Ram 1500 næsti kafli


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Ram 1500 næsti kafli

Postfrá petrolhead » 18.mar 2018, 11:02

Það er best að verða við áskorun og setja eitthvað inn um þessa Ram bifreið mína, smá “intro” til að rekja aðeins það sem búið er.

Ég verslaði þennan bíl á haustdögum 2015 til að nota sem veiðibíl því ég var búinn að sjá að Durango sem ég átti á þeim tíma var ekki neitt sérlega heppilegur í svoleiðis slark, konan vill reyndar meina að þetta sé vetrarbúðasnattari fyrir sig en ég held því fram að þetta sé veiðibíll handa mér....svo lengi sem hún heyrir ekki til :-)
Ég var reyndar að leita mér að óbreyttum eða lítið breyttum Ram gen2 en það var ekki mikið framboð af þeim svo ég sló til og keypti þennan þegar mér bauðst hann, enda hafði mig lengi langað að eignast einn svona því mér hefur alltaf fundist þetta mjög flott body.

Sem sagt, ég fékk bílinn á 38” dekkjum og með 4.56 drif og hugsaði mér ekki að vera að hræra neitt meira í honum.....bara nota hann svona. En það kom nú fljótlega í ljós að skiptingin tók aldrei overdrive-ið og það leið ekki á löngu þangað til hún hætti að taka 2 gír nema þegar vel lá á henni, svo ég kippti henni úr og plokkaði í sundur og þá var mér ljóst að ég þurfti að gera hana upp frá A-Z Ég tók svo þykkingasett í kúplingarnar eftir ráðleggingum Einars Gunnlaugssonar til að styrkja þetta aðeins því þessar skiptingar eru ekki þekktar fyrir að vera neitt sérlega langlífar en eftir þetta gírar hann sig fínt og var bara bísna gefandi að fara í sjálfskiptingu aftur eftir aldarfjórðungs hlé eða svo.

Næsta vesen var pústið, flækjurnar farnar að leka og allt aftan við hvarfakút ónýtt svo það voru nýjar flækjur og smíðaður rústfrír 2-1/4” afturhluti, skipti svo í tvö rör aftan við hljóðkútinn...bara svona til að fá skemmtilegra hljóð í vagninn.

Nú hélt ég að ég gæti burrað um ókomna framtíð án nokkurra stórra vandræða en það stóð ekki lengi, ég tók eftir á haustdögum að framhjólin voru farin að halla inn að ofan sem trúlega má að einhverju leiti rekja til þess að hann fékk smá dask hjá mér og það má kannski segja að hann hafi lent svolítið harkalega þegar hann kom niður að framan aftur :-o en svo skilst mér á öllu að það þurfi ekki til því þessi framhásing þoli ekki neina stækkun á dekkjum.
Í öllu falli þá vantaði mig framhásingu og gerði ég nokkra leit að hraustari dana 44 svo ég gæti notað dekk og felgur áfram en það gekk ekki greiðlega að fina slíkt svo ég endaði á að kaupa hræ af 2500 Ram sem var á D60 fram og D70 afturhásingu.
Þetta hafði það í för með sér að maður var kominn í vítahring, þurfti 16” dekk fyrir nýju hásingarnar svo það var verslaður notaður gangur af 41” Irok og felgur á leiðinni í breikkun.
Nú vantar bara góðan frítúr til að fara að byrja að rífa og raða saman og svona eitthvað dóti eins og drifhlutföll....og kannski læsingar. Ég er alla vega kominn veg allrar veraldar frá því að kaupa bara og keyra svo það er eins gott að hella sér þá í vitleysuna :-p

Fann í fórum mínum eina mynd sem strákurinn minn tók síðasta haust þegar við feðgar vorum á leið í hreidýraveiði austur á land og verið að athuga loftið í dekkjunum áður en lagt var af stað.

MBK
Gæi
Viðhengi
Á leið í veiði.jpg
Á leið í veiði.jpg (502.82 KiB) Viewed 16728 times
líffæragjafinn.jpg
líffæragjafinn.jpg (129.48 KiB) Viewed 16728 times
dekkin komin.jpg
dekkin komin.jpg (172.17 KiB) Viewed 16728 times
Síðast breytt af petrolhead þann 06.maí 2020, 07:03, breytt 1 sinni samtals.


Dodge Ram 1500/2500-??"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 18.mar 2018, 12:21

Fann eftir nokkra leit aðra mynd af hrútnum í símanum, hann sést betur á þessari.
Viðhengi
WP_20171030_11_22_08_Pro.jpg
WP_20171030_11_22_08_Pro.jpg (150.66 KiB) Viewed 16706 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 18.mar 2018, 20:19

mig grunaði að það væri þessi, af hverju veit ég ekki, sá hann þarna fyrir norðan þegar ég sótti minn til akrueyrar síðasta sumar

hann er miklu vígalegri á 38" en mig grunaði, og góður litur á honum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1137
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá Kiddi » 18.mar 2018, 20:29

Hefurðu áhuga á að kaupa 41" Irok á felgum með réttri deilingu?


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 19.mar 2018, 08:06

Íbbi...varstu á ferðinni og leist ekki einu sinni við í kaffibolla :-O
En að öllu gamni slepptu, keyptir þú þinn hér á Akureyri...ég kannast ekkert við hann og hef nú augun frekar opin fyrir svona vögnum.

Já liturinn er ágætur en það er verra að lakkið á honum er að verða ónýtt, ég er búinn að bletta hann á þó nokkrum stöðum þar sem lakkið hefur bara losnað frá í stórum skellum. Félagi minn sem er sprautari sagði mér að þetta væri ekki neitt óalgengt með ameríska bíla á einhverju árabili og það væri hreinlega hægt að undirvinna þá með háþrýsitdælu þegar þeir væru byrjaðir að fara svona....en ég ætla að halda þessum lit, eða eins nærri og hægt er.

Kiddi....ég hefði stokkið á þetta fyrir mánuði síðan en held að einn gangur sé nóg, í bili alla vega, takk fyrir boðið samt :-)

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 19.mar 2018, 09:54

Heyrðu ég afsaka mig með því að hafa ekkí vitað af tilvist þinni :D

Heyrðu hann var á fyrrverandi bóndabæ hinu meginn, s.s á móti bænum, hann var þarna í 3-4ár, en stóð held èg bróðurpartinn af því með brotinn öxul.

Já minn þjáist af þessu líka, glæran er að flagna af honum öllum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 19.mar 2018, 19:08

Ég verð sennilega að taka þessa afsökun góða og gilda Íbbi :-D

Það skýrir sennilega að ég hafi ekki séð hann, hefði örugglega verið búinn að taka eftir honum ef hann hefði verið á ferðinni í mínum heimabæ.

Já ok, þinn er með glæru...minn er það ekki svo þegar lakkið flagnar af þá er bara grunnurinn eftir, sem er ekki gott :-(
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 19.mar 2018, 19:30

já ég veit satt að segja ekki hvað hann var lengi í notkun þarna, eitthvað þó, en hann átti að hafa staðið í ár þegar að ég kaupi hann, en ef það er e-h að marka skoðunarferilin þá virðis hann hafa verið af götuni síðan 2013 eða 2014

ég tók einmitt mynd af honum þegar ég náði í hann akkurat við sömu loftslönguna og myndin af þínum, ætlaði að pósta henni en hún er í símanum mínum, sem er ekki virkur sem stendur eftir að hafa fengið sopa af sýru. en ég læt eina fylgja sem ég tók þarna fyrir norðan. mér hálf brá þegar ég sá hvað hann er búinn að breytast

en ég ætla nú ekki að blaðra bara um minn bíl í þínum þræði (ég á það til)

þetta lakkdæmi er agalegt og fylgir flestum jeppum/pallbílum frá bandaríkjalandi á þessum áratug, hef átt þá orðið nokkra bæði frá gm og mopar sem hafa verið illa haldnir af þessu. ég einmitt sé fyrir mér að þurfa einfaldlega að mála bílinn ef ég ætla losna við þetta. sem er synd því að ef það væri ekki fyrir þetta þá væri lakkið fínt.

en ég verð að viðurkenna að það kveikir í manni að sjá þinn með köntunum og á 38" hann samsvarar sér gríðar vel, hann virkar heill að sjá
Viðhengi
minnak.jpg
minnak.jpg (141 KiB) Viewed 16452 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 20.mar 2018, 20:04

Ætli boddyið á þínum sé ekki betra en mínum....ég er svona nokkuð viss um það. Minn er eiginlega bara fjarska fallegur, hann er allur í svona smá dældum og rispum, svo þegar honum hefur verið breytt þá hefur sílsunum ekki verið lokað að framan svo það hefur farið drulla og bleyta inn í þá, ég gerði svona bráðabirgða viðgerð á verri sílsanum en ég verð að skipta um þá báða. Hins vegar hefur þessi bíll verið ryðvarinn mjög vel þegar hann kom og allur botninn, bæði á húsi og palli er því stráheilt.

En það er eitt og annað sem má betur fara t.d. ef þú skoðar myndina sem er tekin á hlið þá sérðu að framhásingin er of aftarlega og miklu meira pláss fram við dekkið en aftan við, ég þarf því að færa hásinguna 5-6cm framar, hef ekki alveg ákveðið hvernig ég geri það, hvort ég færi stífufestingarnar á grindinni eða smíða bara lengir stífur....sem ég hallast kannski frekar að.

Tek undir það að hann samsvarar sér vel á 38" og bendi þér á það í leiðinn að 4.56 er topp hlutfall í þessum bílum fyrir þá dekkjastærð ;-)

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1244
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá svarti sambo » 20.mar 2018, 21:46

Garðar.
Náðu þér í prólan og spreyjaðu á hann allann. Það stoppar alla riðmyndun í einhvern tíma. Færð þá smá gálgafrest. Það á að hindra að súrefni komist að járninu og má mála yfir það.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 21.mar 2018, 19:13

er svona hörð kvoðudrulla á grindini hjá þér? minn er með einhevrja original ryðvörn af því virðist á grindini og botninum (ekki tektil) og það rótvirkar, grind og botn alveg stráheilt, ég var einmitt að spá í að taka pallinn af ef ég fer í afturfjöðrun og pússa grindina niður og mála, en tími því varla útaf þessari kvoðu. já boddýið á mínum er ansi heilt, eina ryðið í bílnum er neðst í frambrettunum, þá aðalega öðru þeirra

ég mæli með brown of two rivers fyrir sílsana, ég hef keypt boddýparta og viðgerðastykki í silverado frá þeim og þau voru töluvert efnismeiri heldur en partar frá lmc.com. mig minnir að heimasíðan sé cooltruckparts.com, ef ekki er hægt að gúggla brown of two rivers.

ég myndi halda að að nýjir vasar væru málið. er ekki stífuhallinn orðinn kolrangur? ég prufðai að hækka minn upp í nóga hæð fyrir 38 og stífu hallinn var úti á túni, hölluðu alltof mikið niður að hásingu og bíllinn þ.a.l hjó rosalega í öllum holum. einnig var hásingin jú komin alveg inn í hjólaskálina og annað dekkið komið utar en hitt. hann hefur verið í svona ca: 4-5ish heildarhækkun þarna

fyrir utan hvað það væri gott að losna við original festingarnar með efri stífuna bolltaða í gegn um grindina, sem í mínu tilfelli var algjört rassgat að eiga við
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 22.mar 2018, 06:10

Elías; hvar fæ ég svona prolan ?

Íbbi; minn hefur verið tektilaður alveg í drasl að neðan og tektillinn er ekki orðinn svona harður eins og hann verður oft því maður getur alveg gert far í hann með nöglinni.

Ég var einmitt einhvern tíman búinn að ramba inn á cooltruckparts síðuna í einhverri leit, hef þetta bak við eyrað þegar ég fer að leita að sílsum.

Stífuhallinn er dálítill og ég verð alveg var við þær holur sem ég fer í !! En þá fer maður að spurja sig hvort maður ætti að færa vasana bæði aftar og neðar ?? fá stífurnar láréttar og líka lengri ?? Hvernig er þetta á þeim óbreyttum eins og þínum, eru stífurnar c.a. láréttar miðað við grindina.

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1244
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá svarti sambo » 22.mar 2018, 11:51

Getur fundið næsta sölustað hér:

https://www.prolan.is/
Fer það á þrjóskunni

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 22.mar 2018, 22:22

petrolhead wrote:Stífuhallinn er dálítill og ég verð alveg var við þær holur sem ég fer í !! En þá fer maður að spurja sig hvort maður ætti að færa vasana bæði aftar og neðar ?? fá stífurnar láréttar og líka lengri ?? Hvernig er þetta á þeim óbreyttum eins og þínum, eru stífurnar c.a. láréttar miðað við grindina.

MBK
Gæi


í þeirri hæð sem hann var þegar ég fékk hann, sem ég er ekki viss um hvort sé original eða ekki satt að segja, þá voru stífurnar nánast láréttar, núna er smá halli á þeim, það var tilfinninalegur munur á milli hæða þegar ég var að fikta með það, þá sérstaklega hvað hann hjó í holur og slíkt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 24.mar 2018, 23:01

takk fyrir Elías :-)

Þá er maður nú kominn heim í heiðardalinn og hægt að fara að hefjast handa við hásinga "swap" og fleira fikt.
Ég reikna nú með að geyma þessar stífur til betri tíma, núna verður áherslan á að koma hásingunum undir og losa sig við restina af hræinu af planinu, byrjaði að losa þetta í dag og WD40 og langt átaksskaft voru góðir félagar mínir í dag þar sem loftlykillinn var ekki að gera mikið gagn :-P

Set hér inn 2 myndir af því hvernig öxlarnir liggja í gömlu hásingunni, náði ekkert sérlega góðri mynd af þessu þeim megin sem liðhúsið er verra en það sét þó held ég hvað öxullinn er mikið ofan við miðju í rörinu.

Og svo nokkra myndir af því sem framundan er...og ein af stífuhallanum.

MBK
Gæi
Viðhengi
WP_20180324_19_33_54_Rich.jpg
stífuhalli
WP_20180324_19_33_54_Rich.jpg (3.43 MiB) Viewed 15897 times
WP_20180324_20_09_22_Rich.jpg
skárra liðhúsið
WP_20180324_20_09_22_Rich.jpg (4.68 MiB) Viewed 15897 times
WP_20180324_20_08_32_Rich.jpg
verra liðhúsið
WP_20180324_20_08_32_Rich.jpg (5.18 MiB) Viewed 15897 times
WP_20180324_20_08_04_Rich.jpg
D60
WP_20180324_20_08_04_Rich.jpg (3.98 MiB) Viewed 15897 times
WP_20180324_20_08_13_Rich.jpg
D44
WP_20180324_20_08_13_Rich.jpg (3.49 MiB) Viewed 15897 times
WP_20180324_19_33_31_Rich.jpg
Let the good times roll
WP_20180324_19_33_31_Rich.jpg (3.72 MiB) Viewed 15897 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 24.mar 2018, 23:52

úff ég átti í fullu fangi með að sannfæra mig stanslaust um að kaupa ekki 99 bílinn, þá einmitt sérstaklega útaf rörunum. ég er ekki viss um að rörið hjá mér sé neitt mikið skárra en það sem er undir þínum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá sigurdurk » 25.mar 2018, 23:30

Átti þennan bláa fyrir nokkrum árum fínasti bíll og vel græjjaður
Viðhengi
FB_IMG_1522020229844.jpg
FB_IMG_1522020229844.jpg (80.88 KiB) Viewed 15807 times
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 27.mar 2018, 22:35

Íbbi; Þetta var alveg hárrétt ákvörðun hjá þér að kaupa hann ekki....hefði verið tóm vitleysa af þér að gera það :-O

Sigurður; það er frekar lítið eftir af því sem þarna var, hefur verið flottur.

Smá update á gang mála, framhásingin komin undir og gekk eins og í sögu, ég átti frekar von á að rekast á vandamál þar en með afturhásinguna en því var öfugt farið. Það reyndist vera 25mm mismunur á milli staðsetningarinnar á miðfjaðra boltunum á nýju og gömlu hásingunni og fjaðrirnar í 1500 bílnum eru 65mm á breidd en 85mm á 2500 bílnum svo næsta verk er að smíða aðeins svo þetta passi saman.
Svo þarf að fást við klassisk vandamál eins og fastar bremsudælur og ryðgaða diska ásamt því að taka einhverja búta úr drifsköftunum svo þau passi í plássið sem þau hafa núna.

Ég kippti svo öðrum öxlinum úr afturhásingunni og taldi rílurnar og þær reyndust vera 32 svo nú er ég klár á að ég er með D70U, mældi líka nafstútinn og hann er 41mm svo ég get vandræðalaust komið 35rílu öxlum í ef ég fer í þann pakka.
Það var verra sem blasti við mér þegar ég var búinn að taka öxulinn úr því það er eitthvað búið að lumbra á rónni sem heldur legunum og ég er ekki viss um að nafstúturinn sé í lagi :-(
Viðhengi
D60 komin undir.jpg
D60 komin undir.jpg (191.28 KiB) Viewed 15634 times
D70 á leiðinni undir.jpg
D70 á leiðinni undir.jpg (208.22 KiB) Viewed 15634 times
nafró.jpg
nafró.jpg (201.67 KiB) Viewed 15634 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá jeepcj7 » 29.mar 2018, 21:34

Var einmitt að spá hvort þetta væri gamli hans bróa en nr passaði ekki fyrr en núna. ;-)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 03.apr 2018, 23:43

Þá er páskastússið búið og ekkert annað að gera en halda áfram í verkefninu.
Búið að koma afturhásingunni á sinn stað og hægt að láta hann standa í öll dekk.

En þetta er ekki alveg án verkja þó megnið af þessu smellpassi saman. Bremsurnar eru einn höfuðverkurinn, það eru stærri dælur út í hjól á 2500 bílnum heldur en á 1500. Ég ætlaði að nota höfuðdæluna úr '99 bílnum en þá passar hún ekki á milli því það er styttra á milli boltagatanna á '99 en '97.... dælan breytist sem sagt milli þessara árgerða :-(

Næsta vesen eru handbremsubarkarnir, þeir ná lengra fram á yngri bílnum og festingin fyrir þá framar á grindinni en ég gat notað barkana úr eldri bílnum með því að breyta stykkinu sem festir barkana saman undir bílnum....þetta er væntanlega árgerðamunur.

þriðja sem ég á eftir að redda er að það er yoke-inn á afturhásingunni er fyrir stærri kross en er á skaftinu svo ég verð að finna mér réttan yoke til að koma þessu saman, krossinn í framskaftinu passaði hins vegar milli D44 og D60 :-)

svo ein mynd með af mátun á dekkjum.
Viðhengi
Dekkjamátun.jpg
Dekkjamátun.jpg (181.27 KiB) Viewed 15312 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 04.apr 2018, 00:02

99 bíllinn er væntanlega með hydroboost bremsum er það ekki.

annars er roknar gangur í þessu og þú duglegri en ég þessa dagana :D
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 04.apr 2018, 15:14

Jú Íbbi það stemmir, það er hydroboost í þeim sem ég reif, ég hugsa að ég leysi þetta bara með því kaupa höfuðdælu af eldri gerðinni fyrir 2500 bíl, var að hugsa um að leita mér að powerkút af yngri gerðinni en þá er maður ekkert 100% á að hann passi bílinn svo líklega er öruggast að taka nýja höfuðdælu.
Ekki það að bremsurnar virka með original höfuðdælunni en pedalinn er frekar neðarlega.
Hehe, ég verð líka að láta þetta ganga því það styttist í að ég þurfi að fara á sjó aftur og ég vil ekki teppa skúrinn með bílnum meðan ég er á sjó :-/
Dodge Ram 1500/2500-??"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 08.apr 2018, 23:40

Smá uppfærsla.

Þá er búið að taka fyrsta rúntinn á nýju rörunum, reyndar bara á 35" dekkjum þar sem felgurnar fyrir stóru dekkin eru ekki klárar. Það komu minniháttar vandamál í ljós í rúntinum eins og að bíllinn togar í stýrið til hægri þegar ég bremasa....og það talsvert...svo trúlega þarf ég eitthvað að skoða bremsudælurnar, eða alla vega þá sem er vinstra megin að framan því ég gæti trúað að hún væri föst en annars virkaði þetta allt fínt.

Íbbi ef/þegar þú lest þetta mundir þú þá vilja vera svo vænn að segja mér símanr hjá þér, þarf að forvitnast aðeins en það er í of löngu máli til að fara að rita hér inn :-)

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 09.apr 2018, 01:16

heyrðu það er 8446212, ég er laus upp úr 5 :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 18.maí 2018, 17:02

Er ekki best að reyna að halda sig við efnið úr því að maður var að byrja á þessum þræði.

Það er búið að slægja líffæragjafann og hirða svona flesta nýtilega hluti úr honum, þó nokkuð selt nú þegar meira að segja... svo var bara að keyra með það í Hringrás sem þar átti best heima, helv... hart að þurfa að fá lánaðan pikkup í verkið en svona fer þegar maður fer fram úr sér í þessu :-p

Svo var ekkert annað í stöðunni en rífa gömlu framhásinguna, hirða það sem nýtilegt var úr henni og henda rörinu sem var orsökin fyrir öllu þessu umstangi mínu, en þegar ég tók lokið af drifinu þá blasti við mér frekar óvænt sjón, þar inní var loftlæsing sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til staðar og ekki neitt sem benti til þess, ekki loftdæla, ekki lagnir og enginn rofi. Ég hefði nú verið til í að vita þetta fyrr því ég hefði alveg getað þegið að nota þessa læsingu í nokkur skipti og hefði kannski reynt enn betur að finna aðra D44 hásingu til að geta nýtt þetta....en jæja svona er að skoða ekki hlutina betur. Ég prófaði læsinguna og hún reyndist meira að segja í fínu lagi.

MBK
Gæi
Viðhengi
Á leiðinni í endurvinnsluna.jpg
Á leiðinni í endurvinnsluna.jpg (841.29 KiB) Viewed 14338 times
Blasti þá við mér ARB.jpg
Blasti þá við mér ARB.jpg (674.84 KiB) Viewed 14338 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1244
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá svarti sambo » 18.maí 2018, 22:36

Þá er bara að selja þennan lás og fá stærri. :-)
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 19.maí 2018, 14:35

Já Elías....það er gott plan :-D
Það hefur reyndar enginn viljað kaupa lásinn af mér ennþá en það hlýtur að koma kúnni fyrir rest ;-)

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-??"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 11.júl 2018, 13:58

Það verður ekkki sagt að mikið hafi gengið í þessu undanfarið....enda kannast sennilega flestir við að það er um nóg annað að hugsa yfir sumartímann og svo hafa líka komið upp tæknilegir örðugleikar, ætlaði að fara að breikka felgur undir hrútinn um daginn en komst þá að því að fengurnar sem ég var búinn að fá rákust í bremsudælurnar að framan svo það var ekki annað í stöðunni en leita að nýjum. Það hefur þó dottið aðeins af doti inn um bréfalúguna í þetta verkefni, ég bara gat ekki beðið eftir jólunum og opnaði einn strax :-D
MBK
Gæi
Viðhengi
WP_20180710_10_32_33_Rich.jpg
WP_20180710_10_32_33_Rich.jpg (160.69 KiB) Viewed 13419 times
WP_20180608_15_17_12_Rich.jpg
WP_20180608_15_17_12_Rich.jpg (162.4 KiB) Viewed 13419 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 11.júl 2018, 16:49

helvíti ertu með myndarlega bréfalúgu ef þetta komst inn :D
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 12.júl 2018, 00:33

Já Íbbi, maður verður að sníða sér stakk eftir vexti og bréfalúgu eftir pökkum :-D
Dodge Ram 1500/2500-??"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 25.sep 2018, 23:15

Þá er sumarið búið að gufa upp og ansi lítið verið gert í Ram, gæsatímabilið að klárast og rjúpan að byrja og veiðibíllinn í tætlum inn í skúr :-(

Sumarið nýttist þó í aðföng, búinn að viða að mér mestu af því sem þarf og ekkert í stöðunni annað en að fara að koma sér að verki.
Þar sem mér gekk illa að fá felgur til að breykka þá sló ég til að keypti nýjar á Summit og verðið var alls ekki svo slæmt, 63 þús komnar heim í skúr en því miður enn ekki búið að hafa af að bæta inn í þær :-(

Fór í að rífa framhásinguna undan bílnum, taldi að það væri auðveldara að eiga við þetta þannig. En þegar ég fór að taka hásinguna sundur þá voru boltarnir sem halda hjólalegunum á liðhúsunum svo ryðgaðir að hausarnir á þeim voru ónýtir svo ég mátti draga fram borvélina og bora hausana burtu á 5 af 8 boltum...afskaplega gefandi verk :-o
En hásingin er alla vega komin undan og búið að hreinsa allt gamla dótið innan úr henni, kom mér reyndar á óvart hvað mismunadrif og hlutfall var í góðu standi.

MBK
Gæi
Viðhengi
nýja dótið.jpg
nýja dótið.jpg (232.64 KiB) Viewed 12355 times
felgur.jpg
felgur.jpg (199.37 KiB) Viewed 12355 times
rörið komið undan.jpg
rörið komið undan.jpg (259.35 KiB) Viewed 12355 times
gaman að bora þetta.jpg
gaman að bora þetta.jpg (231.54 KiB) Viewed 12355 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1244
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá svarti sambo » 26.sep 2018, 03:51

Á að fara að borða berjalyng um jólin. :-)
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 27.sep 2018, 10:07

Nei Elísas, það að beita fameilíunni á berjalyng um hátíðar hefur verið fellt með afgerandi meirihluta atkvæða í hvert sinn er tillagan hefur verið borin fram svo það er gert á öðrum árstíma.
Dodge Ram 1500/2500-??"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 11.okt 2018, 17:38

þá er nú búið að koma einhverju af nýja dótinu á sinn stað, búið að raða báðum drifum saman og stilla inn og búið að taka smá prufu rúnt og reyndist vagninn vera ansi lágt drifaður á 4.88 hlutföllum og 35" dekkjum....ekki alveg rétta kombóið :-)
Það bættist auðvitað aðeins við þetta þegar maður fór að skoða dótið, farið að heyrast í báðum hjólalegum að framan svo það var skipt um þær og úr því að maður var búinn að plokka hásinguna í sundur þá var ekki annað í stöðunni en að skipta um hjöruliðskrossa í framöxlunum.
mbk
Gæi
Viðhengi
framdrif klárt.jpg
framdrif klárt.jpg (191.07 KiB) Viewed 11938 times
afturdrif klárt.jpg
afturdrif klárt.jpg (227.57 KiB) Viewed 11938 times
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1244
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá svarti sambo » 11.okt 2018, 21:31

Var tilfinningin ekki bara eins og að þú sætir ofaná skjaldböku.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

íbbi
Innlegg: 1369
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá íbbi » 11.okt 2018, 22:56

góður!
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


elli rmr
Innlegg: 263
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá elli rmr » 14.okt 2018, 08:59

Mig langar í svona bréfalúgu..... :D


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 15.okt 2018, 10:52

svarti sambo wrote:Var tilfinningin ekki bara eins og að þú sætir ofaná skjaldböku.


Já Elías, það náðist meira að segja mynd af mér á rúntinum :-O
Viðhengi
turtle ride.jpg
turtle ride.jpg (11.03 KiB) Viewed 11641 time
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1244
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá svarti sambo » 15.okt 2018, 23:54

Góður.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 329
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dodge Ram 1500 veiðibíll

Postfrá petrolhead » 29.okt 2018, 21:44

Jæja það verður að reyna að halda sig aðeins við efnið þó maður þurfi að sinna vinnunni.
Fór í smá föndur um borð og smíðaði mér eina kastaragrind á hrútinn, (copyright Ívar Markússon) gott að eiga svona félaga sem leyfa manni að nota hönnunina sína....verra þegar ég fæ svo reikning í hausinn fyrir höfundarréttinum :-D
Ein mynd með svona til gamans.

MBK
Gæi
Viðhengi
WP_20181029_09_19_45_Rich.jpg
WP_20181029_09_19_45_Rich.jpg (174.58 KiB) Viewed 11261 time
Dodge Ram 1500/2500-??"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir