Síða 1 af 1
Jeep Cherokee '91 - Peningasugan
Posted: 01.maí 2018, 08:40
frá Doror
Þar sem að Patrol er seldur var komin tími á annan jeppa. Að sjálfsögðu varð Jeep fyrir valinu, nánar tiltekið 1991 árgerð af Cherokee með 4.0 6cyl vélinni, fornbíll og því lítil gjöld af honum. Bílinn er ágætlega heill en planið er að gera hann sætan og setja á 38" dekk fyrir veturinn. Hér er hann í sínu náttúrulega umhverfi :)

- 20180430_215412.jpg (2.82 MiB) Viewed 6293 times
Ég er þegar byrjaður að versla í hann og á von á 38" á felgum næstu helgi að norðan og eitthvað af varahlutum frá Usa á leiðinni líka.
Fyrir hækkunina ætla ég líklegast að taka 4" hækkunarkit frá USA asamt 4.56 hlutföllum og læsingu í framdrif.
Mig vantar eftirfarandi ef einhver veit um til sölu:
36-38" kantar
Ac dæla
Vhf stöð
Re: Jeep Cherokee '91 - Peningasugan
Posted: 01.maí 2018, 14:51
frá bjornsnaer
Skemmtilegt. Var næstum búinn að kaupa þennan sjálfur. Man að það vantaði drifskaftið fyrir framdrifið í hann og svo var ægilegur hávaði í pústinu undir honum, ertu búinn að tækla það eitthvað?
Óska þér annars til hamingju með kaupin og get ekki beðið að sjá update frá þessu projecti.
Re: Jeep Cherokee '91 - Peningasugan
Posted: 01.maí 2018, 20:52
frá Doror
Já drifskaftið fylgdi með og svo ætla ég að leiða pustið aftur fyrir bíl. Havaðinn truflar mig ekkert.
Re: Jeep Cherokee '91 - Peningasugan
Posted: 04.maí 2018, 09:55
frá Doror
Jæja fékk sendingu í dag, 38" Ground Hawk á felgum. Planið er að vera með þennan bíl á 37" Nankang dekkjum en fínt að breyta fyrir 38".

- 20180504_091953.jpg (2.34 MiB) Viewed 5874 times
Re: Jeep Cherokee '91 - Peningasugan
Posted: 25.júl 2018, 21:06
frá Doror
Búinn að vinna aðeins í þessum. Keypti undir hann drifskapt og balancestöng að framan sem hafði verið fjarlægt af fyrri eiganda.
Henti lightbar á hann sem ég átti í skúrnum og keypti undir hann almennileg dekk. Lét svo smíða nýtt púst undir hann þar sem að það sem hafði verið fúskað undir hann var hörmung. Einnig dittað að ýmsum rafmagnsmálum til að fá rúður og samlæsingar til að virka.
Tók svo 800 km road trið með fellihýsi og sá gamli stóð sig með prýði, fór vel um alla fjölskyldumeðlimi og eyðslan ásættanleg á milinu 15-20 l/100 eftir aðstæðum.
Næsta mál á dagskrá er svo að skoða 4-5" lift kit hjá kananum, finna kanta á hann og fara að skoða breytingar. Einnig mætti klappa boddy aðeins þar sem það eru nokkrar ryðskemmdir, undirvagninn er hins vegar góður sem og sílsar.