Síða 1 af 1

Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 16.jún 2016, 17:06
frá Wifi
Sælir og sælar

Ég er að lenda í að það er að leka úr þakinu hjá mér og ég er ekki að átta mig á hvar það kemur inn.
Farþegamegin að aftan lekur stundum jafnvel þó hann standi bara.
Mynd1
20160616_164923.jpg
20160616_164923.jpg (3.98 MiB) Viewed 3520 times


Svo hefur líka lekið hér niður líka.
Mynd2
20160616_164916.jpg
20160616_164916.jpg (3.83 MiB) Viewed 3520 times


Það er ekkert sérstakt ryð á toppnum, ég lét skipta um framrúðu hjá viðurkenndum aðila í janúar en það var ryðtaumur hjá topplúgutökkunum (mynd 2) áður en það var gert (þegar ég keypti hann).

Datt helst í hug topplúgan, framrúðusamskeyti eða hjá þakbogum. Hvar annarsstaðar ætti að geta lekið í þakið?
Allar hugmyndir velþegnar þar sem mín kunnátta kemur mest af youtube ;)



20160616_165029.jpg
20160616_165029.jpg (2.16 MiB) Viewed 3520 times
20160616_165015.jpg
20160616_165015.jpg (3.36 MiB) Viewed 3520 times
20160616_165007.jpg
20160616_165007.jpg (3.55 MiB) Viewed 3520 times


og afhverju koma allar myndirnar á hlið. geri næsta póst um það...

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 16.jún 2016, 17:07
frá Wifi
.

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 17.jún 2016, 09:54
frá jongud
Hverslags skítahönnun er þetta eiginlega? Það liggur vatn við þakbogafestingarnar! Mig grunar sterklega að þar sé vandinn.

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 17.jún 2016, 12:02
frá villi58
Getur prufað að setja sápuvatn á toppinn eða þar sem þú grunar að leki og svo miðstöðina í botn, gætir þurft að plasta yfir ristina þar sem loftið fer út, væntanlega einhverstaðar afturí bílnum.

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 19.jún 2016, 22:22
frá elli rmr
virka niðurföllin við topplúguna?

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 19.jún 2016, 23:27
frá juddi
Ef bílnum vsr breytt hja jeppasport er lýklegt að affalið fyrir topplúguna sé stýflað

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 20.jún 2016, 21:31
frá Wifi
Takk fyrir góðar hugmyndir, vonandi finn ég þetta áður en bíllinn fer að mygla

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 22.jún 2016, 19:55
frá juddi
juddi wrote:Ef bílnum vsr breytt hja Fjallasport er lýklegt að affalið fyrir topplúguna sé stýflað

Re: Terrano 2001 33" Lekur með þaki.

Posted: 11.júl 2016, 03:46
frá íbbi
terrano sem èg àtti tók upp à þessu, það reyndust vera drainin fyrir lúguna