Hilux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.des 2019, 00:18

já ég ætla að gera það fyrir þennan vetur og fylgist vel með þessu bara, þetta hefur hangið í tvö ár svona hjá mér og 16 þar á undan en þeir vasar voru líka margstyrktir og soðnir og gjörónýtir

þetta er 4mm já


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1456
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 09.des 2019, 00:22

þetta er allt 6mm hjá mér. sem er kannski overkill
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá grimur » 10.des 2019, 14:19

Þetta gatabrjálæði er almennt til bölvunar í svona smíði. Hef séð ansi mörg tilfelli þar sem svona "léttingar" sem í raun skipta engu máli sem slíkar eru algert klúður burðarþolslega séð. Einstaka sinnum má réttlæta göt með því að setja rör í gegn sem stífingu og sjóða það allt saman. Oftast er samt betra að vera bara sparari á efnið utanmeð, þannig má létta alveg slatta ef það er markmiðið. Þynnra efni er oft allt í lagi líka ef rétt er farið með. Að búa viljandi til svona spennusvæði er algerlega ofar mínum skilningi.

Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 10.des 2019, 16:04

já sammála, ég hélt einhvernveginn að þetta væri bara í lagi, þetta er svona hérumbil færibandaframleiðsla svona hilux á 38"

en ég byrja allavega á að styrkja þetta og fylgist með því hvernig það gefst, kannski er það bara alveg nóg :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1456
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 10.des 2019, 20:50

afsakið hvað ég er að troða mér mikið inn í þinn þráð

en þegar ég smíðaði mína þá dauðsá ég strax eftir að hafa gert þessi göt. ég er að fara taka hásingarnar undan til að blása þær og og skipta um hlutföll. ég ætla loka þessu held ég bara
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Freyr » 12.des 2019, 11:14

Sævar Örn wrote:já sammála, ég hélt einhvernveginn að þetta væri bara í lagi, þetta er svona hérumbil færibandaframleiðsla svona hilux á 38"

en ég byrja allavega á að styrkja þetta og fylgist með því hvernig það gefst, kannski er það bara alveg nóg :)


"Þakka ykkur innleggið, ég er sammála þessu, þetta er að vísu breyting frá Arctic Trucks þeir breyttu bílnum hérumbil nýjum árið 2001 þannig ég taldi mig ekki þurfa að vera að finna upp hjólið."


Sæll Sævar, mig langar til að koma með eina ábendingu varðandi upphaflegu breytinguna a þessum jeppa. Kunningi minn var annar eigandi þessa jeppa á sínum tíma og þekki ég því aðeins til sögu hans. Þessum bíl var hvorki breytt af Arctic Trucks né er þetta eftirherma af breytingunni þaðan.

Kveðja, Freyr - Arctic Trucks

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 12.des 2019, 13:57

Freyr wrote:

Sæll Sævar, mig langar til að koma með eina ábendingu varðandi upphaflegu breytinguna a þessum jeppa. Kunningi minn var annar eigandi þessa jeppa á sínum tíma og þekki ég því aðeins til sögu hans. Þessum bíl var hvorki breytt af Arctic Trucks né er þetta eftirherma af breytingunni þaðan.

Kveðja, Freyr - Arctic TrucksSæll Freyr, þakka þér fyrir. Mér var ekki kunnugt um það, og hef raunar í fórum mínum mynd af bílnum hálfbreyttum utan í Auðbrekkunni en það má vera að hann hafi komið þar í öðrum erindagjörðum. Aukinheldur mátti ég berjast fyrir því að fá útskorning af stífuvösunum þegar ég endurnýjaði þá 2017, þar er komin skýringin ef þetta er þá frábrugðið hinni 'hefðbundnu' AT breytingu. Ef mig misminnir ekki þá snerist orðræðan sem þú vitnar í upphaflega um hönnun styrktarvasa fyrir höggdeyfana að aftan, en þeir hafa tollað vel á sínum stað eftir þá viðgerð.

Upphaflega breytingin á þessum bíl er löngu búin að búin að skila sínu, afskrifuð, og það er víst þannig að ég verð sjálfur að gangast í ábyrgð við hverju því sem aflögu fer héðan af, enda búinn að fikta í nokkurnveginn öllu á þessum tveim árum sem ég hef rekið bílinn.


Hvað um það, hásingin er hérumbil komin undan og vasarnir verða bara styrktir að sinni. Þá dugir þetta etv. önnur 20 ár á fjöllum. :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sæfinnur » 17.des 2019, 10:02

https://www.youtube.com/watch?v=aIGTNU6hG2Q
Ég hef verið að velta fyrir mér að smíða Svona stífu, Sleppa festirónni, sé enga þörf fyrir hana. Þá vinnst tvent, hægt að stilla lengdina á stífunni og hún snýst í rónni og það kemur ekkert snúningsátak. Þá þyrfti þá að setja smurkopp á róna og gúmíhosu yfir gengjurnar. Eru einhverjar hugsanavillur í þessari hugmynd?

User avatar

jongud
Innlegg: 2628
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá jongud » 17.des 2019, 10:41

Sæfinnur wrote:https://www.youtube.com/watch?v=aIGTNU6hG2Q
Ég hef verið að velta fyrir mér að smíða Svona stífu, Sleppa festirónni, sé enga þörf fyrir hana. Þá vinnst tvent, hægt að stilla lengdina á stífunni og hún snýst í rónni og það kemur ekkert snúningsátak. Þá þyrfti þá að setja smurkopp á róna og gúmíhosu yfir gengjurnar. Eru einhverjar hugsanavillur í þessari hugmynd?


Er ekki hætta á að skrúfgangurinn slitni þegar hann snýst í rónni? Smurningur gæti bjargað einhverju, en henta svona gengjur fyrir stöðuga hreyfingu?


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá grimur » 18.des 2019, 02:50

Ég myndi frekar hallast gegn þessari gengjupælingu, það er sjálfgefið hlaup í gengjum, meiraðsegja töluvert mikið, sem gæti valdið hávaða og í versta falli ýtt undir titringsmyndun. Sumir voru að smíða nælonfóðringar í stífuenda í gamladaga, það var algert bras fyrir utan að þvinga alltof mikið, vegna þess að minnsta slit og hlaup varð að titringi og látum sem ekkert dugði við nema nýtt eða gúmmí í staðinn.
Alveg réttmæt pæling vissulega og hugmyndin góð, en einfaldlega afþví hvað allar venjulegar gengjur eru rúmar og hætta á sliti eins og bent hefur verið á, þá held ég að þetta gangi ekki vel upp í praxís.
Rótendi í annan endann er alveg séns, þeir fást býsna "þéttir".

Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 18.des 2019, 19:08

Hverju sem því líður þá hef ég lokið við styrkingu vasanna á hásingunni svo þeir brotna sennilega ekki meir, en þá er spurning hvort eitthvað annað gefi sig.

Mér til mikillar gleði eða þannig þá fann ég smá ryð í grindinni sem ég þarf að tækla sem allra fyrst.
Hvort tveggja er á stöðum þar sem áður hefur verið soðið í grindina þ.e. við stífufestingar og við gormafestur að aftan.

Ég tækla þetta með gormafesturnar núna meðan pallurinn er ekki á en ég bíð með hitt þar til boddýið fer af eftir veturinn :)

79755926_10159304490862907_3721141815370317824_o.jpg
79755926_10159304490862907_3721141815370317824_o.jpg (219.42 KiB) Viewed 33065 times


Grunnur yfir allt heila helvítið, það er allt í lagi :)

79507406_10159304490632907_2671616129381695488_o.jpg
79507406_10159304490632907_2671616129381695488_o.jpg (67.04 KiB) Viewed 33065 times


Vasarnir saumaðir saman á öllum köntum þannig rétt svo stífurnar komist þangað sem þær þurfa að komast.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 05.jan 2020, 22:07

2.jpg
2.jpg (218.54 KiB) Viewed 32669 times

Orðinn býsna brúklegur aftur

1.jpg
1.jpg (203.88 KiB) Viewed 32669 times

Pallurinn kominn á, rétti hann aðeins við hann hallaði alltaf nokkra mm fram eftir ryðviðgerðina 2017, smá feill hjá mér en orðið rétt núna

3.jpg
3.jpg (160.2 KiB) Viewed 32669 times


Kominn með padda á mælaborðið á snúnings festingu með frönskum rennilás, get haft hann svona breiðan og einnig á hinn veginn. Verður spennandi að sjá hvort þetta komi í stað GPS tækisins sem nú er komið milli sætanna til öryggis allavega fyrst um sinn.

Ég tók einnig vel til í aukarafkerfinu og nú eru bara fjögur relay í boxinu en voru 12 áður. Ég var búinn að setja annað aukarafkerfisbox aftur í bílinn bakvið aftursætin sem stjórna undirljósum, vinnuljósum, olíudælu og loftdælu og læsingu að aftan, þannig það var ekki þörf á öllum þessum notendum í boxinu frammi í húddi lengur. Nú eru bara kastararnir þar og etv. set ég leitarljós stýringu þangað og sitthvað fleira seinna.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.jan 2020, 12:42

Það þarf alltaf að vera smá stress fyrir jeppaferð :)

1.jpg
Þessu átti ég nú ekki von á! Í sumarlok keypti ég Android útvarp á AliExpress og fékk það svo endurgreitt 60 dögum síðar því það var ekki komið og ekkert að frétta með rekjanlega sendingarnúmerinu. Svo birtist það! Öllum að óvörum, því eru nú orðnar tvær tölvur í bílnum með stuttu millibili, útvarpið virkar vel og gefur ýmsa möguleika t.d. myndavélar osfv. sem ég skoða síðar, það fylgdu þrjár myndavélar með upptöku og svo ein bakkmyndavél. Kostaði að mig minnir 30.000 kr en ég fékk endurgreitt að fullu í október!
1.jpg (57.01 KiB) Viewed 32470 times


2.jpg
Tiltekt í aukarafkerfi, það má gera betur en þetta er allt annað en áður var!
2.jpg (178.9 KiB) Viewed 32470 times


3.jpg
Var orðinn leiður á að inngjöfin festist í botni í miklum skafrenning, nú spáði rauðgulri viðvörun og mikilli úrkomu svo þá er best að gera eitthvað í málinu, þetta hefur verið galopið þau tvö ár sem ég hef átt bílinn..
3.jpg (92.25 KiB) Viewed 32470 times


4.jpg
Ég hef ekki ekið bílnum frá því í júlí, nú keyrði ég hann s má og fann strax mikla pústfýlu inn í bíl, það er náttúrulega ekki hægt! Þarna var klukkan 9 um kvöld á miðvikudegi og meiningin að halda á fjöll fyrir hádegi á föstudag
4.jpg (85.49 KiB) Viewed 32470 times


Viðhengið 5.jpg er ekki lengur til staðar
Viðhengi
5.jpg
Það bjargaðist samt allt saman, heflaði flangsana og setti nýjar þéttingar og bolta, hert í drep og málið dautt
5.jpg (92.32 KiB) Viewed 32470 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.jan 2020, 13:12

Við fórum félagar í árlega ferð í Landmannalaugar í byrjun janúar, þetta er 11 árið í röð sem farið er í þessa ferð.
Nú var órange veðurviðvörun svo við fórum að öllu með gát, en nokkuð ákveðnir í að fara engu síður.

Raunar var ekkert að veðri hjá okkur, það var mikið verra niðri í byggð.

Á laugardeginum bættist mikið í hópinn og voru um 30 bílar á að giska og 60 mannsImage
Fyrsta festan, á bílastæðinu við Hrauneyjar, alltaf klassískt..!
Image
Að gera klárt fyrir fyrsta drátt
Image
Það rigndi mikið á okkur á leiðinni upp frá Sigöldustöð, og virkilega hvasst, við þökkuðum fyrir að hitastigið væri 2°C því annars hefði fokið og skyggni verið 0M


Image
Komnir að Bjallarvaði, er að fýla þennan kortaskjá, prófa að snúa honum væði svona og svo á hinn veginn, finnst þetta eiginlega þægilegra en það eru ekki allir sammála.


Image
Svo tók við góðviðri í auga stormsins, þarna sést Sigöldulína 4 sem liggur frá Sigöldustöð niður í Skaftafellssýslu.

Image
Súkkan var virkilega dugleg á 33" dekkjum, ekkert ruðningstæki en fylgdi vel í förum eftir 38"

Image
Í hrauninu leynast pollar hér og þar, Patrólinn sökk í þá flesta þó hinir þrömmuðu yfir á léttari máta, það mátti alltaf finna þurra leið bílbreiddinni til hliðar.

Image
Þarna sökk patrólinn dýpra og hafðist ekki á flot með teygjuspotta á öruggan máta, svo ég fékk að spila jibbíjei :)

Image
Komnir að gatnamótum

Image
Erfiðlega gekk að finna leið yfir ósa Jökulgilskvíslar sem skafið hafði yfir og voru nú krapastíflaðir svo vatn náði upp á hurðar bílanna, ákveðið var að aka kvíslina upp endilanga þar sem hún var opin og gafst það mun betur.

Image
Svo var auðvitað lambalærisveisla

Image
Daginn eftir kom restin af hópnum, fjöldinn að telja u.þb. 30 bílar og 60 manns gróft á litið. Þessi var minnstur, Chevrolet Vitara á nokkuð litlum börðum, þarna hafði affelgað en því var snarbjargað.

Image
Það var ekki hægt að kvarta yfir veðri!

Image
Sannkallað sprautfæri, um sunnudagsnóttina kyngdi niður uþb. 20-30cm snjó

Image
Við höfðum tekið meðvitaða ákvörðun um að krækja framhjá Hnausapollum þar sem tjörn myndast iðulega þegar vætusamt er í veðri í byrjun vetrar, förum þarna leið um Ljótapoll sem er brattari en þurr

Image
Súkkunum gengur stundum betur að bakka upp brekkurnar eins og þessi mynd sýnir vel

Image
Allir í halarófu, hjólförin eins og malbikuð fyrir okkur sem aftarlega vorum

Image
en víða krapa pittir engu síður, einangraðir undir snjónum og frjósa ekki þrátt fyrir -12° frost í tvo sólarhringa


Image
Hér er trakkið okkar úr Oruxmap

Image

Hér sést krækja sem við höfum tekið undanfarin ár vegna hættu á að sökkva bílum við Hnausapoll, það gerðist í fyrravetur eftir að við höfðum verið þarna í janúar þá fóru 2 bílar á kaf og núna á föstudag sl. fór einn bíll á kaf og hefur ekki verið losaður enn skilst mér, þannig þetta hefur verið og verður áfram eitthvað sem menn verða að vara sig á, sérstaklega þegar hitastig er svo óstabílt sem verið hefur siðustu tvo vetur, þarna safnast upp í bíldjúpar tjarnir.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 03.feb 2020, 22:03

Skruppum og kíktum á íshelli á laugardaginn, það var geggjað..

Image
Súkkan seig
Image
Geggjað veður
Image
Býsna flott gat!
Image
Maðurinn má sér lítils fyrir fara hliðin á listaverkum náttúrunnar
Image
Öryggi á oddinn
Image
Skoti kunni líka að meta þetta
Image
Sums staðar þarf að skríða en það er þess virði
Image
Image


Image
Hilux bremsur hafa ekki þótt mikilfenglegar, en þeim tókst þetta, ég þarf að bletta í stuðarann minn :)

Image

Skoti missir ekki af neinu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 22.sep 2020, 16:24

Dags skreppur á skjaldbreiður og nágrenni korter í kóvid mars 2020

Image

Image

Hundurinn Skoti er mikill bílaáhugamaður og leiðist ekki að ferðast

Image

Á leið upp frá Lyngdalsheiði

Image

Nægur snjór!

Image

Fjöldi manns á ferðinni!

Image

Ótroðnar slóðir

Image

Image

Hilux gekk betur að feta eigin slóð frekar en að elta 44" bílana, enda færið hálfgert púður og mátti gæta þess að halda ferðinni gegnum stærstu skaflana

Image

Skyggni fór versnandi, Skoti að reka á eftir mannskapnum...

Image

Hvað er skreppur án þess að lenda í brasi

Image

Í spólförum eftir 44" bíl, reyndar ekki fastur þarna þó litlu muni

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 22.sep 2020, 16:32

Páskaferð seinasta vetrardag 2020 í óþökk þríeykisins

Image

Eyjafjallajökull í baksýn

Image

Soley hörku ökumaður á Mælifellssandi, ekið á þjóðvegahraða

Image

Strútur

Image

Á leið upp við Markarfljótsgljúfur, við Mosa

Image

Strútslaug

Image

Strútur

Image

Um nóttina snjóaði býsna, og skyggni varð að engu

Image
Image
Hilux lóðsaður upp brattlendi í námunda Strúts af gangandi manni, skyggni var svo tæpt

Image

Svo gekk ferðin hraðar þegar komið var á Mælifellssand og engin hætta á ferðum þó ekið væri blindandi
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Axel Jóhann » 22.sep 2020, 22:25

Alltaf gaman að skoða ferðamyndir, manni er aldeilis farið að kítla í putta að fara komast í svona ferðir aftur :D
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 22.sep 2020, 22:56

Laukrétt! Ég hef ekki verið nógu duglegur að setja hérna inn í sumar, en er með stór plön fyrir veturinn og næsta sumar með þennan bíl... meira um það síðar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 23.sep 2020, 12:26

Ferðalag í júlí fyrsti hluti: Reykjavik - Gljúfrabúi - Kirkjubæjarklaustur - Fjaðrárgljúfur - Lakagígar - Langisjór - Landmannalaugar - Búrfell

Image
Skoti veit alveg hvað er að fara að gerast

Image
Katla

Image
Image
Veðursæld og hlýtt við Kirkjubæjarklaustur

Image
Image
Við Fjaðrárgljúfur

Image
Fagrifoss

Image
Hádegissúpa við Blæng, og Blængsskála

Image
Víða voru skaflar yfir veg á leið okkar um grenndarslóða Lakagíga, en það var vandræðalaust hægt að aka yfir þá.

Image
Tjarnagígur

Image
Á leið í Þakgil

Image
Vatnsuppsprettur á leið um Skuggafjöll til Langasjós, þar rennur Skuggafjallakvísl niður og fram hjá Hörðubreið og Ljónstind niður Ófæru og í Eldgjá

Image
Við ókum langleið austurfyrir Langasjó en snerum við bæði þegar skyggni versnaði og fór að snjóa á okkur, þá voru nokkrir farartálmar í slóðinni um Breiðbak m.a. þessi bratti skafl sem aðstoðarökumaðurinn ákvað að ganga frekar upp en sitja í bílnum :) Myndin sýnir brattann auðvitað illa.

Image
Image

Eftir þetta ókum við býsna hratt og illa og átum pulsur með öllu í Landmannalaugum, þaðan niður Dómadal og inn að Búrfelli við Þjófafoss, á frábæran áningarstað við austurbakka Þjórsár sem heitir Lambhagi. Þar var hugað bæði að skepnum og fararskjótum.

Image
Þjófafoss

Image
Hjálparfoss

Image
Reykholtslaug Þjórsárdal

Image
Áttundi tappinn úr settinu mínu, en ég hef aldrei notað tappa fyrir mig sjálfan :)

Image
F26 meira síðar..
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.sep 2020, 16:38

Hluti 2 af júlí ferðalagi:

Image

Hágöngur sjást í skýjahjúp, báðar hágöngur

Image

Bað, mikil óveðursspá, gul viðvörun og eitthvað...

Image

Fórum aðeins suður aftur og í Sandbúðir, gáfum skálanum start, þar voru allir geymar flatir

Vórum þarna meðan óveðrið gekk yfir, það var í raun ekkert óveður þarna, en 25-35m norðan hofsjökuls og í jökulheimum, kannski 12-15 hjá okkur og slydda

Image

Flott veður morguninn eftir

Image

Einn af mínum uppáhalds stöðum á hálendinu við Skjálfandafljót

Image

komin á akureyri, hundurinn var um sig að sjá annað fólk en okkur fyrsta sinn í rúma viku :)

Image

Væsir ekki um neinn

Image
Vaðlaheiði

Image
Réttarkot

Image
Slakki á Hraunárdal

Image

Hér stóð okkur ekki á sama, vatn náði hérumbil upp að speglum og langt upp á húdd :)

Image

Víða snjóskaflar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.sep 2020, 16:53

Image

Hitulaug

Image
Image
Image

Laugafell aftur, tveim vikum síðar, og nú var gist!

Image

Ennþá miklar snjóbreiður, seint í júlí

Image
Gráni og Sesseljubær í austurdal skagafirði

Image
Víða mátti ganga með járnkallinn undan og finna hvernig jarðvegurinn var, þarna var allt solid

Image

Stikur lagfærðar

Image

Á leið okkar í skálann Bergland varð þessi skafl á vegi okkar og ég ákvað að ganga að honum og það var líka eins gott, ég sökk upp að hnjám á veginum og ljóst var að bíllinn hefði sokkið líka, svo við snerum þarna við þar sem engin leið var að komast framhjá án skemmda og 9km eftir í skálann, skoðum hann seinna...

Image

Á leið í Landakot, flottir litir á veginum

Image

Á sléttunni vestan Landakots var annar stór skafl, hafandi reynsluna af melnum á leið okkar í Bergland ákváðum við að leggja bílnum í hæfilegri fjarlægð og ganga seinasta kílometerinn í skálann, flottur skáli og staður

Image
Image

Image

Image

Nú var nóg komið af hálendi í bili, best að bruna til byggða!

Image

Aldeilis ljómandi gott veður á mínum heimaslóðum, í Bárðardal!

Image

Við brunuðum á Sauðárkrók tilað fylgjast með rallkappakstri og veiddum í héraðsvötnum

Image

Image

Grettislaug

Image

Skoti að minna á að hann er sko ekki hvolpur lengur

Image

Image

góður rúntur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 28.sep 2020, 19:12

Undanfarin tvö sumur höfum við hafist við í tjaldi, en meiningin er að bæta úr því.

Því var þessi slide in camper keyptur á Akranesi, hann er heldur stór fyrir þennan bíl en það er líka meiningin að bæta úr því.

Image

Image

Image

Inn komst hann með flatt á öllum fjórum

Image

og á lyftuna


Image

Það var eitthvað skrítin lykt í honum... ég þarf alltaf að opna allt! meira um þetta síðar...! :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 03.okt 2020, 20:43

Image

Maður gerir bara það sem gera þarf...

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Nú vantar bara bíl til að setja þetta pallhýsi á...

Image

því þetta er ekki alveg málið :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá grimur » 04.okt 2020, 03:25

Ein afturhásing til og þetta steinliggur.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 04.okt 2020, 10:28

Það er einmitt það, mér var búið að detta í hug að smíða jeppakerru undir það... en er núna á leiðinni að lengja pallinn á hilux.

Image

Fékk þennan gamla hilux með grind og loftpúðum og öllu sagaðan sundur og sett beisli til að draga

Image

kominn heim í fjörðinn.

Image

Vippaði pallinum af

Image

spurning hvort ég hafi nokkuð með þriðja aukatankinn að gera :D

Image

Ryðgað bretti

Image

4link og loftpúðar í grindinni

Image

Allir þverbitar undir pallinum meira eða minna skemmdir eftir lausa upphækkunarklossa, ég styrki þá alla og nota ekki upphækkunarklossa heldur hækka frekar festingar á grindinni.

Image

Þetta er c.a. staðsetning hjólanna eftir samsetningu sýnist mér.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá elli rmr » 04.okt 2020, 12:12

Þú ert magnaður nenniru ekki að græja ein D Max á eftir þessum :D

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 04.okt 2020, 20:06

Elli ég keypti þennan kamper af ísköldum D Max doublecab manni, hann ók um með þetta einsog herforingi hálfu aftur af..!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1456
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 05.okt 2020, 00:24

kerrupælingin er snilld, ég var einmitt búinn að vera spá í þessu, á pall á lausu.


nú held ég að þú sért kominn að þeim tímamótum að þú þurfir að fá þér pallbíl í fullri stærð :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá elli rmr » 05.okt 2020, 08:32

Sævar Örn wrote:Elli ég keypti þennan kamper af ísköldum D Max doublecab manni, hann ók um með þetta einsog herforingi hálfu aftur af..!


Jáhá og pallurinn á D Max er minni en á Hilux!

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Óskar - Einfari » 05.okt 2020, 15:29

Gaman að þessu, þetta verður flott ferðagræja.

Ég hef séð skemmtilega útfærslu á svona pallhýsi á amerískum pikkup. Þar var buið að smíða undir hýsið í staðin fyrir að vera með pallin. Hliðarnar á "pallinum" voru þá orðnar jafn breiðar og pallhýsið, smíðað úr áli minnir mig. Þannig fékkst gott geymslupláss. Sé alltaf eftir að hafa ekki smellt myndum af þessu.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 05.okt 2020, 16:06

hehe já og kannski kem ég járnkallinum og drullutjakknum á pallinn án þess að skáskjóta þeim og skorða þannig fasta eins og til þessa :)

Þetta er svo sem ekkert sem ekki hefur verið gert áður, en ég minnist þess ekki að hafa séð bíl af minni kynslóð með svona breytingu? bara eldri bílinn ca 89-96
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Óskar - Einfari » 05.okt 2020, 16:24

Sævar Örn wrote:hehe já og kannski kem ég járnkallinum og drullutjakknum á pallinn án þess að skáskjóta þeim og skorða þannig fasta eins og til þessa :)

Þetta er svo sem ekkert sem ekki hefur verið gert áður, en ég minnist þess ekki að hafa séð bíl af minni kynslóð með svona breytingu? bara eldri bílinn ca 89-96


Já þetta var algengt 89-96. Búið að gera svona við alveg nokkra 05-16 bíl. Ég er nokkuð viss um að ég hafi séð bíl í 98-04 body lengdan líka en þetta var alls ekki algengt á því bodíi ef þetta hefur þá verið gert.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Axel Jóhann » 08.okt 2020, 21:28

íbbi wrote:kerrupælingin er snilld, ég var einmitt búinn að vera spá í þessu, á pall á lausu.


nú held ég að þú sért kominn að þeim tímamótum að þú þurfir að fá þér pallbíl í fullri stærð :)Ég er að díla við sama vandamál, þar sem ég á 2 dyra pallbíl með löngum palli og hásing staðsett þannig að þyngdin á camper er akkúrat yfir hásingu, enn bíllinn bara 2 manna og fjölskyldan telur 2 fullorðna, krakka og stóran hund þá græjaði ég einmitt kerru undir camperinn minn.

Virkar stórvel alveg hreint.

Screenshot_20201008-212613_Gallery.jpg
Screenshot_20201008-212613_Gallery.jpg (2.03 MiB) Viewed 28662 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá helgierl » 08.okt 2020, 23:37

Ég teiknaði upp í Sketchup hugmynd að 38" kerru undir svona pallhýsi... Þetta er að mörgu leyti brilljant hugmynd.[img]
Kerra%203%20mynd.png
[/img]
Viðhengi
Kerra 3 mynd.png
Kerra 3 mynd.png (38.6 KiB) Viewed 28641 time

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.okt 2020, 14:23

Ég hef enn ekki tileinkað mér einfaldar lausnir við einföldum vandamálum. :)


Það styttist í að megi fara að máta þetta saman.


Image

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá helgierl » 09.okt 2020, 20:32

Þetta er flott leið sem þú ert að fara með þetta. Lengist hann eitthvað milli hjóla...?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.okt 2020, 21:43

Ég held að það séu 48cm samkvæmt uppskriftinni, mig langar að teygja það jafnvel í 55-65 en endanleg ákvörðun verður tekin í kjölfar mátunar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá birgthor » 10.okt 2020, 09:59

Það verður gaman að sjá útkomuna hjá þér. Nú reynir á góða krossmælingu svo allt sé beint ;)

Ég hefði einnig viljað sjá þig smíða skápa á hann undir hýsið, sérsmíðaðann pall. Það væri meira í stíl við hverrsu öflug þið eruð í ferðamennskunni.
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.nóv 2020, 11:29

Image

Ég lærði að teikna í barnaskóla, spurning með lengd milli hjóla... hmm

Image

Ég vissi að eitt og annað fleira þyrfti að gera í leiðinni, því ákvað ég að kippa kofanum af enda er það ekki stórmál en gerir þessa framkvæmd alla mun auðveldari,

Image

Image

Nú er hægt að græja þetta allt beinn í baki :)

Image
Image

Grind ryðguð að innan, þetta sést ekki fyrir eldsneytistönkunum en mig grunaði samt að þetta væri sirka svona, þetta kemur sér vel því ég saga grindina sundur nokkru framan við þessar skemmdir

Image

Miðju body festingar hafa verið hækkaðar upp en þess ekki gætt að togkraftur verki á efri brún, þarna þarf ég að tengja upphækkaða vasann við efri brún á grind, þarna sést þreytusprunga sem er að byrja að myndast en ég held að þessi breyting sé síðan 2001

Image

Fyrirhuguð sundurtekt

Image

Enn bætir í skissurnar

Image

6x6???

Image

Hér er hjólhaf 3540 mm
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir