Jeppinn minn í dag 18.10.17


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 18.okt 2017, 18:33

Jamm eignaðist 1997 model af Toyota landruser disel ekinn 335.000 beinskiptur á góðum 38 AT negldum dekkum og 14"breiðum felgum. Búið er að fara í hedd og túrbínu og tímareym í 295.000km. Kúpling og nýtt framdrif var sett í, í vor. Hlutföll 4:88. Hef verið að gera hann kláran fyrir veturinn. Skipti um spindla af falls rör frá túrbínu fara yfir alla grindina og gerði þar við tvö lítil göt sem höfðu komið þegar aftur hásingin var færð aftur um 15 cm. Graddinn hafði gert smá göt.Fór yfir bremsur og lagaði lakk á köntum og lagaði áfyllingar rör fyrir aukatankinn.Datt í hug að rífa úr honum teppin þar sem ég ætla að leggja slöngur fyrir úrhleypibúnað í gegnum gólfi með gegnum tökum og hnjám.Þá kom í ljós ryðlitur eða ryð vinstra megin við hurðarnar sem nær þó ekki í gegn og ætla ég að laga það í leiðinni.Tek í leiðinni auka rafið og grisja það. Það eru spilfestingar og tengi framan og aftan á bílnum og einhversstaðar á ég gamlan Warn með mótornum ofan á 4000 lbs í góðu lagi og voru þetta ansi sterk og endingar góð spil í denn.
Viðhengi
talstöð.JPG
talstöð.JPG (283.13 KiB) Viewed 11883 times
ekinn 335.000km.JPG
ekinn 335.000km.JPG (265.9 KiB) Viewed 11883 times
gólfið heilt.JPG
gólfið heilt.JPG (264.86 KiB) Viewed 11883 times
DSCN4491.JPG
DSCN4491.JPG (278.11 KiB) Viewed 11883 times
DSCN4495.JPG
DSCN4495.JPG (263.79 KiB) Viewed 11883 times
DSCN4436.JPG
DSCN4436.JPG (265.37 KiB) Viewed 11883 times
DSCN4449.JPG
DSCN4449.JPG (292.8 KiB) Viewed 11883 times
DSCN4361.JPG
DSCN4361.JPG (266.35 KiB) Viewed 11883 times
DSCN4362.JPG
DSCN4362.JPG (271.04 KiB) Viewed 11883 times




Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá Axel Jóhann » 20.okt 2017, 00:36

Þú ert helvíti duglegur að versla þér bíla :D
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 20.okt 2017, 07:45

Jamm þetta er alltaf gaman en hef samt mest gaman að gera við þá og selja þá svo.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 20.okt 2017, 13:58

Jamm kláraði að gera við nokkur göt í bílstjóra gólfinu notaði 2 mm þykkt raf galv í það og setti svo rúst stopp yfir allt saman og kíttaði svo yfir með Stick. Ég lakka svo á morgun og set svo koppafeiti og plast yfir allt saman og ætti þá ryðmyndun að minnka eitthvað. Gerði líka við hjólskálina hægramegin að aftan. Gat ekki soðið þar vegna plássleysis en skrúfaði og límdi það sem ég náði til. Tók svo teppið og sætin og þvoði allt með háþrýstidælu. Sjá má mikinn mun á teppum og sætum fyrir og eftir þvott og er drullu rönd í miðju bakinu á bílstjórasætinu sem ég skildi eftir fyrir myndatöku. Næst eru það sílsarnir eða aftasti hlutinn af þeim.
Viðhengi
ryð aftast hægramegin.JPG
ryð aftast hægramegin.JPG (280.81 KiB) Viewed 11528 times
DSCN4496.JPG
DSCN4496.JPG (254.1 KiB) Viewed 11528 times
DSCN4497.JPG
DSCN4497.JPG (264.43 KiB) Viewed 11528 times
DSCN4495.JPG
fyrir viðgerð
DSCN4495.JPG (263.79 KiB) Viewed 11528 times
DSCN4504.JPG
búinn að setja bætur varð að líma og skrúfa
DSCN4504.JPG (295.05 KiB) Viewed 11528 times
DSCN4506.JPG
eftir viðgerð
DSCN4506.JPG (296.81 KiB) Viewed 11528 times
DSCN4500.JPG
þarna leyndist gat og líka niðri í botninum
DSCN4500.JPG (281.53 KiB) Viewed 11528 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 22.okt 2017, 12:43

Jamm þegar ég var að vinna í innra afturbettinu kom í ljós ryð gat osköp meinleysislegt. Ákvað að skoða þetta nánar og viti menn bara fullt af ryði og krabbameini svo það eru skemmtilegir tímar framundan . Settur hefur verið svampur inn í alla kanta bæði að framan og aftan og eru öll bretti því ónýt neðan til og cirka 5 cm upp á brettinn og hluti af innribrettunum handónýtur svo sér inn í vélarsal og skott.
Meiri fjandans vinnubrögðin á þessu. Jamm gott að maður hefur aðstöðu og tíma í að tjasla í þetta. En þessir 90 Cruser bílar eru bölvaðar ryðdósir finnst mér.
Nota tækifærið og sker úr fyrir 44" á líka 47 Pitt Bull á felgum kanski sker ég úr fyrir þeim. Spurning hvað er hægt að skera mikið úr að framan þar sem þetta er enn á klöfunum. Ekkert mál að aftan hásing hefur verið færð aftur um 15 cm sýnist mér. Hefur einhver sett 44 undir svona bíl á klöfunum og er nægilet pláss til að skera fyrir þeim??
Viðhengi
DSCN4483.JPG
af með kantana og ryðbæta og skera úr fyrir 47"
DSCN4483.JPG (250.17 KiB) Viewed 11348 times
DSCN4510.JPG
DSCN4510.JPG (260.44 KiB) Viewed 11348 times
DSCN4481.JPG
virðist vera fínt að sjá en þessi svampur er eitur
DSCN4481.JPG (257.06 KiB) Viewed 11348 times
DSCN4393.JPG
allt lokað af með svampi til að verja kantana en eyðileggja brettin sem eru mikið dýari
DSCN4393.JPG (281.1 KiB) Viewed 11348 times
DSCN4512.JPG
DSCN4512.JPG (264.16 KiB) Viewed 11351 time
DSCN4507.JPG
DSCN4507.JPG (293.4 KiB) Viewed 11351 time
DSCN4508.JPG
DSCN4508.JPG (278.11 KiB) Viewed 11351 time

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá íbbi » 22.okt 2017, 13:20

úff.. þetta var heldur leiðinlegur fundur

já þeir ryðga töluvert þessir bílar hefur manni fundist, ekki jafn mikið og nissan, en töluvert engu síður

mér hefur fundist þetta þrælskemmtilegir bílar samt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 22.okt 2017, 13:40

Jamm þeir eru góðir verð að viðurkenna það. En þessi er ekki rétt unnin á köntum er mitt mat.Þessi lokun á öllu rými með plasti og svampi gengur ekki það situr í þessu raki. Held að þetta sé ekki gert svona í dag. Frekar límt inn í kantana sjálfa til að verja þá grjótkasti. En þetta er góð æfing fyrir mig í að ryðbæta og svo er þetta ansi skemmtilegt. Vil heldur setja inn myndir og upplýsingar en að leyna þessu og getur þá væntanlegur kaupandi fylgst með og áttað sig á hvað er í boði, það er að segja ef ég get selt þetta einhvern tíman. he he. Er nokkuð viss um að allir eða flestir þessi eldri 90 Cruser bílar eru orðnir svona undir köntum og mottum í gólfi. En hvað er að þegar ekkert er að


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá grimur » 24.okt 2017, 07:30

Original eru VX bílarnir með kanta sem nudda sig í gegnum lakkið þar sem þeir eru ekki límdir. Glatað á Íslandi en sleppur víðast hvar annarsstaðar þar sem tæringin er ekki eins ágeng. Á eitt eintak sem er ekki mikið ryðgað nema útaf akkúrat þessu.
Svamp-lokun á rýmum er rosalega vond hugmynd. Alltílagi að fylla kantana af svampi, en að loka inn að járni er bara ótrúlega heimskulegt.
Stálið í þessum bílum virðist ekki neitt sérlega vel tæringarþolið þegar tæring fer af stað á annað borð, það er alveg á hreinu. Lykilatriði eins og alltaf að koma í veg fyrir að raki nái að sitja á lítið eða illa vörðu efni.
Um tíma voru tæringarvarnir hjá Toyota á grindum í lamasessi, allavega í einhverjum verksmiðjum. Þar er við tæringarvarnir að sakast.
Toyota fór þá leið að skipta út grindum undir ábyrgð í einhverjum tilfellum, Nissan hefur farið í gegn um svipað dæmi og fregnir herma að þeir kaupi upp bílana og setji í pressuna. Dæmigert fyrir Nissan....enda einnota bílar!!!! (Hahahaha væri gaman ef Patrolman væri ennþá á kreiki!)

Gott í bili
Grímur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 24.okt 2017, 08:10

Jamm er að byrja að ryðbæta fór á Akureyrir í gær til að ná mér í gas og boddístál. Keypti mér 0,8 mm rafgalv.Þar sem ég er ekki vanur suðu og ryðbætingarmaður væri gott að fá einhverjar ráðleggingar.Á ég eð heilsjóða nýja efnið við það gamla eða á ég að bora göt og með segjum 2 cm millibili og sjóða í þau og kítta svo yfir eða hnoða og líma.Er hætta á að efnið það gamla dragist til við að heilsjóða allt saman??Er í lagi að láta nýja efnið skarast innfyrir það gamla eða verður það að vera brún í brún??


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 24.okt 2017, 16:09

Jamm aðeins byrjaður að loka skápum og byrja á nýrri hjólskál. Skar burt allt lélegt efni.
Viðhengi
DSCN4520.JPG
DSCN4520.JPG (269.3 KiB) Viewed 11063 times
gerði sniðmáta úr þessu límbandi tókst vel.JPG
gerði sniðmáta úr þessu límbandi tókst vel.JPG (279.07 KiB) Viewed 11063 times
DSCN4512.JPG
DSCN4512.JPG (264.16 KiB) Viewed 11063 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 25.okt 2017, 12:02

Jamm ryð leynist víða varð að opna ytrabyrðið neðst við stuðara hronið hægra megin að aftan og gera við gat í bita sem er þar inn í. Líka að bæta bitan sem liggur þvert yfir bílinn aftast í honum voru tvö göt. Gat soðið skrúfað og límt nýja stálið þar í. Ryðhreinsaði bitan innan og grunnaði hann að innan og utan áður en ég lokaði honum. Er varla byrjaður að ryðbæta ytrabyrðið enn þá. Þar sem laga þarf inn viði og burðavirki fyrst. Bara skemmtilegt verk
Viðhengi
svon eru frambrettin undir svampinum.JPG
svon eru frambrettin undir svampinum.JPG (283.4 KiB) Viewed 10899 times
svo bíða frambrettin.JPG
svo bíða frambrettin.JPG (280.36 KiB) Viewed 10899 times
teppið orðið þurt og er það mjög heilt.JPG
teppið orðið þurt og er það mjög heilt.JPG (279.39 KiB) Viewed 10899 times
gat inn í póstinum. varð að opna ytra byrðið.JPG
gat inn í póstinum. varð að opna ytra byrðið.JPG (283.1 KiB) Viewed 10899 times
sætin orðin þurr og ansi fín.JPG
sætin orðin þurr og ansi fín.JPG (267.15 KiB) Viewed 10899 times
erfið þessi innri bót.JPG
erfið þessi innri bót.JPG (281.44 KiB) Viewed 10899 times
varða opna ytrbyrði til að komast að gati í bita.JPG
varða opna ytrbyrði til að komast að gati í bita.JPG (265.99 KiB) Viewed 10947 times
gerði sniðmáta úr þessu límbandi tókst vel.JPG
gerði sniðmáta úr þessu límbandi tókst vel.JPG (279.07 KiB) Viewed 10947 times
varð að laga bitina sem er  undir gólfinu aftast inn að miðju smá göt í honum soðið skrúfað og límt.JPG
varð að laga bitina sem er undir gólfinu aftast inn að miðju smá göt í honum soðið skrúfað og límt.JPG (268.99 KiB) Viewed 10947 times
DSCN4525.JPG
DSCN4525.JPG (271.58 KiB) Viewed 10947 times


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá villi58 » 26.okt 2017, 09:32

Sæll Guðni!
Hefur þú prufað Arrow frá Olís ? Það er víra og tógfeyti sem er alveg mögnuð í lokuð hólf, hurðar, sílsa, grindur, afturhlera (hurðir) og fl.
Hef notað það með mjög góðum árangri, smígur endalaust þar sem byrði koma saman og þar sem fátt annað nær til.
Hefur ekki þornað hjá mér og er að smita út með hurðarhandföngum og niður úr hurðum þó svo að það séu komin c.a. 4 ár síðan ég sprautaði í minn bíl.
Eini gallinn er að það þarf að strjúka af t.d. með hurðarhandföngum og sílsum það sem kemur niður úr hurðum einu sinni í c.a. viku fer eftir hitastigi þar sem bíllinn er geymdur, nóg þur tuska ef það er gert reglulega.
Þetta segir mér að efnið er að virka vel og stirnar ekki eins og holrúmavax.
Þetta efni er framleitt til að þola sjó (seltu) fyrir sjáfarútveginn og þar sem mikið mæðir á vegna seltu og vatns, hef ekki séð ryðmyndun þar sem efnið er, virðist eftir þann tíma sem er kominn virka skratti vel.
Kveðja!
VR.
Síðast breytt af villi58 þann 26.okt 2017, 16:26, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 26.okt 2017, 11:54

Sæll Villi nei hef ekki prufað það en mun gera það og setja í nýju skápana sem ég er að smíða og inn í sílsana og víðar.Takk fyrir ábendinguna


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá villi58 » 26.okt 2017, 14:53

Ég penslaði ryðgaða felgu á kerruni minni fyrir c.a. 2 mán. og það er náhvæmilega eins í dag, var að prufa til að sjá hvort sól og veður mundi eyða olíunni, bara eins og ég hafi gert þetta í gær.
Ég þarf að vara þig við ef þú kaupir Arrow þá þarf að setja annann úðastút á brúsann t.d. slanga með úðara eins og er notað þegar farið inn í bita eða holrúm annars er bunan bein og dreyfist ekki eins og málninga-lakkbrúsunum.
Ef þú átt ekki svona slöngu þá get ég lánað þér.
Kveðja.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 26.okt 2017, 18:10

Jamm Villi gæti ekki loftdrifin þvotta kanna með löngum stút dugað?


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá villi58 » 27.okt 2017, 09:14

sukkaturbo wrote:Jamm Villi gæti ekki loftdrifin þvotta kanna með löngum stút dugað?

Jú það hlítur að vera, hef ekki prufað það.
Þessi olía er reyndar á spray-brúsum en veit ekki hvort það sé til á brúsum eða dollum.
Það er hægt að ná úr spray-brúsum en það þarf að fara mjög varlega, gera pínulítið gat á toppinn til að hleypa þrýsting af og vera helst úti eða yfir dalli með nóg af tuskum, freyðir slatta.
Gæti verið hægt að hafa þá á hvolvi og tappa af þrýstingi ?? veit ekki.
Kveðja. VR.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 27.okt 2017, 11:43

Jamm meiri ryðbætingar er að klára hjólbogan,verð að játa að ég smíðaði hann ekki alveg upp notaði það sem hægt var af þeim gamla til að hafa á bakvið. Hreinsaði það samt og setti ryðstopp og svo grunn og límdi og sauð nýjan boga yfir. Kanski ekki fagmannlegt en ætti að duga einhver ár.Er ekki nægilega flinkur ennþá til að búa til svona boga en þessi er svo sem allt í lagi. Brýt svo neðribrúnina inn fyrir þegar allt er orðið fast.Næst er að grunna og kítta að innan og fara svo í bakborðshliðna hliðina
Viðhengi
DSCN4535.JPG
DSCN4535.JPG (280.47 KiB) Viewed 10531 time
DSCN4536.JPG
DSCN4536.JPG (276.1 KiB) Viewed 10531 time
DSCN4533.JPG
DSCN4533.JPG (273.03 KiB) Viewed 10531 time
DSCN4534.JPG
DSCN4534.JPG (270.51 KiB) Viewed 10531 time
Síðast breytt af sukkaturbo þann 29.okt 2017, 15:33, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá íbbi » 27.okt 2017, 22:59

maður notar enska hjólið í bogana, ég hef alltaf ætlað mér að smíða eitt og æfa mig, en hef ekki látið af því verða
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 27.okt 2017, 23:11

Jamm ég veit en skar þennan út til að bjarga mér.Hörður 54" kappi og snillingur gerði sér þannig græju minnir mig


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá Lada » 27.okt 2017, 23:19

íbbi wrote:maður notar enska hjólið í bogana, ég hef alltaf ætlað mér að smíða eitt og æfa mig, en hef ekki látið af því verða


Hvað er enska hjólið?

Kv.
Ásgeir


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 28.okt 2017, 00:23

Lada wrote:
íbbi wrote:maður notar enska hjólið í bogana, ég hef alltaf ætlað mér að smíða eitt og æfa mig, en hef ekki látið af því verða


Hvað er enska hjólið?

Kv.
Ásgeir

https://www.youtube.com/watch?v=omRlIBONJAM


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 28.okt 2017, 17:29

Jamm skar allt ryð úr sílsunum sem var ekki mikið og tók mynd inna í þá til að sjá hvernig þeir væru að innan. Allt furðu heilt og efnismikið og eru ekki margir sem teka sölu myndir inna úr sílsunum he he. Grunnaði vel og lokaði þeim með 08.00 mm rafgalv og grunnaði svo yfir suður og kíttaði með Stick lími og svo verður allt lakkað blátt á morgun.Þá ætti þessi bifreið að endast nýjum eiganda í all mörg ár án þess að ryðga niður.
Viðhengi
ryð aftast hægramegin.JPG
ryð aftast hægramegin.JPG (280.81 KiB) Viewed 10276 times
svo er bara að lakka.JPG
svo er bara að lakka.JPG (284.82 KiB) Viewed 10276 times
DSCN4548.JPG
DSCN4548.JPG (293.74 KiB) Viewed 10276 times
DSCN4549.JPG
DSCN4549.JPG (285.92 KiB) Viewed 10276 times
mynd tekinn inn í sílsan alveg heill.JPG
flottur sílsinn að innan
mynd tekinn inn í sílsan alveg heill.JPG (284.82 KiB) Viewed 10276 times
DSCN4544.JPG
búið að skera ryð úr og grunnan allan sílsan að inna
DSCN4544.JPG (280.37 KiB) Viewed 10276 times
DSCN4545.JPG
smá ryð burt með það
DSCN4545.JPG (283.88 KiB) Viewed 10276 times
DSCN4537.JPG
DSCN4537.JPG (256.74 KiB) Viewed 10276 times

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá Sævar Örn » 29.okt 2017, 14:53

sukkaturbo wrote:Jamm meiri ryðbætingar er að klára hjólbogan,verð að játa að ég smíðaði hann ekki alveg upp notaði það sem hægt var af þeim gamla til að hafa á bakvið. Hreinsaði það samt og setti ryðstopp og svo grunn og límdi og sauð nýjan boga yfir. Kanski ekki fagmannlegt en ætti að duga einhver ár.Er ekki nægilega flinkur ennþá til að búa til svona boga en þessi er svo sem allt í lagi. Brýt svo neðribrúnina inn fyrir þegar allt er orðið fast.Næst er að grunna og kítta að innan og fara svo í stjórnborðshliðna hliðina




Þetta er flott hjá þér guðni og eljan í þér, sé ekki fyrir mér að ég endist svo lengi!!

en þu meinar bakborðann næst, farþeginn á alltaf réttinn í bílunum, enda stjórnborðsmegin
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 29.okt 2017, 15:57

Jamm Svævar rétt hjá þér hef aldrei farið á sjó og er mjög sjóveikur og er nóg að sjá mynd af skipi í öldum þá gubba ég.En það eru svo margar hliðar á þessum jeppum.
Jamm var duglegur í dag kláraði að laga inn í frambrettunum málaði blátt það sem búið er að ryðbæta setti kantana á bílinn. Síðan setti ég bílinn á 44" Dick svona til að sjá hvað þarf að gera til að hann beri þau og er það ýmislegt. Mældi að ganni undir lægsta punkt að framan og var það 50 cm á full pumpuðu bara ansi gott.
Byrjaði á að setja stútana í brettin fyrir úrhleypibúnaðinn. Er nokkuð ánægður með viðgerðina og fellur hún vel að brettum og ytrabyrði og engar stórara rifur og mætti halda að fagmaður hefi gert þetta en ekki einhver fúskari. Jamm fjallajappin er sko nauðsynlegur við hvert heimili.


Nytsemi fjallajappans:
Fjallajappinn er skúradýr, en hann má líka finna stundum fyrir utan húsið. En hann er oftast í skúrnum en hann fer stundu, líka inn í bæinn, en bara þegar hann er bilaður og þarf að fara á verkstæði í viðgerð og eigandinn á smá umfram pening. En það ákveður hann ekki sjálfur heldur eigandinn .
Fjallajeppinn hefur sjö hliðar, efri hliðina, neðri hliðina, fremri hliðina, aftari hliðina, eina hliðina, hina hliðina og innri hliðina. Á framhliðinni er spilið og það er til þess að það sé hægt að draga hina jappana. Spilið er frá Warn og er bara til skrauts því það er alltaf bilað. Það snýst eiginlega aldrei. Það er á milli aðlaljósana. Jappinn hefur tvö göt framan á sér. Það eru aðaljósin og svo eru tvö önnur göt og það eru kastarar og svo mörg lítil göt en það eru ryðgöt.

Jamm meira síðar.kveðja frá sigló.
Viðhengi
sætin orðin þurr og ansi fín.JPG
sætin orðin þurr og ansi fín.JPG (267.15 KiB) Viewed 10135 times
DSCN4569.JPG
DSCN4569.JPG (283.21 KiB) Viewed 10136 times
DSCN4570.JPG
DSCN4570.JPG (271.97 KiB) Viewed 10136 times
DSCN4573.JPG
DSCN4573.JPG (278.87 KiB) Viewed 10136 times
DSCN4567.JPG
fellur vel og bara nokkuð gott
DSCN4567.JPG (288.17 KiB) Viewed 10136 times
DSCN4568.JPG
búinn að grunna kítta á morgun og mála svo yfir dugar ævilangt
DSCN4568.JPG (277.33 KiB) Viewed 10136 times
DSCN4564.JPG
skar burt ryð þarf að loka aðeins
DSCN4564.JPG (284.91 KiB) Viewed 10136 times
DSCN4565.JPG
frambretti í lagi núna
DSCN4565.JPG (289.07 KiB) Viewed 10136 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 05.nóv 2017, 16:41

Jamm áfram með Cruser. Skoðaði rörin fyrir miðstöðina aftur í og virðast þau vera endurnýjuð fyrir einhverju síðan og vera úr rústfríu en ég er þó ekki alveg viss. En þau líta vel út allavega.
Er að setja úrhleypibúnað í bílinn í leiðinni og nota tækifærið meðan hann er teppalaus og allir kantar opnir. Tek slöngurnar í gegnum gólfið með gegnum tökum og hnjám og fæ þannig góða stöðu og lögn á slöngurnar þannig er hægt að skipta um slöngur undir bílnum án þessa að þurfa að rífa upp teppi og fara alla leið inn að krönum.
Er með einfalda útsetningu á þessari kranakistu sem er eins og bíll með fjórum krönum og svo eitt Joystik frá Landvélum til að pumpa í og hleypa úr og léttan mæli. Kostar lítið svona búnaður. Legg svo 10mm plastslöngu aftur í skott fyrir væntanlega rafmagnsdælu sem mun fæða greiðuna og verður það líklega Fini eða Nardi. Næsti eigandi sér um það set líka öflugan straum aftur í fyrir væntalega dælu í allavega 36. kvaðrat kappli.Ljósið í afturstuðaranum vinstramegin er orðið ansi rygað og vantar mig eitt ljós.
Viðhengi
DSCN4594.JPG
miðstöðvar rör fyrir aftur miðstöðina lía vel út
DSCN4594.JPG (298.78 KiB) Viewed 9876 times
DSCN4607.JPG
DSCN4607.JPG (274.35 KiB) Viewed 9878 times
DSCN4608.JPG
DSCN4608.JPG (287.39 KiB) Viewed 9878 times
DSCN4593.JPG
DSCN4593.JPG (286.39 KiB) Viewed 9878 times
DSCN4596.JPG
DSCN4596.JPG (284.45 KiB) Viewed 9878 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 06.nóv 2017, 15:49

Jamm hver kannast ekki við það að ein eða fleiri hliðar rúður rafdrifnar virka ekki.Í mínu cruser hefur hægri framhurðar rúðan ekki virkað lengi.Eftir mikið japl jaml og fuður fannst bilunin í pulsunni í vinstri framhurð.Þar var jörð farinn í sundur.Einhverjir höfðu lagt í mikla vinnu með þjófatengjum og allskyns slaufum en án árangurs. Lagaði vírinn með því að lóða hann saman og allt virkar fínt og klipti í burtu alla þjófa og annan óþarfa.Nema hvað uss ekki málið skemmtilegt verk
Viðhengi
DSCN4609.JPG
sökudólgurinn á hnífsblaðinu
DSCN4609.JPG (288.71 KiB) Viewed 9728 times
DSCN4610.JPG
DSCN4610.JPG (294.68 KiB) Viewed 9728 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá jongud » 07.nóv 2017, 08:17

sukkaturbo wrote:Jamm hver kannast ekki við það að ein eða fleiri hliðar rúður rafdrifnar virka ekki.Í mínu cruser hefur hægri framhurðar rúðan ekki virkað lengi.Eftir mikið japl jaml og fuður fannst bilunin í pulsunni í vinstri framhurð.Þar var jörð farinn í sundur.Einhverjir höfðu lagt í mikla vinnu með þjófatengjum og allskyns slaufum en án árangurs. Lagaði vírinn með því að lóða hann saman og allt virkar fínt og klipti í burtu alla þjófa og annan óþarfa.Nema hvað uss ekki málið skemmtilegt verk


Er mikið verk að að komast að rúðuvindudótinu í þessum hurðum?
Ég er í smá vanda með rúðuna í bílstjórahurðinni hjá mér, hún fer ekki nema hálfa leið niður.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 07.nóv 2017, 16:52

Jamm sæll Jón nei það er bara furðu gott þegar búið er að taka plastið frá.Þetta eru mjög einfaldir bílar til viðgerða. Gott að komast að flestu og þeir koma mér skemmtilega á óvart bæði í krafti og þægindum. Segir maður sem alla tíð hefur verið á Hiluxum og Sukkum. Sjálfsagt allt gott miðað við það.Þarf samt að gæta að ryði þegar maður verslar sér svona bíl.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 09.11.17

Postfrá sukkaturbo » 09.nóv 2017, 16:47

Jamm reyndi að gera við talstöðina mína en lóða þarf eittvað undir prentplötunni.Rendi yfir gulu IPF tveggjageysla kastarana og fleira rafdót í húddinu.Skipti um olíu og loftsíu.Gekk frá teppinu í skottinu og úrhleypibúnaðinum inn í bíl og út í bretti og erði klára raflagnir og lotlögn fyrir dælu í skottinu er með 10mm. Lagt í 8 mm. Verklok verða í þessari törn á morgun með góðri umferð af bóni.Þannig að nýr eigandi þarf ekki að gera mikið svona til að byrja með. Klárt er fyrir gps bæði straumur Ram kúla og tengi fyrir fartölvu í hanskahólfinu nokkuð löng snúra fyrir tölvu bara að stinga í samband.Verður til sölu eftir viðgerð á 1300000eðat tilboð skoða skipti á jöppum
Viðhengi
DSCN4622.JPG
DSCN4622.JPG (291.58 KiB) Viewed 9347 times
DSCN4615.JPG
DSCN4615.JPG (255.07 KiB) Viewed 9347 times
DSCN4617.JPG
DSCN4617.JPG (288.44 KiB) Viewed 9347 times
DSCN4618.JPG
Joystikk og kranakista
DSCN4618.JPG (281.56 KiB) Viewed 9347 times
23231333_1719227534756919_3142757692702953278_n.jpg
fæ mér einn svona næst
23231333_1719227534756919_3142757692702953278_n.jpg (85.85 KiB) Viewed 9347 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 10.nóv 2017, 15:59

Jamm verk lok kominn heim á hlað fullur af olíu og nýsmurður og til í hvað sem er og er til sölu ef einhverjum langar í vil fá tilboð.Veit ekki hvað á að setja á svona bíl hef séð tölur 12 til 1500000 á svona bílum en veit ekki hvað er sanngjarnt svo markaðurinn ræður bara skoð öll tilboð.Gæti tekið hilux eða patrol sem þarfnast viðgerðar upp í allvega skoða það með opnum hug og ekki væri verra ef einhver ætti góðan Unimog
Viðhengi
vetrabíllinn og heilsársbíllinn 90 og 120.JPG
vetrabíllinn og heilsársbíllinn 90 og 120.JPG (267 KiB) Viewed 9180 times
IPF tveggja geysla nota H-4 90w-100w.JPG
IPF tveggja geysla nota H-4 90w-100w.JPG (295.78 KiB) Viewed 9180 times
klárt fyrir gsp og vhf og ramkúla.JPG
klárt fyrir gsp og vhf og ramkúla.JPG (278.55 KiB) Viewed 9180 times
DSCN4633.JPG
DSCN4633.JPG (276.15 KiB) Viewed 9180 times
háþrýsti þvoði teppin og sætin er iens og nýtt.JPG
háþrýsti þvoði teppin og sætin er iens og nýtt.JPG (282.86 KiB) Viewed 9180 times
DSCN4624.JPG
DSCN4624.JPG (288.2 KiB) Viewed 9180 times
DSCN4625.JPG
DSCN4625.JPG (258.09 KiB) Viewed 9180 times
DSCN4627.JPG
DSCN4627.JPG (274.11 KiB) Viewed 9180 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppinn minn í dag 18.10.17

Postfrá sukkaturbo » 10.nóv 2017, 16:50

Veit ekki hvað á að setja á svona bíl hef séð tölur 12 til 1500000 á svona bílum en veit ekki hvað er sanngjarnt svo markaðurinn ræður bara skoða öll tilboð.Gæti tekið hilux eða patrol sem þarfnast viðgerðar upp í allvega skoða það með opnum hug og ekki væri verra ef einhver ætti góðan Unimog.
Þetta er 1997 model ekinn 334.000km svo til nýtt framdrif hlutföll 4:88 nýleg kúpling tímareym og hedd einhverjar nótur fyrir því aukatankur færð afturhásing ekkert ryð í grind og búið að ryðbæta boddý að mestu heill innan og bara ansi góður bíll sérskoðaður á 38 og er á negldum AT dekkum og tveggja ventla 14" breiðum felgum kominn með úrhleypibúnað út í bretti dælu á milli tanka tveggja geysla IPF gulir kastarar spiltengi framan og aftan drullutjakksfestingar dráttar krókur aftan og framan og fleira og fleira sem ég nenni ekki að telja upp


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir