Síða 1 af 1

Grand Cherokee 38”

Posted: 26.nóv 2017, 16:34
frá Gilson
Sælir félagar

Ég ætla að bú til smá þráð um jeppa sem ég festi nýverið kaup á. Um er að ræða Grand Cherokee sem stendur á 38” Mudder. Hann er á hásingum undan XJ, D30R að framan með 4.88 hlutföll og ARB loftlás, en D44 að aftan með sama búnað. Vélbúnaður er 5.2 Magnum sem skilar honum ágætlega áfram en aftan á henni er svo sjálfskipting og NP242 millikassi.
Hugmyndin er að fara vel yfir bílinn og gera hann betri.
Læt nokkrar myndir fylgja.

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 26.nóv 2017, 17:32
frá sukkaturbo
Jamm lýst vel á þetta hjá þér mér finnst þetta fallegir bílar er þeir eru komnir á 38" verður gaman að fylgjast eð upptektinni

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 26.nóv 2017, 17:51
frá Járni
Góður! Hlakka til að fylgjast með

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 26.nóv 2017, 20:22
frá Sævar Örn
jamm þarna er góður efniviður það verður gaman að ferðast á eftir þér í vetur lýst vel á framvinduna

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 27.nóv 2017, 23:19
frá Gilson
Helvítis Mudderinn sveik mig í dag, fór að mígleka með sprungu á hliðinni á einu dekkinu. Sem betur fer átti ég varagang af GH á 12” breiðum felgum. Hann er nú samt hálf asnalegur svona.

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 28.nóv 2017, 08:14
frá jongud
Þessi dekk eru greinilega BÚIN

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 04.des 2017, 01:38
frá Gilson
Jæja, eitthvað mjakast þetta hjá manni. Um helgina tók ég afturhásinguna undan og málaði hana, skipti um allar stífur og endurnýjaði bremsubúnað.

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 19.des 2017, 13:56
frá Gilson
Jæja, það er eitthvað búið að gerast undanfarna daga. Kláraði að smíða bremsurör á afturhásinguna og setti í hann vírofna bremsuslöngu.
Svo var það blessaður sílsinn h/m.

Re: Grand Cherokee 38”

Posted: 20.feb 2018, 11:28
frá Gilson
Þessi fæst keyptur á 790.000,-