Síða 1 af 1

Úrhleypibúnaður

Posted: 22.nóv 2016, 21:24
frá Cruser
Sælir
Ein spurning með svona einfaldan úrhleypibúnað, af hverju eru menn með krana fyrir hvert hjól? Aldrei hleypi ég meira úr einu eða tveimur dekkjum, reyni alltaf að hafa svipað í dekkjunum. Svona eins og er á myndinni er loft inn loft út og loft fyrir mæli, svo er úrtak fyrir hvert hjól, af hverju ekki bara, loft inn, loft út, loft á mæli svo einn út í hjól.

Kv Bjarki

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 22.nóv 2016, 22:49
frá ellisnorra
Þarna ræður notandinn væntanlega meira hvað er að gerast. Pumpa meira í neðar í brekkunni þegar ekið er í hliðarhalla til dæmis, kannski er bíllinn fullur af allskonar drasli að aftan og þá þarf meira loft þar, kannski lekur úr einu dekki og gott að geta skotið í það öðru hvoru.
Ef maður vill pumpa í öll í einu þá er bara að gera eins og þú segir, hafa alla krana opna og nota bara inn og út kranann.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 22.nóv 2016, 23:04
frá Startarinn
Ef það getur runnið milli dekkja bakvið kranann (þ.e. ef það er bara einn krani fyrir öll dekkin) rennur úr þeim dekkjum sem meiri þyngd hvílir á eins og t.d. neðri dekkjunum í hliðarhalla yfir í hin sem minni þyngd hvílir á.
Ef loftið getur runnið á milli endar alltaf með því að dekkin þrýstingsjafna sig. svo ef bíllinn er t.d. mikið léttari að aftan dala þau dekk minna en framdekkin þar sem það þarf minni þrýsting til að bera aftur endann