toyota hilux d/c 92


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 18.feb 2011, 13:32

þetta er jeppinn minn

toyota hilux doublecab 92 árgerð , hann er með 2.4 dísel sem er búið að setja túrbínu á og intercooler. á fjöðrum að framan en fourlink að aftan og gormum, með rafmagnslæsingum að framan og aftan og er ég kominn með nýjar hásingar sem ég á eftir að setja undir hann en það eru extracab afturhásing með 5.71 hlutföllum og doublecab framhásing sem búið er að breikka svo hún sé jafn breið og extracab hásingin og er þessi nýja framhásing með bronco stífum að framan og gormum og öllum vösum þannig að hún er tilbúin til að sjóða hana undir bílinn hjá mér... bíllinn er á 38" ground hawk en fer á 44" dc þegar ég er búinn að skipta um hásingar. þessi bíll var með extracab skúffu sem ég tók af og henti því hún var ónýt, og er hann núna með doublecab skúffu en ég er kominn með nýja extracab skúffu með glænýjum hliðun og pallhús líka og síðan er ég kominn með 44" kannta þannig að þetta fer að verða fínn jeppi...boddyið er nánast óryðgað og eru sílsar og slíkt nánast alveg heilir.. það er smá ryð fremst í þeim en annars ekkert, grindin er góð en þarf að ryðbæta hana á einum stað og þá er hún orðin alveg heil...
ég er búinn að smíða upp allt rafkerfi fyrir ljósin í bílnum því það gamla var ónýtt og síðan búinn að ditta helling að honum

hérna er mynd af honum eins og hann var þegar ég fékk hann , þarna var ég á leiðinni að gosinu á fimvörðuhálsi og nýbúinn að skipta um kúplingu í honum
Image

síðan eru tvær myndir hérna af honum eins og hann er , en pallhúsið er farið af honum og ég er búinn að hækka framstuðarann og færa númeraplötuna og það er kominn afturstuðari á hann

Image
Image


Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá jeepcj7 » 18.feb 2011, 22:02

Ef þú ert ekki að fara að flytja langan farm á pallinum þá myndi ég halda mig við d/c pallinn eða ss. þá lengd miklu flottari en svona langt vörubílslook.Það er bara töff að hafa hásinguna aftarlega þyngd fyrir framan og aftan hásingar er bara til bölvunar í ökutæki í flestum tilfellum.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá jeepcj7 » 18.feb 2011, 22:06

Þetta look er bara töff.
Image
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá RunarG » 19.feb 2011, 18:37

hvað er eiginlega orðið langt á milli hjóla?
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 21.feb 2011, 02:03

ég satt að segja heldhann yrði miklu vígalegri með extracab pall þar sem hann fer á 44" og ég klippi úr honum fyrir 46" svo að seinna meir sé hægt setja þau undir þegar ég fer í næsta mótor ( stærri mótor)

en hann er rosalega langur á milli hjóla því það er búið að færa framhásingu fram líka
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá -Hjalti- » 21.feb 2011, 13:16

Mikið MIKIÐ MIKIÐ flottari með Dobble cab skúffuna , Stóri pallurinn á að vera á extra cab og engu öðru
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Nóri 2 » 22.feb 2011, 20:18

mjög flottur að sjá hjá þér. samála með extracapp pallin fynst hann ekki koma vel út og billinn er líka orðin líka svo asnalega langur. en ég myndi nú ekki spá í 46 nema að vera fyst býinn að fa mér sterkar hásingar. (myndi personulega nota hasingar undan partoll). svo kanski spá i aðra vél. en gangi þér vel með hann


arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá arni hilux » 23.feb 2011, 18:05

vígalegur hilux hér á ferð, gangi þér vel með hann
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 10.mar 2011, 11:28

jæja þá er byrjað að breyta og græja, keypti mér nýjar hásingar undir hann með gormafjöðrun , byrjaði á mánudagskvöldið síðasta og bíllinn var farinn að standa í hjólin í gærkvöldi á nýju framhásingunni, ég ætla ekki að skipta um afturhásingu alveg strax,

ég fékk mér afturhásingu undan extracab, hún er dálítið breiðari og er mér sagt að hún sé aðeins sterkari (veit ekki hvort það er rétt )
og fékk mér framhásingu undan doublecab sem er búið að skipta um nöf á, það eru komin nöf af extracab á hana og þar að er hún orðin dálítið breiðari (á eftir að mæla hana en það eru 4-6 cm allavega sem hún er breiðari)

bíllinn stendur á 44" DC dekkjum að framan núna og færi ég framhásinguna það framarlega að það þarf ekki að breyta boddyfestingunum fyrir aftan framdekkin

fjöðrunin sem ég er að setja undir er complete bronco framfjöðrun þ.e.bronco framgormar og bronco einfaldar stífur, held að þetta sé búnaður sem mér á eftir að líka vel undir honum :)

það sem er eftir er að smíða nýjar gormaskálar sem verða soðnar á grindina,breyta skástífunni og setja nýju stýrismaskínuna í,
ástæðan fyrir því að ég færi framhásinguna þannig að ég þurfi ekki að breyta boddyfestingunum , er svo að það sé minna mál að setja 46" undir þegar manni áskotnast þannig dekk

en það er svoleiðis að fyrst ég er að gera þetta þá vil ég gera þetta þannig að ég þurfi ekki að breyta þessu aftur, þessvegna vil ég geta haft kost á 46"

ég ætla að fara í annan mótor seinna meir en þessi verður að duga í bili...

fyrir ykkur sem að hugsið um hvað þá með pláss fyrir framan framdekkin, þar sem að það er ekki gífurlegt... þá hef eg augastað á plastframenda sem er 20 cm lengri, þ.e. húdd,og frambretti þannig að það ætti að covera þetta fyrir mig:)

hérna er ein mynd af honum eins og hann stendur núna , þið sjáið kannski að mér vantar nýja hurð , en eg er kominn með ný frambretti ....

ef eitthver veit um bílstjóra hurð handa mér þá má hann láta mig vita ;)

[imghttp://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/190711_1805297848753_1129091530_32071178_2135922_n.jpg][/img]
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 10.mar 2011, 11:30

Image
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 01.apr 2011, 13:58

jæja stendur orðið í hjólin, á eftir að sjóða allt að fullu og smíða skástífu og smotterí....
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 08.okt 2011, 22:32

jæja þá er lítið búið að gerast í þessum, skástífan er búin að vera hjá járnsmið í um einn og hálfan mánuð og er ennþá að bíða eftir að hann beygji hana fyrir mig svo hún sleppi við að rekast í pönnuna...

allir vasar komnir fyrir utan demparafestingar, mældi hann og hann er 320 cm á milli hjóla.... slatti hehe
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá sigurdurk » 09.okt 2011, 15:18

lýst vel á að setja extracab skúffuna á hann samsvarar sér miklu betur þannig og hægt að nota pallinn fyrir meira en eitt dekk eða svo hehe
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá kjartanbj » 09.okt 2011, 15:37

er einhver gróði í að setja svona stór dekk undir svona bíl? 46" er overkill undir svona léttan bíl, eina sem þú "græðir" er meiri eyðsla og slit 44" er meirasegja í það stæðsta
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 10.okt 2011, 15:00

ég er hættur við extracab skúffuna... það er bara óþarfi og ég er ekki að leita mér að því að hafa mikið pláss fyrir eitthvað aukadrasl... ég ætla að færa rafgeyma og meira drasl og festa það í pallinn... til að fá smá þyngd afturí hann

og 46" er ekki overkill....

bíllinn er 2020 kg á 38" , er ábyggiilega svona 2.4-2.5 full lestaður fyrir fína ferð og fullur af olíu á 44"
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


SigmarP
Innlegg: 45
Skráður: 10.okt 2011, 18:06
Fullt nafn: Sigmar Pálsson

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá SigmarP » 12.okt 2011, 11:35

valdibenz wrote:jæja þá er byrjað að breyta og græja, keypti mér nýjar hásingar undir hann með gormafjöðrun , byrjaði á mánudagskvöldið síðasta og bíllinn var farinn að standa í hjólin í gærkvöldi á nýju framhásingunni, ég ætla ekki að skipta um afturhásingu alveg strax,

ég fékk mér afturhásingu undan extracab, hún er dálítið breiðari og er mér sagt að hún sé aðeins sterkari (veit ekki hvort það er rétt )
og fékk mér framhásingu undan doublecab sem er búið að skipta um nöf á, það eru komin nöf af extracab á hana og þar að er hún orðin dálítið breiðari (á eftir að mæla hana en það eru 4-6 cm allavega sem hún er breiðari)


afturhasing af toyotu Hilux / 4runner sem er með klafa er 6cm breidari. Skiptir ekki mali hvort þad se extra , single , dobble cap eda 4runner. Þad er alltaf sama afturhasing undir þessu svo lengi sem ad þeir seu a klofum að framan.


einstef
Innlegg: 56
Skráður: 28.apr 2010, 02:00
Fullt nafn: Einar Þór Stefánsson

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá einstef » 13.okt 2011, 16:06

Flottur hilux.
Er X-cap skúffan nokkuð til sölu hjá þér?
kv. Einar St


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 15.okt 2011, 16:32

SigmarP wrote:
valdibenz wrote:jæja þá er byrjað að breyta og græja, keypti mér nýjar hásingar undir hann með gormafjöðrun , byrjaði á mánudagskvöldið síðasta og bíllinn var farinn að standa í hjólin í gærkvöldi á nýju framhásingunni, ég ætla ekki að skipta um afturhásingu alveg strax,

ég fékk mér afturhásingu undan extracab, hún er dálítið breiðari og er mér sagt að hún sé aðeins sterkari (veit ekki hvort það er rétt )
og fékk mér framhásingu undan doublecab sem er búið að skipta um nöf á, það eru komin nöf af extracab á hana og þar að er hún orðin dálítið breiðari (á eftir að mæla hana en það eru 4-6 cm allavega sem hún er breiðari)


afturhasing af toyotu Hilux / 4runner sem er með klafa er 6cm breidari. Skiptir ekki mali hvort þad se extra , single , dobble cap eda 4runner. Þad er alltaf sama afturhasing undir þessu svo lengi sem ad þeir seu a klofum að framan.


já ég hætti við það líka og nota bara áfram hásinguna sem var undir honum, það er bara original hilux hásing undan þessum og þessi er original framhásingarbíll....
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 31.okt 2011, 16:51

jæja þá skrapp ég vestur í dag og náði mér í aðra skúffu og pallhús... líka doublecab :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Turboboy » 10.nóv 2011, 23:47

valdibenz wrote:jæja þá skrapp ég vestur í dag og náði mér í aðra skúffu og pallhús... líka doublecab :D


farðu að koma með myndir af honum kannski fara að klára þetta fyrir áramót :D ?

verður geggjaður hjá þér :)
Kjartan Steinar Lorange
7766056


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 12.nóv 2011, 01:38

ggg
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 17.des 2011, 17:10

jæja þá er búið að prófa þennan þar sem að fjöðrun er tilbúin... en þá er það að vinna niður fyrir málun og mála... verður vonandi kominn á götuna fyrir áramót
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá nicko » 07.jan 2012, 22:30

Jæja valdi, núna eru áramótin liðin, eitthvað að frétta af flakinu?


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Turboboy » 08.jan 2012, 00:16

nicko wrote:Jæja valdi, núna eru áramótin liðin, eitthvað að frétta af flakinu?


loftpressan hans gafst upp við byrjun á undir vinnu og það er held ég enn þá það sem hindrar hann, eða það er það sem ég veit síðan um jól.
Kjartan Steinar Lorange
7766056


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 08.jan 2012, 17:56

ég vildi að ég gæti sagt að e´g hefði afsökun.... þar sem að ég er að bíða eftir rafvirkjanum tilað koma o gera við loftpressuna.... en slæmi hluturinn er sá að ég er að vinna sem rafvirki svo ég hef enga afsökun hehe :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Steini B
Innlegg: 19
Skráður: 16.nóv 2011, 16:16
Fullt nafn: Þorsteinn Brandsson
Staðsetning: Vík

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Steini B » 08.jan 2012, 19:57

Farðu nú að drífa í því að laga hana svo við getum klárað þetta ;)


armannd
Innlegg: 281
Skráður: 27.okt 2010, 20:53
Fullt nafn: Ármann Daði Gíslason
Bíltegund: Hilux dcxc

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá armannd » 07.apr 2012, 19:20

hvernig gengur?


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 08.apr 2012, 12:12

armannd wrote:hvernig gengur?


hehe ég er ekkert búinn að gera... fór´i að setja mótorinn í imprezuna og reyna að gera hana tilbúna fyrir sumarið.. og keypti síðan vinnubílinn og búinn að vera ða dútla í honum... þarf að fara að gera eitthvað í þessu dóti....
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Turboboy » 09.apr 2012, 14:22

haha þú ert nú meiri haugurinn valdi, vinnur sem rafvirki og getur ekki pjattast til að laga loftdæluna þína, Þú hefur enga afsökun lengur, farðu að gera dýrið tilbúið !
Kjartan Steinar Lorange
7766056


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Valdi B » 09.apr 2012, 17:45

loftpressan getur beðið.. bíllinn getur beðið.... vantar nennið í augnablikinu...
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: toyota hilux d/c 92

Postfrá Turboboy » 11.apr 2012, 02:15

Ég sendi þér 4 nenn á facebook og þú rúllar þessu upp.
Kjartan Steinar Lorange
7766056


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 88 gestir