Síða 1 af 1
Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 09.júl 2015, 15:57
frá aronicemoto
Sælir,
Ákvað að stofna hérna smá póst til að lífga upp á síðuna en ég er að fara að breyta núverandi jeppa mínum fyrir veturinn. Bílinn sem um ræðir er Nissan Navara D40 2006 árgerð LE týpa. Planið er að fara í 37" í vetur og svo 38" fyrir næsta vetur þegar maður verður búinn að fjárfesta í nýjum drifbúnaði að framan.
Planið fyrir veturinn: Klafasíkka bílinn um 5cm [x]
Fox fjöðrun [x]
38" brettakanntar [x]
Skurður og það sem þarf fyrir dekkin [x]
Talstöð [x] Kenwood Digital/Analog VHF frá RadioRaf varð fyrir valinu
Gps [x]
15x12,5felgur [x]
37"x13,5r15 Super Swamper M16 [x]
Planið eftir veturSérsmíðað D44 framdrif með ARB loftlás [x]
4.56 hlutföll [x]
38" dekk [x]
Svona leit bílinn út þegar ég keypti hann fyrir 2 mánuðum. 35" breyttur.

Gormar settir í (Keyptir hjá AT)

Svo er bílinn núna hjá strákunum í Víkurós þar sem verið að að sprauta þak, frambretti o.fl. til að geran fínan. Einnig er Formverk að smíða 38" kannta sem ég fæ í næstu viku. Síðan fljótlega verður ráðist í klafa síkkun ásamt því að 15x12 felgur verða keyptir ásamt dekkjum.
Er að spá í 37x13.5 R15 Super Swamper M16 undir bílinn, hafa menn eitthverjar sögur að segja um þau dekk.
Leyfi mönnum að fylgjast með um leið og verkið hefst fyrir alvöru.
Uppfært 17.07.2015Jæja, Dekk og felgur komið og bílinn kominn inn á gólf þar sem verkefnið er að byrja.
Bílinn sóttur úr yfirhalningu á sprautuverkstæði og einnig látið sprauta nýja 38" kannta sem sjást á gólfinu ómálaðir

Dekk og felgur

Byrjað að undirbúa fyrir klafasíkkun

Keypti líka óvart Fox fram og afturdempara undir bílinn svo það tók því að versla gorma.


Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 17.júl 2015, 12:02
frá aronicemoto
Uppfært
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 17.júl 2015, 13:14
frá Svenni30
Þetta er flott hjá þér, Er með spurningu, hvað kostuðu afturdempara (FOX) og hvað er travelið, hvar fékkstu þá ?
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 17.júl 2015, 13:38
frá aronicemoto
Þetta er 2ggja tommu bolt on sett frá Fox.
Í Arctic Trucks kosta framdempararnir 94 þús sirka stykkið og afturdempararnir 40 þús stykkið.
Þetta eru minnstu dempararnir frá þeim og er ég ekki alveg klár með travelið.
Hér geturu séð allt um þá.
http://www.ridefox.com/product.php?m=tr ... ref=filter
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 17.júl 2015, 13:47
frá Svenni30
Takk kærlega. Skoða þetta
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 17.júl 2015, 21:51
frá ellisnorra
Skemmtilegt að fylgjast með.
Eitt sem mér finnst að uppsetningunni hjá þér, endilega að koma með uppfærslur neðar í þráðinn, ekki að uppfæra og breyta upphaflega póstinum. Það er mjög ruglandi, menn eru að skoða fyrsta póstinn og gera athugasemdir eða koma með spurningar og svo er fyrsta póstinum breytt og þá verður allt mjög ruglingslegt.
Best er að setja þetta upp í rétti tímaröð og menn geta skrollað niður til að sjá progress :)
Kv. Elli Póststjóri :)
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 17.júl 2015, 22:29
frá aronicemoto
Note taken. Skal framvegis uppfæra neðar í þræðinum :). Annars er það að frétta að hjólabúnaðurinn er kominn undan og er verið að vinna í smíðinni. Meiri myndir seinna.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 17.júl 2015, 23:56
frá aronicemoto
Þetta mjakast.


Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.07.2015
Posted: 20.júl 2015, 08:31
frá aronicemoto
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 20.07.2015
Posted: 10.aug 2015, 15:23
frá aronicemoto
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 10.08.2015
Posted: 14.aug 2015, 21:48
frá aronicemoto
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 14.08.2015
Posted: 14.aug 2015, 22:25
frá grimur
Flott myndasería. Gaman að fylgjast með!
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 14.08.2015
Posted: 17.aug 2015, 11:22
frá aronicemoto
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 20.08.2015
Posted: 20.aug 2015, 09:29
frá aronicemoto
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 20.08.2015
Posted: 21.aug 2015, 12:28
frá íbbi
þetta verður þrælflott
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 20.08.2015
Posted: 22.aug 2015, 01:07
frá Ingójp

Finnst þér þessar suður í lagi? Þetta var vonandi lagað
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 20.08.2015
Posted: 22.aug 2015, 01:21
frá aronicemoto
Hvað áttu við?
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 22.08.2015
Posted: 22.aug 2015, 20:57
frá aronicemoto
Jæja, þá er bílinn klár.

Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 22.08.2015
Posted: 05.sep 2015, 15:43
frá kiddigunn
Vel gert hjá þér og gullfallegann bíl uppskarstu, til hamingju,
Kiddi gunn
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 22.08.2015
Posted: 21.sep 2015, 21:42
frá Fetzer
Flottur bíll, ég hef oft fengið að keyra þennan, ein spurning, hefði ekki verið ódyrara að breyta "óbreyttum" bíl, því verðmiðinn var ekkert svo litill á þessum :)
annars til hamingju.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 22.08.2015
Posted: 21.sep 2015, 22:09
frá ellisnorra
Einmitt það sem ég velti líka fyrir mér Aron :)
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 22.08.2015
Posted: 24.sep 2015, 21:44
frá aronicemoto
Satt,
Hinsvegar fann ég ekki eins bíl sem mér líkaði við. En verðmiðinn var bara rugl að mínu mati og get ég sagt þér að ég lækkaði hann um nokkuð marga 100þús "karla"
Þetta er að kosta mig minna en að kaupa 38" með plus áklæði og hrár, svo ég er að sleppa vel frá þessu.
Seldi einnig allt sem ég þurfti ekki að nota úr 35", kannta, felgur, dekk, upphækkunargorma, skid plate, drullusokka o.sfv.
Þetta var samt ekki planið þegar ég keypti hann, nennti svo ekki þessum 35" sumardekkjum :)
Kv.
Aron
Fetzer wrote:Flottur bíll, ég hef oft fengið að keyra þennan, ein spurning, hefði ekki verið ódyrara að breyta "óbreyttum" bíl, því verðmiðinn var ekkert svo litill á þessum :)
annars til hamingju.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 22.08.2015
Posted: 19.feb 2016, 12:00
frá aronicemoto
Hér er mynd af bílnum eins og hann er í dag.

Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 22.08.2015
Posted: 01.sep 2016, 23:40
frá aronicemoto
Update:
Jæja núna fer allt að gerast og ætti bílinn að verða helvíti góður í vetur. Búinn að veltast aðeins yfir því að mér fynst bílinn vera aðeins of lár svo ég hef ákveðið að setja í hann 4cm boddýlift sem ég er búinn að kaupa.
Annað sem er komið í hús og bíður eftir að komast í bílinn:
- Sérsmíðað Dana 44 framdrif með 4.56 hlutföllum og ARB loftlás
- 4.56 hlutföll að aftan
- Webasto Olíumiðstöð
- Bridde grind að framan ásamt prófil
- Sérsmíðuð hlífðarpanna undir mótor
Svo mun ég græja 4-link undir hann fyrir veturinn svo næst er að versla sér stærri og lengri Fox dempara að aftan.
Bæti svo við myndum þegar þetta hefst allt saman.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 1.09.2016
Posted: 17.mar 2020, 11:19
frá aronicemoto
Update:
Ýmislegt gerst í þessum síðan þráðurinn var uppfærður hér síðast.
Kominn á 42"
Bilstein Coilovers með lengri slaglengd en orginal
Nýjar stillanlegar efrispyrnur
4,88 hlutföll komin inn á gólf en eru á leið í bílinn
Nýr arb loftlás að aftan.
Svo er að fara í hann ný afturfjöðrun, loftpúðar og 2,5" demparar með 12" travel

Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 17.mar 2020, 15:02
frá Gisli1992
Það væri gaman að geta skoðað þennan þráð með virkum myndum bara svona til að sjá breytinguna langt síðan maður las yfir þennan þráð síðast
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 17.mar 2020, 17:43
frá rockybaby
sæll flottur er hann orðin hjá þér . Hvernig er styrkur framdrifs þe: er framdrif 8" kambur eða stærra eða minna eins hversu stórt er afturdrifið , hver eru orginal drifhlutföll og hversu lág hlutföll er hægt að fá . hversu lágt er lágadrif millikassans og er hægt að fá lægra lágadrif keypt í þá. Þetta er áhugaverð stærð af pickup samaborið við hilux . mbkv
Væri gaman að sjá myndir af breytingarferlinu.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 17.mar 2020, 19:48
frá aronicemoto
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 18.mar 2020, 08:37
frá Járni
Sælir félagar!
Ég lagfærði myndirnar í þessu skemmtilega verkefni yfir morgun-covid19-kaffibollanum. Það er langbest að setja allar myndir beint inn á jeppaspjallið en ekki "hotlinka" inn á aðrar svo sem Facebook. Þau batterí eiga það til að breyta slóðum eftir hentugleika, notendur hætta og hýsingar hætta starfsemi og þá hverfur svona gull af traustum og góðum síðum eins og jeppaspjallinu!
Flottur bíll og spennandi vélaruppfærsla á dagskránni, endilega settu (beint) inn myndir og fleira því tengdu! Þeim mun meira, þeim mun betra!
Kv, Árni
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 18.mar 2020, 12:48
frá gislisveri
Ótrúlega flottur bíll. Hvernig finnst þér að keyra á 42" vs. 38"?
Kv.
Gísli.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 18.mar 2020, 14:31
frá aronicemoto
Það er ótrúlega gott. Meira veghljóð í 42" en mun betra að keyra á henni en 38" AT405
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 18.mar 2020, 19:26
frá Axel Jóhann
Flottur bíll enn hvernig finnst þér núverandi mótor hafa það með þessi dekk?
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 18.mar 2020, 23:45
frá aronicemoto
Finn ótrúlega lítinn mun miðað við 38" þrátt fyrir að ég eigi eftir að setja nýju hlutföllin í.
Hinsvegar er hundleiðinleg sjálfskipting í þessum bílum sem dregur verulega úr krafti.
Minn er mappaður og á að vera um 200hp. Hann er sprækari en 120 cruiser allavega.
En verður draumur þegar hann fær nýju vélina og skiptinguna.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 19.mar 2020, 08:34
frá Axel Jóhann
Já þessar skiptingar eru alls ekki skemmtilegar. Þetta er nefninlega alveg agætis vélar meðan þær eru í lagi.
Re: Nissan Navara d40 2006 breytingar - Uppfært 17.03.2020
Posted: 19.mar 2020, 10:57
frá aronicemoto
Já. Minn kominn í 200.000 og ekkert gert nema var að skipta um spíssa.