Síða 1 af 1
Hvíti Patrol
Posted: 24.apr 2016, 16:52
frá ellisnorra
Mér datt í hug að leyfa ykkur að sjá hvað ég er búinn að vera að bralla í skúrnum síðustu mánuði. Ég hef ekki komið í verk fyrr að koma upp þræði hér fyrir þetta bras mitt en fékk beiðni um að sýna þetta betur þannig að ég henti upp google drive albúmi sem allir geta skoðað. Ég hef sett myndir á facebookið mitt fyrir vini og kunningja að skoða en hér er allt safnið. Það er aðeins of mikil vinna á sunnudagseftirmiðdegi að setja þetta snyrtilega upp hérna og svo er viðmótið á Drive alveg ágætt :)
Ég get svarað spurningum hér ef menn vilja forvitnast meira, læt svo vita þegar fleira markvert gerist en í dag er bíllinn samt farinn að keyra, naumlega þó. En kem honum inn og út úr skúrnum fyrir eigin vélarafli.
https://drive.google.com/open?id=0B0wUp ... y1pMUhma3M
Re: Hvíti Patrol
Posted: 24.apr 2016, 17:03
frá sukkaturbo
Sæll Elmar flott að skoða þetta en hvaða vél ertu að setja niður og hvað er hún stór og úr hvaða bíl sá að hún vigtar 380kg með kassa
Re: Hvíti Patrol
Posted: 24.apr 2016, 17:12
frá ellisnorra
BD30 heitir hún, 3.0 úr Nissan Trade.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 25.apr 2016, 08:18
frá jongud
Flott þetta, maður bíður spenntur eftir nýja þræðinum. Og allt viktað líka!
Re: Hvíti Patrol
Posted: 25.apr 2016, 18:14
frá Sævar Örn
þetta er frábært hvaða gírkassa ertu með og er þetta vél sem snýst hámark 3000sn eins og 4000 6 cyl vélin í nissan kassabíl ertu buinn að keyra eitthvað
mjög áhugavert
Re: Hvíti Patrol
Posted: 25.apr 2016, 20:03
frá ellisnorra
Er með gírkassa úr patrol með kúplingshúsi úr terrano, síðan er smá mix að leysa kúplingsmál til að fá 10" kúplinguna en framkvæmanlegt með dundi. Hún er uppgefin 2800rpm minnir mig en það er allt leysanlegt með ýmsum aðferðum, aðallega að fikta í olíuverkinu.
Búinn að keyra örlítið, var að detta í frí núna og eitthvað gerist núna á næstu dögum. Stefni á að setja á númer 2. maí.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 25.apr 2016, 20:15
frá Sævar Örn
bara snilld, þú kæfir ekki svo glatt á henni við að taka af stað jafnvel úrhleyptur og þó vélin gangi 650 í hægagangi
Re: Hvíti Patrol
Posted: 25.apr 2016, 20:54
frá ellisnorra
Það er nákvæmlega það sem ég vill hafa í díselvél. Þoli ekki þetta helvítis ógeðs patrol 2.8 sem ég er á núna :)
Re: Hvíti Patrol
Posted: 26.apr 2016, 00:20
frá íbbi
hver er munurinn á þessum mótorum?
Re: Hvíti Patrol
Posted: 26.apr 2016, 08:27
frá ellisnorra
Aðallega direct injection, potthedd og töluvert lengra slag í bd30. Tekur betur við tjúni ef rétt er farið að.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 26.apr 2016, 11:18
frá aae
Þetta er töff.. Er ekki rétt að hún er orginal non turbo og um 100 hp? Hvaða túrbínu ertu að setja við og hefurðu hugmynd um hp eftir það??
Re: Hvíti Patrol
Posted: 26.apr 2016, 13:26
frá Sæfinnur
Þetta er magnað. Hvað heldur þú að pannan verð stór hjá þér? Og hvaða efnu ertu með í pústgreininni?
Re: Hvíti Patrol
Posted: 27.apr 2016, 16:35
frá BjarniGylfa
Hvaða efni ertu að nota í olíupönnuna? Þarf að hressa upp á mína eða fá mér nýja þar sem hún er svo ryðguð.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 27.apr 2016, 19:15
frá ellisnorra
Þetta er original turbo með oil squirters eins og verður að vera ef maður ætlar að láta blása eitthvað. Ég ætla að nota GT2052v til að byrja með sem er original af zd30, hún flæðir þó ekki nógu mikið fyrir mig. Ég fer að svipast um eftir GT2359v og þá held ég afgashita hæfilegum á 30psi. Eða það eru svona pælingarnar.
Pannan tekur um 10 lítra af olíu, einnig er ég með smurolíuhitamæli í pönnunni sem er mikill kostur þegar maður ætlar taka eitthvað útúr þessu af afli.
Efnið í pústgreininni er bara 42.4x4 suðubeyjur og heildregið rör (42.2x4 auðvitað líka) úr GA smíðajárni. Þetta eru 1 og 1/4 gamlar tommur :)
Efnið í olíupönnuna er bara það sem til var í skúrnum, gamalt skápaefni... :) Man ekki hvað það er þykkt, sennilega 2mm. Ofboðslega gott að sjóða þetta efni. Var gafl í bókaskápum hjá þjóðarbóklöðunni sem var endurnýjað fyrir ca 15 árum, mér var sagt að þeir hafi verið smíðaðir uppúr 1930 :)
Re: Hvíti Patrol
Posted: 27.apr 2016, 22:35
frá BjarniGylfa
ok, er með 1m/m boddy stál. Kannski ég geri tilraun á að nota það.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 29.apr 2016, 20:06
frá ellisnorra
Re: Hvíti Patrol
Posted: 02.maí 2016, 16:07
frá íbbi
er þetta ekki í vitlausum dálk, "auglýsingar"
Re: Hvíti Patrol
Posted: 02.maí 2016, 18:59
frá ellisnorra
íbbi wrote:er þetta ekki í vitlausum dálk, "auglýsingar"
Haha svo bregðast krosstré sem önnur tré. Jú, skil ekki hvernig mér tókst að setja þetta þar. færi þetta snöggvast :)
Re: Hvíti Patrol
Posted: 03.maí 2016, 22:02
frá ellisnorra
Re: Hvíti Patrol
Posted: 04.maí 2016, 08:09
frá jongud
Flott að sjá að þetta gengur svona vel.
En þú þarft að þrífa myndavélarlinsuna á símanum þínum.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 04.maí 2016, 16:59
frá ellisnorra
jongud wrote:En þú þarft að þrífa myndavélarlinsuna á símanum þínum.
Helvítis sony drasl, hálfs árs sími og linsan er orðin þetta rispuð, þó hann sé í coveri þannig að það nuddist aldrei við hann. Drullufúlt.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 04.maí 2016, 22:24
frá jeepcj7
Súrálið er næst harðasta efni í heiminum massar alveg feitt.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 05.maí 2016, 10:20
frá ellisnorra
Hrólfur þú ert snillingur. Svona púslast spilin saman, þú sagðir að súrálið massaði, þá datt mér í hug hvort það væri ekki hægt að massa þetta úr aftur, dreif mig inn á bað og massaði þetta úr með tannkremi! Ekki alveg eins og nýtt en ofboðslega mikið skárra. Takk jeppaspjall fyrir allhiða hjálp! :) haha
Re: Hvíti Patrol
Posted: 05.maí 2016, 12:08
frá svarti sambo
Sæll Elli
Já, tannkrem er alveg eðal hreinsiefni á viðkvæma hluti.
Gaman að sjá, að þú sért farinn að gera eitthvað í skúrnum aftur.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 05.maí 2016, 18:44
frá ellisnorra
Ég hef aldrei hætt því, er bara ekkert alltaf að blaðra um hvað ég er að gera :) Næst er að láta skoða rútuna, koma með hana heim og byrja að dunda í henni, jafnframt að henda vél í pajeroinn minn, síðan þarf ég að gera upp einn traktor sem ég á (MF135 multi power) og ótal smáhluti með þessu. Og vitanlega að klára patrolinn, mála hann og sjæna. Það vantar ekki verkefnin :)
Re: Hvíti Patrol
Posted: 10.aug 2016, 21:49
frá svarti sambo
Hvað er að frétta af þessum, eða ertu lagstur til hvílu í rútunni og þarf MF til að ná þér fram úr. :-)
Re: Hvíti Patrol
Posted: 13.aug 2016, 09:35
frá ellisnorra
Hehe, þessi er bara í fullu brúki, stöku lausir endar svosem eftir, smávægilegur frágangur svosem koma mælum betur fyrir, bæta vesenismælum við (lofthiti fyrir og eftir intercooler og slíkt vísindabull) og svera pústið, er bara með 2.5" fremst og svo original fyrir aftan það. Vélin reynist ljómandi góð en á eftir að tjúna betur, túrbínan er of lítil þannig að maður þarf að keyra eftir afgashitamæli (of hár bakþrýstingur og ónóg flæði). Þetta er bara rúllandi verkefni :)
Er líka að velta fyrir mér aðferðum til að mála hann, hvort ég geri það sjálfur eða læt gera það fyrir mig, spekulering.
Re: Hvíti Patrol
Posted: 13.aug 2016, 13:15
frá biturk
ég er með lausn á því vandamáli vinur
þú setur pattann inn í skúr og málar hann og græjar og tekur þinn tíma og á meðann skal ég taka mf135 fyrir þig og gera upp :) díll?