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér félagi


íbbi
Innlegg: 1069
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Toyota Hilux Extracab 1990

Postfrá íbbi » 02.feb 2019, 11:15

laglegur bíll. sá hann auglýstann um daginn, hef verið að renna hýru auga til þessara lúxa síðustu vikurnar
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Höfundur þráðar
baraÆgir
Innlegg: 6
Skráður: 17.okt 2018, 21:09
Fullt nafn: Ægir Ólafsson
Bíltegund: TOYOTA
Staðsetning: Blönduós

Re: Toyota Hilux Extracab 1990

Postfrá baraÆgir » 10.feb 2019, 20:03

Jæja helgin var nýtt í að ná í líffæragjafann og spaðrífann, þessi annars glæsilegi Isuzu Pickup með 3.1 ekinn litla 190þ km!
Mjög sprækur mótor en þorði ekki mjög hratt því það er lítið sem ekkert um bremsur í boði.
FE0815D4-E06B-41E4-9FEF-8815D1950604.jpeg
FE0815D4-E06B-41E4-9FEF-8815D1950604.jpeg (1.8 MiB) Viewed 215 times

Slípirokkur, slaghamar, bílalyfta, 14mm og 17mm toppar og hjartað laust
3FB3750C-CA0D-4ABB-B9F3-0184475F2774.jpeg
3FB3750C-CA0D-4ABB-B9F3-0184475F2774.jpeg (533.6 KiB) Viewed 215 times

Nú er bara að slíta kassan af, skipta um kúplingu, slíta heddið af og skipta heddpakkningu, tímareim og vatnsdælu. Þarf eitthvað að skoða legur í svona mótor ekinn 190þ?
56AC5113-CA07-4D9B-AB32-44B003119619.jpeg
56AC5113-CA07-4D9B-AB32-44B003119619.jpeg (2.59 MiB) Viewed 215 times

Gamli Ford dregur vélarvana Hiluxinn

Hvernig AC dælu hafa menn skrúfað á þessar vélar? notast við orginal dælurnar og breyta þeim eða eitthvað annað?
Viðhengi
B49C57BB-C922-48DA-827C-91991AD01E4F.jpeg
B49C57BB-C922-48DA-827C-91991AD01E4F.jpeg (3.65 MiB) Viewed 215 times
Núverandi
1991 Toyota Hilux Xcab 38"
1992 Toyota Hilux DC 38"
Þáverandi
1989 Toyota Hilux DC 38"/44"
1996 Toyota Hilux DC 38"
1996 Toyota Hilux Xcab 33"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1189
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Jeep
Staðsetning: Westurland

Re: Toyota Hilux Extracab 1990

Postfrá StefánDal » 10.feb 2019, 21:07

Gaman að sjá að það séu enn svona verkefni í gangi!
Ég er mikill áhugamaður um 4jg2 vélina og hrifinn af Hilux. Þessi blanda getur ekki klikkað. Hvað varðar ac dælur þá myndi ég bara nota dæluna sem er á vélinni. Fullt af uppl á netinu um hvernig best sé að ganga frá svona dælum.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur