Síða 8 af 10

Re: Gamall Ram

Posted: 17.nóv 2019, 23:06
frá íbbi
gærkvöldið fór nú að mestu í að elta mús.. og í framhaldinu smíða hin ýmsu drápstól sem gengur vonandi betur að ná henni en mér


tjörumotturnar að framanverðu eru komnar úr. ég veit að svona mottur eiga ekki að draga í sig vökva. þessar vissu það greinilega ekki og voru gegnsósa og það eftir 2 ár af inniveru.

fundin eru 2 göt, og mér sýnist hafa verið stutt í það þriðja. annars virðist gólfið nú bara vera heilt. þetta er mestmegnis bara yfirborðsryð.

Re: Gamall Ram

Posted: 18.nóv 2019, 21:07
frá íbbi
hún étur ekki innréttinguna upp úr þessu. nema hún rati heim

Re: Gamall Ram

Posted: 23.nóv 2019, 01:16
frá íbbi
hægt og rólega..

Re: Gamall Ram

Posted: 23.nóv 2019, 02:11
frá petrolhead
Alltaf þokast þetta hjá þér, dáist að seiglunni í þér og vandvirkninni :-O

Re: Gamall Ram

Posted: 23.nóv 2019, 20:22
frá íbbi
takk fyrir það. þetta er auðvitað búið að taka orðið ansi langann tíma. það eru tæp tvö ár síðan hann fór inn í skúr. en ég gerði nú mest lítið í honum fyrr en um sumarið. og byrjaði svo í raun að vinna í honum af alvöru síðasta vetur. svo er þetta tekið í svona törnum.

hvað vinnubrögðin varðar þá vonast ég til að þau séu a.m.k í lagi.

Re: Gamall Ram

Posted: 24.nóv 2019, 01:06
frá íbbi
þá fer þessi hlið að verða tilbúinn í að sníða í götin..

Re: Gamall Ram

Posted: 04.des 2019, 21:55
frá íbbi
það er unnið á mörgum vígstöðum þessa stundina

ég er ennþá fastur í að slípa gólf.. sem er eitthvað mesta drullujobb sem ég hef komist í so far í þessu verkefni.

pallurinn fer að verða klár undir málningu. nú er bara pressan á mér að klára gólfið og spæńa húsið niður í bert

Re: Gamall Ram

Posted: 05.des 2019, 16:01
frá petrolhead
Heitir þetta ekki að vera kominn í seinni hálfleik ?

Re: Gamall Ram

Posted: 05.des 2019, 17:35
frá íbbi
nahh ætli það. ætli það verði ekki hægt að fara tala um seinni hálfleik eftir að það er búið að mála

Re: Gamall Ram

Posted: 11.des 2019, 22:17
frá íbbi
þá er komið þetta fína gólf farþega meginn.

Re: Gamall Ram

Posted: 12.des 2019, 22:18
frá íbbi
þá er búið að laga gólfið. þá er bara frágangur, kítta í samskeyti og epoxy grunna um helgina. þá get ég farið að byrja að tæta lakkið af boddýinu. en við tökum hann alveg niður í bert

Re: Gamall Ram

Posted: 13.des 2019, 16:22
frá elli rmr
Bílamálari sem ég vann hjá vildi meina að kítti væri ryðhvetjandi og ætti undantekningarlaust að epoxy grunna undir kíttið :D

Re: Gamall Ram

Posted: 13.des 2019, 17:29
frá íbbi
já ég zink húða allt undir kíttinu. ég get tekið undir þetta af því leytinu til að ég hef ansi oft fundið ryð undir kítti

Re: Gamall Ram

Posted: 13.des 2019, 19:40
frá Magnús Þór
Þetta er bara flott og menn eru að skoða þó það sé ekki verið að commenta ;)

Re: Gamall Ram

Posted: 14.des 2019, 01:00
frá íbbi
takk fyrir það. já ég er nú sekur um það líka, það verður að viðurkennast :)


koið sink á þetta og kítti í upprunalegu samskeytin þar sem ég spændi allt kítti úr þegar ég var að ryðhreinsa, grunnur á morgun

Re: Gamall Ram

Posted: 14.des 2019, 11:40
frá Sævar Örn
Geggjuð framvinda og gaman að fylgjast með, þig hlýtur þó að vera farið að klæja í jeppamennskuna eftir alla þessa klukkutíma í skúrnum ég þekki það á eigin skinni :)

Re: Gamall Ram

Posted: 14.des 2019, 11:47
frá elli rmr
íbbi wrote:já ég zink húða allt undir kíttinu. ég get tekið undir þetta af því leytinu til að ég hef ansi oft fundið ryð undir kítti



Lýst vel á það :D

Re: Gamall Ram

Posted: 14.des 2019, 13:23
frá íbbi
Sævar Örn wrote:Geggjuð framvinda og gaman að fylgjast með, þig hlýtur þó að vera farið að klæja í jeppamennskuna eftir alla þessa klukkutíma í skúrnum ég þekki það á eigin skinni :)


úff jú sú tilfinning hefur gert sterklega vart við sig af og til. ég get alveg fullyrt. það er klárlega ekki besta leiðin til að koma sér inn í sportið byrja á að tæta óbreyttan jeppa í spað og breyta honum. a.m.k ekki ef maður ætlar að taka sér eina mannsævi eða svo í ferlið eins og ég er að gera

svo er nú annað sem hefur hangið yfir manni í þessu er að þegar hann verður tilbúinn þá verður þetta nú eflaust ekki mikill fjallajeppi. þetta stór á ekki stærri dekkjum. ætli hann verði ekki svona jack of all trades, master of non

Re: Gamall Ram

Posted: 14.des 2019, 21:59
frá Axel Jóhann
Hvað vigtar þessi bíll?

Re: Gamall Ram

Posted: 14.des 2019, 22:42
frá íbbi
Ég geri ráð fyrir að hann standi í rúmlega 2.5t, var 2420 á 35 tommuni

Re: Gamall Ram

Posted: 16.des 2019, 19:12
frá Axel Jóhann
Hann er þó það þungur

Re: Gamall Ram

Posted: 16.des 2019, 19:59
frá íbbi
fyrir ram á 38" finnst mér það nú ansi létt. þetta er nú 6x2m bíll. fordinn hjá mér er 200kg þyngri óbreyttur. jafnstór bíll á 32"

svona upp á fönnið. þá er stærðarmunurinn á raminum og patrol álíka og á patrolnum og grand vitöru. þannig að m.v stærð finnst mér hann ekki svo þungur

Re: Gamall Ram

Posted: 16.des 2019, 22:35
frá petrolhead
Ég vigtaði minn Ram meðan hann var á litlu hásingunum, á 38" MT og álfelgum, þá var hann 2480kg svo 2,5t er sennilega spot on tala á þínum Íbbi

Re: Gamall Ram

Posted: 16.des 2019, 22:57
frá íbbi
já ég myndi halda að hann endi einhverstaðar á milli 2.5 og 2.6, ég myndi halda að afturfjöðrunin sem er í honum núna sé eitthvað þyngri en original fjöðrunin, svo auðvitað 382 á stálfelgum vs 35 á áli.

Re: Gamall Ram

Posted: 17.des 2019, 08:50
frá Sæfinnur
Þessi þráður er algjör snilld Var að lesa hann allan einusinni enn. Mætti alveg heita "hvernig Á að gera upp gamlan Ram"

Re: Gamall Ram

Posted: 17.des 2019, 18:41
frá íbbi
Sæfinnur wrote:Þessi þráður er algjör snilld Var að lesa hann allan einusinni enn. Mætti alveg heita "hvernig Á að gera upp gamlan Ram"


takk fyrir það. gleður mig að heyra. mér hefur oft á tíðum fundist innleggin ansi ómerkileg en sett þau inn til að viðhalda einhverju lífi hérna. en ég veit að ég sjálfur get svoleðis legið yfir svona þráðum frá öðrum, þannig að ég réttlæti stafræna munnræpu af minni hálfu með því :)


annars er lítið að gerast en það er kominn grunnur á gólfið, í jólalitnum

Re: Gamall Ram

Posted: 17.des 2019, 22:06
frá íbbi
og þá flaug lakkið af honum

Re: Gamall Ram

Posted: 04.jan 2020, 23:54
frá íbbi
jæja þá er maður kominn heim aftur eftir 2 vikna jólafrí. og þá er eytt afmælinu sínu í að slípa af honum lakkið.

þetta er nú meiri drulluvinnan inn í littlum skúr. það verður sjálftstætt verkefni út af fyrir sig að þrífa skúrinn eftir þetta allt saman þegar bíllinn fer út

Re: Gamall Ram

Posted: 05.jan 2020, 20:59
frá íbbi
...

Re: Gamall Ram

Posted: 05.jan 2020, 21:00
frá íbbi
....

Re: Gamall Ram

Posted: 05.jan 2020, 23:32
frá halli7
Gaman að fylgjast með þessu, verður hann málaður í sama lit?

Re: Gamall Ram

Posted: 06.jan 2020, 01:06
frá íbbi
hann átti að verða í græna litnum sem hann var að miklum hluta í fyrir. en einlitur.

það hafa samt verið pælingar að undanförnu um að skipta um lit á honum. hann er kominn það mikið í sundur að sá sparnaður sem átti að nást fram með að halda græna litnum er ekki svo mikill lengur.

ég er kominn niður á 2 mjög ólíka liti, bæði þeim sem var á honum og hvor öðrum og er búinn að liggja sveittur yfir þeim síðustu daga að reyna ákveða hvor það skuli vera

Re: Gamall Ram

Posted: 06.jan 2020, 22:26
frá halli7
Haha okei, verður gaman að sjá

Re: Gamall Ram

Posted: 06.jan 2020, 23:28
frá íbbi
allt að gerast. kominn málning á pallinn! læt fylgja smá teaser.

þess á milli hamast ég eins og óður maður að klára húsið til að geta komið bílnum inneftir í málningu. það var búið að húða bakhlutann á húsinu með ekki bara tektíl heldur vaxi líka. þvílíkur vibbi að ná þessu af

Re: Gamall Ram, smá teaser

Posted: 06.jan 2020, 23:48
frá Axel Jóhann
Geggjaður litur, vel valið, er þetta nokkuð plum crazy purple?

Re: Gamall Ram, smá teaser

Posted: 07.jan 2020, 00:03
frá íbbi
nei þetta er reyndar nissan litur.

Re: Gamall Ram

Posted: 07.jan 2020, 08:21
frá jongud
íbbi wrote:allt að gerast. kominn málning á pallinn! læt fylgja smá teaser.

þess á milli hamast ég eins og óður maður að klára húsið til að geta komið bílnum inneftir í málningu. það var búið að húða bakhlutann á húsinu með ekki bara tektíl heldur vaxi líka. þvílíkur vibbi að ná þessu af


Og hvernig var það að virka? Var eitthvað ryð undir þessu?

Re: Gamall Ram, smá teaser

Posted: 07.jan 2020, 12:39
frá íbbi
Á þessum panel var ekki ryð undir, en þessi panell er alveg óryðgaður.

Brettin á honum og gólfið, þar sem allt var étið í gegn var búið að drekkja í tektil, en ryðguðu hinumeginn frá, á grindini var engu minna ryð undir tektilnum en á þeim stöðum sem hann náði ekki til

Re: Gamall Ram, smá teaser

Posted: 08.jan 2020, 00:21
frá Stjáni Blái
Frábært. Það er ansi mikið búið þegar að liturinn er kominn á gripinn. Það er virkilega gaman að fá að fylgjast með framvindj mála :)

Re: Gamall Ram, smá teaser

Posted: 08.jan 2020, 00:42
frá íbbi
þegar að það verður búið að gluða á húsið, þá held ég að það sé óhætt að lýta svo á að þetta sé farið að rúlla í hina áttina. það eru 13 mánuður ca síðan þetta byrjaði og hingað til hefur hann farið lengra og lengra í sundur.. og lengra frá því að eiga á hættu að fara saman aftur.