Síða 1 af 1

44" Wrangler Unlimited

Posted: 17.mar 2018, 22:44
frá Kiddi
Sæl,

Þar sem ég ligg í einhverjum flensufjanda hef ég fátt betra að gera en að búa loksins til þráð um það sem ég er búinn að brasa undanfarið.

Alveg síðan "nýi" Wranglerinn kom 2007 hef ég verið þónokkuð skotinn í þessum jeppum en ég lét loksins verða af því að eignast einn slíkan síðasta sumar. Það var eitthvað takmarkað úrvalið af þeim á Íslandi þá þannig að ég fann mér einn góðan í Oklahoma og sótti hann í ágúst og keyrði 2100 mílur frá Tulsa, Oklahoma til Portland, Maine.

Þetta er 2012 árgerð af Wrangler Unlimited Sport, með 285 hestafla 3.6 V6 vélinni og 6 gíra beinskiptum kassa. Valdi að taka ekki Rubicon af því að þeir eru töluvert dýrari, og með leiðinlegra hlutfall í millikassa (4:1 í stað 2.72:1). Keypti svo bara 44 framhásingu.

Hérna er mynd af bílnum á leiðinni, þarna er ég í White Mountains í New Hampshire
002.jpg
002.jpg (67.44 KiB) Viewed 9741 time


Þegar jeppinn var kominn heim í byrjun september var ekki annað hægt en bruna á Fjallabak!
003.jpg
003.jpg (67.97 KiB) Viewed 9741 time


Síðan var bara byrjað að breyta. Planið var svosem ekki flókið, klippa eins mikið úr og hægt væri og koma 44" hjólum undir, helst þannig að fjöðrunin kæmist í upphaflegan samslátt. Bæði gefur það mikið skemmtilegri bíl í akstri hvort sem á vegum eða í snjó, síðan verður betra að ganga um hann og síðan held ég að það sé mjög mikið unnið með því að fikta sem minnst að óþörfu í fjöðrun og stýri.

Eftir smá mælingar og pælingar ákvað ég að byrja á að færa afturhásinguna um 60 mm. Tók boddýið af til þess að komast almennilega að þessu en það er líka ótrúlega auðvelt að kippa því af ef maður er með lyftu. Skar svo allt sem tengdist afturfjöðruninni laust og sauð fast 60 mm aftar.

20170930_094421.jpg
20170930_094421.jpg (41.66 KiB) Viewed 9741 time


20170930_094429.jpg
20170930_094429.jpg (101.46 KiB) Viewed 9741 time


20171001_113305.jpg
20171001_113305.jpg (81.2 KiB) Viewed 9741 time


Þarna er hásingin komin í mitt afturbrettið

20171001_181303.jpg
20171001_181303.jpg (148.81 KiB) Viewed 9741 time


Þá var komið að því að klippa úr. Græjaði mér máta með þversniði dekksins og byrjaði að skoða hvað þyrfti að gera.

20171005_210213.jpg
20171005_210213.jpg (116.04 KiB) Viewed 9741 time


Sá fljótlega að bitinn væri svolítið fyrir. Endaði á að klippa í efri línuna og smíða síðan nýjan bita sem fór hærra upp. Finnst það mikilvægt að halda styrknum í boddýinu.

20171008_174613.jpg
20171008_174613.jpg (125.64 KiB) Viewed 9741 time


20171014_074203.jpg
20171014_074203.jpg (110.69 KiB) Viewed 9741 time


007.jpg
007.jpg (73.8 KiB) Viewed 9741 time


Það þurfti að gera ótrúlega lítið að aftan, bara einföld úrklippa.

20171014_074226.jpg
20171014_074226.jpg (83.02 KiB) Viewed 9741 time


Til þess að klára dæmið að framan þurfti að smíða nýja rafgeymafestingu, nýja festingu fyrir öryggjaboxið og nýja festingu fyrir ABS heilann en það hafðist allt að lokum. Eina sem ekki komst áfram fyrir var loftsíuhúsið svo ég setti K&N síu með sokk.

20171215_150506.jpg
20171215_150506.jpg (49.85 KiB) Viewed 9738 times


20180110_225747.jpg
20180110_225747.jpg (92.06 KiB) Viewed 9738 times


Þá var komið að hásingunum. Ég notaði afturhásinguna áfram, það er Dana 44 undir öllum Wrangler JK með 8.9" drifi. Af gefinni reynslu þá treysti ég hjólalegunum samt ekkert rosalega vel (búinn að fara í gegnum einhver 10 stk að minnsta kosti af nákvæmlega sömu legu í Musso hásingu undir eldri 44" Wrangler) þannig að ég keypti 35 rillu öxla frá Currie með stærri legu og passandi leguhús, skar hásinguna í sundur og sauð nýja stútinn á.

20180116_224153(0).jpg
20180116_224153(0).jpg (57.96 KiB) Viewed 9738 times


Nýi stúturinn kominn á, bremsurnar passa á þennan stút

010.jpg
010.jpg (59.41 KiB) Viewed 9738 times


Ég keypti síðan nýja Dana 44 framhásingu frá Mopar, sem er eitthvað aðeins sterkari en Rubicon 44 hásingin. Styrkti liðhúsin en þau eru veikur hlekkur.

20180129_221902.jpg
20180129_221902.jpg (57.97 KiB) Viewed 9738 times


Setti síðan 5.38:1 hlutföll og ARB læsingar.

Setti Fox IFP bumpstop og Internal bypass dempara

20180204_090910.jpg
20180204_090910.jpg (102.14 KiB) Viewed 9738 times


20180213_230350.jpg
20180213_230350.jpg (151.73 KiB) Viewed 9738 times


Þarna er farin að koma mynd á þetta. Klippti aðeins úr grillinu til að búa til meira pláss fyrir dekk og síðan finnst mér það flottara svona.

20180215_214455.jpg
20180215_214455.jpg (89.99 KiB) Viewed 9738 times


Fór í smá bremsubreytingu fyrst það er nóg pláss í 17" felgunum

20180216_004133.jpg
20180216_004133.jpg (75.27 KiB) Viewed 9738 times


Henti síðan í bráðabirgðakanta úr 4 mm plasti og brunaði á fjöll!

20180223_130029.jpg
20180223_130029.jpg (62.36 KiB) Viewed 9738 times


018.jpg
018.jpg (119.01 KiB) Viewed 9738 times


Ég er vægast sagt hæstánægður með útkomuna! Fjöðrunin og allar hreyfingar í bílnum eru mjög skemmtilegar, aflið er þrælfínt (þó það megi auðvitað vera meira...) og dekkin koma mjög vel út. Þegar ferðafiðringurinn minnkar aðeins þá förum við síðan í það að koma köntum og stigbrettum á, en ég fæ mig bara ekki til þess að slípa trefjaplast á miðju keppnistímabili þannig að það fær að bíða aðeins.

Vona að einhver hafi haft gaman að því að fletta í gegnum þetta.

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 17.mar 2018, 22:58
frá svarti sambo
Sæll Kiddi
Einhverra hluta vegna sjást ekki allar myndirnar. Bara sumar.

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 17.mar 2018, 22:59
frá Kiddi
Búinn að laga! Nú sjást ekki bara sumar myndir, heldur líka vetrar...

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 18.mar 2018, 07:27
frá sukkaturbo
Jamm glæsilegt og flott vinna og sniðugar lausnir.Þetta er keppnis

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 18.mar 2018, 10:05
frá jeepcj7
Þrælflott

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 18.mar 2018, 10:59
frá olafur f johannsson
Magnað

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 18.mar 2018, 13:28
frá svarti sambo
Flott vinna og flott aðferðarfræði við vinnu.
Kemur vel út það sem komið er.
Er mjög hlyntur meiri skurði, uppá aðgengi bílsins.

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 19.mar 2018, 08:45
frá Hailtaxi
Ertu til í að fræða okkur aðeins um innflutninginn? Hver flutti, hvernig, hvað það kostaði o.s.frv?

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 19.mar 2018, 12:29
frá Kiddi
Hailtaxi wrote:Ertu til í að fræða okkur aðeins um innflutninginn? Hver flutti, hvernig, hvað það kostaði o.s.frv?

Sæll,

Eimskip fluttu hann fyrir mig frá Portland, Maine til Íslands og það kostaði um 300 kall. Ég keyrði bílinn sjálfur innan USA.

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 20.mar 2018, 09:27
frá juddi
Gangandi snild verður gaman að sjá kantana komna á

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 20.mar 2018, 16:34
frá eiriksra@gmail.com
Sælir.

Langaði bara að þakka fyrir að setja inn þessa breytingarsögu. Virkilega skemmtileg lesning og þar sem ég kann ekki mikið á verkfæri þá verð ég gjarnan dolfallinn yfir því hvað "ekki fatlaðir" geta gert í skúrnum sínum og kallað "einfalt" :-)

Sem LR maður er ég skíthræddur um að næsti Defender verði hand ónýtur til breytinga en krossa samt fingur. Það er því einstaklega ánægjulegt að enn og aftur var Jeep að koma með nýjan Wrangler (JL) þar sem ekki er búið að eyðileggja þetta sem jeppa. Meira að segja búið að skemma G Wagen með sjálfstæðri fjöðrun að framan og líklegt að Wrangler verði "last man standing". Það væri eins og að skipta úr KR í Val að fara úr Rover í Wrangler en það gæti orðið erfitt að horfa framhjá staðreyndunum. Til hamingju með bílinn alla vega og endilega leyfðu okkur að fylgjast með áfram.

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 21.mar 2018, 19:32
frá Robert
Vá öfund á svo marga vegu.

Re: 44" Wrangler Unlimited

Posted: 21.mar 2018, 21:12
frá Kiddi
eiriksra@gmail.com wrote:Sælir.

Langaði bara að þakka fyrir að setja inn þessa breytingarsögu. Virkilega skemmtileg lesning og þar sem ég kann ekki mikið á verkfæri þá verð ég gjarnan dolfallinn yfir því hvað "ekki fatlaðir" geta gert í skúrnum sínum og kallað "einfalt" :-)

Sem LR maður er ég skíthræddur um að næsti Defender verði hand ónýtur til breytinga en krossa samt fingur. Það er því einstaklega ánægjulegt að enn og aftur var Jeep að koma með nýjan Wrangler (JL) þar sem ekki er búið að eyðileggja þetta sem jeppa. Meira að segja búið að skemma G Wagen með sjálfstæðri fjöðrun að framan og líklegt að Wrangler verði "last man standing". Það væri eins og að skipta úr KR í Val að fara úr Rover í Wrangler en það gæti orðið erfitt að horfa framhjá staðreyndunum. Til hamingju með bílinn alla vega og endilega leyfðu okkur að fylgjast með áfram.


Þakka hlý orð!

Verð nú að viðurkenna að ég er það skemmdur að ég sé sjálfstæða fjöðrun frekar sem kost en galla, að því gefnu að hún sé vel útfærð (sterk) og geti fjaðrað i þa minnsta 10 þumlunga út við hjól. Það eru skemmtilegri hreyfingar í bílum með sjálfstæða fjöðrun þó svo að ég geti alls ekki kvartað undan Wranglernum. Síðan er einfaldara að klippa mikið úr því maður veit alveg hvert hjólið fer í sjálfstæðri fjöðrun, á meðan hásingin fer svolítið meira í allar mögulegar áttir :)
En maður fær ekki alltaf allt sem maður vill. Það er svona heildarfílingurinn sem ég sækist helst eftir í Wranglernum. Passlega stór og svolítið grófur bíll, samt ekki þannig að manni líði alltaf eins og maður sé í orrustuþotu í flugtaki... gamli Wranglerinn minn er svolítið svoleiðis og það verður þreytandi til lengdar þó það geti nú verið gaman líka.

Það er nú ekki alveg útséð með G-Benzinn, skildist á sölumanni í Öskju að nýi og gamli verði báðir framleiddir eitthvað áfram. Gamli þá væntanlega í grófari útfærslu en sá nýi.
Nýi JL Wranglerinn lofar síðan hrikalega góðu og mig langar sérstaklega mikið til að prófa 2.0 turbo mótorinn, 268 hestöfl og meira tork en úr sexunni.