Hilux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 07.aug 2017, 10:01

Halló, ég hef haft þann vanann á þegar ég eignast "nýja" jeppa að skrifa svolítið um þá hér á jeppaspjall, fyrst gerði ég þetta með Suzuki Vitara jeppa sem ég átti 2008-2014 og svo með Ford Explorer jeppa sem ég átti 2014 til 2017.

Hér má sjá skrif um þá bíla

Súkkan mín

Fordinn minn

Þó er mér mikill miður að sjá að myndirnar sem ég hef dundað mér við að setja við skrifin undanfarin ár eru horfnar, og Photobucket hýsingaraðilinn vill fá 399.90 dollar á ári til að leyfa myndunum að njóta sín. Slík viðskipti er ég ekki tilbúinn að samþykkja, hefði talið nær að þeir lokuðu á þjónustuna en hefðu gjaldtökuna ekki afturvirka. En svona er nútíminn það verða allir að græða græða græða :)



Á meðan er ég hér sæll og glaður með minn "nýja" jeppa, og eyði eyði eyði í hann, bæði tíma, vinnu og peningum. Afraksturinn á svo eftir að koma í ljós.

Planið er í stuttu máli svona, 2017 sumar og haust gera bílinn á vetur setjandi, útvega 38" dekk og felgur, yfirfara undirvagn, lappa eitthvað upp á útlit, loka ryðskemmdum á palli og sílsum, virkja læsingu að aftan

Þegar þetta er skrifað er verkið langt komið, ég eignast bílinn í sumarbyrjun og hef gripið í hann svona öðru hvoru og pantað í hann ýmsa varahluti öðru hverju og tekið rispur.

Nóg um það. Hér eru nokkrar myndir frá uppboðinu þaðan sem ég keypti bílinn

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Síðast breytt af Sævar Örn þann 22.sep 2020, 16:41, breytt 1 sinni samtals.


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 07.aug 2017, 14:35

Fyrsta verse þegar á Hraunið var komið (verkstæðið mitt)

Reif alla innréttingu úr bílnum að mælaborðinu frátöldu að vísu, lét það eiga sig í þetta skipti, fljótlega kom í ljós að botninn á bílnum var mjög heill, allt nema biti undir bílstjórasæti og þar með hluti af gólfpönnunni einnig. Þá var bara að grípa slíprokkinn

Image

Smá bót í máli...

Image

Epoxy grunnur samskeytalím og ferrari rauður litur ,

Image

Image

Þessar mottur fékk ég í Múrbúðinni, vatnsheldar málningarmottur, setti þær fjórfalt það ætti að auka einangrun en þarf að fylgjast með hvort saggi undir þeim, en raki innan úr bíl ætti ekki að komast niður að stáli með þessum mottum

Image

Háþrýstiþvoði teppið og henti sætunum í ruslið, lyktin í bílnum allt önnur, fann ýmislegt sem safnast hefur gegnum árin, eina nótu fann ég frá Íhlutum upp á 964 kr og var hún dagsett á vordögum árið 2003!

Image

Mótorinn fyrir raflásinn var vitaskuld ónýtur... :)

Image

fékk sæti úr subaru legacy mjög þægileg og fín, menn voru að segja að þau pössuðu nánast beint í, þ.e. 3 af 4 boltagötum pössuðu og vissulega er það rétt, en ég settist í bílinn og fann strax fyrir því að hryggurinn skekktist, það gæti ekki þótt gott á langri fjallaferð, þannig ég smíðaði botna undir sleðana þannig bæði hallar sætisbotninn aftur og er allur hærri, og hallar ekki til hliðanna eins og hann hefði annars gert.

Image

Ég notaði sömu aðferð við að þrífa þessi sæti eins og ég er vanur, þar sem þau eru ekki með afturendahitara þá lét ég vaða með háþrýstidælu og olíuhreisi og ýmsum sápum og urðu þau fljótlega eins og ný!

Image

Komin á sinn stað
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Robert » 07.aug 2017, 17:24

Búinn að bíða eftur að þú kæmir með þráð um þennan er búin að sjá hann fyrir utan. Hlakka til að fylgjast með.

Kv.Róbert

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Járni » 07.aug 2017, 20:43

Ljómandi, til lukku með þennan.

En í sambandi við myndirnar, þá er það mikið betra að senda myndirnar inn á jeppaspjallið og láta okkur um að hýsa þær. Það er margbúið að koma fyrir að Facebook, imgur, blablbalbabla breyti einhverju og snilldarþræðir verða heldur rýrir.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 08.aug 2017, 17:38

Því næst kippti ég pallinum af, og þessum skelfilega stuðararæfli... stend þó frammi fyrir því að endursmíða hann því ég finn engann betri...

Image

og á bakið með hann, bætti aðeins í botninn og skipti um tvo þverbitana, sá fremri sem heldur pallinum við grind var alveg laus svo það styttist í að hiluxinn hefði sjálfvirkan sturtubúnað

Image

Þá bar að líta ýmsar skemmtilegar viðgerðir sem hafa verið framkvæmdar með takmörkuðum tólum eða kunnáttu eða metnað :)

Image

Hér er að koma mynd á fremsta þverbitann á pallinum

Image

Ég svaf illa eftir að hafa horft á þennan stuðara svolítinn tíma, Ég held ég skeri allt af honum nema gatagrindina sem boltast í grindina og smíða almennilegan stuðara, og þá með stýringu inn í grindina á bílnum líka, þessi var farin að "fjaðra"

Image

Festi demparana betur, fjarlægði ýmsar ófullkomnar viðgerðir

Image

Nógu gott fyrir mig

Image

Það var þrautaleikur að koma honum á lyftu svoleiðis að hann færi ekki á nefið þegar pallinn vantar... :)

Image

Fleiri ófullkomnar viðgerðir ... -_-

Image

Image

Fékk nýja hluti í bremsurnar, skilti hemladælur og diska að framan eftir, tek það seinna og ef bíllinn stenst ekki skoðun með þeim...

Image

Komnar hægjur, takið eftir ballastinu á "pallinum" :)

Image

Kippti pönnunni undan vélinni, og reif bæði framhjólin í spað

Image

Málaði nýju pönnuna silfurgráa, leiðist svartur litur í undirvagni, þarna birtir yfir öllu og auðvelt að sjá hvað er að ske ef eitthvað klikkar í óbyggðum

Image

Fékk glænýjan krómstuðara að framan, sá gamli var vægast sagt ónýtur

Image

Nýjar driflokur hjá AISIN (orginal) þær gömlu voru rangt samsettar og í aðra þeirra vantaði alveg kólfinn, veit ekki hvað til stóð þar...?

og ný þéttisett og prjónalegur í hjólnöv að framan svo ytri öxull sitji nu rétt í lokunni og brjóti hana ekki

Image

nýjir ytri öxulliðir og hosur

Image

Ég sleit sundur strekkibolta fyrir vindustangir það kom mikill kvellur og vakti athygli nágrannana sem þó eru ýmsu vanir frá mér...

Image

Image

Framdrifið er ólæst og verður það fyrst um sinn, hlutfallið er 5.29 á móti 1

Image

allt að skríða saman

Image

Hægt að bóna undirvagninn nærri því

Image

Afturdrifið úr, þar er raflás, keypti hjá Kristjáni í Borgarnesi loft tjakk sem ég fæ á næstu dögum og smelli í og tek mynd.

Image

smá munur

Image

Image





Ef þið eigið eða vitið um gamlar myndir af þessum bíl, breytingum eða fjallaferðum eða bara hvað sem er, þá þætti mér gaman að fá þær hér í þráðinn, þessi bíll var lengst af á suðurlandi og á einhverjum tímapunkti með einkamerkið REYKUR
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá sukkaturbo » 08.aug 2017, 20:13

Jamm flott að sjá bílinn fæðast upp á nýtt. Hann verður sko eigulegur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.aug 2017, 18:10

gps.jpg
GARMIN GPS 276 CX
gps.jpg (202.92 KiB) Viewed 61541 time



Er að spá í að panta þetta hvað finnst mönnum um það

http://a.co/bbb58ye
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


JónP
Innlegg: 27
Skráður: 05.maí 2016, 17:49
Fullt nafn: Jón Pálmar Ragnarsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá JónP » 09.aug 2017, 19:55

Þetta er flott tæki. Hef notað svona. Stór og bjartur skjár. Á reyndar sjálfur klassísku eldri útgáfuna 276c og mjög ánægður með það.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.aug 2017, 20:10

JónP wrote:Þetta er flott tæki. Hef notað svona. Stór og bjartur skjár. Á reyndar sjálfur klassísku eldri útgáfuna 276c og mjög ánægður með það.


Já mér hefur sýnst það þetta sé vinsælt tæki en dýrt á íslandi, þolanlegt á Amazon, var síðast með Garmin 128 án korts, hef verið með öðru hverju handtæki og PC tölvu en ætla mér ekki að setja tölvu í bílinn frekar gott gps tæki og lýst vel á 276CX
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Rodeo » 09.aug 2017, 23:20

Takk fyrir alltaf gaman að kíkja á svona þræði og sjá hvernig menn byggja og endurbyggja af þekkingu og metnaði.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá olei » 10.aug 2017, 12:28

Alltaf gaman að skoða myndir af gömlum breytingum, stundum lærir maður eitthvað af þeim.
Hér er tvennt sem ég sé sem er nokkuð algengt að menn klikka á.

1) Demparafestingin. Hornið sem er sett við flatjárnið til styrkingar nær bara upp á miðjan grindarbitann í stað þess að ná alla leið upp að efri brún bitans. Á miðjum grindarbitanum má líta á svæðið sem slétta plötu - það er eru nokkrir cm í efra og neða flauið á grindinni og lítill stífleiki í kraftstefnunni sem eyrað veldur á svæðið. Þessvegna jagast þetta út með tímanum, springur og ryðgar í búðing. Ef styrkingin næði upp að efri brún er það svæði orðið miklu stífara og sterkara og sveigjan minni.

2) Stífufestingarnar á hásingunni, full af bílum sem þetta er smíðað úr of þunnu efni eða of litlu. Menn miða við original festingar sem eru úr miklu sterkara stáli og að auki þaul-hannaðar í burðarþolsforritum. Erfitt að copera þá hönnun í bílskúrnum úr mildu smíðajárni. Virkar reyndar fínt fyrstu árin en síðan fer þetta að springa af því að þreytuþolið er ekki nægjanlegt.

Til lukku með bílinn Sævar, gaman að sjá menn endurlífga gamla kagga - í dag er lítið annað að gera, það er ekki eins og nýlegir bílar séu breytingavænir.
:(


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá grimur » 14.aug 2017, 04:06

Svo má stinga því að að það er jafnan mikið þynnra í C bita toyota grindunum að innanverðu en að utan. Þess vegna eru allar festingar sem einhverju skipta látnar ná í ytra C-ið original með því að festa ofan og/eða neðan í það innanfrá. Endilega að skoða hvernig gengið er frá hlutunum original hversu asnalegt sem það kann að virðast og reyna að finna út hvers vegna, oftast er það engin tilviljun. Frágangur sem virðir ekki grundvallar hönnunarreglur er ansi útsettur fyrir að endast ekki vel.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 20.aug 2017, 11:53

Rodeo wrote:Takk fyrir alltaf gaman að kíkja á svona þræði og sjá hvernig menn byggja og endurbyggja af þekkingu og metnaði.


Þakka þér, þekkingin er einhver, metnaðurinn hefur aukist. Þetta er þriðji jeppi sem ég tek í "nefið" en tel mig vera að vanda betur til verksins nú en á þeim fyrsta enda hefur þekkingin aukist eitthvað

olei wrote:Alltaf gaman að skoða myndir af gömlum breytingum, stundum lærir maður eitthvað af þeim.


------------------------------------------------------

Til lukku með bílinn Sævar, gaman að sjá menn endurlífga gamla kagga - í dag er lítið annað að gera, það er ekki eins og nýlegir bílar séu breytingavænir.
:(


grimur wrote:Svo má stinga því að að það er jafnan mikið þynnra í C bita toyota grindunum að innanverðu en að utan. Þess vegna eru allar festingar sem einhverju skipta látnar ná í ytra C-ið original með því að festa ofan og/eða neðan í það innanfrá. Endilega að skoða hvernig gengið er frá hlutunum original hversu asnalegt sem það kann að virðast og reyna að finna út hvers vegna, oftast er það engin tilviljun. Frágangur sem virðir ekki grundvallar hönnunarreglur er ansi útsettur fyrir að endast ekki vel.


Þakka ykkur innleggið, ég er sammála þessu, þetta er að vísu breyting frá Arctic Trucks þeir breyttu bílnum hérumbil nýjum árið 2001 þannig ég taldi mig ekki þurfa að vera að finna upp hjólið. Þetta hangir eitthvað! Mig langar reyndar að breyta grindinni frá palli og afturúr bæði svera hana upp og lengja alveg aftur að dráttarbeysli, kann ekki að meta það hvað stutt grindin nær undir pallinn c.a. 40cm af pallinum afturfyrir grind og þar er hún að auki opin.

Ég er búinn að vera í sambandi við Héðinn verksmiðju og þeir ætla að skera út fyrir mig stífuvasa á hásinguna úr 4mm stáli, þetta var 3mm

Ég geri svo eflaust einhverjar kúnstir til að stífa vasana saman svo þeir þreytist síður
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 20.aug 2017, 13:22

TD04 Subaru WRX túrbína þokkalega þétt og fín spaðarnir fínir
20729205_10156595027407907_566585845569013253_n.jpg
20729205_10156595027407907_566585845569013253_n.jpg (74.06 KiB) Viewed 60723 times

20799537_10156595025992907_7052551373149189900_n.jpg
20799537_10156595025992907_7052551373149189900_n.jpg (85.35 KiB) Viewed 60723 times


Ég sneri henni aðeins hún hallaði mikið það þykir víst ekki sérlega gott en að auki passar hún betur þegar hún snýr lóðrétt

20638957_10156586965667907_2765079202445362868_n.jpg
20638957_10156586965667907_2765079202445362868_n.jpg (98.37 KiB) Viewed 60723 times


Þarna vil ég setja smurrör úr stáli kann ekki að meta svona gúmíslöngur þó þær séu vírofnar, beint í kring um eldgrein að túrbínu

20729205_10156595027407907_566585845569013253_n.jpg
20729205_10156595027407907_566585845569013253_n.jpg (74.06 KiB) Viewed 60723 times


Kominn með loft tjakk á afturdrifið frá Kristjáni í Borgarnesi
Viðhengi
20748186_10156595026542907_6212231772913927785_o.jpg
20748186_10156595026542907_6212231772913927785_o.jpg (485.35 KiB) Viewed 60723 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá olafur f johannsson » 20.aug 2017, 16:00

Það er gaman að sjá hvað þú ert að brasa í þessu jeppa dóti
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 20.aug 2017, 16:08

Gleymdi víst að setja mynd af honum með pallinn á aftur, úðaði á hann tjöruhreinsi og hann yngdist mikið við það, hinsvegar er engin spurning að ef þessi bíll á að lifa þá þarf að mála hann

Image

Tók stuðarann í smá klössun, rústbarði utanaf það sem laust var og hann er í raun ekki orðinn aumur neins staðar en það þarf að sjóða í stöku sprungur og mála vel yfir þar sem plasthúðin hefur losnað, þetta hefur greinilega gerst á öllum samskeytum og við spilbitann því þar hefur greinilega teygst aðeins á honum, þetta skýrir líka hvers vegna öftustu pallfestingarnar pössuðu illa nema tjakka grindina sundur þetta hefur greinilega allt verið að dragast saman undir átaki spurning að reyna að styrkja þetta eitthvað, aðra hliðarstífuna þarna vantar hún hefur greinilega slitnað í einhverjum átökum, nú er að hugsa...

Image


fæ 2 vikur til þess er farinn til spánar ! kem heim með Garmin GPS 276CX með mér
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 11.sep 2017, 23:54

Kominn af spáni, þar var frábært að hlaða batterýin, hugsaði öðru hverju til jeppanns þegar ég var á ströndinni í sólinni, nú er farið að spá næturfrosti og því nauðsynlegt að bretta upp ermar.

Setti bílinn til bifreiðasmiðs meðan ég var úti og hann skipti fyrir mig um sílsana báða ytri sem voru orðnir götóttir

fékk svo GPS tækið Garmin 276CX og kominn með ferla og kort í það sem ég þarf að skoða vel, mikið af einhverju sem ég hef safnað sjálfur gegnum árin og þarf að grisja



næst á dagskrá er að klára að loka sílsaendum í hjólskálum að framan, þarf að ryðverja þar vel og mála sílsa með grjótkvoðu og lakka, og eins hurðakarm þar sem lappir nudda gegnum lakkið, kannski er pallakvoða málið þar? grjóthörð og slitsterk

21103975_10156636823307907_44426039_o.jpg
21103975_10156636823307907_44426039_o.jpg (382.57 KiB) Viewed 60246 times
21081897_10156636823312907_1215513284_o.jpg
21081897_10156636823312907_1215513284_o.jpg (331.44 KiB) Viewed 60246 times

21125451_860670000749341_3648954167490602138_o.jpg
21125451_860670000749341_3648954167490602138_o.jpg (131.87 KiB) Viewed 60246 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


gustiflyg
Innlegg: 18
Skráður: 13.des 2011, 19:20
Fullt nafn: Ágúst Ingi Flygenring

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá gustiflyg » 12.sep 2017, 21:28

Ég er einmitt að fara í svipaða aðgerð, skipta um innri og ytri sílsa og loka götum í hjólskál og er einmitt að pæla í því að láta reyna á pallakvoðuna sem Orka er að selja. Sprauta henni á sílsana og inní hjólskálina fyrir betri vörn gegn grjótkasti. Hef trú á að það eigi eftir að halda vel.


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá helgierl » 16.sep 2017, 17:25

Það er gott að það sé í tísku að endurlífga gamla jeppa....Ég eignaðist einmitt gamlan Hi-lux í vor og hef verið að hressa hann við í sumar. Það er ´92 árg bensín bíll. Hef keypt mikið af varahlutum frá Rockauto með góðum árangri, ótrúlega hagstætt verð á hlutunum.
Fór aðeins aðra leið í að hljóðeinangra gólfin. Setti tjörudúk svipað og var orgínal, keypti svo í Þ.Þorgrímsson álklædda hljóðeinangrun....semsagt ál öðrumegin og lím hinumegin. Límdi hana samt eins lítið niður og ég gat, vil geta fjarlægt hana auðveldlega....
Viðhengi
20170906_224016.jpg
20170906_224016.jpg (4.39 MiB) Viewed 59666 times


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá helgierl » 16.sep 2017, 17:30

Límdi vel niður á stokkinn.....

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 17.sep 2017, 15:36

Já á eftir að sjá hversu vel mér líka málningarmotturnar, var í öðrum erindagjörðum þegar ég rakst á þær og ákvað að prófa, enda kostuðu 10 fm um 2000kr

Hjá mér var bara skipt um ytri sílsa, þeir innri eru ansi massífir ennþá, enda stigbrettin fest við þá og stigbrettin halda mér sem er í tvöfaldri vigt, það er eitthvað...

Lokaði svo sjálfur sílsa endunum og málaði með grjótvörn, málningu og lakki.


Frambrettin á bílnum eru ónýt, en þau fá að vera á honum í vetur...

Meiningin er að fara fljótlega með hann í pústsmíði og framrúðuskipti og láta svo á það reyna að fá á hann skoðun, þarf líka að útvega mér dekk og felgur fyrir jeppaferð, á 38" túttur á 10" felgum sem hægt er að máta undir en vil góð dekk og 14" breiðar felgur

21753019_10156717070177907_20831958184712412_o[1].jpg
Nýjir sílsar málað og fínt
21753019_10156717070177907_20831958184712412_o[1].jpg (385.32 KiB) Viewed 59543 times


21752786_10156713182322907_8984489078854803343_o[1].jpg
Loftkútur og auka tank dæla
21752786_10156713182322907_8984489078854803343_o[1].jpg (480.93 KiB) Viewed 59543 times


21761755_10156713182142907_94414007451690809_n[1].jpg
Úrklippan eftir lagfæringu, þarna var áður stórt gat og síls fullur af sandi, eins var þarna opið inn undir mælaborð inni í bíl og hefði getað valdið miklum usla
21761755_10156713182142907_94414007451690809_n[1].jpg (99.61 KiB) Viewed 59543 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.sep 2017, 21:51

Í kvöld er lítill texti og margar myndir

21753019_10156717070177907_20831958184712412_o.jpg
Síls eftir viðgerð og sprautun bara ansi flottur og öflugur
21753019_10156717070177907_20831958184712412_o.jpg (385.32 KiB) Viewed 59171 time
21740897_10156717069877907_7857260165706768144_o.jpg
Stigbretti ofl komið á aftur, spái í útlitinu síðar...
21740897_10156717069877907_7857260165706768144_o.jpg (445.49 KiB) Viewed 59171 time
21752786_10156713182322907_8984489078854803343_o.jpg
Splæsti í loftforðakút sem fer undir pallinn
21752786_10156713182322907_8984489078854803343_o.jpg (480.93 KiB) Viewed 59171 time
21103975_10156636823307907_44426039_o.jpg
Afturás fjarlægður
21103975_10156636823307907_44426039_o.jpg (559.44 KiB) Viewed 59171 time
21994087_10156753837397907_6112455477722123296_o.jpg
Afturhásing komin á skurðarborðið
21994087_10156753837397907_6112455477722123296_o.jpg (508.65 KiB) Viewed 59171 time
21994177_10156753836252907_1672984361335605445_o.jpg
Ekki fallegustu viðgerðir í bænum
21994177_10156753836252907_1672984361335605445_o.jpg (637.45 KiB) Viewed 59171 time
22008092_10156753837127907_5107526177874090752_n.jpg
Furðulegar viðgerðir á ónýtu og þreyttu járni
22008092_10156753837127907_5107526177874090752_n.jpg (87.09 KiB) Viewed 59171 time
21994280_10156753836017907_191925833286020120_o.jpg
Búinn að skera út stífuvasa og er að sirkla út fyrir og kjörna boltagötum
21994280_10156753836017907_191925833286020120_o.jpg (694.6 KiB) Viewed 59171 time
22046174_10156753854692907_7826735378601727486_n.jpg
Turbo pressure sensor, slitinn vír, vonandi ástæða þess að glóðarkerta(Check engine) ljósið logar stöðugt!
22046174_10156753854692907_7826735378601727486_n.jpg (49.77 KiB) Viewed 59171 time
21768196_10156753854547907_1719126976502151527_n.jpg
Spíralvír í stýrishjólið, einhverntíma hefur stýrið verið vanstillt og slitið vírinn fyrir flautu og airbag
21768196_10156753854547907_1719126976502151527_n.jpg (84.7 KiB) Viewed 59171 time
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 30.sep 2017, 23:20

Lét verða að því að taka afturhásinguna í gegn, og nýjar legur í hjólin var búinn að taka bremsurnar í gegn, í raun er allt komið nýtt þarna nema legur í drifi en held þær séu í lagi, veit ekki betur, dempara fæ ég þegar ég er kominn með bílinn á númer þeir eru linir og annar smitar olíu

Gormar verða þarna áfram en er með augastað á að koma þarna fyrir loftpúðum í framtíðinni ef ég tel þörf á.

22051141_10156763081297907_7000004414308849125_o.jpg
Skar gamla ruslið burt með plasma, frábært verkfæri, þurfti voða lítið að hamast með slíprokk
22051141_10156763081297907_7000004414308849125_o.jpg (713.56 KiB) Viewed 58963 times


22089286_10156763081522907_2829748949937893070_n.jpg
Vösunum stillt upp
22089286_10156763081522907_2829748949937893070_n.jpg (119.17 KiB) Viewed 58963 times


22048089_10156763081792907_240775028836919072_o.jpg
Orðið sæmilega grillað
22048089_10156763081792907_240775028836919072_o.jpg (540.5 KiB) Viewed 58963 times


22051249_10156764270072907_2405204891800071496_o.jpg
Allt klárt
22051249_10156764270072907_2405204891800071496_o.jpg (570.79 KiB) Viewed 58963 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá jongud » 01.okt 2017, 08:59

Sævar Örn wrote:Skar gamla ruslið burt með plasma, frábært verkfæri, þurfti voða lítið að hamast með slíprokk


Er þetta kínverskur Lotos plasmaskeri?
Hefur verið alveg vesenislaust með þessa græju?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 01.okt 2017, 10:14

Plasminn er alveg ómerktur, heitir bara Cut50, það eru til ótal útfærslur af nöfnum af þessu sama stykki á AliExpress, þennan fékk ég hingað heim fyrir ca 38000 kr á 11 nóvember afslætti AliExpress, held þetta kosti um 50.000 undir eðlilegum kringumstæðum.

Þessa stífuvasa 3mm og í raun 5-7mm því ég skar í sundur á suðunni skar ég á 35 amperum og 25 psi og það virtist naga sig mjög hratt og vel í gegn, ef straumurinn er hækkaður fer blossinn að leita til hliðanna og skurðurinn verður ekki jafn hreinn, til athugunar þá prófaði ég þegar græjan var ný að naga gegn um 15mm þykkt stál og setti græjuna í 53 amp sem er hæsta sem er í boði, og eitthvað um 40psi ef ég man rétt, og tvær umferðir þá var ég kominn í gegn, græjan er gefin upp fyrir að skera 11mm stál og ég trúi því alveg, en það er örsjaldan þörf á því.

Það er hægt að fá veglegri byssu til að skera með en þá sem fylgir, mæli með því þó ég hafi ekki gert það ennþá, þá er það líka jarðtengd byssa þannig þú þarft ekki að snerta stykkið sem þú ert að vinna með til að starta blossanum, getur búið til blossa út í loftið.

sjá myndband á You Tube https://www.youtube.com/watch?v=D7hm5On3cIo
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 04.okt 2017, 23:26

22104553_10156766671307907_7367033275843326270_o.jpg
22104553_10156766671307907_7367033275843326270_o.jpg (616.69 KiB) Viewed 58650 times


Vandaði til við frágang á hemlarörum það eru þessi litlu smáatriði sem gleðja mann, þetta er spurning um auka 5 mínútna metnað

22196294_10156777462022907_3741390371911515364_n.jpg
22196294_10156777462022907_3741390371911515364_n.jpg (114.25 KiB) Viewed 58650 times


Nýr hjöruliður á stýrislegginn, hinn átti bara eftir að detta sundur

22281694_10156777462582907_892927439240695095_n.jpg
22281694_10156777462582907_892927439240695095_n.jpg (135.47 KiB) Viewed 58650 times
22291128_10156777462882907_2220145226103390664_o.jpg
22291128_10156777462882907_2220145226103390664_o.jpg (478.52 KiB) Viewed 58650 times


Dekk og felgur, 2 hálfslitin og 2 3/5 slitin alveg nothæf, langar að negla þetta með skrúfunöglum

felgur 14" breiðar kemur undan patról verður fróðlegt að máta þær undir bakkspeis c.a 10 cm
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 07.okt 2017, 11:44

alltaf sami metnaðurinn, og dugnaðurinn, þessi verður þrælflottur
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 07.okt 2017, 12:18

Takk, það fer að styttast í "frágang" sem er endalaus staða á breyttum jeppum, en þó þýðir það yfirleitt nothæft ástand.

Er í þessum töluðu að máta dekkin undir og ganga frá innri brettum oþh. ætla svo að menja pallinn og setja kvoðu frá artic trucks á hann, protekta kote helvíti álitlegt efni hann er rispaður og ljótur pallurinn þetta lífgar upp á hann og ver hann vonandi fyrir hnjaski, ef efnið reynist vel hafði ég hugsað mér að bera það líka á hurðafölsin þar sem lappir farþeganna slíta lakkinu mikið, og einnig á stigbrettin þar sem áður var sandpappír sem nú er að mestu að losna.

Ég kíkti á sýninguna hja AT í morgun til að fá þetta efni á pallinn og sá að þar var í boði snorkel á svona bíl á 80% afslætti eitthvað um 14000 kall, stóðst ekki mátið, en svo þegar átti að finna það þá fannst það hvergi, sennilega seldist það um leið því ég var þarna á þeim tíma sem þeir opnuðu. Fúlt fyrir mig en einhver fékk snorkel á góðu verði, ekki að mig vanti snorkel neitt sérstaklega á þennan bíl en það er eitthvað offroad lúkk sem maður sækir í

Bæti sennilega í myndasafnið annaðkvöld.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 08.okt 2017, 19:30

Kom ýmsu í verk þessa helgi bíllinn kominn í hjólin og komnar olíur á alla hluti fóðringar hertar eftir að hann komst í hjólin bremsur loft tæmdar og skipt um vökva á kuplingu ofl ofl ofl

leyfi myndum að tala sínu máli

22219934_10156788239042907_7725491380672620302_o.jpg
Protecta Kote frá Arctic Trucks ca 20. kall frábært efni að vinna með Polyurethan með plastflísum mynda gott grip
22219934_10156788239042907_7725491380672620302_o.jpg (478.81 KiB) Viewed 58244 times


22339170_10156788238097907_6589414450998622625_o.jpg
Vann niður í bert stál á flestum stöðum og setti menju undir
22339170_10156788238097907_6589414450998622625_o.jpg (608.46 KiB) Viewed 58244 times


22291413_10156790473312907_4452076173024496943_o.jpg
Komið á pallinn
22291413_10156790473312907_4452076173024496943_o.jpg (153.19 KiB) Viewed 58244 times


22291452_10156790474622907_2271530504958353780_o.jpg
Protekta Kote á hurðafölsin þar sem buxur og skór nudda lakkið vanalega
22291452_10156790474622907_2271530504958353780_o.jpg (936.89 KiB) Viewed 58244 times
22291490_10156790475797907_4628157787866140485_o.jpg
og sama í öllum hurðarfölsum
22291490_10156790475797907_4628157787866140485_o.jpg (766.59 KiB) Viewed 58244 times


22254874_10156787338162907_6084175147222199863_o.jpg
Þreif framendann og lagaði festingar á intercooler og jarðsamband fyrir spiltengi ofl ofl
22254874_10156787338162907_6084175147222199863_o.jpg (712.22 KiB) Viewed 58244 times


22339620_10156790475232907_7356604519807229914_o.jpg
Framendinn kominn á, þyrfti að fá mér nýtt grill og hornljós, svo vantar alltaf litlu uggana á brettakantana fram í stuðarann
22339620_10156790475232907_7356604519807229914_o.jpg (685.44 KiB) Viewed 58244 times


22366429_10156790476042907_2517634945462709133_n.jpg
Hér er höfuðrofi fyrir spiltengin en enginn lykill, spurning hvort hann fáist nokkurs staðar stakur!?
22366429_10156790476042907_2517634945462709133_n.jpg (99.96 KiB) Viewed 58244 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá jongud » 09.okt 2017, 08:19

Sævar Örn wrote:Hér er höfuðrofi fyrir spiltengin en enginn lykill, spurning hvort hann fáist nokkurs staðar stakur!?


Ef þetta er HELLA þá er hann til á Ebay sem Hella Marine Master Battery Switch Spare Key
http://www.ebay.com/itm/NEW-Hella-Marine-Master-Battery-Switch-Spare-Key-706729011-/232332001065?epid=1356089849&hash=item361810ff29:g:UxEAAOSwKytZFMVj&vxp=mtr

Athugaðu líka Bílasmiðinn, Bílanaust og Skorra.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 21.okt 2017, 11:35

Jæja stikla nú aðeins á stóru, hef verið svolítið að brasa og verið erlendis og ekkert verið duglegur að mynda, sótti númerin og for með kaggann í skoðun, og í framhaldi af því í púst og á eftir að fara með hann í framrúðuskipti en þá fer þetta að verða nokkuð líklegt, á eina stóra pöntun eftir hjá milneroffroad og þá verð ég ánægður, en það eru aðallega hlutir einsog hornljós að framan, rúðuþurrkuspindlar og svoleiðis smádrasl

Bíllinn kraftar ágætlega, eða kannski er ég bara að venjast þessu, galloperinn var miklu sprækari en ég var búinn að skrúfa vel upp í honum, þessi bíll reykir aldrei, sama hversu mikið hann er píndur áfram, spurning að skrúfa aðeins í honum ef þetta þykir ekki nóg, sé til með það þegar ég er kominn með afgashitamæli og boost mæli

Næst á dagskrá eru aurhlífar og stuðari að aftan, er búinn að ná nokkuð góðum hljómi úr útvarpinu á alla nema einn hátalara, þarf að ath lagnir betur, bíllinn er með hátalaramagnara aftan við aftursæti og búið að leggja nýtt þaðan og að öllum hátölurum og svo bara RCA frá magnara og aftaní útvarpstækið, skemmtilegur hljómur.

Útvarpsloftnetið eyðilagði ég þegar ég tók frambrettin af, það var orðið að dufti, þannig skilyrðin eru ekki sérstök, en til að byrja með tel ég að aðallega verði brúkaðir CD diskar eða AUX in í þessu útvarpi því meiningin er að vera mikið í óbyggðum á ferðalögum!

Kom VHF og GPS tækjabúnaði þokkalega vel fyrir

Image Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 22.okt 2017, 13:30

allt annað að sjá bílinn
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 22.okt 2017, 19:29

Nú fer að sjá fyrir endann á þessu, búinn að koma stuðaranum á og öllum aurhlífum, nú er ekkert eftir nema að fá nýja framrúðu og mæta í skoðun

Image
Sennilega hefur bíllinn ekki verið bónaður í mörg ár, setti smá bón á smáhluta af húddinu og þvílíkur munur
Image

Image
Skrapp á Úlfarsfell fyrir nokkrar myndir, þangað er nær ófært vegna göngufólks!
Image
Image
Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá sukkaturbo » 22.okt 2017, 19:47

Jamm flottur prufa að massa honum

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 03.nóv 2017, 00:22

Undanfarið hef ég mikið verið að dunda mér með smáatriðin, þau gefa líka af sér! Þó er margt stórt eftir, mig vantar bara fleiri daga á dagatalið!

Ég hef verið að panta svolítið af hlutum, frá milner offroad var ég að fá kúpling sett og allt sem þarf framan á vélina tímareimasett og vatsdælu og termostatt, allar olíur og síur, ég fékk einnig sætisyfirbreiðslu í kaupbæti frá þeim merkt milner offroad passar fínt á subaru sætin, rúðuþurku brakket, þolinmóða í hurðirnar og útvarpsloftnet og ýmislegt smálegt, frá Partsouq er ég að fá margt smálegt líka, og sender júnit fyrir olíumælinn, hann er fastur á full en líklega er bara sundur vír, langar samt að setja mótstöðuna nýja hún kostar hjá þeim 40 bucks.

Í dag setti Poulsen nýja framrúðu fyrir mig, vandlega gert og rúða með bláu skyggni efst voða töff.

Ég er búinn að prófa að dæla í dekk með tveimur 160l dælum samtímis frá 0 og upp í 25 pund það tók nákvæmlega 3 mínútur og 20 sekundur þannig ætla má að með loft tanki(sem gæti dugað í eitt dekk) taki dælingin í öll dekkin um 7 mínútur. Alternator nær að hlaða 13.5V með báðar dælur í gangi ef vélin er stillt á 1000 snúninga, mjög ásættanlegt.

Ég tók smá stund um daginn til að lífga upp á útlitið það gekk að mér finnst ágætlega, fékk hjá Málningarvörum öflugan lakkmassa og fór nokkuð vandlega yfir bílinn með vél og þennan massa óspart, bónaði svo bílinn með góðu concept bóni frá þeim og ég er ekki frá því að nú sé bíllinn orðinn fallegur á mynd! en það þarf engu síður að sprauta hann ef vel á að vera! Til bráðabirgða er ég að fá blettadollu frá toyota til að fara í verstu skeinurnar.



Nokkrar myndir







Image Image Image Image Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Heidar » 03.nóv 2017, 08:10

Flottur hjá þér! Enginn smá dugnaður :)
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 11.nóv 2017, 01:15

23213344_10156887744032907_1869607041467393599_o.jpg
Einhverjum sem þarna var áður, þótti nógu gott að tveir boltar af fimm héldu tankmótstöðunni fyrir eldsn. mæli, þetta grét aðeins en míglak þó ekki, bara passleg ryðvörn, ég ákvað hinsvegar að ná boltabrotunum úr og setti nýja mótstöðu
23213344_10156887744032907_1869607041467393599_o.jpg (709.51 KiB) Viewed 56871 time
23319118_10156900600932907_4379960465921455387_n.jpg
Ný mótstaða og ný pickup rör og grófsía ekki veitti af það var svolítið af óhreinindum í tanknum reyndi að ná því mesta gekk satt að segja ekki vel, en verður ekki til vandræða í bráð
23319118_10156900600932907_4379960465921455387_n.jpg (169.99 KiB) Viewed 56871 time
23215872_10156890935282907_7859920026795090960_o.jpg
Þessi eldsneytissía er bæði gömul að utan, og að innan!
23215872_10156890935282907_7859920026795090960_o.jpg (535.31 KiB) Viewed 56871 time
23215714_10156890934332907_987335374877107905_o.jpg
Smá krabbamein í grind innanvið tankinn, tek þetta aðeins seinna...
23215714_10156890934332907_987335374877107905_o.jpg (712.04 KiB) Viewed 56871 time
23406127_10156900601297907_5132710568504774824_o.jpg
Skrapp út í myrkrið og fann snjó
23406127_10156900601297907_5132710568504774824_o.jpg (265.18 KiB) Viewed 56871 time
23415449_10156900603222907_1233006300192554737_o.jpg
Tekur sig ágætlega út orðið, blessaður
23415449_10156900603222907_1233006300192554737_o.jpg (266.1 KiB) Viewed 56871 time
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá sonur » 11.nóv 2017, 12:15

Okei....vá, ég ætla útí ríkið og sækja mér rútu og lesa yfir þennan þráð í kvöld get varla beðið!! Allt sem þú tekur þér fyrir hendi er 100% alla leið. Ótrúlegur metnaður!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 23.nóv 2017, 17:57

Ég færi nú gætilega í að segja að allt sé gert 100 %

En ég skal alveg meðtaka og fullyrða jafnframt að metnaður hefur aukist með árunum, eins og gefur að skilja hefur 17 ára ekki sömu reynslu og þekkingu og ég í dag 26, en ég byrjaði á þessu brasi 17 ára. Og er hvergi nærri hættur.

Til eru menn sem hafa verið í þessu í fleiri áratugi og hafa að geyma mikla þekkingu og reynslu, menn eru svo síðan mis duglegir að deila sinni reynslu.

Öll gagnrýni er gagnleg að mér finnst, þessi spjallvettvangur hér hefur komið ýmsum mikilvægum upplýsingum til skila, þá helst er varða breytingar á jeppum.

En sömuleiðis ferðatilhögunum og ekki síst reglugerðum og landvernd.

Meðan síðan var óvirk var ég ekki nógu virkur í skúrnum, svo ég segi alveg satt og rétt frá, en brasaði þó við ýmislegt.

Image
Setti nokkra nagla í dekkin, byrjaði svona heldur þétt því þetta var gaman og gekk vel, endaði svo á að fækka þeim um rúmlega helming og tel ég það hafa gefist vel!

Image

Stöðugt virðast fleiri verkefni bætast við í körfuna!

Image

Eitthvað af mælum, þessa mun ég ekki nota amk. fyrst um sinn, en þeir fylgdu með í kaupunum.

Image

Þennan mælahatt ætla ég að nota, og verð reyndar með olíumæli sem sýnir stöðuna á auka tanknum í miðjunni, og svo túrbínuþrýsting og afgashita.

Image

Kippti svo kúplingunni úr, ég fæ ekki betur séð en að í bílnum sé upprunaleg kúpling, merkt AISIN, getur það verið? ótrulegt ef svo er, en hún er líka ansi illa farin!

Image

Legan orðin alveg þurr, og hávær, farin að éta sig inn í fingurna á pressunni.

Image

Samsetninguna festi ég svo á teip með hjálp Snap chat, skemmtileg tilbreyting sem vakti einhverja lukku meðal fylgjenda.

Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 23.nóv 2017, 17:58

Mælir við auka olíutank
23621186_10156926802442907_3687203542293460911_n.jpg
23621186_10156926802442907_3687203542293460911_n.jpg (191.39 KiB) Viewed 56626 times

23736181_10156926802652907_5487431139687548006_o.jpg
23736181_10156926802652907_5487431139687548006_o.jpg (671.24 KiB) Viewed 56626 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir