Hilux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1927
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 23.jan 2025, 13:34

jongud wrote:
Sævar Örn wrote:Ég er búinn að kaupa 70cr. hásingu sem búið er að breikka fyrir svona hilux, og dugir vel fyrir mína notkun, hinn möguleikinn var eldri patrol hásing en þessi bauðst fyrr, og er búin að sanna sig í árafjölda undir sambærilegum bílum. Ég veit ekki alveg hvenær ég fer í þetta, mögulega næsta sumar, ég á 90. cruiser til að ferðast á næsta sumar hvort heldur sem er :)


þetta hljómar spennandi! Ef köggullinn er með háum pinjón er þetta skothelt dæmi. Og svo er alltaf hægt að fá sterkari öxla. Hvernig var hásingin breikkuð?


Jú það er einmitt kosturinn sem ég horfi í við 70.cr að þar er framdrifið öfugskorið (eða rétt-skorið fyrir framdrif) eftir því hvernig á það er litið og ætti því að höndla minn akstursstíl á allt að 42" dekkjum auðveldlega. Einnig er ótvíræður sá kostur að í drifinu er nú þegar rafmagnslæsing sem ég þó líklega breyti í loft til samanburðar við það sem ég gerði að aftanverðu.

Fyrir einhverjum árum voru drifhlutföll illfáanleg í 8" reverse en nú er hægt að fá bæði 4.88 og 5.29 frá nokkrum framleiðendum virðist vera, svo ég hef ekki teljandi áhyggjur af því. Hef ekki hugmynd heldur hvaða hlutföll eru í hásingunni nú þegar, enda hef ég ekki fengið hana í hendur.

Hún er breikkuð með þessu klassíska IFS swappi þ.e. sett millilegg og tvöfaldur hemladiskur ofl. frá bíl með sjálfstæða framfjöðrun, þannig verður sporvíddin sú sama og á afturhásingunni og bremsur verða örlítið betri. Þetta er svo sem bara uppskrift sem margoft hefur sannað sig og er sjálfsagt í einhverjum tugum 4runner og hilux hér, margir hafa þó notað LC70 hásingu en notað hilux drif með standard cut drifi, þá þarf að færa millibilsstöngina framanvið rörið en ég hugsa að ég reyni að halda þessu bara upprunalegu ef færi gefst á því, þannig þarf ég líklega aðeins að fá nýjan pitman arm á stýrisvélina (og sennilega færa hana örlítið framar um leið). Öðrum kosti þarf að fá nýja stýrisarma og sömuleiðis minnkar plássið fyrir tog- og millibilsstöng báðar framanvið hásingu.

Meiningin er að auka plássið í hjólskálinni með því að færa hjólmiðjuna ~4-6cm framar og uþb. 3cm neðar, þannig verður hækkunin óveruleg en plássið eykst gífurlega vegna færslunnar fram, eins og verið hefur þá hafa 38" dekk á 14" breiðum felgum valdið því að dekkin snerta body festingu rétt svo í fullri beygju og samfjöðrun, ég mun ábyggilega nota bílinn áfram á 38" dekkjum eitthvað áfram og þá verður rúmt um þau, meðan þau endast og eru fáanleg, en þessi breyting mun hafa þann möguleika á stækkun upp í líklega 42" vandræðalítið.

Þó munu brettakantar þurfa einhverja lengingu, í það minnsta að aftanverðu, að framan gæti sloppið með afskurði neðanvert að framan.


Þetta verður allt skoðað betur þegar allir nauðsynlegir hlutir eru komnir og liggja fyrir, og ég reyni að docúmenta þetta eitthvað auðvitað :)


Image


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur