Síða 1 af 1

Ford F250

Posted: 02.okt 2016, 23:46
frá íbbi
stækkaði aðeins við mig í "vinnubílnum" úr 1500 silverado í fullvaxinn ford,

þetta er nú bara þessi hefðbundni ford, crew cab, stuttur pallur, hin alræmda 6.0l powerstroke,

lariat bíll með leðri og því öllu, hann er á dana 60 að framan og sterling að aftan, fjöðrum hringinn, 2004 árg

hann er búinn að fara í gegnum EGR/heddpakninga pakkann allan og henda rúmlega 800þús í hjólabúnaðinn á honum,

ég er nú GM maður, en hef alltaf haft veika taug fyrir þessum superduty bílum, og þrátt fyrir alla sína galla er 6.0l mótorinn hrikalega skemmtilegur í notkun meðan hann hengur í lagi,

Image
Image

Re: Ford F250

Posted: 03.okt 2016, 07:58
frá solemio
Er buið að skipta um framhasingu??þeir eru a dana 50 orginal

Re: Ford F250

Posted: 03.okt 2016, 08:06
frá jongud
solemio wrote:Er buið að skipta um framhasingu??þeir eru a dana 50 orginal


Bara fram til 2002

Re: Ford F250

Posted: 03.okt 2016, 10:39
frá íbbi
akkurat,, fá dana60 2002

Re: Ford F250

Posted: 19.okt 2016, 01:08
frá íbbi
þegar þessir fordar eru ekki bilaðir fyrir milljón er þetta bara tóm hamingja, gríðarlega skemmtilegur bíll

Image

maður er náttúrulega geðveikur.. það er bara þannig, ég seldi alla bílana mína til þess að slappa aðeins af í bíla deildini meðan ég er í skóla, en maður er strax byrjaður,
pallurinn er beyglaður báðum meginn á bílnum, töluvert öðru meginn, mætti vel laga hann, en það er auðveldast að henda bara öðrum á
Image

Re: Ford F250

Posted: 20.des 2016, 01:52
frá íbbi
það er alltaf eitthvað dund í gangi, búinn að taka grindina af pallinum á honum, fýlaði hana ekki sjálfur, er búinn að kaupa spoiler og svo eru der á nasir á leiðini, þetta fer á með pallinum ásamt dassi af málningu og flr dóti,

viðhaldslega er ég búinn að skipta um krossa í hjöruliðum að framan ásamt pakkdósum báðu megin, hann er ekki að blása jafn mikið og hann á að gera og það er meira turbo lag en á að vera í þessum bílum, hann er að blása 18-19psi en á að vera í 25-27 undir álagi, er búinn að vera fara í gegn um hluti sem geta valdið því, næst er að kippa túrbínuni úr honum og athuga hvort blöðkurnar séu fastar, vgt segulrofin virkar fínt get fylgst með gildunum frá honum, sömuleiðis er afgashiti í lagi, hinsvegar fæ ég enga tölu á bakþrýsting í pústi, þarf að kippa skynjaranum úr og athuga hvort hann sé ónýtur eða stíflaður,

ég brotnaði undir honum önnur afturfjöðurin og er hún næst á dagskrá,

annars er bara gaman af þessu trölli,
Image
Image
Image

Re: Ford F250

Posted: 03.jan 2017, 15:35
frá íbbi
næsta verkefni dottið í hús,

fjaðrir undan 2008-2016, þarf að smíða ný hengsli/festingar að framanverðu, þessar eru mun lengri og hásingin situr á þeim miðjum, þetta á eftir að breyta honum töluvert í akstri,

Image

huddskóp er svo dottið í hús,

Re: Ford F250

Posted: 03.jan 2017, 17:48
frá íbbi
nasirnar mátaðar, koma vel út

þá er bara að bíða eftir að derið skili sér, er að sanka að mér hlutum framan á hann í complete 05-07 front, þá verður hægt að taka upp sprautukönnuna og fara hlaða draslinu á hann,
Image

Re: Ford F250

Posted: 03.jan 2017, 19:45
frá Hagalín
Varðandi túrbínuna.
Talaðu við Kjartan og strákana í GK í mosfellsbæ.
Þeir þekkja þessa bíla betur en flestir aðrir. Þeir sandblása og græja fyrir þig túrbínuna með EGR lokun og þar fram eftir götunum.

Re: Ford F250

Posted: 03.jan 2017, 20:30
frá íbbi
Það er búið að loka á EGR í þessum,

Ég ætla nú að tæta bínuna sjálfur bara, það festist í þeim hringurinn sem snýr blöðkunum, hef ekki komið mér í þetta ennþá, þarf að kíkja á ebp í leiðini, þrir eiga það til að stiflast,

Re: Ford F250

Posted: 02.feb 2017, 11:19
frá íbbi
henti gömlum 35" undir, allt annað að sjá hann m.v 33 tommuna

er nú orðinn á því samt að 37" sé málið

Image

Re: Ford F250

Posted: 02.feb 2017, 22:27
frá svarti sambo
Mín skoðun er sú, að þessir bílar þurfi lágmark 37x13,5" dekk, til að byrja að samsvara sér.

Re: Ford F250

Posted: 03.feb 2017, 00:37
frá íbbi
Ég tek heils hugar undir það

Re: Ford F250

Posted: 04.feb 2017, 03:54
frá íbbi
þó mig langi í 37"

þá finnst mér allt annað að sjá hann svona..
Image

Re: Ford F250

Posted: 04.feb 2017, 09:40
frá Járni
Þetta er smooth

Re: Ford F250

Posted: 04.feb 2017, 23:35
frá íbbi
já þeir gleymdu alveg að hanna allann ljótleika í þessa vagna, svo mikið er víst

Re: Ford F250

Posted: 09.mar 2017, 01:31
frá íbbi
þessi heldur áfram að fá smá uppfærslur hingað og þangað,

08+ fjaðrirnar eru komnar í, kominn á nýja gasdempara, þetta ásamt krossum og dekkjum virðist hafa lagað allt sem amaði af honum í akstri, nú keyrir hann þráðbeint, enginn titringur og ekkert klúnk og klonk þegar maður keyrir yfir holur/ójöfnur, sem var vel þegið,

vinstri afturfjöðurin var brotin í tvennt, og með gjör ónýta dempara þá var hann í raun bara fjaðrandi á einu fjaðrablaði og búið, enda var hann orðinn ansi rasssíður

skipti um spegil bílstjórameginn, skipti út flestum led ljósunum sem eru í stigbrettunum og hingað og þangað um bílinn, þau voru flest ónýt,

honum var sleppt lausum á snjóinn sem kom í reykjavík og stóð sig bara nokkuð vel, betur en ég bjóst við, en væntingarnar voru heldur ekki miklar, honum líkar vel að fá pedalinn í metalinn og fjarlægja svo skaflana,

Image

náði nú samt að pikkfesta mig, en hann var búinn að ferðast töluverða vegalengd í þessa dýpt
Image

smá pós
Image

pikkaði svo upp dekk hjá einum spjallverja hérna, lítið slitin 35" dick cepek, hlakkar til að prufa þessi
Image

Re: Ford F250

Posted: 11.mar 2017, 00:00
frá íbbi
skellti dekkjunum undir, er nú enn að melta það hversu skemmtileg mér finnst þau,

datt í hug að smíða mér kastaragrind, bara álíka og þær sem maður sér á þessum bílum, nema ég vill hafa 4 kastara í röð í sömu hæð, en ekki tvo á 45° hornunum,

smellti mynd af henni í miðjum klíðum

Image
Image

Re: Ford F250

Posted: 13.mar 2017, 01:37
frá íbbi
eitt stk kastaragrind tilbúin, þær kosta 59.900 hjá IB sem ég var ekki til í, útlagður kostnaður við þessa var 0 kr og ein kvöldstund í vinnu, hún er úr 304 stáli, 3mm bracket og tommu rör

Image
Image
Image
Image

Re: Ford F250

Posted: 13.mar 2017, 09:19
frá svarti sambo
Mér sýnist þetta bara look-a vel, en ertu búinn að taka dráttaraugun.

Re: Ford F250

Posted: 13.mar 2017, 10:54
frá íbbi
Ekki ég sjálfur, sá sem tróð þessu hænsna neti í stuðarann virðist hafa fjarlægt bæði augun og kastarana sem eiga að vera þarna

Re: Ford F250

Posted: 13.mar 2017, 12:04
frá jeepcj7
Ég á fyrir þig orginal kastarana ef þú vilt þá. ;-)

Re: Ford F250

Posted: 13.mar 2017, 13:10
frá íbbi
Já það hljómar vel :)

Re: Ford F250

Posted: 13.mar 2017, 18:30
frá Járni
Snyrtilegt og góður verðmiði

Re: Ford F250

Posted: 13.mar 2017, 19:49
frá svarti sambo
Á fyrir þig bæði augu og kastara sem eiga að vera þarna, ef þú hefur áhuga.

Re: Ford F250

Posted: 14.mar 2017, 00:31
frá íbbi
Áhugan hef ég, og galtóma vasa, þannig að þetta veltur alltaf á verðmiðanum þið verðið að senda á mig eh tölu bara :)

Re: Ford F250

Posted: 19.mar 2017, 08:11
frá íbbi
það voru greinilega fleyri en ég sem voru ekki til í verðið á þessum grindum, var beðinn um að smíða aðra fyrir strák sem er með svona ford, ákvað að smíða 3-4 stk, þar af eina fyrir mig,

gerði smá endurbætur hér og þar. lappirnar eru nú 6mm, eyddi einni mannsævi í að bursta stálið, breytti stykkjunum sem kastararnir festast á


Image

þessi hallar örlítið minna fram, og er hærri en hin, að ósk verðandi eiganda
Image

voða fínt
Image

Image

Image

Re: Ford F250

Posted: 19.mar 2017, 09:09
frá juddi
Bílddu nú við alvöru Siegmund keppnis suðuborð þetta sést því miður ekki á hverju heimili

Re: Ford F250

Posted: 19.mar 2017, 15:19
frá íbbi
nei það er nú kannski ekki skrítið þar sem mig minnir að þau hafi kostað 2.5m stykkið og vagninn með aukahlutunum einhverja hundrað þúsund kalla