1998 Musso 2.9TDi
Posted: 11.sep 2015, 11:37
Góðan dag, þannig voru málin að ég var að fara í veiðivötn fyrir tveimur vikum og vantaði jeppa sem gæti komið mér þangað og til baka svo að eftir stutta leit þá fann ég gamla auglýsingu um þennan líka fína Musso, var bara auglýstur þannig að hann var óskoðaður vegna ryð í grind V/M aftan og ójafnar bremsur, engin mynd eða neitt, svo að ég gerði mér ferð í Keflavík að skoða gripinn og var hann bara ótrúlega góður fyrir peninginn, svo að ég dró hann heim fyrir litlar 30.000kr.
2.9 Eftirá turbo, frá STT beinskiptur
Hann er á 31" en ég ætla að breyta honum á 35" og prófa hann svoleiðis, þar sem að ég get fengið allt sem ég þarf þá mjög ódýrt þá er ég að reyna stefna á það að vera kominn með hann 35" breyttann á 100.000kall, en hér koma nokkrar myndir og svo uppfæri ég þegar það gerist eitthvað.
Hérna er jómrfrúarferðin á leiðinni uppí veiðivötn, við Hrauneyjar
Svo er hann hérna uppá Snjóeldu
Svo var ráðist í það að laga skoðunaratriðin, ryðið í grind var bara ein boddýfesting sem var að yfirgefa svæðið svo ég bjó til nýja úr vinklum sem ég átti til
Svo fékk þessa kastaragrind gefins og hún fer á fljótlega
Svo í gær fór ég með gripinn í skoðun og fékk fulla skoðun!
Meira síðar.
Kv Axel Jóhann
2.9 Eftirá turbo, frá STT beinskiptur
Hann er á 31" en ég ætla að breyta honum á 35" og prófa hann svoleiðis, þar sem að ég get fengið allt sem ég þarf þá mjög ódýrt þá er ég að reyna stefna á það að vera kominn með hann 35" breyttann á 100.000kall, en hér koma nokkrar myndir og svo uppfæri ég þegar það gerist eitthvað.
Hérna er jómrfrúarferðin á leiðinni uppí veiðivötn, við Hrauneyjar
Svo er hann hérna uppá Snjóeldu
Svo var ráðist í það að laga skoðunaratriðin, ryðið í grind var bara ein boddýfesting sem var að yfirgefa svæðið svo ég bjó til nýja úr vinklum sem ég átti til
Svo fékk þessa kastaragrind gefins og hún fer á fljótlega
Svo í gær fór ég með gripinn í skoðun og fékk fulla skoðun!
Meira síðar.
Kv Axel Jóhann