Hulkinn kominn af stað


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Hulkinn kominn af stað

Postfrá sukkaturbo » 09.apr 2016, 16:57

Jæja allt farið að virka engin jeppaveiki og bara dásemd að aka trukknum þakka það stýristjakknum frá Jörgen snillingi. Stýri hringirnir sem grípa felgurnar eru alveg frábærir er kemur að því að setja dekkin undir bara annara handar verk í dag. Tjöruborða vinna alls 70 m x 10 cm skila góðum árangri sem hljóðeinangrun. Heyrði í mér garnagaulið og fór strax heim til að næra magan
Viðhengi
2016-04-09 10-40-45-SÞ-005.JPG
2016-04-09 10-40-45-SÞ-005.JPG (442.3 KiB) Viewed 4359 times
2016-04-09 10-40-08-SÞ-004.JPG
2016-04-09 10-40-08-SÞ-004.JPG (571.11 KiB) Viewed 4359 times
2016-04-09 10-39-32-SÞ-003.JPG
2016-04-09 10-39-32-SÞ-003.JPG (518.8 KiB) Viewed 4359 times
2016-04-09 10-38-48-SÞ-001.JPG
2016-04-09 10-38-48-SÞ-001.JPG (513.83 KiB) Viewed 4359 times
2016-04-09 10-39-09-SÞ-002.JPG
2016-04-09 10-39-09-SÞ-002.JPG (513.03 KiB) Viewed 4359 times



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hulkinn kominn af stað

Postfrá ellisnorra » 09.apr 2016, 17:22

Ofboðslega magnaður trukkur Guðni. Væri gaman að skoða hann einn daginn.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hulkinn kominn af stað

Postfrá sukkaturbo » 09.apr 2016, 17:26

Takk fyrir það Elli minn. Næstu árs verkefni eru að fara í að hressa upp á útlitið kanta lakkið fá dekkri lit hergrænan snorkel betri ljós og eitthvað að snyrta Hulkinn til fyrst hann er vel ökuhæfur og nothæfur og drífur smávegis

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hulkinn kominn af stað

Postfrá jongud » 10.apr 2016, 09:41

Ég sá mynd í vetur af búnaði sem var smíðaður til að koma stórum dekkjum undir ofurjeppa, mig minnir að Friðrik gjaldkeri og Guðni Ingimars væru með hann.
Þetta eru fjögur snerildekk undir palli sem er örlítið lengri en hann er breiður og á skammhliðunum eru bríkur til að dekkin rúlli ekki útaf. Þegar dekkið er komið upp á pallinn er hægt að trilla því í allar áttir og snúa á alla kannta, og það eina sem þarf að gera er að hækka og lækka nafið með tjakknum.
Þetta krefst þess reyndar að maður sé með góðan tjakk sem er auðvelt að hækka og lækka að villd.

Annað sniðugt apparat sá ég á spjallþræði á vefnum, (minnir að það hafi verið IH8MUD). Þá var notaður vélagálgi og smíðaður hálfgerður putti eða jib framan á hann með stórum gúmmístuðtappa á endanum sem sneri upp. Þessi stuðtappi er settur inn í felguna að ofanverðu og hann lyfti felgunni upp og hélt dekkinu lóðréttu, og svo var hæðin stillt á tjakknum á vélagálganum. Þannig var dekkið híft upp á nafið.


Balloontyres
Innlegg: 91
Skráður: 17.okt 2014, 19:07
Fullt nafn: Beko Ciorba

Re: Hulkinn kominn af stað

Postfrá Balloontyres » 16.maí 2016, 20:26

What about this Hulk ?

Image


Balloontyres
Innlegg: 91
Skráður: 17.okt 2014, 19:07
Fullt nafn: Beko Ciorba

Re: Hulkinn kominn af stað

Postfrá Balloontyres » 16.maí 2016, 20:30

sorry I use translator to use this site. I wish I could understand Icelandic!


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir