Musso 3.2 bensín á 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 27.des 2016, 10:11

Eignaðist þennan um daginn

Musso 3.2 bensín 220hö sjálfskiptur á 35" dekkjum og alveg gjörsamlega stráheill bíll, ekki til ryð í grind eða öðru og allt saman virkar eins og það á að gera sem er oftast ekki í Musso á þessum aldri, hann er ekinn 211.000km og ber þess merki að hafa alltaf fengið gott viðhald og verið hugsað um hann.


Þetta er fyrsti jeppinn minn á svona "stórum" dekkjum en það var farið í fyrstu jeppaferðina ì snjó núna í gær 2. Í jólum og þar stóð hann sig ótrúlega vel miðað við opin drif og litla reynslu af snjókeyrslu af minni hálfu, en hann fór að drífa vel þegar dekkin voru komin niðrí 5 pund, þó vildi ég hafa læsingu að aftan allavega og loftdælu en það er bara á todo listanum.


Við byrjuðum 4 saman og fórum uppá hellisheiði og keyrðum 1000 vatna leiðina og vorum greinilega fyrstir á staðinn því það voru engin för og búiðað snjóa ansi mikið kvöldið áður, þetta átti bara að vera smá skreppur en það endaði í því að við vorum frá kl 10 um morgunin og vorum ekki að koma í bæinn aftur fyrr en um hálf 7.


Það bættust líka alltag við fleiri bílar af öllum stærðum og gerðum og í restina held ég að það hafi verið örugglega um 15 bílar, allt frá 33" L200 pickup í 46" Ford og Land Cruiser þetta var allavega hrikalega gaman og alveg bókað mál að maður heldur áfram í þessu.


Allavega hér koma nokkrar myndir af bílnum og leikaraskap.



20161226_102031.jpg
20161226_102031.jpg (3.28 MiB) Viewed 6963 times

20161211_184432.jpg
20161211_184432.jpg (3.76 MiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832321637.jpg
FB_IMG_1482832321637.jpg (43.97 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832326761.jpg
FB_IMG_1482832326761.jpg (64.51 KiB) Viewed 6963 times

20161226_121223.jpg
20161226_121223.jpg (3.28 MiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832331723.jpg
FB_IMG_1482832331723.jpg (34.03 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832331723.jpg
FB_IMG_1482832331723.jpg (34.03 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832342265.jpg
FB_IMG_1482832342265.jpg (35.37 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832342265.jpg
FB_IMG_1482832342265.jpg (35.37 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832346113.jpg
FB_IMG_1482832346113.jpg (55.94 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832350784.jpg
FB_IMG_1482832350784.jpg (34.71 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832354281.jpg
FB_IMG_1482832354281.jpg (46.69 KiB) Viewed 6963 times

FB_IMG_1482832357965.jpg
FB_IMG_1482832357965.jpg (22.72 KiB) Viewed 6963 times


1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá jongud » 28.des 2016, 11:31

Gott að hafa gaman af :)
Bensínvélin er nokkuð góð í Musso, en það eru tveir hlutir sem þarf að hafa auga með. Annað er heddpakkningin og hitt er kveikjukerfið. Það var allavega á eldri Mussóum vandamál að einangrunin á víralúminu sem lá ofan í heddinu á milli knastásanna þoldi illa hitann og fór að springa og leiða út. Það finnst fljótt þegar kveikjan fer að blotna.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 28.des 2016, 16:32

Já, ég einmitt vissi af því, heddpakkningin virðist ekki vera að fara gefa upp öndina á næstunni, hann hreyfir ekki vatn og hitnar aldrei meira en eðlileg telst, og ég einmitt bjóst við veseni með loomið ofaní heddinu en hann hefur ekki slegið feilpúst ennþá og þrátt fyrir að hafa blotnað hressilega í þessari ferð þá var gangurinn alltaf tipp topp.

Eina vesenið til þessa sem ég hef þurft að laga var sambandsleysi frá tengi við milli kassa í bensíndæluna, þar hafði einhver troðið AVO mæli inn í tengin og víkkað þau svo að snerturnar hættu að ná sambandi svo að bensíndælan fór ekki í gang og bensínmælirinn var ansi líflegur, þaes ekkert að marka hann.


Núna er hann í topp lagi. Annars var upphaflega planið að skipta þessari vél út fyrir díselvél og beinskiptingu sem ég á til í öðrum musso hjá mér en þessi vél er bara andskoti góð og skiptingin líka svo að það plan fær að bíða uns eitthvað bilar fyrir alvöru. Það er alls ekki slæmt að aka um á Musso sem hreyfist almennilega þegar stigið er á gjöfina. :D Og svo er eyðslan bara alls ekkert slæm.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Egill
Innlegg: 31
Skráður: 05.apr 2010, 11:44
Fullt nafn: Egill Sandholt
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Egill » 28.des 2016, 17:06

Ég átti þennan bíl fyrir nokkrum árum og kann frúin mér engar þakkir fyrir að selja hann. Þetta var notað sem ferða bíll sumar og vetur, ekki mikið keyrður í bænum. Eyðslan með lítið fellihýsi var um 14 og ekkert mál að taka fram úr ef þurfti. Félagi minn á Patrol eyddi aldrei undir 16 og síðan hef ég aldrei hlustað á þetta kjaftæði að það sé ekki hægt að keyra nema dísel bíla vegna eyðslu.


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá emmibe » 28.des 2016, 23:43

Þetta er rétt með víra lúmmið að keflunum, það fannst hjá mér að lagninnar voru orðnar harðar og stökkar svo ég skipti þeim út. Fór í íhluti og fékk þar silikonvír sem þolir hitann betur og svo hitakápu til að draga yfir langnaefnið og fór frekar langt upp í orginal lúmmið og verður skipt um restina af því einhvern tímann. Hef fengið vatn niður með kertahettunum og þá var fúsk og mikið fret :-) Gekk betur frá hlífinni þarna yfir.
Annað atriði er að í UT stútnum á bensíndælunni niðri í tank er O hringur sem gæti verið sniðugt að endurnýja, var lengi að komast að þessu með tilheyrandi pirringi.
Flottur Musso þarna hjá þér.
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 29.des 2016, 09:52

Já, takk fyrir það, ætli maður skoði ekki loomið ofaní heddunum fljótlega bara til að fyrirbyggja vesen.


Annars talandi um eyðslu þá get ég nú ekki kvartað mikið, var með bílinn í gangi frá 9.30 til 19.00 í þessu snjóbrölti og hann fór með 35 lítra yfir þann tíma, ég læt það nú alveg eiga sig.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 12.feb 2017, 14:12

Núna er mann farið að klæja í puttana og langar að fara setja hann á stærri dekk, hefur einhver hér upplýsingar um hvað þarf að snikka til að koma 37" undir?


Það sem ég sé að þarf að gera
Færa hásingu aftar að aftan
skera aðeins úr afturbrettum fyrir pláss
færa gormasæti og demparafestingar aftar og fá lengri gorma og sleppa upphækkunarklossum að aftan
hækka bílinn að framan virðist lítið þurfa klippa úr í viðbót, það er spurning með klafasíkkun þar.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 04.sep 2017, 22:29

Jæja eitthvað farið að gerast, ég skipti um gúmmí í efri spyrnum báðu megin að framan því ég fékk ábendingu um að eitt þeirra væri orðið lélegt í síðustu skoðun, og skipti líka um hjöruliðskross í stýrisleggnum og þvílíki munurinn á bílnum í akstri. Gúmmíin keypti ég hjá Benna og kostuðu innan við 1000kr stk á fullu verði , krossinn í stýrið fékk ég í stál og stönsum.


Svo keypti ég líka ARB loftlás í afturhásinguna sem verður settur í fyrir veturinn, ásamt því að leggja drög að því að búa til pláss fyrir stærri dekk.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Egill
Innlegg: 31
Skráður: 05.apr 2010, 11:44
Fullt nafn: Egill Sandholt
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Egill » 05.sep 2017, 19:40

Þarf ekki að aftengja spólvörnina svo að vélar eða skiptingartalvan skemmist ekki, ef þú setur læsingar í drifin?


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 06.sep 2017, 00:15

Jú, meðan að abs er óvirkt þá skiptir það ekki máli, þá hættir spólvörnin að virka, ég aftengi absið hvort sem er alltaf þegar það er snjór eða hálka.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 02.okt 2017, 22:56

Var að fá dekk í hendurnar, pantað gegnum tyresdirect.is tók um 3 vikur að koma og frí heimkeyrsla innan höfuðborgarsvæðisins.



Cooper Discoverer STT PRO 35x12.50R15 framleidd í 18. Viku 2017, semsagt ekki gömul dekk eins og tíðkast hefur á topp verði hér á landi.


Fann hvergi dekk á betra verði hér heima miðað við merki, er mega sáttur.


Screenshot_20171002-212619.png
Screenshot_20171002-212619.png (1.67 MiB) Viewed 5769 times
Síðast breytt af Axel Jóhann þann 07.okt 2019, 21:34, breytt 1 sinni samtals.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 03.nóv 2017, 17:20

Jæja þá er ég kominn með 15x12" 2 ventla felgur með tvöfaldri miðju svo að nýju dekkin ættu að detta undir fljótlega, þarf bara að mála felgurnar fyrst.

20171030_170942.jpg
20171030_170942.jpg (1.4 MiB) Viewed 5471 time
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 3.2 bensín á 35"

Postfrá Axel Jóhann » 04.nóv 2017, 22:44

Aðeins betra svona, ein felga klár 3 eftir, svo bara umfelga og ballansera.

20171104_170607.jpg
20171104_170607.jpg (3.02 MiB) Viewed 5398 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir