GAZ 69, Rússajeppi, 1967.


Höfundur þráðar
AlexanderJ
Innlegg: 12
Skráður: 03.des 2015, 17:12
Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
Bíltegund: Gaz 69

GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá AlexanderJ » 03.des 2015, 17:31

Sælir félagar,

Þá er loksins komið að því. Það á að fara setja rússann á götuna aftur eftir langa bið.
Það svona helsta um hann:

38" dekk.
2.8 Nissan dísel (minnir mig úr Nissan laurel), frekar máttlaus.
5 gíra beinsk. og millikassi úr Nissan Double Cap.
Dana 44 hásingar að framan og aftan.
Fourlink að framan með loftpúðum
Fjaðrir að aftan
Koni demparar
70L olíutankur

picture 002.jpg
picture 002.jpg (702.13 KiB) Viewed 4089 times


Það sem mig langar/ætla að gera:

- Ný dekk (hugmyndir vel þegnar, var að spá í AT38").
- Nýja öfluga vél, máske einhverja ameríska 8cyl með beinskiptingu og "góðum" millikassa.(aftur, hugmyndir vel þegnar, kanski t.d.4.7l powertech v8 Durango?).
- Skipta um ´allt´ í hásingum og yfirfara, loftlæsingar að aftan og framan. (Hver tekur svona að sér?)
- Bæta við fourlink suspension að aftan ásamt loftpúðum

Þetta er ágætis byrjun á þessum pósti, enn og aftur allar hugmyndir vel þegnar í sambandi við hina ýmsu hluti sem tengjast þessu.

Kv. Alexander J.
Set inn hérna eina mynd af því hvernig hann er í dag.



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá jeepcj7 » 03.des 2015, 18:23

Svakalega er þessi ofurtöff væri snilld að finna einhverja innspítta 8u í hann,langmesta framboðið er líklega af 5.2(318) úr cherokee á góðu verði.
En auðvitað er margt annað í boði eins og chrysler 4.7 eða 5.9 eða ford 4.6,5.0,5.4,5.8 og svo er eitthvað minna um td.chevy 4.8,5.0,5.3,5.7,6.0.
Ef þú ætlar að (þrjóskast);O) með beinskipt er samt úrvalið frekar lítið uppá að finna þetta í tilbúnum pakka en allt hægt að splæsa saman ef viljinn og aurinn er til í massavís,flestir yngri bílar eru reyndar með vinstra drop á millikassa og þú líklega með hægra sýnist mér á myndinni.
Stál og stansar,Renniverkstæði Ægis,Breytir,Jeppasmiðjan á Ljónsstöðum eru meðal þeirra sem taka að sér innstillingar á drifum og líklega mun fleiri.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
AlexanderJ
Innlegg: 12
Skráður: 03.des 2015, 17:12
Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
Bíltegund: Gaz 69

Re: GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá AlexanderJ » 03.des 2015, 19:01

Takk fyrir þetta, en já mér finnst nú bara skemmtilegra að keyra beinskipta, og svo kanski örlítið brenndur á því að það var léleg sjálfskipting í honum first. En vitið þér hverjir eru að selja þessar vélar+kassa? Er ekki einhver sem "sérhæfir" sig í þessum amerísku vélum?


Elmar Þór
Innlegg: 50
Skráður: 11.sep 2011, 18:54
Fullt nafn: Elmar Þór Hauksson

Re: GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá Elmar Þór » 03.des 2015, 21:26

Hvaða gírkassi er í honum ? man alltaf eftir honum auto :) Undan hverju eru hásingarnar, flottur bíll til gangi þér vel með hann :)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá jeepcj7 » 04.des 2015, 00:33

Ef þú ert að spá í td. 5.2 er varla spurning að versla svoleiðis bíl til að nota í svappið fást á góðum prís
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
AlexanderJ
Innlegg: 12
Skráður: 03.des 2015, 17:12
Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
Bíltegund: Gaz 69

Re: GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá AlexanderJ » 04.des 2015, 19:56

Hvað með vél og kram úr þessum?

http://bilauppbod.is/auction/view/20828 ... urango-4wd

og hvað á maður að bjóða í svona?


Elmar Þór
Innlegg: 50
Skráður: 11.sep 2011, 18:54
Fullt nafn: Elmar Þór Hauksson

Re: GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá Elmar Þór » 06.des 2015, 00:53

Þessi er 4,7 má ekki bjóða mikið í þetta, fást á fínan pening í lagi :)


thorir
Innlegg: 63
Skráður: 03.apr 2011, 12:52
Fullt nafn: Þórir Harðarson

Re: GAZ 69, Rússajeppi, 1967.

Postfrá thorir » 09.des 2015, 14:08

Blessaður,

Ég myndi alveg láta 4.7 vélina í friði þó hún sé mjög fín hvað afl snertir og skemtilegur mótor. Á Grand Cherokee 2001 og er á vél númer 3. Bíllinn var ekki keyrður nema 87000 mílur þegar ég fékk hann og vélin fór á 2 öftustu í 90000 milum og 1/2 ári seinna. Fékk aðra vél, virtist vera í lagi en fór eins eftir 3 mánuði og 1500 mílur. Ég er ekki að fara illa með neitt, keyri bara eðlilega og er með góðar olíur en samt.....
Svo leitaði ég í 1 ár að annari vél, fann vélar en verðið á þeim var út í hött, endaði með að kaupa heilan bíl og skipta á milli.

Ef maður ætlar að vera með 4.7 þá er best að fá hana upptekna eða nýja því þá veistu að allt er í lagi og enginn hefur trassað olíuskipti.

Ef þú ert að hugsa um að nota chrysler þá er 5.2 eða 5.9 (ef þú finnur svoleiðis vél) mun betri og sterkar annars klikkar ekki 350 Chevy eða LSx ekki. Einfalt, vinnur vel og sterkt.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 52 gestir