Síða 1 af 1

Chevjeró

Posted: 28.feb 2010, 23:58
frá pfp
Hann er kominn með 4,3 chevy vortec, 700 skiptingu og lógír. Hásingar eru dana 44 með Nospin og gormafjöðrun að framan og aftan. 44 tommu breyttur. Hér er mynd http://i761.photobucket.com/albums/xx25 ... ghj172.jpg

Re: Pajero

Posted: 01.mar 2010, 00:20
frá pardusinn
Ég sá myndina, þetta er ansi flottur Pajero. Ertu nýlega byrjaður á honum?

Re: Pajero

Posted: 01.mar 2010, 00:28
frá pfp
ég er búinn að vera dunda við hann í ca 2 ár

Re: Pajero

Posted: 01.mar 2010, 12:46
frá SverrirO
eyða hvað? koma svo með myndir alltaf gaman að sjá sætar pæjur

Re: Chevjeró

Posted: 01.mar 2010, 12:53
frá eidur
Helvíti laglegur bíll. Ég skeytti þráðunum saman.
Image

Re: Cheveró

Posted: 01.mar 2010, 16:14
frá Magni
Flottur bíll og flott verkefni. ertu ekki með fleiri myndir og útlistingu á honum? alltaf gaman að skoða svoleiðis

Re: Chevjeró

Posted: 01.mar 2010, 19:07
frá SverrirO
þessi hlýtur að komast eitthvað... hvað er hann þungur eftir þessa breytingu með vél ?

Re: Chevjeró

Posted: 01.mar 2010, 20:25
frá pfp
Takk fyrir strákar, reyni að skella inn fleiri myndum við tækifæri. Hann var vigtaður fyrir breytingaskoðun og er 2200 kg eins og hann stendur núna

Re: Chevjeró

Posted: 02.mar 2010, 01:32
frá Jóhann
hvaða gorma ertu að nota

Re: Chevjeró

Posted: 02.mar 2010, 16:11
frá pfp
Ég er með patrol upphækkunargorma

Re: Chevjeró

Posted: 02.mar 2010, 21:18
frá Jóhann
Stendur til að fara á stærri dekk en þetta hann er svakalega hár. Hvernig er vélin að virka ?

Re: Chevjeró

Posted: 02.mar 2010, 22:59
frá pfp
Alltaf gott að hafa pláss fyrir misfjöðrun og möguleika á að nota dekk með einhverju mynstri. Vélin sleppur þó hún sé ekki nema 200 hö. Skipti kanski úr 4.88 hlutföllum í 5.13 ef hann þarf á því að halda á eftir að koma meiri reynsla á það.

Re: Chevjeró[

Posted: 16.apr 2010, 17:38
frá pfp
Nokkrar myndir í viðbót af þessari vitleysu, vona að myndirnar komi inn.
Gamla boddýið í bakgrunni
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Chevjeró

Posted: 16.apr 2010, 19:53
frá arnijr
Þetta er skemmtilegt verkefni. Svo þetta er grind undan gen 1 með gen 2 boddí, er það ekki? Eru þessar grindur nánast eins?

Re: Chevjeró

Posted: 16.apr 2010, 22:27
frá pfp
Grindurnar eru svipað langar og breiðar en ég þurfti að færa 6 boddýfestingar af 10

Re: Chevjeró

Posted: 16.apr 2010, 23:15
frá ofursuzuki
Þetta er nú bara held ég einn sá vígalegasti Pajero sem ég hef séð.

Re: Chevjeró

Posted: 17.apr 2010, 09:07
frá Dreki
getur verið að gamli rauði pajeroninn hafi verið með límiða í aftur glugganum sem á stóð GÆRAN með rauðum stöfum ef svo er þá er það gamli bílinn minn þegar ég seldi hann þá var millibillstönginn farinn í tvennt ég sakna bílsins mikið enda var svakalega góð fjöðrun undir honnum

Kveðja Smári

Re: Chevjeró

Posted: 17.apr 2010, 16:46
frá pfp
Sæll Smári það passar þetta eru leifar af gömlu gærunni. Boddýið var orðið frekar lúið.

Re: Chevjeró

Posted: 17.apr 2010, 18:22
frá svavaroe
magnað stuff !

Re: Chevjeró

Posted: 17.apr 2010, 18:48
frá Dreki
okey ég sé en eftir honnum þó svo að það þurfti nú að ditta svoldið að honnum þegar ég seldi hann svona var að vera ungur og blankur
ertu enþá að nota sömu fjöðrun og var undir

Kveðja Smári

Re: Chevjeró

Posted: 18.apr 2010, 16:00
frá Jóhann
Þetta er flottur bíll og gaman að sjá fleiri svona bíla komna með rör að framan þetta er algjör bilting á fjöllum.

Re: Chevjeró

Posted: 18.apr 2010, 17:03
frá Fordinn
Flottur bíll.... stóð sjálfan mig að því að langa í pajero =)

Re: Chevjeró

Posted: 18.apr 2010, 17:23
frá Óskar Dan
Hvað ertu á breiðum felgum?

Re: Chevjeró

Posted: 18.apr 2010, 20:26
frá pfp
Smári ég er með sömu fjöðrunina að aftan en setti stífari framgorma.
Óskar felgurnar eru 16 tommu.

Re: Chevjeró

Posted: 23.jún 2010, 10:33
frá Gísli Ragnar
vá þetta er orðið alvöru tæki :-)

Re: Chevjeró

Posted: 23.jún 2010, 12:11
frá Magnús Þór
passar þetta boddý beint á gömlu grindina ? og er eitthver teljandi munur á grindunum milli þessara árgerða

Re: Chevjeró

Posted: 23.jún 2010, 21:40
frá pfp
Grindurnar eru mjög líkar , jafn breiðar nánast jafn langar en ég þurfti að færa 6 öftustu boddýfestingar.

Re: Chevjeró

Posted: 24.jún 2010, 18:18
frá Magnús Þór
það er ágætlega sloppið

Re: Chevjeró

Posted: 25.jún 2010, 18:53
frá Izan
Sæll

Þetta er almagnaður jeppi en ég velti fyrir mér hvort 4.3 mótor sé ekki bara of lítill fyrir alla þessa breytingu. Er kannski lítið pláss eða svoleiðis vandamál annars þætti mér svona bíll bera t.d. 350 vel. Er ekki þessi chevy vél sem þú ert með ein af þessum "small block chevy"? þá gæti 350 mótor smellpassað við allavega skiptinguna.

Fantajeppi samt, ég ætla ekki að draga niðrí þér þvert á móti. Gaman að sjá svona trukk á fjöllum.

Kv Jón Garðar

Re: Chevjeró

Posted: 26.jún 2010, 07:53
frá Einar
Ef ég man rétt þá er þessi V6 Chevi hönnuð upp úr "Small Block Chevrolet" þannig að hún er í grunninn bara V8 stytt um tvo sílendra. Enda er það þannig að ef þú tekur 4.3L, deilir með 6 og margfaldar með 8 þá færðu u.þ.b. 5.7L sem er 350 cid.

Re: Chevjeró

Posted: 22.nóv 2010, 20:22
frá pfp
Þessi vitleysa byrjaði 2006 þegar ég fékk í hendur 1988 model af pajero sem var 38 tommu breyttur og hafði oltið á hliðina , var sjúskaður og með skakkan topp. Notaði ég hann þannig þangað til sumarið 2008 þá var ég orðinn þreyttur á honum með bilaðar rafmagnsrúður, samlæsingar,rúðuþurkur,ryðgöt á sílsum, of lítil dekk , svo fennti inn í hann í vondu veðri þannig að stundum þurfti að moka úr sætum. Þá fann ég úrbræddan pajero 1992 model óryðgaðan, reif hann og smellti því boddyi á gömlu grindina skar úr fyrir 44 tommu dekkjum og breytti blazer brettaköntum ,lengdi, breikkaði og lét þá passa.

Ýmislegt er þó eftir einsog að

klára auka rafmagnið og tengja GPS og whf.
Drullutjakka festingar á afturstuðara
setja aukatanka undir
Mála og setja álkassan afturhleran
Seja aðra loftdælu og kút
Smíða geymsluskúffur í skottið og svo kemur alltaf eitthvað meira í ljós

Re: Chevjeró

Posted: 22.nóv 2010, 20:23
frá pfp
Fann nokkrar myndir í viðbót svona var hann, fjarskafallegur.
Image
Byrjað að rifa
Image
kantapælingar
Image
Image
Image
Image
Sæti fyrir aukarafgeymi
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Chevjeró

Posted: 22.nóv 2010, 22:40
frá Dreki
Hérna eru myndir af honnum síðan ég átti hann

Sé alltaf eftir honnum var helvíti skemmtilegur

Re: Chevjeró

Posted: 21.feb 2012, 15:13
frá Jóhann
Sælir hvað er að frétta af þessu verkefni er ekki farið að keyra og njóta hvernig kemur þetta út þ.e.rekstur og svoleiðis hvað er hann að eiða með þessari vél?
Gaman væri að fá uppfærslu á þetta.

Re: Chevjeró

Posted: 07.jan 2013, 20:22
frá Big Red
hvernig er þessi svo að reynast? hendist hann ekki orðið upp um öll fjöll og firnindi?