Síða 1 af 4

Toyota D/C 00 "38 3.0TDI

Posted: 23.jan 2011, 03:57
frá Hfsd037
Image

Toyota Hilux D/C
3.0 TDI
Árgerð 1999/9
Akstur 324.XXX
Litur Dökkblár, Ný sprautaður
Bsk
Skoðaður 2013

Aukahlutir:

Aukatankur, tekur alls 200 lítra.
4 Hella punkt kastarar
2 Hella dreifð gul kastarar
Xenon 4300K
2 Hella vinnuljós undir bíl
230V-12V Inverter
GPS Garmin 182c
VHF
NMT lagnir til staðar
Cd/Mp3 6 hátalarar
Filmur allan hringinn
BMW Leðursæti
Lituð innrétting (Svört
Læsing að aftan
5:29 Hlutföll
KONI stillanlegir demparar að aftan, það voru KONI að framan en ég lét orginal demparana aftur því mér finnst þeir henta mér betur.
Arctic Trucks aurhlífar allan hringinn
15"x13 Álfelgur á góðum 38" Mudder
Britax kastaragrind að framan
Rörastuðari að aftan
Prófíltengi bæði aftan og framan
6 sæti fyrir drullutjakk
4-link að aftan
2.5" Nýtt púst frá túrbínu


Image

Image

Image

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 23.jan 2011, 10:30
frá Sævar Örn
Hæhæ flottur hælux, hvernig útfærðirðu vinnuljós undir bílinn eru þau í hjólskálunum eða eru þau eitthvað varin... Langar sjálfum að finna einhver ofur vatnsheld LED ljós og skella í hjólskálarnar hjá mér...

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 23.jan 2011, 11:18
frá hobo
Hvað er málið með það? Sá eitt sinn bronco með kastara í hjólaskálunum bak við dekkin.
Hvað eiga þeir að lýsa?

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 23.jan 2011, 20:25
frá Hfsd037
Sævar Örn wrote:Hæhæ flottur hælux, hvernig útfærðirðu vinnuljós undir bílinn eru þau í hjólskálunum eða eru þau eitthvað varin... Langar sjálfum að finna einhver ofur vatnsheld LED ljós og skella í hjólskálarnar hjá mér...


Ég sauð festingar sitthvor megin fyrir kastarana undir miðjan bílinn (semsagt á hliðunum)
þeir eru stillanlegir til hliðar upp og niður svaka sniðugt!
síðan er ég með einn stærri aftast undir pallinum sem ser um að lýsa öllu fyrir aftan bílinn

þetta eru ekta vinnuljós sem halda vatni er búin að keyra yfir ár með þá undir, virka alltaf
ég mundi skoða vinnuljós sem þeir nota á skurðgröfunar ef þú ert að pæla í þessu
síðan útbjó ég 5 öryggja rafmagnstöflu undir húddinu fyrir allan ljósabúnaðinn þannig það ætti ekki neitt að klikka

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 23.jan 2011, 20:25
frá Hfsd037
hobo wrote:Hvað er málið með það? Sá eitt sinn bronco með kastara í hjólaskálunum bak við dekkin.
Hvað eiga þeir að lýsa?


þeir lýsa eitthvað,,,, þangað til að glerið brotnar útaf steinkasti ;)

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 23.jan 2011, 21:46
frá -Hjalti-
hobo wrote:Hvað er málið með það? Sá eitt sinn bronco með kastara í hjólaskálunum bak við dekkin.
Hvað eiga þeir að lýsa?


Nú væntanlega lýsa upp svæðið þegar/ef eitthvað bilar eða brotnar uppá fjöllum í myrkri ..

Vinnuljós á toppnum gera ekkert fyrir þig ef þú þarft að vinna undir bílnum

Flottur Luxi Hlynur ;)

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 24.jan 2011, 01:56
frá Kölski
Flott græja hjá þér. Og ótrúlega duglegur í snjó.

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 01.feb 2011, 13:04
frá Hfsd037
Svona lýsa vinnuljósin hjá mér í myrkvi
Image

Image

Image

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 01.feb 2011, 13:27
frá Hfsd037
Kölski wrote:Flott græja hjá þér. Og ótrúlega duglegur í snjó.


takk vinur :)

Re: Toyota D/C Grænlux "38

Posted: 26.apr 2011, 06:13
frá Hfsd037
það er komið BMW leður með rafmagni í þennan :)

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúning fyrir sprautun

Posted: 16.maí 2012, 23:27
frá Hfsd037
...

Re: Toyota D/C 00 "38

Posted: 16.maí 2012, 23:50
frá Hrannifox
flottur luxi hjá þér :D

var ekkert mál að skella þessum bmw stólum í ?

Re: Toyota D/C 00 "38

Posted: 16.maí 2012, 23:53
frá Hfsd037
Hrannifox wrote:flottur luxi hjá þér :D

var ekkert mál að skella þessum bmw stólum í ?


Takk, jú það er smá mál, þeir þurfa að hitta alveg nákvæmlega í bílinn

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 17.maí 2012, 19:30
frá Magnús Þór
er mikill breiddarmunur á hilux sætunum og bmw sætunum?
úr hvaða árg. c.a. eru þessi sæti ?

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 17.maí 2012, 20:28
frá Hfsd037
Magnús Þór wrote:er mikill breiddarmunur á hilux sætunum og bmw sætunum?
úr hvaða árg. c.a. eru þessi sæti ?


já, leðursætin eru töluvert breiðari.. þau koma úr gamalli 7-u E32

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 17.maí 2012, 20:34
frá -Hjalti-
Glæsilegt !

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 20.maí 2012, 03:32
frá Hfsd037
...

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 20.maí 2012, 08:55
frá sukkaturbo
Svona á að gera þetta flottir stólarnir kveðja guðni á sigló

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 23.maí 2012, 00:25
frá Hfsd037
sukkaturbo wrote:Svona á að gera þetta flottir stólarnir kveðja guðni á sigló


Takk fyrir Guðni :)

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 23.maí 2012, 00:35
frá Hfsd037
..

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 23.maí 2012, 09:39
frá Hjörvar Orri
Mjög virðulegur og flottur hilux, flott hjá þér að skeina honum svona vel. En hefði ekki verið ráð að kippa pallinum af?

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 23.maí 2012, 13:42
frá Hfsd037
Hjörvar Orri wrote:Mjög virðulegur og flottur hilux, flott hjá þér að skeina honum svona vel. En hefði ekki verið ráð að kippa pallinum af?


Takk fyrir það, jú pallurinn fer af aðeins seinna, þá tek ég grindina í gegn í leiðinni

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 25.maí 2012, 01:39
frá Hfsd037
..

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 25.maí 2012, 01:45
frá -Hjalti-
Duglegur Hlynur!
Verður gaman að sjá hann tilbúin :)

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 25.maí 2012, 01:50
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:Duglegur Hlynur!
Verður gaman að sjá hann tilbúin :)


Takk vinur

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 27.jún 2012, 01:58
frá Hfsd037
Jæjja allt að gerast, búin að rífa allar rúður úr bílnum og jeppinn fer í klefann á morgun

Image

Image

og fyrst maður er nú með rúðurnar í höndunum, afhverju ekki að filma bara :)

Image

Image

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 27.jún 2012, 21:01
frá -Hjalti-
Þetta verður alvarlega grúví græja!

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 18.júl 2012, 21:23
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:Þetta verður alvarlega grúví græja!


Takk

Er að pólera felgurnar

Image

Image

Re: Toyota D/C 00 "38 Í undirbúningi fyrir sprautun

Posted: 25.júl 2012, 18:05
frá Hfsd037
Jæjja nú er allt að gerast, er búinn að pólera þessar felgur og þær lýta út eins og nýjar

Image

Image

Svo er búið að sprauta hann, ég er rosalega sáttur með vinnubrögðin. jeppinn er alveg eins og nýr! :)

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Ég get lítið annað sagt en að ég sé sáttur með bílinn :)

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður*

Posted: 25.júl 2012, 18:24
frá LFS
fórstu i annan lit ? en hvernig poleraðirðu felgurnar var þettað ekki klikkuð vinna ?

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður*

Posted: 25.júl 2012, 18:27
frá Hfsd037
49cm wrote:fórstu i annan lit ? en hvernig poleraðirðu felgurnar var þettað ekki klikkuð vinna ?


Já ég fór í LC120 bláann, jú það er smá vinna, ég byrjaði á 280P 600P 1200P og massaði siðan með grófum massa og endaði á því að massabóna. hver felga tók um 3 tíma

Hérna sést munurinn betur

Image

Image

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður*

Posted: 26.júl 2012, 00:22
frá LFS
þettað er sh..h..hæmilegt þer það verður að gaman að sja bilinn klarann a felgunum !

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður*

Posted: 26.júl 2012, 00:32
frá btg
Flott!

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður*

Posted: 26.júl 2012, 00:55
frá Svenni30
Glæsilegur hjá þér

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður*

Posted: 26.júl 2012, 14:19
frá Hrannar Ingi
Ekkert smá flottur ! :)

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður* Nýjar myndir

Posted: 26.júl 2012, 20:07
frá Hfsd037
Takk strákar :)

Hérna er ég búinn að tjasla honum eitthvað saman, er samt ekki alveg búinn :)
Athugið samt, það kemur nýr stuðari á bílinn og ég er ekki búinn enn

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður* Nýjar myndir

Posted: 26.júl 2012, 20:20
frá LFS
drulluflottur :)

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður* Nýjar myndir

Posted: 26.júl 2012, 20:27
frá Hfsd037
49cm wrote:drulluflottur :)


Takk fyrir það :)

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður* Nýjar myndir

Posted: 26.júl 2012, 21:16
frá Kölski
Djöfull er hann orðinn svakalega nettur hjá þér. ;-)

Re: Toyota D/C 00 "38 *Ný sprautaður* Nýjar myndir

Posted: 26.júl 2012, 21:35
frá Svenni30
Uss þetta er bara eins og nýtt. Verulega flottur