Því næst kippti ég pallinum af, og þessum skelfilega stuðararæfli... stend þó frammi fyrir því að endursmíða hann því ég finn engann betri...

og á bakið með hann, bætti aðeins í botninn og skipti um tvo þverbitana, sá fremri sem heldur pallinum við grind var alveg laus svo það styttist í að hiluxinn hefði sjálfvirkan sturtubúnað

Þá bar að líta ýmsar skemmtilegar viðgerðir sem hafa verið framkvæmdar með takmörkuðum tólum eða kunnáttu eða metnað :)

Hér er að koma mynd á fremsta þverbitann á pallinum

Ég svaf illa eftir að hafa horft á þennan stuðara svolítinn tíma, Ég held ég skeri allt af honum nema gatagrindina sem boltast í grindina og smíða almennilegan stuðara, og þá með stýringu inn í grindina á bílnum líka, þessi var farin að "fjaðra"

Festi demparana betur, fjarlægði ýmsar ófullkomnar viðgerðir

Nógu gott fyrir mig

Það var þrautaleikur að koma honum á lyftu svoleiðis að hann færi ekki á nefið þegar pallinn vantar... :)

Fleiri ófullkomnar viðgerðir ... -_-


Fékk nýja hluti í bremsurnar, skilti hemladælur og diska að framan eftir, tek það seinna og ef bíllinn stenst ekki skoðun með þeim...

Komnar hægjur, takið eftir ballastinu á "pallinum" :)

Kippti pönnunni undan vélinni, og reif bæði framhjólin í spað

Málaði nýju pönnuna silfurgráa, leiðist svartur litur í undirvagni, þarna birtir yfir öllu og auðvelt að sjá hvað er að ske ef eitthvað klikkar í óbyggðum

Fékk glænýjan krómstuðara að framan, sá gamli var vægast sagt ónýtur

Nýjar driflokur hjá AISIN (orginal) þær gömlu voru rangt samsettar og í aðra þeirra vantaði alveg kólfinn, veit ekki hvað til stóð þar...?
og ný þéttisett og prjónalegur í hjólnöv að framan svo ytri öxull sitji nu rétt í lokunni og brjóti hana ekki

nýjir ytri öxulliðir og hosur

Ég sleit sundur strekkibolta fyrir vindustangir það kom mikill kvellur og vakti athygli nágrannana sem þó eru ýmsu vanir frá mér...


Framdrifið er ólæst og verður það fyrst um sinn, hlutfallið er 5.29 á móti 1

allt að skríða saman

Hægt að bóna undirvagninn nærri því

Afturdrifið úr, þar er raflás, keypti hjá Kristjáni í Borgarnesi loft tjakk sem ég fæ á næstu dögum og smelli í og tek mynd.

smá munur


Ef þið eigið eða vitið um gamlar myndir af þessum bíl, breytingum eða fjallaferðum eða bara hvað sem er, þá þætti mér gaman að fá þær hér í þráðinn, þessi bíll var lengst af á suðurlandi og á einhverjum tímapunkti með einkamerkið REYKUR