Ram 5,7 Hemi 2003 verkefni seldur
Posted: 13.mar 2017, 15:12
Jamm ekki er öll vitleysan eins og ekki batnar bílavalið hjá manni. Eignaðist í skiptibralli Dodge Ram 2003 5,7 Hemi leðurbíl 1500.KOm mér á óvart hversu gaman er að aka þessu og hvað hann er nettur í eyðslu miðað við kraft og stærð.Burðar og dráttargeta samkvæmt skoðunarvottorði er eins og í gömlum hilux þó svo þessi bíll hafi margfalda getu til að gera meira en gamall hilux.
Slatti sem þarf að gera að venju og verður þetta verkefni næstu daga eða vikur svo hægt sé að selja þetta með þokkalegri samvisku.Ég ætla að byrja á að skipta um afturfjaðrirnar og ryðbæta hjólbogana í skúffunni og laga lakkskemmd á toppi en þar var kominn lófastór skemmd í lakkið og líka er lakk að hlaupa upp á afturhlera neðst.Kíkja þarf á handbremsu en það er ekki sami hemlakraftur að aftan á hægra og vinstra hjóli og setja þarf nýjan kerrutengil og skipta um stýrisenda og fleira smotterí.
Slatti sem þarf að gera að venju og verður þetta verkefni næstu daga eða vikur svo hægt sé að selja þetta með þokkalegri samvisku.Ég ætla að byrja á að skipta um afturfjaðrirnar og ryðbæta hjólbogana í skúffunni og laga lakkskemmd á toppi en þar var kominn lófastór skemmd í lakkið og líka er lakk að hlaupa upp á afturhlera neðst.Kíkja þarf á handbremsu en það er ekki sami hemlakraftur að aftan á hægra og vinstra hjóli og setja þarf nýjan kerrutengil og skipta um stýrisenda og fleira smotterí.