Patrol y61 44"


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Patrol y61 44"

Postfrá makker » 18.aug 2016, 00:32

Jæja er ekki um að gera að halda spjallinu lifandi
Þennann keypti ég í febrúar 2016 og kom á götuna eftir að hann hafði geingið á mylli manna í breitingum síðustu 5 ár
Snapchat-2600057496296436946.jpg
Snapchat-2600057496296436946.jpg (679.02 KiB) Viewed 17342 times

Hann er á hásingum undan y60 5.42 hlutföll og loftlásar í báðum

Vél er einnig úr y60 97 og er að blása um 17-18 pund

Ég fékk hann á rennisléttum 44" cepec og á 16" breiðum felgum og fór nokkrar dagsferðir á þeim og þá vantaði rosalega grip en á móti kom að það var mjög erfitt að spóla sig fastann.

Alltaf var ég að glíma við jeppaveiki á þessum görmum þannig að ég fjárfesti í nýjum gangi ekki var það mykið skárra en nú þegar það eru kominn um 1700 gr af blíi í hvert dekk hristist hann enn í stíri á 50-70kmh

Verkefnalistinn fyrir veturinn er þokkalegur
Setja loftdælu fyrir lása og teingja
Smíða nýjan aðaltank stærri og endingarbetri vonandi
Setja 50 lítra aukatank sem ég á til og teingja millitankadælu
Koma fyrir loftkút og festa fini dælu í húddið
Setja afgashitamæli. Festa mælahatta og fýnstilla olíu og loftmagn
Fynna eithvað útúr hraðamæli

Blautu draumarnir eru
Úrhleipibúnaður
Færa gormasæti að aftan undir grind
Mjaka hásingum örlítið framm og aftur
Hér eru nokkrar myndir
Snapchat-1883595822001752420.jpg
Snapchat-1883595822001752420.jpg (1.12 MiB) Viewed 17342 times

Snapchat-6931495202870095145.jpg
Snapchat-6931495202870095145.jpg (476.6 KiB) Viewed 17342 times
Snapchat-6667272868927577373.jpg
Snapchat-6667272868927577373.jpg (546.62 KiB) Viewed 17342 times

Endilega komið með hugmyndir og gagngríni og ég reini að vera duglegur að taka myndir og setja hér inn hvað er að gerast
Mbk Jón
Síðast breytt af makker þann 05.des 2017, 23:45, breytt 3 sinnum samtals.




Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Patrol y61 44"

Postfrá Brjotur » 18.aug 2016, 16:42

Gott hjá þér , varðandi jeppaveikina , er styristjakkur ? það er must , demparinn í lagi ? svo er mjög miklvægt að öll gúmmí í öllum stífum séu góð ekki frauðið frá stál og stönsum í langstífur né þverstífuna , svo skaltu skoða spindillegurnar líka , ef öll þessi atriði eru í lagi þá á bíllinn að keyra fínt þó hann sé á þessum skítadreyfaradekkjum :)


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44"

Postfrá makker » 18.aug 2016, 18:51

Ég er með stíristjakk og dempara og bæði í lagi ég tjakka bílinn alltaf reglulega upp og atuga með hjóla og spindillegur en hef ekki atugað fóðringar ennþá.

Annars er það í fréttum að eg skifti um tank og varð notaður fyrir valinu smíðin verður að bíða til betri tíma


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44"

Postfrá makker » 22.des 2016, 23:12

Jæja allta eithvað að gerast en ekki nóg. Ég fór í ferð í nóvember og það var nóg að snúast fyrir hana ég skifti meðal annars um tank aftur og þetta þriðji tankurinn sem fer í á innan við ári svo það fer að vera þreitt svo var komið ískiggilegt slag í túrbínuna og gróf ég aðra notaða orginal upp hjá félaga þegar hún var loks kominn í og bíllinn í gang hætti hann að hlaða þá var hringt í annann félaga og grafið upp altarnetor og skrúfað hann í og brunað svo suður í jeppaferð

ferðinn gekk svosem ágætlega nema að á laugardeginum fór vatnskassinn að leka og þurfti sífelt að bæta á hann á heimleiðinni
þá kom sér vel að annar félagi átti til vatnskassa og var skift um hann á selfossi og brunað svo norður aftur

Núna hef ég aðalega verið að nota bílinn í snattið og fjárhúsin en það var víst kominn tími á bremsur að aftan og pantaði ég diska klossa stimpla og gúmmísett og setti það í í dag

þá er það bara að vona að viðhaldi og bilunum sé lokið í bili svo maður geti farið að einbeita sér að betrumbætingum
ég hef nú verið latur við að taka myndir þegar ég er að skrúfa en læt eina fylgja síðan í nóvember
15723483_10210406649498297_27854111925148161_o.jpg
15723483_10210406649498297_27854111925148161_o.jpg (93.73 KiB) Viewed 16750 times

leingi lifi jeppaspjallið

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol y61 44"

Postfrá Járni » 23.des 2016, 22:11

Duglegur, en hversvegna eru tankarnir alltaf að skemmast? Hvað gerist?
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44"

Postfrá makker » 23.des 2016, 23:58

Þeir riðga alltaf á samskeitonum að framanverðu þar sem þeir eru boltaðir upp í grind salt og drulla fer þarna á mylli og slítur hann í sundur ég hugsa að ef þetta fari aftur smíði ég tank í hann


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44"

Postfrá makker » 10.jan 2017, 23:34

Jæja þetta mjakast áfram læsingarnar voru teingdar um helgina svo fór ég í að opna hliðarkubbana á dekkjonum áðan læt fylgja nokkrar myndir
Viðhengi
patrol4.jpg
patrol4.jpg (148.55 KiB) Viewed 16264 times
patrol 1.jpg
patrol 1.jpg (169.07 KiB) Viewed 16264 times
patrol3.jpg
patrol3.jpg (185.5 KiB) Viewed 16264 times
patrol2.jpg
patrol2.jpg (116.21 KiB) Viewed 16264 times


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44"

Postfrá makker » 17.jan 2017, 20:20

Núna um helgina var farið í ferð og prufað læsingarnar gist var í straunguhvíslarskála á föstudaginn og svo keirt inní kerlingarfjöll á laugardag og svo áfram inn í setur og gist þar.

Það var nánast snjólaust allveg innað kerlingarfjöllum en kominn slatti af snjó í kringum setrið

Bíllinn var eins og hugur manns á föstudaginn og fyrri part laugardags en þá hefur líklegast gefið sig fæðidælan í olíuverkinu og týndist þá annað hestaflið
rétt þegar í snjóinn var komið og bíllinn skilinn eftir og sóttur á sunnudeginum svo var haltrað heim á 50kmh

Ég var búinn að skifta um hráolíusíu og lagnir frá tank og framm í síu og búinn að prufa að láta slaungu úr brúsa og beint í olíuverk án árangurs
Það eina sem virkar er að hafa rafmagnsdælu á mylli síu og olíuverks og er það eins og að hafa 100hp á on off takka en það er spurning hvort það sé framtíðarlausn þekkir það einhver?

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol y61 44"

Postfrá jongud » 18.jan 2017, 08:11

Eru þessir bílar með fæðidælu í tankinum?
Er hún þá kannski að klikka?


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Patrol y61 44"

Postfrá Boxer » 18.jan 2017, 13:12

Það er ekki dæla í tankinum á þessum bílum, en það er mjög algengt í Ástralíu að menn setji fæðidælu í þá, og þá á lögnina strax eftir tank.
Ástralarnir segja að það sem sé að eyðileggja olíuverkin í þessum bílum sé einmitt það að fæðidælan í því fari að slappast, og það endi með því að það svelti og eyðileggi sig.
Einnig segja þeir að þegar verkið sé farið að slitna og fá minna af olíu þá seinki það sér sem skilar sér í minna afli (sem þeir meiga ekki við).

Þeir setja alskonar fæðidælur, en ein sú vinsælasta er Carter P4600HP, þeir segja að hú sé mjög endingagóð og eigi að ganga í langan tíma án vandamála og sé t.d. notuð orginal með einhverjum Cummins mótorum.
Eini "gallinn" við hana sé að hún leyfir ekki að soga í gegnum sig ef hún bilar.
Því setja menn einstefnuloka hliðtengdann við hana þannig að ef hún klikkar þá getur verkið haldið áfram að fæða sig sjálft.

Ég er með Patrol Y61 99 árgerð með RD28eti og setti svona Carter dælu í hann.
Hún er að skila ca 4psi inn á verk og hefur gengið hjá mér í rúmt ár, það heyrist alveg í henni ef maður stendur fyrir utan bílin, en ekkert til að tala um inn í bíl.

Það eru til margir smíðaþræðir um hvernig menn festa hana og tengja, gott er að "gúggla" "Patrol GU lift pump" (Y61 bíllinn heitir GU í Ástralíu) og þá má sjá alskonar fróðleik.
Ég útfærði þetta hjá mér svipað og á þessum þræði hér að neðan, nema að ég breytti ekki bakrásinni hjá mér (spill line mod) eins og er gert þarna þar sem bakrásin á RD28eti fer ekki í gegnum ventlalokið eins og á ZD30.
http://www.mypatrol4x4.com/topic/150-li ... -line-mod/


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44"

Postfrá makker » 21.jan 2017, 17:36

Þakka fyrir góð svör litla fæðidælan fær að damla þarna eithvað leingur þar sem það er kominn arftaki í húddið á patrol
Snapchat-1675873128.jpg
5.9 cummins úr daf
Snapchat-1675873128.jpg (617.07 KiB) Viewed 15653 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá ellisnorra » 21.jan 2017, 22:22

Þú ert að fara í sama pakka og ég tók, reyndar í Suburban en jæja.
Þú gætir örugglega haft gagn af því að skoða myndir af swappinu hjá mér.
https://www.facebook.com/elliofur/media ... 397&type=3
Þetta er opinn linkur á myndaalbúm á facebook.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá makker » 21.jan 2017, 22:44

Ég er svosem búinn að liggja yfir þræðinum þínum og skoða hvernig var það var mótorinn hjá þér 12 eða 24 volta?

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá Járni » 22.jan 2017, 17:32

Mér finnst agalega gaman að því þegar dugnaður ykkar hér á jeppaspjallinu verður til þess að allt verður auðveldara fyrir aðra dugnaðarforka!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá ellisnorra » 22.jan 2017, 20:21

Það var 12volta bíll sem ég fékk vélina úr. Auðveldar talsvert. Ert þú með 24volta?
Skiptu strax um túrbínu, ég komst að því og eigandinn á eftir mér að þessi er gjörsamlega vonlaus. Olíuverkið er líka hálf ómögulegt en kannski brúklegt.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá makker » 22.jan 2017, 20:41

Þetta er úr 24 volta bíl hjá mér ég reif vélina úr í dag og fór að rífa aðeins utanaf henni gírkassa . Pústgrein og túrbínu og svo annað rusl
Snapchat-972981615.jpg
Snapchat-972981615.jpg (504.25 KiB) Viewed 15435 times


Ég sé frammá að eiða góðum tíma í að bora pinnboltana fyrir pústgreinina úr þar sem einhverjir voru brotnir og aðrir brotnuðu
20170122_194428.jpg
20170122_194428.jpg (2.6 MiB) Viewed 15435 times

20170122_194413.jpg
20170122_194413.jpg (3.77 MiB) Viewed 15435 times

20170122_194255.jpg
20170122_194255.jpg (2.92 MiB) Viewed 15435 times

20170122_194227.jpg
20170122_194227.jpg (2.68 MiB) Viewed 15435 times


20170122_194217.jpg
20170122_194217.jpg (3.41 MiB) Viewed 15435 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá ellisnorra » 22.jan 2017, 20:47

Þú ert í sama pakka og ég. Ég þurfti að bora út fyrir nýjum pinboltum þarna, meira að segja hafði ég ekki "kjöt" fyrir einn þeirra og þurfti að svindla og setja skinnu undir heddbolta til að fá festu. Ég veit, skítamix, en það var annaðhvort það eða kaupa nýtt hedd.
Þetta er allt í ógeði þarna undir og ekki fýsilegt. Einnig er turbo og olíuverk enginn draumur þannig að það má alveg horfa í hinn möguleikann, að panta sér mótor að utan sem er eins og maður vill að hann sé. En það er samt doldið dýrara :)
Gangi þér vel, ég mun fylgjast vel með :)
Ætlaru ekki að nota gírkassann? Fjandi góður kassi og aaaaaaalvöru kúpling!
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá makker » 22.jan 2017, 20:58

Ég ætla að reina að nota þennann kassa en þetta er ekki sá sami og var hjá þér þetta er zf eithvað 5 gira en annars er bara planið að lemja þetta í gang og fara svo í aflaukningar ef maður ætlar sér of mykið í einu þá gerist ekki neitt
20170121_142641.jpg
20170121_142641.jpg (3.73 MiB) Viewed 15427 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá ellisnorra » 22.jan 2017, 23:50

Gaman væri að sjá afturendann á gírkassanum. Uppá að koma plani á hann.

Smá info um vélina hjá þér (þín vél, eftir serial númerinu af henni)

Olíuverkið:
FP97245
Cavity Injection Pump
Cavs "dps" type (certified with EEC) fuel pump for 160 BHP turbocharged "B" Series 6 cylinder engine at 2600 RPM with peak torque of 399 lbs. ft. at 1550 RPM. has 24volt activate to run fuel solenoid and 2.0mm tubing. Reference: CPL # 1207 with FR9665 and FE9705.


Þetta þarftu að fá þér fyrir 12 volt, ef maður slær þessu FV9002 og bætir við 12v þá kemur fullt af allskonar, auðveldar þér kannski leitina
FV9002
Bosch Fuel Shut-Off Valve
Fuel Shutoff Valve 24 Volt Narmally Closed, ATR, Electrical Soleniod. No Content Option Used as a Pointer to Select the Correct Fuel Pump.

Ég á 12v alternator handa þér, ég fékk mér stærri. Þú vilt það örugglega líka en allavega er gamli uppí hilllu, 60 amper minnir mig.

Túrbínan heitir H1C non-wastegate
Hvað viltu meira, síur? allskonar info til
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá makker » 23.jan 2017, 18:55

Hvar grefur maður svona upplýsingar upp elli?

En ég byrjaði áðan að bora pinnboltana úr heddinu og kippti svo einum frosttappa úr sem var orðinn lélegur og ætla ég að skifta um alla

Læt fylgja mynd af borun og gírkassanum
20170123_181012.jpg
20170123_181012.jpg (4.07 MiB) Viewed 15311 times

20170123_181031.jpg
20170123_181031.jpg (2.57 MiB) Viewed 15311 times
20170123_181050.jpg
20170123_181050.jpg (2.43 MiB) Viewed 15311 times


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá makker » 24.jan 2017, 22:34

Jæja var latur í dag en maður er alltaf að spá og spögulera eru til einhverjir hraustir sjálfstæðir myllikassar sem eru ekki úr suzuki jimny eða vörubíl?
2017-01-24-22-35-24-824306868.jpg
2017-01-24-22-35-24-824306868.jpg (6.28 KiB) Viewed 15182 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá jongud » 25.jan 2017, 08:16

New process 205 er til í sjálfstæðri útgáfu og mig minnir að Atlas hafi verið komin í slíkri útgáfu líka.
Svo rámar mig í að gamli Patrol á blaðfjöðrunum hafi einhverntímann verið með sjálfstæðan millikassa.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá jeepcj7 » 25.jan 2017, 08:57

Patrol var ekki með sjálfstæðan millikassa
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá ellisnorra » 25.jan 2017, 17:31

Þessar upplýsingar eru af cummins quickserve.

Þessi afturendi lítur ekki gæfulega út til að mixa en þú ættir samt að kippa lokinu aftanaf og sjá hvort það sé möguleiki. Það er til mikils að vinna þar sem patrol er ekkert endalaust langur, ef þú ert með tvo millikassa þá er ekkert svakalegt pláss fyrir afturskaft ef þú ætlar að vera með drifskaft milli gír og millikassa. Þetta krefst pælinga. Einnig þarftu að smíða eitthvað sem kassinn situr á því þú getur ekki notað gamla systemið þar sem þau eyru eru þar sem fóturinn á bílstjóra og ökumanni eiga að vera.
http://www.jeppafelgur.is/


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá grimur » 26.jan 2017, 03:27

Það er kannski hægt að setja hús á húsið, stærðar milliplötu fyrir aftan sem boltast með spacerum í núverandi göt. Tengja svo spacerana saman með plötum til að stífa betur af.
Pakkdós í milliplötuna sem þéttir á millihólkinn sem kemur í stað jókans. Þarf að athuga hvort jókinn heldur einhverju saman fyrir framan, ef svo er þarf að smíða millihólk með ró sem herðir eins. Hólkurinn gæti líka verið tannhjól ef millikassinn er með inntakshjólið spennt í gírkassann eins og t.d. Dana 20. Það er reyndar ekkert voða algengt og hálfgert ólán.
Þetta er sjálfsagt heilmikil smíði og bras.
Spurning um að setja saman á gúmmíkúplingu eins og Lada Sport var með, þannig kúplingar finnast víðar, t.d. í stað hjöruliðar við drifkúluna á Land Rover Discovery ef ég man rétt.
Afstaðan þar á milli þarf að vera ágætlega rétt og vel skorðuð, annars vill þetta titra og skemmast. Lada var t.d. oft smíðuð með þetta skakkt, sem varð eins og hugur manns ef þetta var rétt af með spacerum á millikassafestingar.
Það eru til "divorced" kit á suma millikassa frá ameríkuhreppi. Googla það og sjá hvað kemur úr kafinu, kannski finnst eitthvað sem passar á dót sem er gerlegt að finna.
Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol y61 44" uppfært 21.1.17

Postfrá jongud » 26.jan 2017, 08:34

jeepcj7 wrote:Patrol var ekki með sjálfstæðan millikassa


Ojú,
Image

þetta er Nissan T100 millikassi, notaður í Datsun patrol árgerð 1980-ogeitthvað og í Datsun pickup.
Lága drifið er 2,07 og einhverjir í USA hafa notað þá aftan við V8 með 38,5 drulludekkjum án vandræða.

Afsakið hvað ég fer útfyrir þráðinn

En það er vafamál að einhverjir aðrir kassar en NP205 eða Atlas lifi af aftan við þessa sleggju.


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá makker » 31.jan 2017, 22:13

Um helgina var farið í jeppaferð og gekk það bara príðisvel farið var í versali á spreingisandsleið og gist tvær nætur svo var rúntað inní setur á laugardaginn og mættum þar nokkrum 4x4 köllum keirðum svo áleiðis í kerlingarfjöll en snérum svo við vegna veðurs og skiggnis en fórum þá til baka og eltum uppi 4x4 kallana

Svo á sunnudag var keirt upp sigöldu og landmannaleið niður á malbik í geggjuðu færi læt nokkrar myndir fylgja
20170128_160152.jpg
20170128_160152.jpg (3.54 MiB) Viewed 14779 times

20170128_161248.jpg
20170128_161248.jpg (3.61 MiB) Viewed 14779 times

20170128_172823.jpg
20170128_172823.jpg (3.86 MiB) Viewed 14779 times

20170129_133511.jpg
20170129_133511.jpg (4.05 MiB) Viewed 14779 times


En svo við höldum áfram með cummins svappið ég fór að veita gírkassanum athigli áðan og prufaði að kippa rassgatinu af honum þegar lokið var komið af sá ég að það var brotið stíringarjárn fyrir skiftigaflana og sauð ég það samann.
20170131_175402.jpg
20170131_175402.jpg (2.92 MiB) Viewed 14779 times


En ennþá er óráðið hvernig millikassamál verða græjuð

Hugmind 1 sjálfstæður myllikassi

Hugmind 2 plana sléttan flöt aftaná þetta lok. Skera svo út plötu úr stáli eftir lokinu og nota leingri bolta til að bolta þær báðar aftaná kassan þá er komið þæginlera plan til að smíða millikassan við

Hugmind 3 smíða nýtt lok eins og það leggur sig og renna fullt af hólkum til að halda við skifti arma og legur en það er sennilega alltof mykil vinna og vesen
Snapchat-1927311244.jpg
Snapchat-1927311244.jpg (629.35 KiB) Viewed 14777 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá ellisnorra » 01.feb 2017, 20:54

Þetta er pínu vesen. Það er næstum eina leiðin ef nota á þennan kassa að smíða aftaná hann og bolta á hann millikassa. Þú verður að smíða stykki aftaná hann til að festa honum, það er ekki pláss fyrir þessa vængi sem honum er fest með original, þá þarf að skera af. Eftir stendur að þú hefur engar festingar.
Það er ekkert agalegt stórmál að smíða nýtt lok, það þarf að vera gert af hæfum rennismið með góðar græjur. Mun kosta eitthvað. En þú verður að fá eitthvað aftaná hann til að festa á "millikassabita", eins og er í öllum jeppum. Þegar sú áseta er komin þá er hvort eð er komið eitthvað til að vinna með til að bolta eitthvað aftaná.

Hitt er að henda kassanum og leita af öðrum, NV4500 sem eru dýrir og vandfundnir eða einhverja glussahræru. Hvort sem valið er kostar líka fullt af peningum. Eða smíða einhvern kassa aftaná þessa vél sem kostar líka fullt.

Þú þarft að fara að tæma veskið, því þegar þú ert búinn að græja þetta þá áttu eftir að fá þér nothæfa túrbínu og ef þú ætlar að fá einhver hestöfl að ráði þá dugar þetta CAV olíuverk skammt :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá makker » 01.feb 2017, 22:02

Mér þikir þú neikvæður Elli en ég er að hanna þetta í huganum. þetta verður gert í rólegheitum á lágu budgeti og ætla ég að reina að sleppa við að ráða menn í þetta þar sem ég kemst í góða aðstöðu í vinnunni ásamt því að komast í viskubrunna hjá eldri og reindari vinnufélögum og kunningjum

En varðandi olíuverkið og túrbínu það verður bara að koma í ljós hversu vonlaust það er en ég er nokkuð næjusamur og verð sáttur ef ég get haldið 90kmh í smá mótvind og fæ eithvað tog á lágsnúning en 2.8 bíður uppá hvorugt

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá ellisnorra » 04.feb 2017, 15:27

Allsekki taka mér sem neikvæðum :)
Ég hef bara gengið í gegnum þetta sama og pælt alveg slatta í þessu. Ef þú ætlar að gera þetta öðruvísi en ég er að leggja til þá væri bara frábært að fá að fylgjast með því, það sem ég segi er ekki endilega það rétta, bara mín skoðun og tilraun til að gefa það sem mér finnst góð ráð :)
Endilega deila pælingum og framkvæmdum!

Kveðja úr sveitinni :)
http://www.jeppafelgur.is/


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá olei » 04.feb 2017, 17:20

Almennt séð mundi ég forðast sjálfstæðan millikassa. Það er talsvert mál að stilla þeim upp og drifsköftum þannig að titringur verði ekki vandamál. Sérstaklega þar sem plássið er lítið. Hætt við að lengdin verði líka vesen og jafnvel þó svo að hún sé yfirstíganleg er vanalega einhverju fórnað í staðinn eins og t.d tankaplássi.

Hér er svo hugmynd handa þér, í léttum dúr - en samt hugmynd.
Seldu Cumminsinn og keyptu þér V8 bensínvél fyrir í staðinn.
Ef við gerum ráð fyrir því að cummins eyði 17 og bensínvélin 35% meira þá væri hún í 23l á hundraðið. Þar munar ríflega þúsundkalli per hundrað km í rekstarkostnaði. Yfir 50.000 km er það ríflega hálf milljón. N.B 50.000 km er líklega 10 ára notkun á dæmigerðum 44" + breyttum jálk. 5000 km á ári - það munar þá ríflega 50 þús kalli á ári hvort þú ert með Cummins eða v8 bensín.

V8 bensín miklu auðveldara swap og sennilega ódýrara, fer þó auðvitað eftir því hvað er valið. En við svoleiðis rellu þarftu ekki að fara hræringar á olíuverki, spíssum, túrbínum og intercooler og öllu því sem fylgir að lífga upp gamlan máttlausan Cummins með tilheyrandi kostnaði. Nú- takist það almennilega þannig að gamli Cumminsinn fari nú að virka hressilega þá halda vandamálin áfram, þyngdin er of mikil fyrir framhjólalegurnar og aflið hugsanlega líka fyrir öxla og hver veit hvað.

Með bensínvélinni færðu mun léttari bíl og að öllum líkindum miklu skemmtilegri í allri notkun. Nema náttúrulega þegar þú mætir á bensínstöðina. En þegar verkefnið er reiknað frá upphafi til enda - hvort ætli verði dýrara þegar upp er staðið?

ha? :)

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá ellisnorra » 04.feb 2017, 17:41

Haha og finnst mönnum ég vera neikvæður? :D

Athyglisverður póstur hjá þér Ólafur :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá Járni » 04.feb 2017, 18:28

Nei heyrðu, ekki kaffæra Jón alveg!

Ég er sannfærður um að þú finnur lausn á þessu öllu og hún verður án efa ein sú besta á landinu ef ekki í öllum heiminum!

Áfram Cummins!
Land Rover Defender 130 38"


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá olei » 04.feb 2017, 19:53

Ég sagði ekki orð!
*flaut*

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá íbbi » 05.feb 2017, 00:09

haha.. olei, þú ert einn af þessum mönnum sem ég legg mig yfirleitt í vana að lesa það sem þið skrifið,

mikið djöfull er ég samt ósammála þessu commenti,

ég hef átt orðið haug af bensín jeppum í gegnum tíðina, og pallbílum, og mér finnst ég fyrst og fremst hafa lært á því, að í jeppa séu dieselvélar málið,

auðvitað eru margrar frábærar bensínvélar, næstum allar amerískar v8, flestar frá chevrolet, en hafandi verið með allt frá gömlum sbc með blöndung upp í 350 vortec og svo í LS mótora, þá myndi ég ekki vilja hafa þetta í þungum breyttum fjallajeppa, ekki ferðabíl, allt annað með einhverja fræsara, willys og álíka leiktæki,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá Sævar Örn » 05.feb 2017, 09:34

spurningin er, er verið að smíða ferðabifreið eða leiktæki? mér lýst vel á þetta cummins plan hjá þér og þú ert kominn nokkuð vel á veg, tekur þetta í rólegheitum sem er ágætt, hefur vél og gírkassa tilbúnna til að setja í bílinn þegar að því kemur, alger óþarfi að flýta sér og tæma veskið á einni helgi...

gangi þér vel kv. einn á 46" með 120 disel hestöfl sem allir töldu ómögulegt...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá makker » 05.feb 2017, 15:52

Já það verður seint hægt að kalla patrol mykið leiktæki og að setja bensín mótor í patrol er álíka sifjaspell og að setja disel motor í willis.

Þá myndi ég bara fynna mér gamlan cherokee eða willis og græja hressan v8 og almennilega fjöðrun
Svona þegar maður er kominn með leið á því að hjakka í svörtum reykjarmekki en það er ekki komið að því og ég ætla að halda mig við cummins svapið

Ég fékk símtal frá kunningjum á ljónstöðum í vikunni og var mér sagt að þar gæti verið til rassgat á þennan gírkassa fyrir millikassa en ef ég ætlaði að nota það þyfti að skifta um driföxulinn í kassanum eða að smíða logír með millistikki beint á það sem er ekki svo vitlaust á máttlausa disel rellu

En svo það komi hér fram aftur eru þessi vélarskifti til þess að fá tog en ekki fullt af hestöflum þeir sem þekkja til 2.8 patrol vita hvað ég er að meina

Mbk jón


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá olei » 05.feb 2017, 17:39

Gaman að þessu, ég ætaði nú ekki að setja þennan þráð út af slóðanum. Og styð að sjálfsögðu Cummins swap heilshugar ef það verður niðurstaðan.
Að því sögðu þá tel ég það misskilning að bensínvélar henti ekki þyngri bílum og notkun þeirra sé bundin við leiktæki.

Og bara til gamans:
Þetta rifjar upp fyrir mér þegar ég var í verslunarferðum til BNA með Ljónsstaðabræðrum hér í gamla daga. Þá flugum við út og tókum svo á leigu 6 hjóla boddýtrukk með 8 metra löngum kassa - flökkuðum milli bílapartasala og smöluðum saman dóti gám. Þetta voru gríðarlegar keyrslur. Í eitt skiptið þegar við mættum á bílaleiguna til að fá trukk voru okkur réttir lyklar að forláta GMC. Það runnu á okkur tvær grímur þegar við ræstum bílinn og uppgötvuðum að hann var með 366cid. V8 bensínvél! Menn voru ekki hressir með það enda blasti við að við mundum varla gera annað en dæla bensíni á hann milli þess sem við þyrftum að ýta honum upp brekkur þegar hann væri orðinn lestaður.

Upphófst nokkuð þref við bílaleiguna um hvort ekki væri til alvöru trukkur knúinn diesel. Svo reyndist ekki vera og þrír hnípnir sveitamenn óku hikandi í burtu á bensínskrímslinu út í óvissuna. Við erum nú ekki þekktir fyrir skipta um skoðun að óþörfu þannig að þessi trukkur var litinn hornauga fyrstu dagana. En svo fór nú reyndar að hann var tekinn fyllilega í sátt og var raunar skilað með söknuði fyrir rest. Lang ljúfasti trukkurinn sem við leigðum þarna úti og gaf 6-cyl turbo diesel bílunum (cummins og caterpillar) sem við höfðum verið með ekkert eftir í afli eða togi. Eyðslan var vissulega meiri en hvergi í líkingu við það sem við höfðum óttast. Ég man engar tölur úr þessu lengur.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá Járni » 05.feb 2017, 19:32

Greinilegt að bensínið er ekki nógu dýrt. Hvert er símanúmerið hjá ríkisstjórninni? =)
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Patrol y61 44" cummins swap

Postfrá makker » 08.feb 2017, 22:36

Lítið að gerast þessa dagana annað en að ég kláraði að bora og snitta í heddið fyrir pústboltum.

Svo hringdi ég útum allt að leita að 10x1.5 75mm laungum pinnboltum en það var hvergi til (ég hefði kannski átt að kanna úrval áður en ég snittaði)

En ef þetta fynnst hvergi nota ég bara venjulega herta bolta

Svo er næst á dagskrá að græja startarann úr 24v í 12v hvernig sem það mun ganga


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Jeppadrengurinn og 18 gestir