Hilux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.nóv 2020, 11:53

Image

Grindin komin saman, verið að færa eldsneytistanka aftar, komst að því að tankar í eldri bílnum eru styttri, því þurfti ég að færa þennan þverbita fram ca 10cm

Image
Frumraun í drifskaftasmíði

Image


Image

Image

Nýjir bodýpúðar frá sádí

Image

1200kg púðar

Image

Gamla grindin var ekki orðin falleg að innan

Image

Styrking á body festingar

Image

Það á ekki að festa ál stigbretti í sílsa !!!

Image

bót í málmi

Image

þverbiti fyrir púða og dempara

Image

Image

Image
ólæst afturhásing græjuð fyrir lææsingu

Image

Umslög yfir samsetningar

Image

Hilux limúsíne


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sæfinnur » 09.nóv 2020, 17:52

Þú ert ekki verkkvíðinn maður Sævar. Mikill þrusu gangur er í þessu hjá þér


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá birgthor » 09.nóv 2020, 20:09

Vel gert, gaman fyrir þig að upplifa muninn. Ætlar þú að setja langan pall?
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.nóv 2020, 22:04

Sæfinnur wrote:Þú ert ekki verkkvíðinn maður Sævar. Mikill þrusu gangur er í þessu hjá þér


Það er nú einhvernveginn þannig að ef maður tekur þetta með áhlaupi öðru hverju og hvílir á milli þá gengur þetta ágætlega

birgthor wrote:Vel gert, gaman fyrir þig að upplifa muninn. Ætlar þú að setja langan pall?


já ég fékk extra cab pall, þú sérð mynd af því á pósti sem ég setti hingað inn í október
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.nóv 2020, 15:39

Image
Image
Staðsetning og hæð body festinga fundin

Image
Vasar græjaðir, ekki í fócus

Image

Grunnur

Image
lakk

Image

Lagaði sprungu í intercooler

Image

Ég hef ekki soðið ál frá því í grunn náminu fyrir 14 árum, það sést kannski :) En nú er hægt að æfa sig

Image

Keypti þetta apparat frá USA, mjög skemmtileg græja AC/DC fín í álsuðu svona hobbby græja

Image

Kofinn lentur og boltaður fastur

Image

Þetta er yndislega einfalt held það hafi verið cirka 2klst sem tók að tengja allt svo gangsetja mætti

Image

Pallurinn mátaður við, er þarna laus og ekki í réttri hæð en passar ágætlega

Image
Image

Hliðarnar passa ekki jafn vel, gamli pallurinn mjókkar meira að neðan heldur en 2000 árg. en ég held ég geti reddað þessu þannig það líti ágætlega út

Image

Svo þarf að fylla í gömlu hjólskálina í boddýinu, það er nú ekkert mál

Image

Hér í akstursstöðu, er bara býsna ánægður með þetta lúkk! :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Axel Jóhann » 19.nóv 2020, 23:36

Loksins orðinn nothæfur pallbíll!
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.nóv 2020, 23:43

Axel Jóhann wrote:Loksins orðinn nothæfur pallbíll!


hehe rétt nu kemst skóflan á pallinn ánþess að skásetja hana og skella..!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Axel Jóhann » 22.nóv 2020, 22:14

Var það ekki einmitt tilgangurinn með þessari framkvæmd? :D
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 23.nóv 2020, 09:49

Því er ekki að neita að það verður ótvíræður kostur að geta notað pallinn fyrir meira en bara svarta ruslapoka.

Image

Kominn út aðeins að teygja úr sér, framhlutinn fjaðrar ekki neitt en það er skemmtilegt að sjá hve vel afturhluti fjaðrar jafnvel þó engin þyngd að ráði hvíli þar á

Image

Nokkuð sannfærandi bara

Image

Önnur mátun á palli

Image

Hliðarnar farnar að passa ágætlega

Image

Svona tekst mér að víkka hliðarnar úr svo þær fylgi betur línunum á ökumannshúsinu

Image

Kosturinn við að færa pallinn svona fram á grindinni er að nú nær grindin alveg afturað stuðara. Það hefur mér alla tíð þótt galið hve framarlega grindin stoppar undir pallinum á hilux, og þ.a.l. aftasta pall festing að mér sýnist ~40cm frá öftustu brún. Þetta verður tvímælalaust betra svona, bæði m.t.t. þess að pallhýsið mun standa afturaf, og einnig betra átak þegar verið er að kippa föstum bílum oþh. að vera ekki með framlengingu á grindina sem er dráttarbeyslið. Nú kemur beislið tiltölulega beint aftur og stutt, í stað þess að færast niður og aftur uþb. 40cm eins og áður var og er á flestum hilux.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 25.nóv 2020, 22:23

Image

Svona víkka ég hliðar á pallinum uþb. 4cm hvorum megin, þannig fæst 90 árg. af palli til að passa skammlaust við 2000 árg. af body, svo vísu verð ég að smíða neðsta hluta brettisins upp á nýtt, og upp að olíuáfyllingu í hjólskálinni og færi hjólskálina um leið ca. 10cm aftur

Image

Auðvitað fylgir alltaf eitthvað svona í kaupbæti, það borgar sig ekki að skrúfa brettakanta, þarna í kring er allt járn í topp lagi en við skrúfurnar er allt ónýtt :)

Image

Þarna smíða ég svo bót á boddýið þar sem hjólskálin byrjaði áður. Og útbý samskonar botnstykki á pall hliðarnar.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 29.nóv 2020, 10:54

Image

Allt þokast þetta rétta átt

Image

Pallur og body lína núna þokkalega og ekki þörf á miklu plasti :)

Image

Er að gera upp við mig hvort ég steypi gamla kantinn saman og stytti hann að framan eða hvort ég noti kantana sem fylgdu pallinum og smellpassa á hann, held ég endi á því að nota kantana sem fylgdu pallinum frekar, þó þeir séu aðeins öðruvísi en að framan

Image

En staðan er almennt nokkuð góð bara
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sæfinnur » 01.des 2020, 21:50

Mikið verdur bíllinn fallegri svona. Samsvarar sér mikklu betur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 02.des 2020, 06:52

Já ég á eftir að mynda mér endanlega skoðun þegar hann er kominn út og í réttan lit og svona, kannski smá bón :)

Þetta er allavega frekar sannfærandi og vonandi eykst notagildið eins og til var ætlast.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 20.des 2020, 21:31

Image
Verið að slétta brettin

Image
Allt í áttina

Image
Hleri af 2000 árg. smellpassar á eldri pall

Image
Double cab brettakantar festir saman

Image
Image

Image

Gróf úrskurður fyrir eldsn. áfyllingu

Image
Gert fínt

Image
Ágætar könnur frá USA 100 bucks

Image
Það tók nærri heilan dag að rykhreinsa

Image
Uppstilling og þrif

Image
Flott gríma frá Kina

Image
Base primer fylligrunnur þar komu ýmsir gallar í ljós sem ég nýtti tækifærið að bjarga

Image
Hlerinn fínn og sléttur

Image
2 umferðir af lit

Image
Image
Image

3 af glæru
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.des 2020, 13:42

Image
Image

Samsetning!

Image

Pússa og sanda og pólera

Image

Gaman hefði verið að gusa yfir fremri hlutann líka en hann skánaði samt mikið við mössun

Image

Ljósarafmagn lengt um meter

Image

Kominn hleri og ljós, og stuðari, þurfti mikið að breyta dráttarbitanum og færa festingar aftur því nú nær grindin alveg aftur í enda, sömuleiðis að bora ný göt til að festa bitann 8cm neðar en áður því nú er svo til engin body hækkun undir pallinum lengur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá elli rmr » 30.des 2020, 18:00

Ert svo seigur og greinilega óhræddur við verkefnin. Vel gert og gleðilegt nýtt ár

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 08.jan 2021, 01:19

elli þetta er náttúrulega bilun en þetta er bara svo gaman

en það þarf líka að gera tímafreka og leiðinlega hluti, er búinn að vera að því núna undanfarið að setja úrhleypibúnað og loftpúðastjórnbúnað

Image

Image
Stjórnlokar fyrir úrhleypibúnað verða aftanvið aftursætið, lagnir fyrir loftpúða koma upp um miðjustokkinn

Image

Betri inniljós

Image

Við hlið loftpúðarofanna er td. pláss fyrir rofa eða iðntölvu til að stjórna úrhleypibúnað.. er að gera upp hug minn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 14.jan 2021, 23:19

Image
Image
Fyrsta útgáfa af úrhleypispöngum

Image
Borað og sett suðumúffa og krani

Image
Fyrsta útgáfa mátuð

Image

Önnur útgáfa og endurbætt, þarna er hnéð komið innar og í vari fyrir skemmdum t.d. ef bíllinn skreppur niður um vök eða harðan snjó

Image

Úrhleypisnúningshné með kúlulegum, allt að hætti Jeppaspjallsins

Image
Lagnir komnar á sinn stað og bíða eftir stjórnlokunum

Image
Loftforðakúturinn kominn á sinn stað, þarna hefur hann raunar verið undanfarin 3 ár en færist nú aftur sem nemur lengingunni á bílnum

Image
Varnarhulsa yfir plastslöngur í hjólaskálum, ver gegn nuddi og mögulega grjótkasti

Image
Image

Stigbretti klár, þá vantar bara að drífa sig á fjöll ,, ég á bara eftir að setja úrhleypitölvuna í og þá má fara að prófa þetta
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá TF3HTH » 15.jan 2021, 01:36

Gaman að þessu, og flott vinna. Endilega haltu áfram að sýna framvinduna.

-haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 17.jan 2021, 20:48

TF3HTH wrote:Gaman að þessu, og flott vinna. Endilega haltu áfram að sýna framvinduna.

-haffi


Takk fyrir það Haffi, já þetta er auðvitað bilun, en þetta ætlar að takast ágætlega


-

Image

Stjórnlokar og víralúmm fyrir úrhleypibúnað

Image

Plássið fyrir aftan aftursæti nýtist ágætlega í þetta, þarna eru í raun bara stjórnlokarnir sem bætast við, dælurnar hafa verið þarna síðan 2017

Image

Sökkull nr, 3 hefur öðlast hlutverk í aukarafkerfinu

Image

Kóarinn verður bara að geyma hanskana sína í hanskahólfinu! Þarna kemst snertiskjár fyrir úrhleypibúnað tölvustýrðan og stjórnlokar fyrir loftpúða og mælir vel fyrir

Image

Image

Image


Næstum allt klárt, langar að mála pallinn að innan og smíða ál lok á hann fyrir vetrarferðalögin, svipað og ég var með á stutta pallinum, annars bara klár í prufutúr
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Axel Jóhann » 18.jan 2021, 09:45

Þetta er ansi vígalegt, er svo næst á dagskrá að koma stærri dekkjum undir? :-D
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 26.jan 2021, 20:12

Axel Jóhann wrote:Þetta er ansi vígalegt, er svo næst á dagskrá að koma stærri dekkjum undir? :-D


takk vinur nei það verður látið ógert, það er svo til hætt að snjóa hérna megin á landinu líka þannig þetta verður að vera eitthvað challeng :)

Image

Nú er það loka mössun og svo bón

Image

Og svo út að sýna sig ! Þarna kom í ljós að það má lengja úrhleypislöngu um c.a. 5cm að aftan

Image

Brettakantar koma ágætlega út, þarna er samsláttarpúðinn alveg saman kraminn og það má ekki tæpara standa, en sleppur... :)

Image

Image

Bandarísku bílarnir eiga sumir erfitt með þessa áraun, þ.e. að opna og loka pall lokinu þegar grindin er í sveigju, þetta var ekkert mál :)

Image

Ég er sko bara alveg hel sáttur og segi eins og er að ég var ekki vongóður á að þetta yrði vel útlítandi eftir mig svona þegar ég stóð frammi fyrir þessu í nóvember... var kortér í að borga sprautuverkstæði fyrir að sjá um þetta en þetta var mikill lærdómur, mæli með fyrir alla sem hafa áhuga að reyna þetta sjálfir
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sakkiboy
Innlegg: 12
Skráður: 03.nóv 2014, 23:56
Fullt nafn: Ísak Axelsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Þorlákshöfn

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá sakkiboy » 28.jan 2021, 11:36

Já þú mátt alveg vera stoltur af þessu
Vel gert, glæsilegur jeppi!

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 31.jan 2021, 10:15

Prufutúr í gær eftir breytingar, náði að plata með mér tvær súkkur til halds og trausts... svo hittum við nú fleiri á ferðinni enda veður gott

Image

Skoti gætir þess að allt fari löglega fram

Image

Flotinn við Þingvelli

Image

Komin í snjólínu við Kálfstinda

Image

Image

Svokallaður tveir fyrir einn díl, hilux fór létt með þetta að draga tvo fasta samanbundna :)

Image

Þessi fór svo greitt yfir að ekki náðist mynd á fócus, gaman og vinalegt að sjá þessa á fjöllum

Image

Minn bíll í fullri lengd, flaggað og allt

Image

Skyggni mjög gott og enginn vindur en það hefði átt að vera bjartara skv. spánni

Image

Image

Ég hélt ég væri seinasti móhíkaninn sem fengi mér úrhleypibúnað,,, en svo virðist ekki vera

Image

Súkkunum gekk gjarnan betur utan útspólaðra slóða eftir stærri bílana

Image
Image

Jimny í holu

Image


Við Jimny brunuðum niður skjaldbreiður og norðurfyrir inn að Ríki og hristum þar hina súkkuna af okkur, talstöðvarsamband var eitthvað slitrótt frá henni og hann varð eftir og fékk eitthvað að moka, héldum svo áfram inn að slúnkaríki

Image

Vel fylgst með allri framkvæmdinni

Image

Stjórnklefinn í hilux, ég er svo hjátrúafullur að ég vil ekki hætta með GPSið þó ég horfi nær eingöngu orðið á spjaldtölvuna, þó getur verið gott að hafa sitt hvort kortið eða sína hvora rútuna stillta, eða mismunandi zoom, það eru margir kostir og fyrst þetta kemst ágætlega fyrir þá er ég bara sáttur :)

Image

Flaggið

Image

Slóumst í för með þessum köppum hluta af leiðinni

Image

Image

Við Slunkaríki og flott skyggni upp á jökul, mig hefði langað áfram en það var bæði tekið að skyggja og eldsneytisstaða á súkkunum orðið eitthvað áhyggjuefni

Image

Fékk greiðann endurgreiddan frá Jimny, öðru hverju leyndust púðurkistur í hlíðum Skjaldbreiða, ekki hjálpaði að vera með bæði drif opin (á eftir að tengja loftið á lás)

Image

Það er kurteisi að bíða eftir öðrum meðan þeir pumpa, það hef ég lært gegnum tíðina, á meðan getur maður migið eða étið samloku t.d. :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.mar 2021, 16:20

2.jpg
2.jpg (56.13 KiB) Viewed 75857 times
1.jpg
1.jpg (67.22 KiB) Viewed 75857 times
7.jpg
7.jpg (88.99 KiB) Viewed 75857 times
6.jpg
6.jpg (63.89 KiB) Viewed 75857 times
5.jpg
5.jpg (105.34 KiB) Viewed 75857 times
4.jpg
4.jpg (90.98 KiB) Viewed 75857 times
3.jpg
3.jpg (54.17 KiB) Viewed 75857 times
10.jpg
10.jpg (101.53 KiB) Viewed 75857 times
9.jpg
9.jpg (115.42 KiB) Viewed 75857 times
8.jpg
8.jpg (40.12 KiB) Viewed 75857 times


Smá skreppur á Langjökul á sunnudag farið upp Kaldadal og upp hjá Jaka að íshellinum, þaðan eftir hábungu inn að Þursaborg og frá Þursaborg niður í Slunkaríki og að línuvegi og heim.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 09.mar 2021, 20:30

ég virðist vera búinn að vera í einhverju þagnarbindindi hérna (aldrei þessu vant) og hef alveg gleymt að ausa yfir þig hrósi fyrir þessa törn. vel gert maður. hef alltaf verið veikur fyrir double cab með extcab palli
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá TF3HTH » 09.mar 2021, 21:05

Skemmtileg notkun á spacer þarna í húddinu :)

-haffi


Gisli1992
Innlegg: 74
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Gisli1992 » 09.mar 2021, 22:49

Ég sé að þú notar bæði garmin tæki og spjaldtölvu er spjaldið eitthvað sýðra en GPS tækið?
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 10.mar 2021, 09:41

íbbi wrote:ég virðist vera búinn að vera í einhverju þagnarbindindi hérna (aldrei þessu vant) og hef alveg gleymt að ausa yfir þig hrósi fyrir þessa törn. vel gert maður. hef alltaf verið veikur fyrir double cab með extcab palli


Þakkir fyrir það, já þetta hefur gengið furðu vel og útkoman er furðu góð líka, þetta er svo sem ekkert sem ekki hefur verið gert áður, en var mér engu síður nokkur áraun og því gaman að njóta ávaxta vinnu sinnar (enjoy the fruits of your labor)


TF3HTH wrote:Skemmtileg notkun á spacer þarna í húddinu :)

-haffi


Rétt, þessi var á suzuki drifskafti í nokkur ár ca. 2009-2012 þar til ég lét smíða sköft í þann bíl, síðan var þessi ágæti spacer til sölu en enginn vildi, einhvernveginn endaði hann þarna korter í jeppaferð og hefur verið þarna síðan, dýrasta millilegg fyrir rafgeymi sem þekkist


Gisli1992 wrote:Ég sé að þú notar bæði garmin tæki og spjaldtölvu er spjaldið eitthvað sýðra en GPS tækið?


Sæll Gísli, ég er með bæði tækin af ýmsum ástæðum

nr. 1 ég er enn að læra á oruxmap í spjaldtölvunni
nr. 2 ég var óviss um nákvæmni í spjaldtölvunni
nr. 3 ég hafði áhyggjur af því að spjaldtölvan gæti frosið og hætt að virka
nr. 4 ég er oft með sitt hvort kortið, eða sína hvora rútuna í hvoru tæki fyrir sig

Mér sýnist allt stefna í að GPS garmurinn verði óþarfur fljótlega, en hann fer reyndar ágætlega þarna og gerir ekkert nema gott, og fær því líklega að vera hjá mér áfram :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Járni » 10.mar 2021, 10:03

Flott, takk fyrir þetta. En mikið svakalega er þetta verklegur Jimny þarna.
Land Rover Defender 130 38"


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sæfinnur » 13.mar 2021, 12:25

Þeta er orðið meiriháttar flott hjá þér, og á að öllum líkindum eftir að batna enn.
Mér finnst bíllinn mikklu fallegri svona langur, en finnur þú verulegan mun á hvernig hann virkar í snjónum? Þyngdar dreifingin hlítur að hafa breyst og aksturseiginleikarnir þar með.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 15.mar 2021, 20:43

Fórum smá laugardagsskrepp

1.jpg
Hópurinn við Einhyrning, snjólína
1.jpg (77.99 KiB) Viewed 75206 times
2.jpg
Horft niður að Einhyrningsflötum og Eyjafjallajökull í baksýn
2.jpg (79.51 KiB) Viewed 75206 times
3.jpg
Grillaður hádegisverður í Hvannalindum
3.jpg (100.17 KiB) Viewed 75206 times
4.jpg
70kmh á 2,4 hilux á Mælifellssandi
4.jpg (72.45 KiB) Viewed 75206 times
5.jpg
Horft suður yfir Mýrdalsjökul
5.jpg (55.87 KiB) Viewed 75206 times
6.jpg
Komin uppá jökul og horft nokkurnveginn í norður, strútur í baksýn
6.jpg (54.36 KiB) Viewed 75206 times
7.jpg
Horft að Eyjafjallajökli, Fimmvörðuháls framundan
7.jpg (82.04 KiB) Viewed 75206 times
8.jpg
Veðrið bókstaflega lék við okkur, glampandi sól og hvergi ský, vind hreyfði ekki
8.jpg (81.77 KiB) Viewed 75206 times
9.jpg
Sprungukortin eru góð, sérstaklega þegar þvera á Eyjafjallajökul en það geri ég ekki nema nóg sé af snjó, og lét að því verða núna þó snjóalög mættu vera betri :)
9.jpg (121.91 KiB) Viewed 75206 times
10.jpg
Sólsetur við Goðastein
10.jpg (77.51 KiB) Viewed 75206 times
11.jpg
Þessi jálkur stendur sig vel
11.jpg (71.57 KiB) Viewed 75206 times
12.jpg
Ein flott
12.jpg (66.27 KiB) Viewed 75206 times
13.jpg
Vegurinn upp Hamragarðaheiði er ömurlegur og ofboðslega grýttur, menn eru farnir að aka utan hans víða vegna þess og manni hefnist eiginlega fyrir að gera það ekki eins og þessi mynd sýnir :)
13.jpg (134.98 KiB) Viewed 75206 times
14.jpg
Hringurinn
14.jpg (166.37 KiB) Viewed 75206 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 15.mar 2021, 20:44

Það er alltaf sama sagan með röðunina á myndum sem ég færi hingað inn, en þær eru númeraðar sem kannski skýrir röðunina á þeim fyrir ykkur sem lesið :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Járni » 17.mar 2021, 09:19

Ég lagaði myndaröðina fyrir þig, "Place Inline" er málið =)
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 17.mar 2021, 10:41

Járni wrote:Ég lagaði myndaröðina fyrir þig, "Place Inline" er málið =)


takk kv. sævar miðaldra
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 22.apr 2021, 10:02

Sjötta ferð á skjaldbreiður og nágrenni þennan vetur...

Image

Image

Image

Glaður hundur

Image

Gæti þurft að útvega merki á hlerann

Image

Þó Hilux sé hluti af disel genginu þá fer oft svo að leggja þarf sólstól og bíða eftir restinni af dísel genginu með bensínbílunum

Image

Já þó hilux fari hægt er ótrúlegt hve oft ég hef þurft að bíða og bíða þennan veturinn... nógur tími fyrir samlokurnar, þarna á leið upp Langjökul frá slúnkaríki

Image

séð niður af Langjökli til vesturs

Image

Þessi búnaður gefur góða raun, á að giska eru nú komnir ~3000 km með hann tengdan án vandræða
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 22.apr 2021, 10:18

Image

Pallhýsið mátað á með stóru hjólunum, þetta er allt alltof hátt!

Image

Þetta er betra svona

Image

Bíllinn ber þetta vel, í aksturshæð er hann með 40psi í púðunum en þeir eru gefnir upp max 120 psi þannig það er nokkur inneign, ekki of svagur en þó aðeins svagur samt, hægur í mótvindi en við því var að búast, bremsar mjög vel, mun miklu betur en ég átti von á!

Image

Þarf aðeins að græja hýsið betur

Image

ekki beint heillandi innrétting

Image

Setti styrkingar undir framhlutann, bæði til að þola betur ófærur og sömuleiðis bera fullvaxið fólk í rúmum

Image
8 KW dísel hitari beint frá kína, gashitarinn var 3.6Kw og hávær

Image
Image

Það ætti ekki að vera mikil fyrirstaða að brölta torfærur með þetta á bakinu

Image

innrétting lökkuð hvít

Image
Parket á gólfið þá lifnar aðeins yfir þessu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 21.aug 2021, 20:15

sko ég hef ekkert verið sérlega duglegur að skrifa hingað inn, þetta er frá því í maí þá fór ég fyrsta prufu rúnt 10 daga vinnuferð með pallhýsið, á ísafirði var -7c en það var aldrei kalt í húsinu alltaf c.a. 20 stig og hefði getað verið hlýrra hefði ég viljað

Image

Verið að spenna klárinn fyrir og brynna honum fyrir brottför

Image

ágætlega nestaður

Image

Í djúpinu

Image
Image

Fyrsti áningarstaður við bifreiðaskoðun á Ísafirði

Image

Næsti áningarstaður við Sauðárkrók

Image

Hér er allt til alls !

Image

Morgun í skagarfirði

Image

Sauðburður í Bárðardal

Image

Sund á Akureyri

Image

Búið að skipta cókinu út fyrir betri drykk

Image

Suddi á Húsavík

Image

Rúnturinn, allt gekk eins og í sögu auðvitað
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 21.aug 2021, 20:37

Í sumarbyrjun flutti ég í Þorlákshöfn, er að hætta með verkstæðið í Hafnarfirði núna mánaðamótin agust september 2021 eftir rúm 10 ár

keyptum hús með skúr

Image

skutumst norður heim í Bárðardal á smá skrall, hýsið stóð undir væntingum sem fyrr

Image
Image

bestur á óbundnu slitlagi

Image

fengum bílskúrinn afhentann, þetta er einsog verkstæði :)

Image

skruppum í mörkina og hittum 4x4

Image

Image

sólsetur norðan vatnajökuls

Image

litskrúðugt við Jökuldal, Þvermóður

Image

Gjallandi efsti foss skjálfandafljóts

Image

tær upp í loft í Laugafelli

Image

komin heim í kot eftir smá slöppun

Image

hann passar inn, búið að flota gólf, mála hólf og gólf of setja LED ljós

Image

ég sagði við sóley unnustu mína í gríni að skúrinn væri svo stór að í vetur gæti ég pottþétt bætt tveimur dyrum á lengdina og hann myndi enn passa inn í skúrinn en henni fannst þessi hugmynd ekki góð...

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá birgthor » 26.aug 2021, 10:05

Vel gert
Kveðja, Birgir


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir