Ég er búinn að vera að dunda í þessu núna að verða 5-6 mánuði og fannst tímabært að deila þessu með ykkur.

MYNDIR: http://www.facebook.com/album.php?aid=1 ... =576969293
Þetta er 2002 model af L200 sem ég er að breyta.
Tjónaði hann lítilega fyrir uþb ári síðan og fór í það að laga hann.
Fyrst ég var að eyða hellings tíma í að laga hann ákvað ég að eyða ,,aðeins" meiri tíma í hann og breyta í leiðinni.
Það er búið að gera helling í bílnum en það sem stendur upp úr er að ég er búinn að klippa helling úr, setja hann á gorma að aftan og færa aftur hásinguna aftur um 31 cm.
Breytingin er að mestu leiti búinn og ég er bara í body vinnu núna, þó á ég en eftir að hækka hann á body. Hann fer að detta í sprautun núna á næstu dögum.
kv.
Grétar Ólafsson