Eskifjarðarheiði
Posted: 26.mar 2017, 10:46
Sælir góðir spjallfélagar,
Mér hefur alltaf fundist að óbreytti LC90 minn kæmi ekki neitt í snjó og er oft búinn að festa bílinn. Þar sem ég átti enga loftdælu gat ég ekki hleypt miklu úr dekkjunum enda alltaf þurft að aka loftlítið til baka til byggða. Nú keypti ég mér loftdælu í AB-varahlutum og ákvað að hleypa meira úr og sjá hvort bíllinn kæmist eitthvað lengra. Bíllinn er á 31" dekkjum og ég fór niður í 10 psi. Bíllinn komst lengra en ég bjóst við en það er nú frekar snjólétt hérna þennan vetur, það hefur væntanlega líka eithvað að segja. Njótið myndanna frá Eskifjarðarheiði.
Kveðja að austan, Rögnvaldur
Mér hefur alltaf fundist að óbreytti LC90 minn kæmi ekki neitt í snjó og er oft búinn að festa bílinn. Þar sem ég átti enga loftdælu gat ég ekki hleypt miklu úr dekkjunum enda alltaf þurft að aka loftlítið til baka til byggða. Nú keypti ég mér loftdælu í AB-varahlutum og ákvað að hleypa meira úr og sjá hvort bíllinn kæmist eitthvað lengra. Bíllinn er á 31" dekkjum og ég fór niður í 10 psi. Bíllinn komst lengra en ég bjóst við en það er nú frekar snjólétt hérna þennan vetur, það hefur væntanlega líka eithvað að segja. Njótið myndanna frá Eskifjarðarheiði.
Kveðja að austan, Rögnvaldur