Síða 4 af 10

Re: Gamall Ram

Posted: 25.mar 2018, 11:30
frá íbbi
hún a.m.k virkaði. ég skoðaði nokkrar aður en ég smíðaði hana og menn virtust gera sitt á hvað, ég ætla samt að smíða aðra sem tekur bæði á bolltagötin og ytri holunum

Re: Gamall Ram

Posted: 29.apr 2018, 22:14
frá íbbi
ekki get ég nú séð að það sé neitt að þessari læsingu

Re: Gamall Ram

Posted: 01.maí 2018, 06:40
frá petrolhead
Þetta virðist nú stráheilt að sjá, ekkert í stöðunni nema skoða hina hliðina og sjá hvort hún er svona góð líka.

MBK
Gæi

Re: Gamall Ram

Posted: 30.maí 2018, 18:06
frá íbbi
pakkadagur

Re: Gamall Ram

Posted: 31.maí 2018, 21:24
frá Járni
Gourmet, þungir og harðir pakkar!

Re: Gamall Ram

Posted: 31.maí 2018, 22:10
frá íbbi
svei mér þá.. þeir eru ekkert minna spennandi á fertugsaldrinum, og ennþá það eina sem virkar!

Re: Gamall Ram

Posted: 23.jún 2018, 00:02
frá íbbi
það er ýmislegt búið að ganga á.. þó það sé lítið búið að gerast


nú er komið húsaviðgerða season, og bílaviðgerðir því á pásu. það halda samt áfram að detta inn hinur ýmsu hlutir, fann loksins stýrishjól, í stað þess rifna sem er í bílnum. það er reyndar ekki leðrað eins og á að vera, en það dugir þangað til ég finn leðrað
keypti líka olíukælir sem ég ætla setja fyrir skiptinguna, og taka kúlurnar úr kælileiðslunum. restin að bremsunum voru komnar líka þ.e.a.s höfuðdæla og deilir.

það er nú varla að aður eigi að segja frá svona, en maður slasar sig nú yfirleitt frekar heimskulega. eða við heimskulegar athafnir

mig vantaði að koma bílnum út, ég er að fara skipta um þak á húsinu mínu og ákvað að nota skúrinn sem geymslu undir efnið og að klippa plöturnar til inni,
þá þurfti að koma trukknum út, ég var búinn að spaðrífa framhásinguna, þannig að hún var bara fest aftur og lokað og ég tók þá heimskulegu ákvörðun að henda bara höbbunum í og ætla rúlla honum út úr skúrnum,
þegar ég rúlla bílnum út þá kemur þessi líka laglegi camber á hjólin, þá þoldu höbbarnir ekki að bíllinn stæði í hjólin án þess að öxlarnir héldu þeim saman.

þar sem það var komin nótt og bíllinn komin út þá ákvað ég að rífa bara höbbana úr, setja þá saman aftur og henda ytri öxlunum í og herða þá, þá gæti ég líka fært bílinn eftir þörfum meðan ég er að djöflast í húsinu.
þar sem ég var seint á ferðini og að drífa mig, þá ákvað ég að skera bara krossana, enda á ég til auka krossa í bæði hjól og þar sem þessir voru til þess að gera nýkomnir í þá vissi ég hvað þeir höfðu verið hrikalega stífir í.

það fór ekki betur en að rokkurinn reif sig svona líka fastann í annan krossinn og kastaðist í hendina mér. skar bókstaflega niður í bein, í beinið, klippti vöðva og taugar í sundur og eins og eina slagæð, sem gerði það að verkum að það bókstaflega sprautaðist blóð úr þessu eins og í einhverjum hollywood splatter slagara.. ég held að mér hafi aldrei blætt jafn rosalega, allt sem ég var klæddur í fór bara í tunnuna,
það var mér þó til happs að ég slapp við sinarnar, sem lækninum fannst mé röllu óskiljanlegt enda búið að rífa allt í sundur all í kring um þær.

þetta hefur hinsvegar kostað að bíllinn hefur staðið í hálfan mánuð á búkkum úti á plani eins og ég skildi við hann og ég með öllu ófær að gera neitt í því. hvað þá fara skipta um þak á húsinu.

ætli menn skoði ekki myndina bara á eigin ábyrgð :O

Re: Gamall Ram

Posted: 23.jún 2018, 01:03
frá Sævar Örn
Batakveðjur félagi, ég nota slíprokka mikið, slíprokka af öllum stærðum og gerðum, mikið dj er mér samt alltaf illa við þá.

Ég nota þessa græju í allt sem ég get, hef aldrei brennt mig og aldrei skorið mig, svo er miklu minna ryk og skítur af þessu, og maður lendir aldrei í að klára skífurnar og geta ekki haldið áfram!

https://www.youtube.com/watch?v=D7hm5On3cIo

Re: Gamall Ram

Posted: 23.jún 2018, 01:27
frá íbbi
takk fyrir það. já ég nota plasmann töluvert, ég hef yfirleitt bara haft þann vana á að skera gamla krossa í burtu, og þangað til þarna ekki lent í neinu, maður telur sig nú vanan að meðhöndla þetta verkfæri, maður er með þetta í höndunum alla daga í stálsmíðini, en maður þarf alltaf að passa sig á þeim,

Re: Gamall Ram

Posted: 23.jún 2018, 07:43
frá sukkaturbo
Jamm drengur þetta eru skaðræðis verkfæri þekki það.Fór um daginn með hálfa skífu fasta í hausnum upp á spítala til að láta tjasla í mig.En plasminn er frábær þegar hann á við. Þú verður vonandi fljótur að gróa og jafna þig enda hörkutól .Maður bíður spentur eftir meiri myndum og hugleiðingum um raminn.Kveðja úr Himnaríki

Re: Gamall Ram

Posted: 23.jún 2018, 08:52
frá Járni
Úff! Þú færð splatter verðlaunin :-)

Batakveðjur!

Re: Gamall Ram

Posted: 10.júl 2018, 05:03
frá íbbi
hehe! maður á þá sjéns á einhverjum verðlaunum, það er ekki verra!

ég þakka hólið, ég endaði á að ráðast á krossinn einhentur og tókst það án stórvægilegs líkamstjóns að þessu sinni.

raminn er kominn í sumarfrí, beint úr vetrarfríinu, núna eru húsaviðgerðir á dagskrá og ég græt krókudílatárum yfir öllum hlutunum sem ég hefði getað keypt fyrir það sem þakið kostaði mig.

Re: Gamall Ram

Posted: 10.júl 2018, 10:50
frá petrolhead
Það er nú gott að sjá Ram standa í alla fjóra og enn betra ef þín fjórða er orðin brúkleg líka.
Hér var pakkadagur í dag, eitt stykki hlutfall....þetta tínist inn í rólegheitum ;-)
MBK
Gæi

Re: Gamall Ram

Posted: 11.júl 2018, 16:52
frá íbbi
já, það er öllu skárra að sjá hann svona,

já við erum á svipuðum slíóðum hvað það varðar, en það þarf víst að borga þetta dót allt þannig að það er í lagi að þetta komi hægt og rólega, það heldur áhuganum í gangi á meðan allavega

Re: Gamall Ram

Posted: 18.aug 2018, 03:00
frá íbbi
þetta átti nú að heita vinnubíll. þannig að núna er hann notaður í þakvinnuna, sem vinnupallur

einnig fannst ég loksins leðurstýri

Re: Gamall Ram

Posted: 18.aug 2018, 07:34
frá petrolhead
LOL er þessi vinnupallur góðkenndur af vinnueftirlitinu :-D :-D ??

Re: Gamall Ram

Posted: 18.aug 2018, 07:42
frá petrolhead
Þegar þú verður búnn að setja leðurstýrið í og hitt er BARA að þvælast fyrir þér þá skal ég vera vinur í raun og losa þig við það ;-)
mbk
Gæi

Re: Gamall Ram

Posted: 20.aug 2018, 00:36
frá íbbi
já það er merkt þér, sjáum bara hvort hitt renni ekki ljúflega í :)

svo er náttúrulega það hvort hann haldi í vanann og gamla stýrið verði bókstaflega fast í. hann sleppir gömlum íhlutum ekki svo auðveldlega sá gamli

Re: Gamall Ram

Posted: 29.okt 2018, 01:27
frá íbbi
þegar maður gerir ekkert í bílnum, en er bílapspjallahugleiðingakúnstner verður maður þá ekki að öpdeita þótt ekkert sé að frétta?

þetta er samt á leiðinni.. til þess að komast í þau verkefni sem höfðu verið plönuð í vetur þá þurfti ég að taka smá skurk í skúrnum. svona svo ég gæti soðið þar og svo er ég með sandblástuskassa og loftpressu sem mig vantaði að koma í gagnið ásamt flr.

rafmagnið í skúrnum var afskaplega rússnenskt, kapall leiddur eftir þakkantinum á húsinu, svo hékk hann í lausu lofti ca 4 metra yfir í skúrinn, þar var hann tekinn í gegnum vegginn og splæstur í sundur og rússatengt hvert fjöltengið í annað. þetta var svo allt rússatengt í eina innstungu inn í húsi. má þakka fyrir að það var ekki búið að kveikna í þessu. kom oft neistaflug úr þessu öllu saman við það eitt að maður lokaði hurðini

þannig að áður en ég gæti farið að brasa eitthvað varð ég að koma 3ja fasa rafmagni í kofann, og það hafðist loksins, það var eins og annað auðvitað heilmikið verkefni. lagði tvo 5 leiðara í plastkapli eftir milliloftinu, sem kostaði það að ég þurfti að rúlla mér 12 metra leið í glerull fram og til baka, með sds borvél og verkfæri og allt tilheyrandi. bora tvö 40cm löng göt í gegn um steypy liggjandi á maganum.. sem var afskaplega gaman. þurfti að rífa hornið af þakkantinum, beygja aluzink í stokk til að leiða rafmagnið svo niður eftir húsinu, moka skurð yfir í skúr.. setja upp töflu inn í skúrnum og flr og flr
þetta hafðist svo á endanum og nú er ég kominn með 32amp tengil inn í skúr loksins, og get loksins notað alltof öflugu suðuna sem ég keypti í einhverju jákvæðniskastinu, ég er búinn að prufa að sjóða á tæpum 300amp og mér skylst á konuni að hún hafi getað horft á vampíruþættina sína á fullu blasti inni í stofu á meðan þannig að þetta virðist sleppa.

ég hafði smíðað mér búkka sem áttu að duga undir fordinn, en voru síðan eiginlega aldrei nógu háir, hvorki undir þennan né fordinn, og þar sem þessi er að fara búa á búkkum næstu mánuðina hásingalaus og palllaus þá ákvað ég að smíða búkka sem dygðu í verkið, ég fór eflaust vel "overboard" í smíðagleðini og smíðaði held ég einhevrja stæðstu búkka sem ég hef séð, þeir eru komnir vel yfir meter í hæðstu stöðu.

þannig að núna er loksins komið af því að fara drulla bílnum inn og byrja "starfa" í kvikindinu.

með fylgjandi eru svo til þess að gera algerlega óbílatengdar myndir af þessari til þes að gera algjörlega óbílatengdu langloku. sem mig grunar nú að einhevrjir tengi nú við engu síður.

Re: Gamall Ram

Posted: 29.okt 2018, 10:04
frá petrolhead
Þú ert þá orðinn klár í vetrarverkefnið eftir að vera búinn að leika bæði rafvirkja og moldvörpu undanfarið ef marka má myndirnar, þá gerum ég ráð fyrir að fara að sjá innlegg tengdari spjallinu á komandi vikum :-)
Þú ættir alla vega ekki að verða í vandræðum þó þú þurfir að sjóða eitthvað sæmilega svert !!

MBK
Gæi

Re: Gamall Ram

Posted: 29.okt 2018, 12:12
frá íbbi
Já, þessi kæmi sér vel ef ég færi að taka að mér boddýviðgerðir á frystitogurum

Já maður ee búinn að leika hinu ýmsu iðnaðamenn síðustu mánuði, og blóta mikið

Re: Gamall Ram

Posted: 29.okt 2018, 14:18
frá kaos
íbbi wrote:Já maður ee búinn að leika hinu ýmsu iðnaðamenn síðustu mánuði, og blóta mikið


Það væri nú ekki sannfærandi leikur öðruvísi :-)

--
Kveðja, Kári.

Re: Gamall Ram

Posted: 29.okt 2018, 19:05
frá elli rmr
Vel gert og það getur tekið töluvert á að leika iðnaðarmann... ég þekki það af eigin raun þegar við gerðum upp baðherbergið heima ... :D

Re: Gamall Ram

Posted: 29.okt 2018, 19:06
frá petrolhead
Án þess að ég ætli að gaspra mikið um eigið gáfnafar þá grunar mig, félagi Ívar, að þú munir þurfa stærri skúr ef þú ferð að ryðbæta togara :-O

Re: Gamall Ram

Posted: 29.okt 2018, 20:33
frá íbbi
já hugsa að það yrði líka töluvert mál að koma frystitogara hingað uppeftir..

já ég er einmitt búinn að vera gera upp hús síðasta árið... búinn að leikara múrara, málara, blikkara og ég veit ekki hvað, og jú blóta töluvert. hvernig mér datt svo í hug að byrja að gera upp bíl á sama tíma veit ég ekki... sótti hann meirasegja á leiðini vestur

en nú er húsið ansi langt komið, þannig að bíllinn fer að fá meira vægi,

Re: Gamall Ram

Posted: 02.nóv 2018, 18:26
frá elli rmr
miða við myndirnar af húsinu verður gaman að sjá lokaútgáfu bílsins :D

Re: Gamall Ram

Posted: 09.des 2018, 02:11
frá íbbi
jæja.. þá er bíllinn búinn að vera á dagskrá undanfarnar vikur.. svona þegar lífið er ekki að þvælast fyrir manni.

í einhverju spjallinu við kunningja minn sem á og rekur sprautuverkstæði hér í bæ hlýt ég að hafa dottið í trans og byrjað að tala tungum því núna er bíllinn á leiðini í málningu

ef hann væri inntur eftir þessu gæti hans upplifun hugsanlega verið sú að ég hafi labbað þarna inn og beðið um tilboð í málningu á bílnum. en ef betri helmingurinn les þetta spjall einhverntímann þá var hin útgáfan klárlega sú rétta.

en af þessu leiðandi þá var byrjað að þefa uppi allt það ryð sem kynni að hafa safnast upp á þeim árum sem hann hefur hefur brunað um yfirborðið. þetta er bíll af höfuðborgarsvæðinu þannig að þótt það væri ekki mikið á honum að sjá þá hlaut nú að finnast eitthvað.

ég vissi að frambrettin á honum væru illa farin undir köntunum, þá sérstaklega annað þeirra. þetta er alvanalegt með þessa rama

brettið bílstjórameginn er að mínu mati varla þess virði að reyna bjarga því. og því verður keypt nýtt í þess stað, brettið farþega meginn er mun betra og ég ætla smíða það upp.

hann var orðinn étinn undir aftur köntunum líka. og dundaði ég mér við það að að skera það úr í kvöld. og stefni á að smíða bæturnar í þetta á morgun.

í sílsunum fannst svo smá ryð beggja meginn, ekki mikið þó en það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr því þegar ég ræðst með á það með rokknum.

pallurinn er laus og tilbúinn af, og leið og ég verð búinn að ryðbæta hann þá fer hann í málningu, og ég stefni á að byrja smíða undir hann gorma á meðan pallurinn verður ekki á svæðinu.

bíllinn er samt djöfull heill hvað boddý varðar þrátt fyrir þetta. ég hef veitt því athygli í þessari törn að hann virðist aldrei hafa verið málaður eða átt við boddý á einn eða neinn hátt. hann er smíðaður 12.95 og kemur hingað í jan 96 og á því 23 ára afmæli þessa dagana.

Re: Gamall Ram

Posted: 09.des 2018, 11:12
frá elli rmr
hehe ánæður með þína sýn á hvernig þetta málingar dæmi fór hjá þér :D

Re: Gamall Ram

Posted: 09.des 2018, 22:20
frá íbbi
hehe..


jæja, raminn er þá officially orðinn bótaþegi. smíðaði flestar bæturnar áðan og er byrjaði að möndla tvær í

Re: Gamall Ram

Posted: 10.des 2018, 21:57
frá íbbi
ein bót á dag kemur skapinu í lag

Re: Gamall Ram

Posted: 11.des 2018, 06:37
frá elli rmr
Vel gert!!! svo má ekki gleyma að setja allvöru grunn á bakvið og ryðverja :D

Re: Gamall Ram

Posted: 11.des 2018, 10:26
frá petrolhead
Gaman að sjá hvað það er kominn góður skriður á þetta hjá þér eftir að þú fórst að hafa tíma í Raminn aftur.
Mér sýnist að ég verði að kíkja á ryðbætinga námskeið hjá þér áður en ég fer að gera minn að bótaþega líka.
Mbk
Gæi

Re: Gamall Ram

Posted: 11.des 2018, 12:32
frá íbbi
Ætli það sé nú ekki fokið í flest skjól ef menn ætla sð læra ryðbætingar af mér :D

Re: Gamall Ram

Posted: 13.des 2018, 23:11
frá íbbi
þetta mjakast, ekki mikið en eitthvað þó, maður reynir að hoppa út í skúr og taka smá rispu eftir vinnu hvern dag, þá sér vonandi fyrir endan á þessu einn daginn.

í dag mætti svo til landsins ný Acdelco stýrisdæla og allar slöngur og kælir fyrir stýrið nýtt. sem fer í svona áður en stækkun yfirborðs sólarinnar breytir jörðini í venus

Re: Gamall Ram

Posted: 15.des 2018, 00:57
frá íbbi
áfram heldur bótastarfsemin.

Re: Gamall Ram

Posted: 29.des 2018, 17:41
frá íbbi
hver fjandinn er nú að gerast..

Re: Gamall Ram vinstri beygja?

Posted: 29.des 2018, 18:27
frá petrolhead
Er þetta ekki það sem er kallað hart í bak !!

Re: Gamall Ram vinstri beygja?

Posted: 29.des 2018, 19:17
frá íbbi
jú ætli það ekki. eða algjör skortur á skynsemi

Re: Gamall Ram vinstri beygja?

Posted: 29.des 2018, 22:40
frá petrolhead
Enda á skynsemi ekkert erindi inn í heim bíladellunnar, er bara til óþurftar þar.
En hann er nú strax orðinn reffilegri þó kantarnir séu bara teipaðir á ennþá :-)

Re: Gamall Ram vinstri beygja?

Posted: 29.des 2018, 23:33
frá íbbi
ég áttaði mig svo á því eftir að ég fór að skoða það betur að þetta er vinstri kanturinn

er búinn að víxla þeim núna. ég verð nú að viðurkenna að mér hefði líkað betur að þeir væru eins í báða enda. mér fannst hann koma betur út röngu meginn á bílnum. svona séð að framan a.m.k

en já hann verður ansi vígalegur að sjá.. hlakka til að sjá útkomuna, verst hvað þú býrð langt í burtu, ég gæti vel þegið að skoða eitt og annað núna, sýnist þú vera með nákvæmlega sömu kanta