Rörið - Ofurwillys

User avatar

Höfundur þráðar
Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Rörið - Ofurwillys

Postfrá Maggi » 06.jún 2015, 00:33

Sælir,

Það er löngu orðið tímabært að smella inn myndum af eilífðarverkefninu mínu hér á jeppaspjallinu. Vitleysan hófst fyrir ca 4 árum þegar ákveðið var að smíða bíl sem átti að geta fjaðrað betur, haft lengra hjólhaf og umfram allt vera sterkari og léttari en það sem ég hef hingað til verið að skrölta á uppá fjöllum.

Gekk með það lengi í maganum hvort ég ætti að smíða tveggja sæta tittling eða einhverskonar ferðabíl. Niðurstaðan var að þetta tvennt verður aldrei fengið í sama bílnum og eg skildi fyrst smíða ferðawillysinn.

Verkefnið fékk fljótlega viðurnefnið Rörið og voru hönnunarforsendurnar eitthvað á þessa leið:
- 310 cm hjólhaf
- 41-46“ dekk
- 55cm travel aftan
- 45cm travel framan
- Röragrind
- Ál/plast boddý
- Patrol hásingar
- Einhverskonar willys útlit
- Geta keyrt topplaus með 4 manna fjölskyldu í ísbúðina

Smíða allt nema gluggastykki, hurðar og afturhlera.

Var helvíti blankur þegar ég byrjaði (og er reyndar alltaf) þannig að það var vaðið áfram án þess að hafa alltaf réttu hlutina í höndunum eins og mótor og dempara sem hefur kostað töluverðan tvíverknað.

Og svo var byrjað að teikna:
Image


Fann I-Bita úti á túni:
Image

Rörið að fæðast
Image

Image

Image

Farangursrýmið að fæðast, miðað við boddýlengdina verður hægt að sofa í skottinu á honum ef engin eru aftursætin:
Image

Image

Var að spá í að nota þessa Öhlins eðal dempara en þeir eru helvíti stuttir, stillanlegt rebound og compression utaná þeim en þótti þeir of litlir og grannir til að troða fremst á stífuna.

Image

Mátað í lengingu á húsi, átti þó eftir að lengjast meira en þetta:
Image

Þverrörið undir mælaborðinu:
Image

Vélarsalurinn:
Image

Image

Eitthvað pælt í tönkum ofl, þessir tankar á myndinni eru tæplega 200L:
Image

Image

Í blankheitunum var keypt þessi öðlings GM 350 TBI en komst fljótt að þeirri niðurstöðu að ég yrði aldrei ánægður með það og léta hana frá mér aftur:
Image

Stífuturnar og fjöðrunar pælingar:
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Svo fór ég að pæla hvað væri hægt að koma köntunum hátt á svona wrangler skúffu og það var ekki mjög hátt þó maður færi aðeins uppá plasthúsið. Ákvað því að smíða skúffuna með 10cm hærri hliðum en orginal og skera neðan af toppinum í staðinn.
Image

Þetta er ca línan sem verður tekið úr húddinu og ákvað svo síðarmeir að hækka húddið og hvalbakinn um 12cm uppá gluggastykkið að auki til að geta haft almennilegt travel. Það gefur ca 20cm hærra uppí frambretti en á orginal wrangler:
Image

Til þess að geta hækkað hliðarnar á skúffunni um 10cm þurfti að taka 10cm úr toppnum á hæðina:
Image

Uppkast af hliðum úr spónarplötu:
Image

og það var farið að teikna kannta og mæla fyrir hvalbakshækkun:
Image

Framstífur með torfærubeygju að teiknast:
Image

Image

Þarna var kominn í hann 4.5L línu sexa sem átti að setja turbínu við. Fékk síðar bakþanka yfir þyngdinni á henni, vorum 4 í bölvuðum vandræðum að bifa henni...
Image

Eitthvað farið að pæla í gólfi:
Image

Þar sem þetta er með svo stóru skotti var ákveðið að hafa allavega hjálparpúða ef ekki eingöngu púða, þá fremst á stífunni til að ná travelinu og bypass dempara með.


Image

Image

Image

Image

Fékk þessa dempara að láni:
Image

Image

komið uppkast af hvalbak úr áli. þess má geta að hvalbakurinn og hliðarnar voru smíðaðar úr utanhúsklæðningu til að spara í einhverjum blankheitunum...
Image

Kanntarnir voru allir lengdir um 10 cm og hækkaðir um 10cm:
Image

Eitthvað að skríða saman:
Image

Ætla að lengja húddið um 12cm:
Image

Mér þykir fram endinn á þessum könntum alltaf eitthvað skrítinn og ákvað að skálda nýjan sem passar betur við wrangler grillið og er ekki eins síður:
Image

Image

Image

Image

Image

Vantaði nef á grindina svo það var haldið áfram að teikna:
Image

Image

Eyddi einu páskafríinu í að hrauna saman afturhornum, komst að því að ég kann ekki að sjóða ál myndi panta þau bara að utan frekar ef ég geri þetta aftur.
Image

Gafst upp á álsuðunni og henti í plast hvalbak:
Image

2006 árgerð af hurðum:
Image

Inn og út úr skúrnum....
Image

Eftir að hafa eytt páskunum í afturhornin komst ég að því að þau voru vitlaust beygð í grunninn, hleragatið varð einni tommu of breytt og þar fór skilyrðið um orginal afturhlera út um gluggann...
Image

Image

Ég asnaðist í húsakaup og fleira sem varð til þess að ekkert gerðist í þessu apparati í langan tíma og því ekki réttlætanlegt að teppa skúrinn hjá gamla mikið lengur. Gluðaði málningarafgöngum á dótið og dró heim á plan.
Image

Ef vel er að gáð má sjá annan álwillys á þessari mynd en hann tilheyrir 5 ára syni mínum:
Image

Hurðarfölsin smíðuð, þau eru límd saman og verða límd í hliðarnar:
Image


Svona stendur svo kvikindið í dag, vantar í hann LS mótor og bypass dempara...
Töluvert eftir samt, þetta húdd er bara uppkast á eftir að skera aukahúddið með endanlegri línu og lengja það. Einnig þarf að klára að steypa í kannta og topp og klára gólf.

Image
Image

Vandamálið er bara hvað skal gera næst því það kom óvænt uppá að ég er að flytja til Ameríku í sumar og verð einhver ár. því fer helvítið í geymslu eða taka hann með út sem hljómar hálf skringilega, að flytja eitthvað willys dót til USA.
Veit að félagi minn bíður spenntur eftir að ég fari því hann á einmitt dempara og LS1 í reiðileysi en ef einhver vill kaupa þetta dekkjalaust má hinn sami hafa samband þó það sé hæpið að einhver sjái sama virði og ég í þessu hálfsmíðaða drasli.

En allavega, vonandi að menn hafi ánægju af þessum myndum...

Kv
Maggi
Síðast breytt af Maggi þann 06.jún 2015, 01:54, breytt 3 sinnum samtals.


Wrangler Scrambler

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Svenni30 » 06.jún 2015, 00:54

Þetta er með áhugaverðustu smíða þráðum sem ég hef séð lengi. Virkilega vel smíðað ert greinilega snillingur í höndunum. Thumbs up
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá E.Har » 06.jún 2015, 00:55

Gríðarlega metnaðarfullt og töff verkefni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá ellisnorra » 06.jún 2015, 01:58

Mikið er gaman að sjá svona alvöru smíði! Dúndur metnaður í þessu.
Hvenær byrjaðiru á þessu?+
Er ekki málið að henda þessu í geymslu, þú munt örugglega sjá eftir því um aldur og ævi ef þú lætur þetta frá þér hálfklárað, nema þú sért kannski kominn með nóg :)

Æðislegt verkefni, væri gaman að sjá hann kláraðan og í action. Veistu hvað hann viktar í dag + ls kram?
http://www.jeppafelgur.is/


creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá creative » 06.jún 2015, 02:01

Segjum svo að þessi bíll verði kláraður... hvernig er þá með skráninguna á honum er það ekki alveg heilmikið mál ???

En annars virðist þetta vera fagmanlega gert hjá þér. í hvaða forriti ertu að teikna grindina upp ?


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá kári þorleifss » 06.jún 2015, 05:53

holy crap! Þetta er rosalegt. Sumir eru greinilega klikkaðari en aðrir hahahah..
Hrikalega flott hjá þér og mjög áhugavert verkefni. Væri gaman að sjá þetta full klárað.
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast

User avatar

Höfundur þráðar
Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Maggi » 06.jún 2015, 08:10

elliofur wrote:
Æðislegt verkefni, væri gaman að sjá hann kláraðan og í action. Veistu hvað hann viktar í dag + ls kram?


Ég er ekki búinn að vikta þetta en áætlaði að hann yrði svipað þungur og týpiskur 38" CJ7 þrátt fyrir að vera ca 80cm lengri. Það er hægt að draga þyngdina á grindinni úr tölvunni og með öllum dótinu var það lítið meira en strípuð landrover grind, man ekki tölurnar nákvæmlega.

Þetta er allt teiknað í SolidWorks

kv
Maggi
Wrangler Scrambler


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá sukkaturbo » 06.jún 2015, 08:36

Maggi þetta er flott hjá þér og vönduð vinna og áhugaverð væri gaman að vita þyngd þegar verk er búið kveðja guðni á sigló

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Magni » 06.jún 2015, 09:14

Flott project. Hvaða teikniforrit ertu með
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


lex
Innlegg: 33
Skráður: 10.jan 2012, 22:57
Fullt nafn: Kristinn Sigurþórsson
Bíltegund: Lc 80
Staðsetning: Reykjavík

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá lex » 06.jún 2015, 11:19

Eitt orð til að byrja með : VÁ !!!!! Myndi ekki selja. Þessi bíll hefur alla möguleika á að verða geðveikur.
Kv
K

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Bskati » 06.jún 2015, 11:41

Þetta er svaka flott hjá þér. Snild að teikna og smíða grindina frá grunni svo það sé hægt að teikna þetta allt saman almennilega í 3d.

Hvaða efni ertu að nota í rör og bracket? Og hvaða fóðringar í stífurnar?

kv
Baldur
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


jonr
Innlegg: 46
Skráður: 08.des 2010, 10:26
Fullt nafn: Jón Ragnarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá jonr » 06.jún 2015, 16:54

Þetta er ofurkúl. En bara ein spurning: Fyrst bíllinn er smíðaður frá grunni, af hverju ekki að nýta breiddina og hafa húsið breiðara?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá ellisnorra » 06.jún 2015, 17:03

Tek undir það með Jóni. Mig hefur alltaf langað til að sjá bíl á stórum dekkjum án brettakanta (eða allavega ekki þessir 40+cm breiðu kantar fyrir 46"), þar sem húsið er breikkað. Það verða kannski að vera einhverjir look kantar, 5cm breiðir eða svo. En mig hefur alltaf langað til að sjá full breitt hús á jeppa.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá jeepcj7 » 06.jún 2015, 17:39

Geggjað flott dæmi en ég skil vel að breikka ekki boddýið það er alveg arfaljótt bara hörmung,ég vona að þú eða einhver álíka snillingur klári þetta verk.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Hordursa » 06.jún 2015, 17:45

Þetta er ofurflott hjá þér.
Ég mæli með að þú seljir bílinn ef þú ert að flitja úr landi, eftir nokkur ár er ekkert víst að þig langi að smíða svona bíl heldur eitthvað allt annað. Þú munnt sjá eftir því að selja hann en það er bara partur af dæminu, við eigum ekki að festa okkur í verkefnum sem okkur langaði einu sinni í.

kv Hörður


bazzi
Innlegg: 34
Skráður: 08.maí 2010, 12:00
Fullt nafn: Bæring Jóhann Björgvinsson
Hafa samband:

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá bazzi » 06.jún 2015, 19:18

Snilld. Mér lýst hrikalega vel á loftpúðana á afturstífunum,


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá villi58 » 06.jún 2015, 19:32

Þetta er með því metnaðarfyllsta sem ég hef séð, alveg magnað hvað þú nennir þessu, átt hrós skilið.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá íbbi » 06.jún 2015, 20:17

þetta er algjörlega klikkað,

èg er búinn að vera mikið að sjóða àl að undanförnu. ef þig vantar einhver ràð?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Nenni » 06.jún 2015, 22:30

Kanski er bara rétt að taka þetta með til Ameríku, kostar kannski mikið að flytja þetta út en væntanlega mikið ódýrara að klára þetta þar.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Finnur » 07.jún 2015, 15:12

Sæll

Glæsilegt og metnafullt verkefni hjá þér. Í þínu sporum myndi ég ekki tíma að selja gripinn. Vinnustundirnar sem hafa farið hönnun og að teikna hann allan eru augljóslega ansi margar klst. Auk allra vinnustundanna í smíðinni.

Finndu bara einhverja hlöðu út í sveit sem hann má standa í þar til þú kemur aftur :)

Baráttu kveðja

Kristján Finnur

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Startarinn » 07.jún 2015, 17:35

Nú veit ég ekkert um þínar aðstæður, en ef þú hefur tök á að taka hann með þér og vinna í honum, tæki ég hann með.
Það er rosalega blóðugt að sjá á eftir verkefni sem er búið að leggja svona mikinn metnað og vinnu í.

Ef þú veist að þú verður bara í einhvern takmarkaðan tíma úti má alltaf leggja hann í salt líka, ég held að við bíðum allir spenntir eftir að sjá þennan kláraðan, góðir hlutir gerast víst hægt
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Valdi B » 15.jún 2015, 01:37

er eitthvernveginn hægt að ná í þetta forrit solidworks án þess að þurfa að borga fyrir það ? :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Höfundur þráðar
Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Maggi » 15.jún 2015, 08:54

Það er hægt að nálgast þetta á torrent eins og annað.
Wrangler Scrambler

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá jhp » 15.jún 2015, 19:31

Ekki lítið flott og lookar fyrir allann peninginn!
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37

User avatar

Höfundur þráðar
Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá Maggi » 18.jún 2015, 16:18

Verkefnið er til sölu á 600.000
Engin vel né fjöðrunar íhlutir eða dekk.

Er á landinu í dag og morgun, svo næst eftir 2 vikur ef einhver vill skoða.

Maggi
8258108
magnusblo@gmail.com
Wrangler Scrambler


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Rörið - Ofurwillys

Postfrá risinn » 19.jún 2015, 23:16

Og fylgja allar teikningar með bílnum eins og þú vilt hafa bílinn ?????

Kv.
Ragnar


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir