Gamall Ram. uppgerð og breytingar

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Gamall Ram. uppgerð og breytingar

Postfrá íbbi » 02.júl 2017, 03:01

það er nú heldur dauft yfir spjallinu þessa dagana, þá er að um að gera að deila með ykkur nýjustu vitleysuni.

var að vesenast við að kaupa mér hús um daginn og flytja landshlutana á milli, og þurfti því að selja fordinn minn, svona akkurat þegar hann var orðinn eins og taminn sultuhundur í akstri að sjálfsögðu, er það ekki alltaf þannig?

ég ákvað mér til sárabóta að leyta mér af annara kynslóðar Dodge ram, hef alltaf verið veikur fyrir útlitinu á þeim, var búinn að skoða nokkra síðustu mánuði, misgóða og flesta nokkrum númerum of ryðgaða.

Fann svo einn út á túni eða því næst fyrir norðan, sá var að sögn eiganda gríðarlega heill og óryðgaður. í þokkabót var hann sáralítið ekinn. ég bragð út af vananum og keypti bílinn óséðan og brunaði eftir honum.

við getum orðað það þannig að skilgreining mín og fyrri eiganda á hvað sé gríðarlega heilt eru ekki þær sömu, því miður,

bíllinn er engu síður mjög efnilegur, hann er ekki ekinn nema um 100þús míl og afar lítið ryðgaður. en það þarf að snýta hjóla og fjöðrunarbúnaði alveg hressilega, dekkin sem áttu að vera fín eru ónýt af fúa og bíllinn er út um alla götu, hann er búinn að standa út af brotnum framöxli í tæplega 2 ár, það skýrir eflaust margt af þessu,

þetta er 96 árg, með 318cid, hann er á 35" með kanta og loftlæsingar. honum veitti reyndar ekkert af lægri hlutföllum líka. þetta er laramie bíll, ext cab með stuttum palli.

Image
Image
Image
Viðhengi
19620520_10212187800404147_7882924113702023464_o.jpg
19620520_10212187800404147_7882924113702023464_o.jpg (705.1 KiB) Viewed 38863 times
19488505_10212175481096172_1733041370902862030_o.jpg
19488505_10212175481096172_1733041370902862030_o.jpg (970.92 KiB) Viewed 38863 times
Síðast breytt af íbbi þann 16.feb 2021, 01:13, breytt 12 sinnum samtals.


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: Gamall Ram

Postfrá Heidar » 02.júl 2017, 12:19

Hann er nú nokkuð reffilegur!
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 02.júl 2017, 13:37

Hann er nefnilega helvíti laglegur í grunnin, þegar ég sá myndir af honum þá var þetta nákvæmlega það sem ég var að leyta af.

En vonbrigðin voru ansi mikil.. því miður, sem er synd því ef hann hefði sagt mér frá því hvernig bíllinn raunverulega var, þá hefði ég samt tekið hann, hann var samt bestur af þeim sem mér bauðst, ég bara þoli ekki þegar menn geta ekki ropað út úr sér hvernig hlutirnir raunverulega eru
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: Gamall Ram

Postfrá Heidar » 02.júl 2017, 18:36

Jú það er laukrétt, verst að það virðist vera hluti af leiknum :/
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 03.júl 2017, 22:51

Jújú það er ekki laust við því

En það þýðir ekki að svekkja sig meira á þessu, verkefnið er bara stærra en haldið var
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 04.júl 2017, 14:27

Jæja þá er byrjað að versla, fékk nýjann öxul á ljónstöðum, tók krossa og sett í báða enda, ætla svo að skipta um allar 4 spindilkúlurnar, bremsurnar eins og þær leggja sig, allt í jafnvægisstöng, skástífuna, og allar legur, þá ætti hann að vera fínn, held að stýrisbúnaðurinn sé í fínu lagi
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Gamall Ram

Postfrá helgierl » 13.júl 2017, 22:36

Endurlífgun gamalla jeppa er holl og góð skemmtun!

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 14.júl 2017, 02:22

já, því verður ekki neitað

ég er reyndar upp fyrir haus í húsaviðgerðum þessa dagana, en er búinn að kaupa sitthvað í hann, kemst vonandi í hann seinna í sumar, hann hefur allt að bera til að verða góður

hann er búinn að standa sig vel í ruslaferðum. enda eins og sendibíll að aftan með þetta hús á pallinum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Gamall Ram

Postfrá Rodeo » 17.júl 2017, 06:23

Flottir þessi Ram og þetta eru ágætir bilar í akstri. Þessi bjargaði Dodge frá gjaldþroti á sínum tíma og virðast halda sér ágætlega ef það er hugsað um þá.

Skiljanlega pirrandi þegar seljendur geta ekki líst bílum eins og þeir eru í raun. Fór einhvern tímann að skoðan Jeep liberty sem átti að sögn að vera sem nýr og seljandi tók sérstaklega fram hversu gott lakk og boddý væri. Sól var lágt á lofti og skein beint á hliðina á kagganum. Hann eins og úr bárujárni að sjá. Hafði greinilega lennt út í skurð en lítið verið réttur bara þeim mun meira spastlað og svo spreyjað yfir með brúsa. Þegar hurð var opnuð seig hún um rúma tommu þannig að sennilega var hann skakkur að auki. Hefði mögulega skoðað hann betur ef mér hefði verið sagt satt frá að hann hefði skemmst og hvernig hefi verið reynt að laga hann en nennti ekki að spá frekar í honum því ef það er logið um þetta hvað fleira er þá logið um.

Svo geta auðvitað verið grá svæði með hluti sem virka en er komið sliti í. Er það hlutur í lagi eða hvað? Þú setur greinilega metnað i að hafa þetta í góðu lagi meðan aðrir láta það lafa.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Gamall Ram

Postfrá jongud » 17.júl 2017, 08:36

Söluskoðanir hafa oft bjargað stórum fjárhæðum.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 17.júl 2017, 22:49

já það var var nú eiginlega ekki í stöðuni, bíllinn stóð númerslaus á bóndabæ hinu meginn á landinu (m.v mína staðsetningu)

en vissulega hefði ég getað farið og skoðað bílinn og ákveðið mig svo.
ég vill ekki vera bauna neitt á fyrri eiganda, ég tel að hann hafi lýst bílnum heiðarlega og munurinn liggji frekar í misminandi gildismati á hvað sé gríðar heilt og hvað ekki.

bíllinn er í grunninn afar heill, og að mörgu leyti mun betri en gengur og gerist með þessa bíla orðið í dag. hann er mjög lítið ryðgaður og ekki ekinn nema 180þús km,

ég hefði engu síður viljað vita að það þyrfti að endurnýja hvern einasta slithlut sem hægt er í framfjöðrun á bílnum, dekkinn voru sögð í fínu lagi en eru vægast sagt handónýt, fúin og svo strigasprungin eftir að bíllinn hefur staðið á þeim loftlausum að þegar maður sér bílinn á ferð þá skjálfa dekkinn eins og hjólkoppur sem er við það af skúrrast af. allar bremsur eru svo meira og minna grónar fastar, auk annara atriða eins og að spegilill er brotinn öðru meginn, brotið afturljós og flr.

það var hálf ævintýralegt að keyra bílinn suður bíllinn skalf og hoppaði eins og ég veit ekki hvað, keyrði í aðra áttina og snarbeygði svo í hina áttina ef maður bremsaði. ég ók bílnum svo vestur á firði strax daginn eftir og á leiðini fór hann að skjálfa svo hrottalega að ég var að taka djúpið á 40-50km/h

þannig að núna þegar bíllinn átti að vera farinn að þjóna mér sem vinnutrukkur, þá er er hann að fara af númerum bara og inn í skúr fram á haustið.

ætla skipta um skástífur og spyrnur (linka) alla spindla, stýrisdempara, krossa og pakkdósir í liðhúsum, nýjir öxlar (rasunverulega nýjir) dempara. allar bremsur nýjar eins og þær leggja sig og jú dekk. þá ætti hann að fara keyra almennilega. stefni á að láta mála á honum framstæðuna, húddið á honum er skemmt eftir að hafa fokið upp en ég er með óskemmt húdd sem þarf að mála. það mætti líka mála á honum frambrettin og kantana.

gæti líka trúað að ég þurfi að smkipta um soggreinapakningu auk eþss sem hann er að að henda villukóðum á súrefnisskynjarana

svo veitir ekki af að held ég taka úre honum bæði teppi og sæti og hárþýsti þvo þetta hreinlega. menn hafa ekki verið að fara úr stígvélunum eða vinnugallanum áður en þeir sátust upp í hann.

þetta er náttúrulega bara væll í manni. en fúlt engu síður, eins og ég sagði að ofan, ég hefði hiklaust keypt bílinn eins og hann er, ég hefði bara viljað fá að vita að hverju ég geng.

tók smá session á mælaborðinu og flr plasflötum í gær með heitu vatni sápu og bursta. þetta er helvíti heilt undir drulluni.

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Gamall Ram

Postfrá Járni » 18.júl 2017, 08:26

Svona er þetta, það er alltaf eitthvað.

Gangi þér vel með þetta, hann verður amk í topp standi fljótlega!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 22.júl 2017, 23:57

jájá, ekki spurning :)

nú er ég með eina pælingu,

hann myndi glaður þiggja aðeins lægri hlutföll, original hlutföllin eru 3.55 ég er dáldið heitur fyrir að fara í 4.10

hvernig er það með lásinn, gengur hann á milli? þetta er ARB lás, dana 44 hásing
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Gamall Ram

Postfrá kaos » 23.júl 2017, 11:02

Nei. ekki nema niður í 3,73 hlutföll, a.m.k. samkvæmt þessum lista sem ég fann á netinu.
Tek samt fram að ég hef enga reynslu af þessu sjálfur, og kannski vita einhverjir mér fróðari um leið til að "láta þetta passa", sama hvað ARB segir :-)

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 23.júl 2017, 23:09

takk fyrir þetta.

það var nú leytt, en maður lifir nú samt alveg af á original hlutföllunum, þeir toga nú ágætlega þessir hlunkar

var að hræra steypu úti á á plani með hann beint fyrir framan mig, þetta er nú alveg jeppalegt, væri gaman að komast af því hvort það sé og hvað sé búið að lyfta honum

Image
Viðhengi
20247837_10212399599338988_6054909858935455165_o.jpg
20247837_10212399599338988_6054909858935455165_o.jpg (482.59 KiB) Viewed 38865 times
Síðast breytt af íbbi þann 22.okt 2017, 02:26, breytt 1 sinni samtals.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 01.sep 2017, 20:58

jæja, nú fer að líða af því að maður fari að taka rispu í þessum, búinn að kaupa ný dekk undir hann, mastercraft cxt, gafst upp á að bíða eftir nankang dekkjunum.

kominn með nýjann öxul, pakkdósir, krossa í liðhús, skástífu complete, allar spindkúlur, allar spyrnur/stífur complete nýjar, ballancestangargúmmí og enda, og það nýja hluti, ekki heila en notaða

ætlaði að taka allt nýtt í stýrisganginn á honum og bremsur hringinn, en það verður bara næsta törn

nú er bara að finna tíma til að koima þessu í, hann ætti nú að hressast all verulega við þetta

annars er ég búinn að nota hann alla daga nánast síðan ég keypti hann, og hann hefur sinnt sínu vandræðalaust

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Gamall Ram

Postfrá Axel Jóhann » 04.sep 2017, 21:07

Það er hægt að nota læsinguna í hærri drif en 3.73 með því að setja spacer undir kambinn. :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 04.sep 2017, 23:04

já ég hef heyrt eitthvað af því. það er kárlega eitthvað sem ég hefði áhuga á
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 04.sep 2017, 23:33

sökum anna hefur nú farið lítið fyrir því að ég hafi actually kíkt undir bílinn.

tók mig til í dag og smurði hann og kíkti á hitt og þetta, hjólasystemið lýtur nú betur út en ég hélt, kom mér á óvart að það smitar ekki dropa frá mótor nokkurstaðar. það er nú eitthvað

ég bjóst við að skástífan væri handónýt, þar sem að ef maður tekur í stýrið þá sér maður boddýið hreyfast áður en dekkin fara af stað, einnig finnur maður stundum skrítna tilfinningu þar sem manni finnst boddýið beygja en undirvagninn ekki.

ég fann hinsvegar nótu fyrir nýrri skástífu sem var sett í fyrir 8þús km, en tæpum áratug samt. hún fer þá bara upp í hillu, stýrisstengurnar get ég hreyft upp og niður á kúlunum en get ekki framkallað slag í þeim til hliðanna, stýrisdemparinn virðist slappur þó

spyrnunar get ég ekki hreyft, en ég sé að fóðringarnar eru morknar.

boddýpúðar lýta allir vel út og grind og boddýfestingar, sem og allur botninn á bílnum eru óvenju heilar/heill

mig grunar að fúnu dekkin séu valdur af meiri part af þessu en maður gerði sér grein fyrir. en engu síður þá fer þetta allt í og maður veit þá hvað maður er með í höndunum. get ekki beðið eftir að fá dekkin, hjólastellið er allt byrjað að detta inn með póstinum
Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 04.sep 2017, 23:41

keypti líka felgur undir hann

var búinn að vera leyta af oldschool american racing álfelgum, og fann einn outlaw2 gang, 15x10"

finnst þessar felgur alltaf fara þessu eldri pikkum hvað best
Viðhengi
1105444477482_15X10_062.jpg
1105444477482_15X10_062.jpg (56.8 KiB) Viewed 40770 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 19.sep 2017, 00:27

jæja þá voru síðustu hlutir í hjólasystem að skila sér, nýju dekkinn koma í vikulok

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 25.sep 2017, 20:22

þá er fyrsta rispa byrjuð í þessum, komst af því þegar ég byrjaði að ytri öxullinn var brotinn líka, hann var til á ljónstöðum, og kemur á morgun,

í þessari rispu fær hann

nýjann öxul innri/ytri v/m framan
krossa í liðhús ásamt pakkdósum
skástífu að framan
spindilkúlur efri/neðri b/m framan
efri og neðri stífur/spyrnur b/m framan
ballancastangarenda og gúmmí b/m framan
handbremsubarka
svo fara nýju dekkin undir hann.

ætti að verða smá munur

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 26.sep 2017, 19:31

þessi dúlla skilaði sér með póstinumí dag ásamt flr smáhlutum

er ansi ánægður með jeppasmiðjuna þessa dagana, öxlarnir eru original dana spicer, krossarnir dana spicer, spindilkúlur og öll gúmí frá Acdelco,

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 08.okt 2017, 15:57

jæja þessi er loksins byrjaður í yfirhalninguni,

hann er loksins orðinn fjórhjóladrifinn aftur, og stífurnar komnar í ásamt flr

aldrei hefði ég trúað að jafn einfalt verk of að skipta um stífurnar gæti reynst jafn tímafrekt og leiðinlegt og varð rauninn, gömlu stífurnar voru svo grónar í að það endaði í margra klukkutíma verkefni að ná þeim úr.

en hann stefnir óðum í að verða hinn hressasti

Image
Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Gamall Ram

Postfrá Sævar Örn » 08.okt 2017, 18:58

já það er ekki gaman að eiga við svona hluti í gömlum bílum, en það er gaman að sigra raunina!

þér til varnar einnig er þetta allt bæði þungt og þú ekki á lyftu þannig þetta er eiginlega bara bölvun!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 08.okt 2017, 19:41

hann stóð síðustu 3 árin á grasi, það hjálpaði eflaust ekki til. það var allt ansi fast undir honum. nema höbbinn, sem kom lúmskt á óvar

en stífurnar hinsvegar voru hálfgerður brandari, slæmur brandari þ.e.a.s. glóðhitaði boltana, en í staðin fyrir að losna slitnuðu þeir bara strax, þá ákvað ég að skera þá bara í miðjuni, náði í stingsg (sawzall) nei hún hafði þá ekki, prufaði a.m.k 5 mismunandi blöð, náði í slípirokk, hann náði ekki í boltann, náði í stærri slípirokk hann sprengdi skurðarskífurnar, endaði á að skera stífurnar í sundur til að reyna að að fá betra aðgerngi að þeim. og brenndi svo fóðringarnar úr með plasmaskera og endaði á að skera svo með 6mm þykkri skífu í stóra rokknum.

efri stífan er svo volltuð í gegnum grindina, og stigbrettin loka alveg að henni öðrumeginn og pústið hinu meginn, tók bara 3.5 tíma að banka þann bollta úr með því að berja á framlengingu,

ég þyrfti að komast með hann á lyftu og komast í gírkassatjakk til að klára hann.

en hei.. loftlásinn virkar, prufaði það :D
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 08.okt 2017, 20:59

nýjir óspjallaðir partar eru alltaf fallegir
Image

fékk felgurnar mínar um daginn, þær eru nú komnar af léttasta skeiði, en undir fara þær nu samt, dekkin mín koma á morgun eftir algjöra skitu hjá sólningu, væri í raun efni í sér þráð
Image

keypti 4 svona, þannig að það er grindarsmíði í væntingum, vonandi að þetta verði ekki overkill framan á honum
Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 09.okt 2017, 19:49

jæja, þá er hann kominn á ný dekk, og aðrar felgur, kemur afar vel út að mínu persónulega áliti

framhjólastellið er að verða nýtt að mestu leyti, sá að annar höbbinn er handónýtur, þannig að ég er búinn að panta tvo nýja og skipti um þá báðu meginn.
Viðhengi
22291162_10212997930256887_2063167568371181804_o.jpg
22291162_10212997930256887_2063167568371181804_o.jpg (697.69 KiB) Viewed 39464 times
22289604_10212997929736874_6225440207836772013_o.jpg
22289604_10212997929736874_6225440207836772013_o.jpg (891.3 KiB) Viewed 39464 times
22291480_10212997931256912_5785649315960784170_o.jpg
22291480_10212997931256912_5785649315960784170_o.jpg (910.9 KiB) Viewed 39464 times
22289905_10212997931536919_6578366202995064551_o.jpg
22289905_10212997931536919_6578366202995064551_o.jpg (790.22 KiB) Viewed 39464 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Gamall Ram

Postfrá Járni » 09.okt 2017, 22:52

Rennilegur!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 09.okt 2017, 23:54

allur að koma til!
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamall Ram

Postfrá sukkaturbo » 10.okt 2017, 07:22

Jamm orðinn flottur og eigulegur

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 10.okt 2017, 22:13

takk fyrir það. hann er a.m.k að verða töluvert betri en hann var. annað væri reyndar líka synd þar sem að þessi bíll er mjög heill í grunnin

tók mig til og eyddi einum sólardegi í að massa hann með vél. hann er töluvert skárri en hann var svo mattur fyrir að hann var nánast eins og hann væri grunnaður.

eftir að hann verður kominn í stand þá fe rég að bletta og svona fríska aðeins upp á hann, og síðast en ekki síst, þrýfa innréttinguna
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 17.okt 2017, 21:11

þá er hægt að halda áfram, pósturinn kom með þetta í dag
Viðhengi
timken.jpg
timken.jpg (100.58 KiB) Viewed 39052 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 22.okt 2017, 01:35

áfram heldur það. maður notar laugadagana til að dunda í "trukknum"

kláraði framhjólasystemið í dag.

þegar ég keypti bílinn í sumar þá tók ég eftir því að annað afturhjólið á honum "vobblaði" eins og það væri laust á, hann hafði staðið á því dekki loftlausu í 2-3 ár, og eftir að hafa séð hversu fúið dekkið var og fullvissað mig um að allir felgubolltar væru hertir þá taldi ég orsökina liggja hjá dekkinu,

ég veitti því athygli að dekkið sem var þrátt fyrir fúa og að vera strigasprungið var með a.m.k helminginn af munstursdýptini, tættist upp tvöfallt hraðar en framdekkin, og eftir að hafa ekið bílnum til vinnu í tvo mánuði var það orðið nánast slétt.

þegar ég slakapði bílnum niður til að prufa áðan fann ég smá titring í bílnum, og sá að dekkið var ennþá að "vobbla", þ.e.a.s nýja dekkin ´

ég reif dekkið undan og bremsuskálina, sá að hjólalegan er handónýt og öxulinn gengur aðeins til í rörinu, upp og niður þ.e.a.s ekki fram og aftur

en svo tók ég eftir að einhver snillingurinn hefur soðið felgubolltana, eða punktað hressilega við þá svo þeir séu fastir við nafið, þetta olli því að skálin sat skökk og dekkin því líka. ég yrði ekki hissa ef þetta væri orsakavaldurinn fyrir því hvernig er komið fyrir leguni.

eftir að ég slípaði punktana niður þá snúast tveir bolltar bara í gatinu, skálin hinsvegar sast rétt í og dekkið hætti að hristast, en mér sýnist ég þurfa að skipta um öxul og felgubollta ásamt legum og pakkdósum.

skemmtilegu fréttirnar eru samt að bíllinn er gjörbreyttur í akstri. keyrir þráðbeint og er allur annar.

ég þyrfti samt að skipta um eða láta gera upp framdemparana í honum, hann er með stillanlega koni gasdempara. hefur einhver reynslu af því að láta bílanaust gera þá upp?
Viðhengi
22549525_10213084206813747_3026746398720859150_n.jpg
22549525_10213084206813747_3026746398720859150_n.jpg (105.49 KiB) Viewed 38871 time
22770754_10213084421099104_2794522615662329720_o.jpg
22770754_10213084421099104_2794522615662329720_o.jpg (617.42 KiB) Viewed 38871 time
22550563_10213084420219082_4025679753966882932_o.jpg
22550563_10213084420219082_4025679753966882932_o.jpg (775.18 KiB) Viewed 38871 time
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 22.okt 2017, 19:40

kippti af honum húsinu,
Viðhengi
ram4.jpg
ram4.jpg (706.27 KiB) Viewed 38779 times
ram3.jpg
ram3.jpg (629.49 KiB) Viewed 38779 times
ram2.jpg
ram2.jpg (596.37 KiB) Viewed 38779 times
ram1.jpg
ram1.jpg (544.36 KiB) Viewed 38779 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamall Ram

Postfrá sukkaturbo » 22.okt 2017, 19:45

Jamm nu er hann flottur

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 23.okt 2017, 18:16

takk fyrir það,

er búinn að vera keyra honum aðeins, þvílíkur munur, nú þarf bara að taka afturhjólaleguna og framdemparana, þá er hann útskrifaður hjólasystems lega.

fékk efni í dag til að möndla saman kastaragrind, fer að byrja á því bráðum

það er alveg furðulega gott að keyra á þessum dekkjum m.v hvað þau eru groddaleg
Viðhengi
dekkz.jpg
dekkz.jpg (769.61 KiB) Viewed 38675 times
dekks1.jpg
dekks1.jpg (764.87 KiB) Viewed 38675 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 24.okt 2017, 20:00

þá er það grindin, byrjaði að punkta hana upp og mæla í dag.

þessi stingst inn í götin á stuðaranum við hliðina á kösturunum sem eru fyrir. þar er reyndar ekkert nema kælar og ekkert til að festa í, en ég set bracket sem boltast í grindina að neðanverðu og boltast svo aftan í bogan bakvið stuðarann
Viðhengi
22829122_10213103533376899_4202613525681690801_o.jpg
22829122_10213103533376899_4202613525681690801_o.jpg (713.34 KiB) Viewed 38530 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram

Postfrá íbbi » 25.okt 2017, 18:42

fann mér gamlann stauraveg til að prufa hvort fjórhjóladrifið og loftlæsingin væru ekki í standi, svona eftir síðustu viðgerðatörn. og jú prufa dekkin

hann pósaði svona líka fallega fyrir mig í leiðini
Viðhengi
ramflex.jpg
ramflex.jpg (744.37 KiB) Viewed 38442 times
ramposer.jpg
ramposer.jpg (810.54 KiB) Viewed 38442 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gamall Ram

Postfrá thor_man » 25.okt 2017, 23:14

Glæsilegur þessi. Er þetta fyrsta kynslóðin eftir kassalaga bilinn (70-80 árgerðirnar)?


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir