Gamall Ram, nýjar myndir 12.4

User avatar

jongud
Innlegg: 2085
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Gamall Ram, nýjar myndir 12.4

Postfrá jongud » 29.maí 2019, 08:15

íbbi wrote:...
ég fékk teikningar af stífuvösum, ættuðum frá toyota breytingum úr hilux. ég breytti þeim aðeins m.v teikninguna, hækkaði efri stífuna upp um 5cm, bilið á milli stífanna er þá 25cm, sem 0.75% af hæð dekkjana, sem ég las einhverstaðar hérna að væri alveg málið.

mér finnst ansi langt á milli þeirra að sjá. og mér finnst neðri spyrnan alltof lág. það eru 30cm undir hana

meðfylgjandi á mynd má sjá fjöðrun úr málningarsköptum og lausan gorm, ég vill meina að við verðum allir með þetta svona innan nokkura ára


Tékkaðu á þessari síðu hjá Guðmundi, margt nytsamlegt um fjöðrun þarna, m.a. 5-link.
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/gormgr/gormindex.htm
Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1161
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram, nýjar myndir 12.4

Postfrá íbbi » 29.maí 2019, 09:14

Já maður er búinn að lesa þessa stafnana á milli
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1161
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram, nýjar myndir 12.4

Postfrá íbbi » 10.jún 2019, 19:03

þá er kominn einhver mynd á þetta. og búið að máta fram og til baka og breyta hinu og .þessu.

lenti reyndar í því að það lak úr öðru framdekkinu á honum, það þrýsti greinilega svona hressilega á prófílana sem ég hafði fest hann með að aftan, að grindinn færðist alveg yfir á aðra hliðina og sleit einn prófílin lausan frá. þannig að að eitt kvöldið fór í að stilla hásinguni aftur upp og mæla fram og til baka til að reyna staðsetja hana rétt aftur, þar sem allt sem festi hana undir áður var farið af bílnum.

nú er ég bara að bíða eftir rörinu í stífurnar, sem átti að koma fyrir helgi, en ég er kominn með fóðringar og búinn að renna hólka utan um þær

ég ætla þrást aðeins við í uppsetninguni á þessu, m.v hvað er talið rétt. og hafa mismunandi halla á stífunum, þ.e.a.s efri stífuna beina og neðri stífuna halla 5˚ upp að grind. með þessu er talsverður munur á síddini á stífuvasanum. ég veit að þetta myndar þvingun í misfjöðrun, en ef ég skil fræðinn rétt þá getur þetta líka þítt að fjöðrunin verði ekki jafn lifandi í venjulegum akstri á malbikinu. og satt að segja þá er það eitthvað sem ég vill, en sannleikurinn er sá að þessi bíll verður að lang mestu leyti í slíkum akstri,
hvernig þetta kemur út mun auðvitað bara koma í ljós þeggar bíllinn fer að keyra. en takmarkið með þessu var að fá bílinn skemmtilegri í akstri en hann var fyrir auk þess sem ég vonast til að eitthvað af þeim ó-eiginleikum sem hann var haldinn á fjöðrunum og þjakar marga af þessum pallbílum skáni.
Viðhengi
62233739_569850046872855_8813818055885848576_n.jpg
62233739_569850046872855_8813818055885848576_n.jpg (91.47 KiB) Viewed 345 times
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1161
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram, nýjar myndir 12.4

Postfrá íbbi » 10.jún 2019, 19:22

og síðast en ekki síst.. svona þar sem við erum að mála hann líka. þá er búið að gæla aðeins við pjattið líka.

allir hurðahúnar nýjir og cylindrar í þá ásamt sviss og lyklum nýjir speglar, nýjir hliðarlistar og uppgerasett í lamirnar ásamt fóðringum og ströppum í hlerann

ég var fyrir löngu búinn að kaupa á hann ný fram og afturljós og fékk annað original grill á hann sem er sem nýtt, þó það sjái ekki mikið er því sem fyrir var.
Viðhengi
20190510_224826.jpg
20190510_224826.jpg (3.07 MiB) Viewed 344 times
20190510_224924.jpg
20190510_224924.jpg (3.77 MiB) Viewed 344 times
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1161
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Gamall Ram, nýjar myndir 12.4

Postfrá íbbi » 24.jún 2019, 21:34

þetta þokast smátt og smátt, á bara eftir að smíða skástífuna og bracketin fyrir hana og þá get ég skellt gormunum í og séð hvernig hann situr

hallinn á neðri stífunum varð aðeins meiri en ég ætlaði mér. neðri götin áttu að vera 1.5cm neðar, en þetta er bara fyrsta prufa,
ég stillti vösunum upp í þessari stöðu sem fyrstu tilraun, ég reikna með að eiga eftir að færa þá aðeins upp augljóslega á ég svo eftir að sníða styrkingar á alla kantana í kring um þá.
en ég ætla prufa leyfa honum að standa í hjólin og prufa aðeins að lyfta hjólunum á víxl og sjá hvað þetta gerir allt saman.

stífurnar eru bara afleysingastífur, ég pantaði rör frá G.A sem er svo búið að vera á þriðju viku á leiðini og ég ákvað að smíða afleysingastífur með nælon fóðringum svo ég gæti haldið áfram
Viðhengi
64812198_2426066677672025_3363841402956939264_n.jpg
64812198_2426066677672025_3363841402956939264_n.jpg (236.11 KiB) Viewed 110 times
64642206_2337102353233834_6383113642933485568_n.jpg
64642206_2337102353233834_6383113642933485568_n.jpg (299.52 KiB) Viewed 110 times
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir