Síða 1 af 2
Chevy pick up, verkefni, smá upd 20.05
Posted: 12.okt 2015, 00:12
frá íbbi
ég setti nú myndir af því í þráðinn um hinn silveradoinn þegar ég fór og náði í þennan, en datt í hug að búa til þráð fyrir hann, og þá sérstaklega til að fá ráðleggingar frá mér fróðari mönnum varðandi hluti sem mig langar að gera við hann.
eins og kannski einhver hérna veit, þá ek ég dags daglega um á gömlum silverado, 98 bíl. í vor/sumar þá rakst ég á frekar innihaldslausa auglísingu um vélarlausan eins bíl. 97 árg, staðsettan vestur á fjörðum
ég veitti því athygli að sá bíll var með afar fallegri innréttingu, ljósu leðri og miklum aukabúnaði, auk þess sem mig vantaði nokkra hluti í hinn bílinn,
ég keypti bílinn óséðan og brunaði vestur á bolungarvík með kerru.
þegar ég kom á svæðið, þá kom í ljós að um miklu heilli bíl var að ræða heldur en ég hafði þorað að vona. og eftir að ég kom með hann heim í skúr og fór að skoða hann þá var ég fljótur að hætta við að rífa hann, að mörgu leyti er þessi bíll með þeim heillegri sem ég hef rekist á lengi.
þetta er 97 silverado, var með 5.7l vortec, 3dyra, gjörsamlega "loadaður" af búnaði, leðurstólar, stokkur á milli sæta, stokkur upp í topp, cd magasine, loftkæling, rafmagn í öllu, auto dimming speglar með hitamælir og flest öllu sem þessir bílar voru fáanlegir með.
sagan á bakvið bílinn var sú að hann var seldir í IH/bílheimum á sínum tíma, var fyri norðan í eigu sama aðila til 09, þá er hann seldur vestur, kaupandinn ræðst í að swappa í hann diesel, en það fór aldrei lengra en að taka úr honum vortec mótorinn, og bíllinn hefur staðið síðan, sem er orðinn ansi langur tími
svona þar sem maður var þá kominn með pikkupa durg að blokka aðstöðuna sína, þá var fátt annað en að reyna finna út hvað skyldi gera við gripinn. kostirnir voru að rífa hann bara eins og til stóð. færa hluti á milli hans og hinns bíllsins, eða bara setja hann á hold og eiga til e-h verkefni að dunda í þegar maður nennir/getur
núna nokkrum mánuðum seinna er ég kominn með nokkuð haldbæra hugmynd um hvað ég vill gera við hann.
stefnan er tekin á að skella honum á 35", setja á hann kanta, hækka aðeins upp og eiga við fjöðrun, og reyna finna einnhvern skemmtilegan mótor í hann, þá helst einhevrn diesel mótor,
kanarnir mæla með að hækka um 3" á boddý, ég myndi vilja prufa að smíða undir hann nýja afturfjöðrun, með 4 link og loftpúðum,. og hefði gaman að því að fá einhevrjar skemmtilegar umræður um það,
myndi líka vilja skipta út 10 bollta hásinguni sem er undir honum, og eiga hana til á lager sem varahlut fyrir hinn bílinn ásamt flr, eins og skiptingu
hvað mótor varðar þá er enn allt opið, en ég veit það að mig langar hvorki í 6.2 né 6.5, helst vildi ég fá duramax, en el það óraunhæft, hinsvegar er ég nokkuð heitur fyrir því að finna cummings 6bt, ekki síst 24v. við hana myndi ég svo nota 4l80 GM skiptingu með skiptitölvu,
ég tek það nú fram að það verður enginn ógnarhraði á þessu projecti, heldur bara hugsað sem dund svona þegar maður fær fílínginn, sem er hægt að ýta út í horn þegar þannig liggur á manni, og smíða eftir efnum,
djúpið

kominn í skúrinn

ansi heillegur

þessi hvíti á þessari mynd er ekkert fjarri lagi því sem ég er að spá, og sést original bíll til samaburðar

kv, íbbi
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 12.okt 2015, 02:28
frá grimur
Setja bara aftur i hann 5.7 Vortec. Algert bull að setja diselvel i þennan bil.
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 12.okt 2015, 06:15
frá ellisnorra
Þetta er fallegt eintak. Spennandi bílar finnst mér. Það er haugur af vélum sem hægt er að velja úr, aðallega hvað ertu að spá, viltu dráttarhest eða léttvagn? Myljandi tog er í cummins en þá þarftu að reiða fram seðla í talsverðu magni, sér í lagi 24v. Og það er ekki g í cummins :) Einfalt er að setja aftur eins vél í hann og sjálfsagt ekkert erfitt að finna svoleiðins vél. Þú ættir líka að skoða 4bt frá cummins, þar ertu með 200-250 hestöfl með mildu tjúni en ekki jafn mikið ankeri eins og hin 500kg 6bt er. Þá vél þyrftiru hinsvegar að kaupa frá útlandinu.
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 12.okt 2015, 07:40
frá sukkaturbo
settu bensín vél í hann aftur þetta þarf að líða um svona mubla á ekki að vera með disel.Verður flottur á 35 og krómfelgum og gera ráð fyrir aða geta sett undir 38m Mundi freka splæsa í milligír og læsingar
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 12.okt 2015, 08:05
frá íbbi
350 vortec mótorinn er mjög fínn, en èg à einn með honum fyrir, hef voða littla löngun í að gera þennan eins. à 35+ er svona bíll með 8cyl bensín einfaldlega orðinn of þyrstur til að geta verið notaður innanbæjar og í drætti,
notkunarsviðið sem èg hefði hugsað mèr er bara það sem hinn er notaður í, blanda af vinnu bíl og einkabíl og svo dràttarklàr.
þessir bílar með cummins er að vikta a milli 2.5 og 2.6 tonn, og eyða töluvert minna en bensínbíllinn, sèrstaklega í drætti. og à 35" ferðalög með camper eru inni í myndini
bæði 6bt og 4bt eru mjög vinsæl úti. og menn làta vel af bàðum. er ekki mjög spenntur fyrir 4cyl diesel.
duramax væri màlið, en þær eru djöfull dýrar ennþà
milligír hef èg nú lítið við að gera :) en èg væri til í læsingu að aftan,
það sem mig langar að gera við hann er að miklu leyti byggt á reynslu minni af því að nota svona bíl alla daga.
aflmikla diselvél, -- eyðir minna, sérstaklega undir miklu álagi (camper/bílakerrur og flr)
4l80 sterkari en 4l60, ég hef dregið rúm 3 tonn á hinum á milli landshluta, hann leysti það vel, en maður sá að í heiðarbrekkunum þá var nú farið að hitna á skiptinguni,
4link/púðar að aftan -- eitt af því sem þeir gera til að keyra niður skr burðagetu í 1500 bílunum er að hafa þá á 3ja blaða afturfjöðrum, það gerir bílinn ásættanlega þolanlegan í venjulegjum akstri, en þær eru að mínu mati of mjúkar þegar maður er farinn að nálgast mörk burðagetu/drattargetu,
menn hafa bætt við 2 blöðum, en þá er bíllinn grjóthastur þegar hann er tómur, með púðum væri hægt að fá hann betri ólestaðann og stíft hann upp þegar á við.
35" breyting, það verður nú að viðurkennast að hún er mest megnis af því að mér finnst bíll í þessari stærð einfaldlega samsvara sér betur á þeirri stærð, og kantarnir gera þá fallegri, ég vill ekki smíða mér snjó/ferða jeppa úr honum, í það myndi ég vilja bíl með aðeins meira aftursæta plássi,
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 12.okt 2015, 09:10
frá íbbi
þessi varð eftir , boddýið á þessum bíl er alveg fáránlega heilt, hann er reyndar lítið keyrður, enda búinn að standa 1/3 af ævinni

Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 14.okt 2015, 22:24
frá Valdi B
hvernig væri að setja bara í hann 4.2 6 cyl 24v úr 80 cruiser
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 15.okt 2015, 08:19
frá jongud
það mætti líka athuga 4BT með common-rail. Titrar miklu minna en gömlu sleggjurnar og hægt að fá þær með tölvu sem þarf bara 3-4 víra til að tengja.
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 15.okt 2015, 10:05
frá íbbi
lc mótorinn er eflaust fínn, og bt4 eflaust líka, og það er svosum allt opið í þessu, þó èg verði að viðurkenna að mig langar í stærri mótor,
annars hef èg minnstar àhyggjur af mótormàlum, þessi bíll tekur vel við nànast hvaða mótor sem er, og er auðveldur m.v margt annað að koma ofan í.
èg hugsa að èg fari fyrst í afturfjöðrun, kanta og lúkkið à honum. er hvað spenntastur fyrir 4 link smíði
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 15.okt 2015, 20:55
frá Startarinn
Er ekki alger óþarfi að hækka boddíið eins og þú nefnir að kaninn geri?
Er ekki allt hjá þeim miðað við að það sé ekki hreyft við brettum?
ef þú ætlar hvort sem er að setja á hann einhverja kanta er alveg eins gott að sleppa vinnunni við boddí hækkunina og naga aðeins úr brettunum, þá verðu bíllinn líka þægilegri í umgengni
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 15.okt 2015, 23:27
frá íbbi
nú verð ég að viðurkenna smá hégóma. mér finnst þeir bara bera sig betur örlítið hærri, ég hef séð flr ein eitt eintak af þessum bílum sem hafa fengið kanta 33-35" og enga hækkun, og bara líkar ekki útlitið,
reyndar þá eru menn oft að lifta þeim um 2-3" á boddý til að koma skiptingum af nýmóðins diesel vélunum t.d allison, en það þarf líka fyrir chrysler skiptinguna sem er aftan á 6bt. en reyndar hafði ég ætlað mér að nota 4l80 skiptingu ef ég fer í diesel, hún smellur beint í orginal festingarnar, passar beint við skiptirinn í bílnum og flr sem er gott að eiga við
auðvitað er réttara að hækka þá á fjöðrunini, en ef það er eitthvað við þetta að hégómanum undanskildum þá er það að ég slyppi við að skrúfa hann upp að framan, eftir alveg þónokkra 33-35" tommu breytta bíla í gegnum tíðina sem hafa verið skrúfaðir upp að framan þá er ég ekki spenntur fyrir því,
kantarnir sem ég ætla að nota skrúfast í original götin fyrir krómkrantin sem er á brettunum fyrir,
kaninn er að hækka þetta upp um 6 tommur á boddý og setja svo klossa undir fjaðrirnar og skrúfa þá upp, og eru helvíti sáttir bara :)
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 15.okt 2015, 23:34
frá íbbi
skellti mér á eina mig/mag í stærri kantinum, sem hefur ekkert minkað löngunina í að fara að brasa eitthvað.

Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 16.okt 2015, 11:34
frá Axel Jóhann
Spennandi að fara dunda! :)
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 17.okt 2015, 12:49
frá íbbi
segðu :) þetta project er líka fínt þar sem það snýst meira um að hafa eitthvað til að dunda í en að fá bílinn í notkun, blái pikkinn þjónar því hlutverki afar vel,
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 19.okt 2015, 09:47
frá Axel Jóhann
Svo bara þegar þessi er klár þá swapparu vél á milli. :)
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 20.okt 2015, 16:46
frá íbbi
hehe. hún er fín þar sem hún er :)
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 21.okt 2015, 23:45
frá íbbi
hakkaði í mig rpo kóðana í dag.
þar sá ég mér til furðu að þessi bíll er með C5S-Heavy duty chassis, ég hafði reyndar tekið eftir því að hann er á miklu sverari fjöðrum en blái bíllinn,
þegar ég fór að googla þetta þá sá ég að það var s.s hægt að fá 1500HD, og þeir eru með aðeins skárri burðagetu heldur en normal 1500,
hefur alltaf fundist hálf sorglegt með þessa "half ton" kana pikkupa að þeir eru skráðir með fáránlega lága burðagetu, langt undir því sem þeir raunverulega bera, sést vel á því að tundra er með lægri burðagetu en hilux
þetta er ágætt ef maður fer að troða cummins ofan í þetta, sérstaklega þar sem hann er bara 5 manna, en hinn hjá mér er 6 manna, þá hefur hann ennþá einhverja burðagetu eftir þótt maður troði e-h dieselhlunk í hann.
hann er líka með læsingu í afturdrifinu, sem er gott, hinn líka reyndar, en blái er með lægri hlutföl reyndar,
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 22.okt 2015, 18:03
frá íbbi
magnað.. fór að skoða hvað er innifalið í þessum hd pakka. og það er 14bollti undir honum. stærri bremsur og sverari fjaðrir/demparar.
Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 31.okt 2015, 17:33
frá íbbi
setti hann á búkka, það tók bara 5 mánuði
m.v hraðann á þessu hingað til verður bíllinn tilbúinn seint á þessari öld

Re: Chevy pick up, verkefni
Posted: 04.des 2015, 00:49
frá íbbi
jæja, byrjaði eitthvað að tæta í þessum í kvöld, reif úr honum skiptinguna og millikassann, ætla taka úr honum lúmið fyrir bensínmótorinn og fara snikka eitthvað til þarna.
annars er það helst að frétta að ég held að ég sé kominn á það að stefna á að búa til fjallajeppa bara, þá 44-46" og rör undir hann að framan
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 05.des 2015, 13:49
frá Gunnar Björn
Hvernig hásingu myndir þú setja undir á móti 14 bolta afturhásingunni?
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 05.des 2015, 16:10
frá atligeysir
Hefurðu eitthvað spáð í þýskum dísel mótor?
Það er amk einn Range Rover hérna heima á 44" sem er með að mig minnir OM648 Benz mótor(W211), stærri túrbínu og mappi. Eigandi segir að hann sé um 300hp og í kringum 600NM.
Hef mikið verið að spá í að ná mér í OM613, úr W210 bíl og mixa í Patrol-inn hjá mér. Það er hægt að fá heilan bíl á klink út í Bretlandi.
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 05.des 2015, 17:36
frá svarti sambo
Á til hásingu/ar, ef þig skyldi vanta, undan F250 árg.99
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 05.des 2015, 20:53
frá íbbi
fyrsta val væri d60 í bàða enda, hvað verður er nú ekki ràðið.
èg.ætlaði að nota 14 bolltan að aftan. en svo er búið að hræða mann svo með draugasögum af C-clip's
eru ekki ford hàsingarnar í sömu breidd og gm?
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 05.des 2015, 20:55
frá íbbi
þýsku mótorarnir eru flottir, en eru nú ekki à óskalistanum í þennann bíl, það verður einhver sleggja fyrir valinu, cummins líklega, duramax ef èg dett um fjàrsjóð einhverntíman
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 05.des 2015, 23:04
frá jeepcj7
Ég á eitthvað sem passar líka ef þú vilt alvöru dót D60,D70,14 Bolta FF og jafnvel framhásingu sem passar við D44 eða D60.
En ég myndi ekki vera hræddur við C clips það er ekki að klikka.
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 06.des 2015, 00:31
frá íbbi
sumir vilja meina að menn sèu að missa hjólin undan þeim?
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 17:57
frá íbbi
jæja ætla skrifa smá langloku, og vonandi fá umræður um hluti sem ég er að hugsa
"planið" er svona lauslega, d60 eða sambærilegt að framan og aftan, einnig kemur til greina fram/aftur hásing undan 350 ford, það eru dana 50/60 hybrid að framan og sterling 10.5 að aftan, m.v það sem ég hef fundið væri ódýrast og auðveltast að fá D44 undir hann að framan sem ég veit um og halda mig við 14 bolltan að aftan, það er svona bíll með d44 að framan og það hefur verið algjörlega til friðs.
14 bolltinn sem er undir honum er alveg nógu sterkur, en það hræðir mig að hann er C clip, menn hafa sagt sitt á hvað við mig að öxlarnir haldi, og að þeir brotni, og hjólið húrri undan,
ég mundi vilja 4 link að aftan og radíusarma að framan, hef verið að skoða dáldið massamiðju og anti squat, er ekki gott að fá afturfjöðrina til að keyra sig saman að aftan á pallbíl? sem er léttur að aftan,
ég mundi stefna á púða að framan og aftan,
afturhásing verður á sama stað. en sú fremri fer eins langt fram og hægt er án þess að færa stýrismaskínu, hef séð bíl hérna heima sem er þannig.
hlutirnir sem ég er að velta fyrir mér núna eru kannski öllu fræðilegri,
hvað mynduð þið mæla með/halda að ég þyrfti að lyfta honum mikið? hversu mikið á fjöðrun og hversu mikið á boddý?
varðandi 4 link smíði,
hvar mælið þið með að ég staðsetji vasana? ég hef kíkt undir 2 svona bíla og þar voru vasarnir ca staðsettir þannig að fremri brún á þeim var við samskeyti frambrettis/hurðar
menn hafa mælt með allt frá 3mm efni upp í 6mm efni,
hvaða fræði eru á bakvið lengdirnar á stífunum? og staðsetningu vasana.
þetta project er jú hugsað til þess að læra, þar sem ég bókstaflega "átti bílinn til"
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 18:21
frá Sævar Örn
lýst vel á þetta hjá þér!
D44 framhásing hmmm, já ef þú passar þig rosalega þá er það allt í lagi, ætli veikasti hlekkurinn sé ekki hjöruliðirnir úti við hjól og sennilega er best að vera ekkert að styrkja þá mikið, þá brotnar frekar drifið
Ef þú hefur tök á því settu D60 framan, og auðvitað full float að aftan ef þú mögulega getur, hvort sem það væri 14 bolt eða d60, ég myndi gera það!
en svo má líka hugsa hvað kosta hlutirnir og hvað ætla ég að nota bílinn í... hvernig er minn akstursmáti osfv.
ég er með 2.3 ton bíl ford explorer á slitnum 46 og hef brotið einn hjörulið að framan í d44, það gerðist við harkaleg átök og ég er með nospinn og lásinn var eithvað seinn að grípa sem olli svaka höggi... Framdrifið brotnaði síðan bara vegna slits í legu sem ég tók ekki eftir fyrr en of seint
Það hefur verið í friði síðan
Ég notaði 4mm plötujárn í stífuvasa, það er yfirdrifið nóg ef maður dreyfir átakinu vel og hannar vasana þannig að þeir taki vel við átaki, það er bara sama prinsip og í allri járnsmíði
varðandi anti squat ég smíðaði minn bíl með 0° stefnu í massamiðju, eftir mínum skilningi þýddi þetta að hann er alveg hlutlaus við hröðun, þ.e. fjaðrar hvorki saman né sundur, þetta hefur reynst mér ágætlega í snjó, ég get rutt bæði áfram og svo ef stoppar þá get ég alltaf bakkað ur skaflinum!
þú getur skoðað þráðinn minn það var c.a. í nóvember 2014 sem við vorum að ræða 4 link smíði í mínum þræði
www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=27277&p=164534Gangi þér vel!!
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 18:34
frá íbbi
takk fyrir svarið. ég hef einmitt fylgst með þræðinum hjá þér frá því að þú keyptir bílinn. og veitti því athygli að þú ert með 14 bollta semi float að aftan,
já ég hef verið á því að d60 sé málið á svona bíl, það er annar svona eins á d44 með 6.5. (gæi)
ég sá sett auglíst hérna af d60 undan ford, með 8 gata deilingu á 200k, get fengið settið undan 350 fordinum á sama.
bíllinn viktar rúm 2.3t óbreyttur og tómur. á 46" með cummins í húddinu viktar hann eflaust ekki undir 2.7, sem er reyndar áhyggjuefni út af fyrir sig þar sem leyfð hámarksþyngd er 3 tonn
varðandi notkun er erfitt að spá fyrir um það, er of reynslulítill í alvöru jeppa akstri til að geta greint aksturstíl minn, en ég sé fyrir mér að reyna búa bara til skemmtilegan ferðabíl.
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 18:36
frá Sævar Örn
já og með stærri mótor þarftu stærri drifrás... svo einfalt er það
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 18:51
frá íbbi
akkurat, annars er allt opið hvað mótormál varðar, það kemur allt eftir að hjólabúnaður og breytingar eru yfirstaðnar, og það er eflaust ekkert á næstuni, reif úr honum 4l60e skiptinguna og seldi, og er búinn að finna 4l80 sem ég ætla mér að nota,
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 19:30
frá svarti sambo
Sæll Ívar.
Er þá ekki bara málið að fá hásingarnar og grindina líka. Hann er sennilega gefinn upp 5 tonn í heildarþyngd. Þyrfti bara að fletta því upp.
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 20:28
frá ellisnorra
Númer eitt þarftu að velja mótor, síðan veluru hásingar eftir mótor. Cummins, ekki reyna annað en d60 að framan miðað við 46" dekk. Þá ertu með agalega þungan bíl, drífur fullt og kraftar fullt en fjandi lítinn burð. Cummins 6bt er helmingi þyngri en 5.7 (hún er uþb 500kg).
Þetta er allt spurning hvar þú vilt vera, viltu vera í súkkuflokknum eða jarðýtuflokknum? :)
Varðandi hækkun, skera eins djöfull mikið úr og hægt er án þess að hækka á boddyi. Ef það dugar ekki þá má lauma boddyi aðeins upp en þá er möst að færa amk 4 boddyfestingar upp líka. Helst 8 þar sem það eru náttúrulega tvö boddy á grindinni þinni :)
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 23:16
frá íbbi
reyndar vill ég meina að svona letti með cummins sé frekar léttur hlunkur, ef það er hægt að orða það þannig
þessir lettar eru þótt stórir séu eru samt minni og ívið léttari en aðrir svona US trukkar, og þessi bíll fullbreyttur með cummins yrði nefnilega að ég held ansi léttur m.v aðra full size US pikka með sambærilegu krami/drifrás, en ram og f250/350 með sambærilegum búnaði myndu vikta 3 tonn+
svona bíll á 46" er samt alltaf jarðýta, það er held ég bara staðreynd :)
ég held reyndar að cummins-inn sé "bara" 200kg þyngri en vortecinn, bíllinn myndi vikta rúm 2.5tonn óbreyttur með cummins,
en já það er verst með burðinn, hann er ekki orðinn mikill á eftir, en það bjargar samt slatta að þessu bíll sé með heavy duty chassis, blái bíllinn hjá mér myndi líklegast vera í leyfðri heildarþyngd mannlaus eftir þennan pakka.
ég held að D60 eða sambærilegt sé bara no brainer, hvort sem það verður cummins eða eitthvað annað í húddinu,
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 23:19
frá íbbi
svarti sambo wrote:Sæll Ívar.
Er þá ekki bara málið að fá hásingarnar og grindina líka. Hann er sennilega gefinn upp 5 tonn í heildarþyngd. Þyrfti bara að fletta því upp.
væri þá ekki best að skipta bara um bíl :D
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 23:21
frá svarti sambo
Eru menn ekki að kaupa grindarskráningu, eða hvað. :D
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 23:34
frá íbbi
það væri reyndar fyndið út af fyrir sig að setja húsið af silverado á ford grind, og svo cummins í draslið.
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 23:40
frá svarti sambo
Annað eins gera menn í þessu jeppagame-i. Þá gætir þú gert svona:
https://www.youtube.com/watch?v=CP8_lb3 ... ture=share
Re: Chevy pick up, verkefni, 46"??
Posted: 08.des 2015, 23:41
frá íbbi
hehe! já þetta er kannsi bara málið