HI-Lux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 09.des 2019, 00:18

já ég ætla að gera það fyrir þennan vetur og fylgist vel með þessu bara, þetta hefur hangið í tvö ár svona hjá mér og 16 þar á undan en þeir vasar voru líka margstyrktir og soðnir og gjörónýtir

þetta er 4mm já


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1290
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 09.des 2019, 00:22

þetta er allt 6mm hjá mér. sem er kannski overkill
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 822
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá grimur » 10.des 2019, 14:19

Þetta gatabrjálæði er almennt til bölvunar í svona smíði. Hef séð ansi mörg tilfelli þar sem svona "léttingar" sem í raun skipta engu máli sem slíkar eru algert klúður burðarþolslega séð. Einstaka sinnum má réttlæta göt með því að setja rör í gegn sem stífingu og sjóða það allt saman. Oftast er samt betra að vera bara sparari á efnið utanmeð, þannig má létta alveg slatta ef það er markmiðið. Þynnra efni er oft allt í lagi líka ef rétt er farið með. Að búa viljandi til svona spennusvæði er algerlega ofar mínum skilningi.

Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 10.des 2019, 16:04

já sammála, ég hélt einhvernveginn að þetta væri bara í lagi, þetta er svona hérumbil færibandaframleiðsla svona hilux á 38"

en ég byrja allavega á að styrkja þetta og fylgist með því hvernig það gefst, kannski er það bara alveg nóg :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1290
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 10.des 2019, 20:50

afsakið hvað ég er að troða mér mikið inn í þinn þráð

en þegar ég smíðaði mína þá dauðsá ég strax eftir að hafa gert þessi göt. ég er að fara taka hásingarnar undan til að blása þær og og skipta um hlutföll. ég ætla loka þessu held ég bara
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1683
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Freyr » 12.des 2019, 11:14

Sævar Örn wrote:já sammála, ég hélt einhvernveginn að þetta væri bara í lagi, þetta er svona hérumbil færibandaframleiðsla svona hilux á 38"

en ég byrja allavega á að styrkja þetta og fylgist með því hvernig það gefst, kannski er það bara alveg nóg :)


"Þakka ykkur innleggið, ég er sammála þessu, þetta er að vísu breyting frá Arctic Trucks þeir breyttu bílnum hérumbil nýjum árið 2001 þannig ég taldi mig ekki þurfa að vera að finna upp hjólið."


Sæll Sævar, mig langar til að koma með eina ábendingu varðandi upphaflegu breytinguna a þessum jeppa. Kunningi minn var annar eigandi þessa jeppa á sínum tíma og þekki ég því aðeins til sögu hans. Þessum bíl var hvorki breytt af Arctic Trucks né er þetta eftirherma af breytingunni þaðan.

Kveðja, Freyr - Arctic Trucks

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 12.des 2019, 13:57

Freyr wrote:

Sæll Sævar, mig langar til að koma með eina ábendingu varðandi upphaflegu breytinguna a þessum jeppa. Kunningi minn var annar eigandi þessa jeppa á sínum tíma og þekki ég því aðeins til sögu hans. Þessum bíl var hvorki breytt af Arctic Trucks né er þetta eftirherma af breytingunni þaðan.

Kveðja, Freyr - Arctic TrucksSæll Freyr, þakka þér fyrir. Mér var ekki kunnugt um það, og hef raunar í fórum mínum mynd af bílnum hálfbreyttum utan í Auðbrekkunni en það má vera að hann hafi komið þar í öðrum erindagjörðum. Aukinheldur mátti ég berjast fyrir því að fá útskorning af stífuvösunum þegar ég endurnýjaði þá 2017, þar er komin skýringin ef þetta er þá frábrugðið hinni 'hefðbundnu' AT breytingu. Ef mig misminnir ekki þá snerist orðræðan sem þú vitnar í upphaflega um hönnun styrktarvasa fyrir höggdeyfana að aftan, en þeir hafa tollað vel á sínum stað eftir þá viðgerð.

Upphaflega breytingin á þessum bíl er löngu búin að búin að skila sínu, afskrifuð, og það er víst þannig að ég verð sjálfur að gangast í ábyrgð við hverju því sem aflögu fer héðan af, enda búinn að fikta í nokkurnveginn öllu á þessum tveim árum sem ég hef rekið bílinn.


Hvað um það, hásingin er hérumbil komin undan og vasarnir verða bara styrktir að sinni. Þá dugir þetta etv. önnur 20 ár á fjöllum. :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Sæfinnur
Innlegg: 92
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sæfinnur » 17.des 2019, 10:02

https://www.youtube.com/watch?v=aIGTNU6hG2Q
Ég hef verið að velta fyrir mér að smíða Svona stífu, Sleppa festirónni, sé enga þörf fyrir hana. Þá vinnst tvent, hægt að stilla lengdina á stífunni og hún snýst í rónni og það kemur ekkert snúningsátak. Þá þyrfti þá að setja smurkopp á róna og gúmíhosu yfir gengjurnar. Eru einhverjar hugsanavillur í þessari hugmynd?

User avatar

jongud
Innlegg: 2177
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá jongud » 17.des 2019, 10:41

Sæfinnur wrote:https://www.youtube.com/watch?v=aIGTNU6hG2Q
Ég hef verið að velta fyrir mér að smíða Svona stífu, Sleppa festirónni, sé enga þörf fyrir hana. Þá vinnst tvent, hægt að stilla lengdina á stífunni og hún snýst í rónni og það kemur ekkert snúningsátak. Þá þyrfti þá að setja smurkopp á róna og gúmíhosu yfir gengjurnar. Eru einhverjar hugsanavillur í þessari hugmynd?


Er ekki hætta á að skrúfgangurinn slitni þegar hann snýst í rónni? Smurningur gæti bjargað einhverju, en henta svona gengjur fyrir stöðuga hreyfingu?


grimur
Innlegg: 822
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá grimur » 18.des 2019, 02:50

Ég myndi frekar hallast gegn þessari gengjupælingu, það er sjálfgefið hlaup í gengjum, meiraðsegja töluvert mikið, sem gæti valdið hávaða og í versta falli ýtt undir titringsmyndun. Sumir voru að smíða nælonfóðringar í stífuenda í gamladaga, það var algert bras fyrir utan að þvinga alltof mikið, vegna þess að minnsta slit og hlaup varð að titringi og látum sem ekkert dugði við nema nýtt eða gúmmí í staðinn.
Alveg réttmæt pæling vissulega og hugmyndin góð, en einfaldlega afþví hvað allar venjulegar gengjur eru rúmar og hætta á sliti eins og bent hefur verið á, þá held ég að þetta gangi ekki vel upp í praxís.
Rótendi í annan endann er alveg séns, þeir fást býsna "þéttir".

Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 18.des 2019, 19:08

Hverju sem því líður þá hef ég lokið við styrkingu vasanna á hásingunni svo þeir brotna sennilega ekki meir, en þá er spurning hvort eitthvað annað gefi sig.

Mér til mikillar gleði eða þannig þá fann ég smá ryð í grindinni sem ég þarf að tækla sem allra fyrst.
Hvort tveggja er á stöðum þar sem áður hefur verið soðið í grindina þ.e. við stífufestingar og við gormafestur að aftan.

Ég tækla þetta með gormafesturnar núna meðan pallurinn er ekki á en ég bíð með hitt þar til boddýið fer af eftir veturinn :)

79755926_10159304490862907_3721141815370317824_o.jpg
79755926_10159304490862907_3721141815370317824_o.jpg (219.42 KiB) Viewed 1837 times


Grunnur yfir allt heila helvítið, það er allt í lagi :)

79507406_10159304490632907_2671616129381695488_o.jpg
79507406_10159304490632907_2671616129381695488_o.jpg (67.04 KiB) Viewed 1837 times


Vasarnir saumaðir saman á öllum köntum þannig rétt svo stífurnar komist þangað sem þær þurfa að komast.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 05.jan 2020, 22:07

2.jpg
2.jpg (218.54 KiB) Viewed 1440 times

Orðinn býsna brúklegur aftur

1.jpg
1.jpg (203.88 KiB) Viewed 1440 times

Pallurinn kominn á, rétti hann aðeins við hann hallaði alltaf nokkra mm fram eftir ryðviðgerðina 2017, smá feill hjá mér en orðið rétt núna

3.jpg
3.jpg (160.2 KiB) Viewed 1440 times


Kominn með padda á mælaborðið á snúnings festingu með frönskum rennilás, get haft hann svona breiðan og einnig á hinn veginn. Verður spennandi að sjá hvort þetta komi í stað GPS tækisins sem nú er komið milli sætanna til öryggis allavega fyrst um sinn.

Ég tók einnig vel til í aukarafkerfinu og nú eru bara fjögur relay í boxinu en voru 12 áður. Ég var búinn að setja annað aukarafkerfisbox aftur í bílinn bakvið aftursætin sem stjórna undirljósum, vinnuljósum, olíudælu og loftdælu og læsingu að aftan, þannig það var ekki þörf á öllum þessum notendum í boxinu frammi í húddi lengur. Nú eru bara kastararnir þar og etv. set ég leitarljós stýringu þangað og sitthvað fleira seinna.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.jan 2020, 12:42

Það þarf alltaf að vera smá stress fyrir jeppaferð :)

1.jpg
Þessu átti ég nú ekki von á! Í sumarlok keypti ég Android útvarp á AliExpress og fékk það svo endurgreitt 60 dögum síðar því það var ekki komið og ekkert að frétta með rekjanlega sendingarnúmerinu. Svo birtist það! Öllum að óvörum, því eru nú orðnar tvær tölvur í bílnum með stuttu millibili, útvarpið virkar vel og gefur ýmsa möguleika t.d. myndavélar osfv. sem ég skoða síðar, það fylgdu þrjár myndavélar með upptöku og svo ein bakkmyndavél. Kostaði að mig minnir 30.000 kr en ég fékk endurgreitt að fullu í október!
1.jpg (57.01 KiB) Viewed 1241 time


2.jpg
Tiltekt í aukarafkerfi, það má gera betur en þetta er allt annað en áður var!
2.jpg (178.9 KiB) Viewed 1241 time


3.jpg
Var orðinn leiður á að inngjöfin festist í botni í miklum skafrenning, nú spáði rauðgulri viðvörun og mikilli úrkomu svo þá er best að gera eitthvað í málinu, þetta hefur verið galopið þau tvö ár sem ég hef átt bílinn..
3.jpg (92.25 KiB) Viewed 1241 time


4.jpg
Ég hef ekki ekið bílnum frá því í júlí, nú keyrði ég hann s má og fann strax mikla pústfýlu inn í bíl, það er náttúrulega ekki hægt! Þarna var klukkan 9 um kvöld á miðvikudegi og meiningin að halda á fjöll fyrir hádegi á föstudag
4.jpg (85.49 KiB) Viewed 1241 time


Viðhengið 5.jpg er ekki lengur til staðar
Viðhengi
5.jpg
Það bjargaðist samt allt saman, heflaði flangsana og setti nýjar þéttingar og bolta, hert í drep og málið dautt
5.jpg (92.32 KiB) Viewed 1241 time
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.jan 2020, 13:12

Við fórum félagar í árlega ferð í Landmannalaugar í byrjun janúar, þetta er 11 árið í röð sem farið er í þessa ferð.
Nú var órange veðurviðvörun svo við fórum að öllu með gát, en nokkuð ákveðnir í að fara engu síður.

Raunar var ekkert að veðri hjá okkur, það var mikið verra niðri í byggð.

Á laugardeginum bættist mikið í hópinn og voru um 30 bílar á að giska og 60 mannsImage
Fyrsta festan, á bílastæðinu við Hrauneyjar, alltaf klassískt..!
Image
Að gera klárt fyrir fyrsta drátt
Image
Það rigndi mikið á okkur á leiðinni upp frá Sigöldustöð, og virkilega hvasst, við þökkuðum fyrir að hitastigið væri 2°C því annars hefði fokið og skyggni verið 0M


Image
Komnir að Bjallarvaði, er að fýla þennan kortaskjá, prófa að snúa honum væði svona og svo á hinn veginn, finnst þetta eiginlega þægilegra en það eru ekki allir sammála.


Image
Svo tók við góðviðri í auga stormsins, þarna sést Sigöldulína 4 sem liggur frá Sigöldustöð niður í Skaftafellssýslu.

Image
Súkkan var virkilega dugleg á 33" dekkjum, ekkert ruðningstæki en fylgdi vel í förum eftir 38"

Image
Í hrauninu leynast pollar hér og þar, Patrólinn sökk í þá flesta þó hinir þrömmuðu yfir á léttari máta, það mátti alltaf finna þurra leið bílbreiddinni til hliðar.

Image
Þarna sökk patrólinn dýpra og hafðist ekki á flot með teygjuspotta á öruggan máta, svo ég fékk að spila jibbíjei :)

Image
Komnir að gatnamótum

Image
Erfiðlega gekk að finna leið yfir ósa Jökulgilskvíslar sem skafið hafði yfir og voru nú krapastíflaðir svo vatn náði upp á hurðar bílanna, ákveðið var að aka kvíslina upp endilanga þar sem hún var opin og gafst það mun betur.

Image
Svo var auðvitað lambalærisveisla

Image
Daginn eftir kom restin af hópnum, fjöldinn að telja u.þb. 30 bílar og 60 manns gróft á litið. Þessi var minnstur, Chevrolet Vitara á nokkuð litlum börðum, þarna hafði affelgað en því var snarbjargað.

Image
Það var ekki hægt að kvarta yfir veðri!

Image
Sannkallað sprautfæri, um sunnudagsnóttina kyngdi niður uþb. 20-30cm snjó

Image
Við höfðum tekið meðvitaða ákvörðun um að krækja framhjá Hnausapollum þar sem tjörn myndast iðulega þegar vætusamt er í veðri í byrjun vetrar, förum þarna leið um Ljótapoll sem er brattari en þurr

Image
Súkkunum gengur stundum betur að bakka upp brekkurnar eins og þessi mynd sýnir vel

Image
Allir í halarófu, hjólförin eins og malbikuð fyrir okkur sem aftarlega vorum

Image
en víða krapa pittir engu síður, einangraðir undir snjónum og frjósa ekki þrátt fyrir -12° frost í tvo sólarhringa


Image
Hér er trakkið okkar úr Oruxmap

Image

Hér sést krækja sem við höfum tekið undanfarin ár vegna hættu á að sökkva bílum við Hnausapoll, það gerðist í fyrravetur eftir að við höfðum verið þarna í janúar þá fóru 2 bílar á kaf og núna á föstudag sl. fór einn bíll á kaf og hefur ekki verið losaður enn skilst mér, þannig þetta hefur verið og verður áfram eitthvað sem menn verða að vara sig á, sérstaklega þegar hitastig er svo óstabílt sem verið hefur siðustu tvo vetur, þarna safnast upp í bíldjúpar tjarnir.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: HI-Lux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 03.feb 2020, 22:03

Skruppum og kíktum á íshelli á laugardaginn, það var geggjað..

Image
Súkkan seig
Image
Geggjað veður
Image
Býsna flott gat!
Image
Maðurinn má sér lítils fyrir fara hliðin á listaverkum náttúrunnar
Image
Öryggi á oddinn
Image
Skoti kunni líka að meta þetta
Image
Sums staðar þarf að skríða en það er þess virði
Image
Image


Image
Hilux bremsur hafa ekki þótt mikilfenglegar, en þeim tókst þetta, ég þarf að bletta í stuðarann minn :)

Image

Skoti missir ekki af neinu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir