Nissan Terrano í botoxi


Höfundur þráðar
ihþ
Innlegg: 98
Skráður: 19.jan 2012, 13:17
Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
Bíltegund: Mitsubishi Montero

Nissan Terrano í botoxi

Postfrá ihþ » 05.maí 2015, 15:48

Ég hef verið að dunda mér við að setja gamlan Terrano sem ég fékk fyrir lítið á 33 " dekk. hann var tjónaður að framan. Búið var að tjasla á hann bláu grilli og hálflaga framendann. Fékk óskemmt húdd, kastaragrind og stefnuljós í framstuðaran á 20.000. Fékk kanta og dekk á 30.000. Ekkert verið hækkað upp, bara klippt úr. Gæti samt husanlega þurft að setja 1-2 " undir gorma og skrúfa pínulítið. Dekkin narta aðeins í þegar hann er í fullri beygju. Nú er hann nánast klár fyrir 180.000 þúsund. Kann ekki að setja inn myndir en linkurinn að neðan er á myndasafn á facebook.

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10206184966453538.1073741838.1545488153&type=1&l=3662092736



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Nissan Terrano í botoxi

Postfrá svarti sambo » 05.maí 2015, 18:41

Sæll Ingólfur.
Það á að vera nóg að skrúfa hann upp að framan. Mig minnir að minn sé þannig. Verður kannski aðeins stífari við það.
Fer það á þrjóskunni


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nissan Terrano í botoxi

Postfrá Lada » 05.maí 2015, 20:38

Sæll.
Ég setti kubba á afturgormana á mínum svona þegar ég breytti honum, man ekki hvort það voru 2" eða hvað en ég keypti þá hjá Málmsteypunni Hellu. Mér fannst ég þurfa að hækka hann aðeins að aftan svo hann væri ekki kjánalega siginn þegar ég var búinn að hlaða öllum viðlegubúnaðinum í hann. Svo skipti ég um samsláttarpúða allan hringinn í leiðinni. Ég skrúfaði hann líka aðeins upp að framan.

Kv.
Ásgeir


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Nissan Terrano í botoxi

Postfrá Rúnarinn » 05.maí 2015, 21:15

Ég myndi bara klippa meira úr. Ef þú ferð að skrúfa hann mikið að framan þá bryður hann spindilkúlur einsog ekkert sé.


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nissan Terrano í botoxi

Postfrá Lada » 06.maí 2015, 22:41

Rúnarinn wrote:Ég myndi bara klippa meira úr. Ef þú ferð að skrúfa hann mikið að framan þá bryður hann spindilkúlur einsog ekkert sé.


Það var einmitt búið að vara mig við því að skrúfa hann upp því hitt og þetta myndi ekki þola það. Ég átti bílinn í 3 ár eftir breytingu og þurfti aldrei að eiga við neitt í hjólabúnaðinum. Ég lét hjólastilla hann strax eftir að ég skrúfaði hann og svo einu sinni aftur 2 árum síðar.

Kv.
Ásgeir

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Nissan Terrano í botoxi

Postfrá svarti sambo » 07.maí 2015, 00:53

Ég er nú búinn að eiga minn í 11 ár á 33" og ég hef ekki getað séð það, að hann sé að bryðja spindilkúlur á þeim tíma. Hef átt aðrar tegundir sem bryðja spindla og upphengjur miklu hraðar en Terrano. En aftur á móti hef ég heyrt að grindin geti gliðnað við stærri dekk. og það þarf að stífa hana að framan.
Fer það á þrjóskunni


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Nissan Terrano í botoxi

Postfrá Rúnarinn » 09.maí 2015, 18:22

Mín reynsla er sú að vera ekki með þetta of mikið uppskrúfað að framan, lenti í því að efri spyrnunar voru að losna og spindilkúlurnar fór mjög fljótt og gúmmíinn í spyrnunum.

En eftir að ég skrúfaði hann niður og þá hefur þetta verið til friðs. En svo er líka spurning um hverning bílnum er beitt.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir