Síða 1 af 3

Touareg á 44"

Posted: 05.apr 2015, 21:17
frá Óttar
Ég á einn VW Touareg 2004 sem ég breytti fyrir 33" dekk og nú langar mig að taka þetta verkefni enn lengra. Og ætla ég að henda inn myndum af verkefninu
Smíðavinna er hafin á hásingum og öxlum og þær verða breikkaðar í 1938mm
Ég er ekki enn búinn að áhveða hlutföll en verða sennilega 5.13 eða 5.38
Drif eru 9,5" að aftan og 8.875" að framan
Mjög líklega fær self leveling loftpúðafjöðrun að fara úr bílnum fyrir eitthvað áreðanlegra
Spurning með annan tölvubúnað tengdan drifrás, getur vel verið að ég nenni að smíða eitthvað skemtilegt svo það virki...ef svona búnaður virkar á annað borð í jeppa!

Re: Touareg á 44"

Posted: 05.apr 2015, 22:46
frá risinn
Skemmtilegt verkefni frammundan hjá þér.
Líst vel á þetta hjá þér.

Kv.
Ragnar.

Re: Touareg á 44"

Posted: 05.apr 2015, 22:58
frá Óttar
risinn wrote:Skemmtilegt verkefni frammundan hjá þér.
Líst vel á þetta hjá þér.

Kv.
Ragnar.


Takk fyrir það...það er gaman að þessu :)

Re: Touareg á 44"

Posted: 05.apr 2015, 23:10
frá draugsii
já það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni

Re: Touareg á 44"

Posted: 06.apr 2015, 10:33
frá Járni
Þetta verður eitthvað alveg klikkað!

Re: Touareg á 44"

Posted: 06.apr 2015, 14:44
frá Doror
Frábært verkefni sem fær menn kannski til þess að spá í fleiri bílum til breytinga :)

Hvaða vél er í þessum VW hjá þér?

Re: Touareg á 44"

Posted: 06.apr 2015, 16:40
frá -Hjalti-
Doror wrote:Frábært verkefni sem fær menn kannski til þess að spá í fleiri bílum til breytinga :)

Hvaða vél er í þessum VW hjá þér?


4.2 V8

Re: Touareg á 44"

Posted: 06.apr 2015, 19:16
frá Óttar
Doror wrote:Frábært verkefni sem fær menn kannski til þess að spá í fleiri bílum til breytinga :)

Hvaða vél er í þessum VW hjá þér?



Já þetta er spennandi bíll að vinna með og skemmtilegt að þetta hefur ekki verið gert áður svo ég viti til :)

en jú það er 4,2 V8 í þessum

Re: Touareg á 44"

Posted: 06.apr 2015, 19:27
frá Óttar
Hásingarnar verða settar upp í fræsivél og endarnir fræstir í einni uppstillingu og þessi endi verður krumpaður upp á afturhásinguna og legusætið svo fræst eftir á svo þetta verði sem réttast. Sama aðgerð með framhásingu fyrir C-inn og gatið í þeim er ekki fullkomlega kringlótt svo ég get þá fræst hásinguna og þannig fengið ákveðið caster angle. Ég hendi inn myndum þegar það kemst í framkvæmd

Kv Óttar

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 12:20
frá Icerover
Sæll, þetta er alveg awesome hjá þér!

Nokkrar spurningar vakna þó þar sem ég er sérstakur áhugamaður um hásingar, rillur og öxla :)

Hvaða efni ertu að nota í öxlana, hvað eru þeir sverir og hvað langir?


Smíðakveðjur, Ásgeir

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 12:38
frá jeepcj7
Vígalegt verkefni en hvar eru öxlarnir hertir er það gert hér á landi?
Og svo er hægt að fá öxul smíðaðan á klakanum og svo hertan hvað kostar svoleiðis þá?

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 15:24
frá Startarinn
Mikið afskaplega öfunda ég alltaf menn með svona góðan aðgang að alvöru verkfærum ;)

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 16:23
frá Óttar
Sælir
Öxlarnir eru úr 30Cr krómstáli og eru öxlarnir 615mm( 24.21") og 1055mm (41.53") og ég rendi þá í 40mm það getur verið að ég taki aðeins meira þegar ég renni fyrir splæninu sé til hvort ég vilji létta hann eitthvað. Ytri öxulinn ætla ég að hafa úr ST-52 (S355) því ég held að maður nái betri herslu í það efni en gæti verið gott að hafa meiri seigju í lengri öxlunum :)
Rörin eru svo úr 20MnV6 Efnisröri Rennt bæði utan og innan

Ég ætla mér að tala við Hörð í ISO Tækni og fá hann til að herða :) En verð á svona öxli úff hvað þá útselt

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 16:25
frá Óttar
Startarinn wrote:Mikið afskaplega öfunda ég alltaf menn með svona góðan aðgang að alvöru verkfærum ;)



Þetta er mikil snild að komast í svona græjur ;)

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 16:51
frá Hordursa
Sæll Óttar.
Ég mæli með krómstáli í ytri öxlana líka.
Þetta er verulega flott smíði hjá þér.

jeepcj7 wrote:Vígalegt verkefni en hvar eru öxlarnir hertir er það gert hér á landi?
Og svo er hægt að fá öxul smíðaðan á klakanum og svo hertan hvað kostar svoleiðis þá?


Þeir sem hafa verið að smíða öxla hérna heima eru td. Skerpa renniverkstæði, Renniverkstæði Ægis, Jeppasmiðjan á Ljónstöðum og fleiri. Við hjá Iso-Tækni höfum verið að herða svona öxla. Efnið sem notað hefur verið í þessa öxla hérna heima gengur undir nafninu krómstál og heitir á fínu máli 30CrNiMo8 og fæst hjá GA smíðajárn, þetta efni er sambærilegt við efni sem kaninn kallar 4330.
Svona öxlar hafa verið í notkun hérna heima frá því fyrir 1990 og eru td. þeir öxlar sem hafa verið smíðaðir hér heima í stóru trukkana á unimog hásingunum smiðaðir svona.

kv Hörður

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 18:13
frá Brjotur
Ég þurfti að láta sérsmíða og herða Öxla hjá mér í Econoline á 46 tommu dekkjum , þeir brotnuðu alltaf :( hvað hefur farið úrskeiðis þar ? svo á endanum verslaði ég öxla og þeir brotnuðu ekki. Ástæða þess að ég set þetta hér inn er einfaldlega sú að það er að brjótast um í mér hvort vinnubrögðn í herslunni hérlendis séu ok ?

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 19:46
frá jeepcj7
Það er sem sagt hægt að láta herða öxla hér heima það er gott mál,hvað kostar svoleiðis og er það alveg pottþétt vinna á því?
Þetta er mest forvitni en er ekki málið að það þarf að herða ef maður kaupir "blank" öxul og lætur rilla hann eða ef öxull er styttur og rillaður upp á nýtt td. ?
Ég er td. að leita að öxli í framhásingu sem er freka lítið til af ca.38.5" langur væri í lagi að stinga afturöxli inn í jóka af framhásingu og sjóða saman myndi það halda? allt orginal dót frá dana og þyrfti að herða þetta eftir á?
Sorry með þráðinn en það er svo gaman að ræða svona járnaklám.;O)

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 20:08
frá Óttar
Hordursa wrote:Sæll Óttar.
Ég mæli með krómstáli í ytri öxlana líka.
Þetta er verulega flott smíði hjá þér.

jeepcj7 wrote:Vígalegt verkefni en hvar eru öxlarnir hertir er það gert hér á landi?
Og svo er hægt að fá öxul smíðaðan á klakanum og svo hertan hvað kostar svoleiðis þá?


Þeir sem hafa verið að smíða öxla hérna heima eru td. Skerpa renniverkstæði, Renniverkstæði Ægis, Jeppasmiðjan á Ljónstöðum og fleiri. Við hjá Iso-Tækni höfum verið að herða svona öxla. Efnið sem notað hefur verið í þessa öxla hérna heima gengur undir nafninu krómstál og heitir á fínu máli 30CrNiMo8 og fæst hjá GA smíðajárn, þetta efni er sambærilegt við efni sem kaninn kallar 4330.
Svona öxlar hafa verið í notkun hérna heima frá því fyrir 1990 og eru td. þeir öxlar sem hafa verið smíðaðir hér heima í stóru trukkana á unimog hásingunum smiðaðir svona.

kv Hörður


Jú það væri ekkert vitlaust að gera það en prufuöxlarnir voru teknir úr st52 og það er pínu forvitnistilraunastarfsemi að sjá hvernig þeir koma út en væri sjálfsagt gáfulegt að hafa aukasett af ytri öxlum úr 30CrNiMo8 þar sem það er tiltörlega fljótlegt að smíða þá

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 20:19
frá Óttar
Brjotur wrote:Ég þurfti að láta sérsmíða og herða Öxla hjá mér í Econoline á 46 tommu dekkjum , þeir brotnuðu alltaf :( hvað hefur farið úrskeiðis þar ? svo á endanum verslaði ég öxla og þeir brotnuðu ekki. Ástæða þess að ég set þetta hér inn er einfaldlega sú að það er að brjótast um í mér hvort vinnubrögðn í herslunni hérlendis séu ok ?


Hvernig voru öxlarnir að brotna? voru það rillurnar, einhverjar hverkar eða við krossana?

Hrólfur ég mundi ekki þora að sjóða þetta saman en ef þú færð lengri framöxul þá held ég að það sé alveg gerlegt að stytta og rilla upp á nýtt án þess að þurfa að herða en ef þú þarft að herða aftur rillurnar þá getur Hörður örugglega svarað því hvort það sé hægt að gera það aftur. Svo gæti það kannski verið möguleiki að fá yoke bora hann og rilla og smíða svo öxul með rillum á báðum endum


Kv Óttar

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 20:24
frá Brjotur
Óttar þeir voru bara að brotna allsstaðar hérumbil á miðju og út við rillur , en það voru engar kverkar mjög jafnsverir , einn sagði mér að þeir væru ofhertir, en sá sem herti gaf bara skí.... í þetta :(

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 20:40
frá Óttar
Brjotur wrote:Óttar þeir voru bara að brotna allsstaðar hérumbil á miðju og út við rillur , en það voru engar kverkar mjög jafnsverir , einn sagði mér að þeir væru ofhertir, en sá sem herti gaf bara skí.... í þetta :(


já okey :/ ég hörkumældi einmitt gamla orginal öxulinn og hann var tiltörlega mjúkur inn við miðju, virtist vera bara yfirborðshertur. En svo aftur á móti svona CV öxlar,allavega þeir ytri er alveg glerharðir

Kv Óttar

Re: Touareg á 44"

Posted: 07.apr 2015, 22:19
frá sukkaturbo
Sælir félagar þetta verður spennandi verkefni og ætla ég að fylgjast vel með þessu. Í sambandi við herslu á öxlum hvernig fer það verk fram? Er þetta gert með hita og þá með því að ná einhverjum lit eða hitastigi á öxulinn og svo kæling eftir formúlum.??'
i gamladaga ferðaðist ég töluvert með Fjalla (Birgir Byrnjólfssyni) vini mínum og mig minnir að hann hafi rætt um það í skálum yfir lambalæri að hann hafi herti orginal dana 44 öxlana sem hann var með í Bronconum sínum að framan með því að setja þá í tunnu sem var hálf full af legu kúlum og þessu var svo snúið eins og þvottavél með einhverjum rafmótor.Það eru kominn tæp 30 ár sína ég heyrði þetta svo kanski er minnið eitthvað að bregðast mér og kanski er þetta bara bull í mér. Við þetta átti að fást aukin yfirborðshersla. Getur þetta staðis?? kveðja Guðni

Re: Touareg á 44"

Posted: 08.apr 2015, 01:56
frá grimur
Ég hélt að St52 tæki ekki herslu við hitameðhöndlun?
Kannski hægt að "innkola" það, sem felst í að yfirborðsherða með því að baka stykkið í kolasalla, sem eykur kolefnisinnihaldið allra yst.
Á tímabili þóttust menn vera að.herða einhverjar netakúlur úr ryðfríu með hita, sem var víst alger tjara af sömu ástæðu, ekki nógu kolefnisríkt efni til að herðast við hitameðhöndlun.
Mig minnir líka að öxlar hafi verið smíðaðir án eftirherslu þegar ákveðið efni var notað, einmitt til að halda seigjunni. Ef flotmörkin eru nógu há í efninu til að halda, þá er enginn ávinningur af herslu nema þá kannski varðandi slit á rílustykkjum og slíkt. Módúlusinn breytist ekki neitt(það sem efnið svignar við gefið átak), en eftir herslu getur efnið einmitt brotnað áður en svignunin verður svo ýkja mikil, sem vanalega kallast að efnið sé stökkt.
Oftast nær eru öxlar ekki gegnumhertir til að halda kostum beggja: Hart yfirborð fyrir legusæti og rílur, en seigari kjarni til að forðast að þeir klippist við smá vinding. Þannig hersla er gjarna gerð við mjög stýrðar aðstæður með gashitun+vatnskælingu eða spanhitun þar sem hluturinn er látinn keyra í gegn um ferlið langsum. Flottar græjur í því en ég hef ekki séð slíkt hér á landi.

Kv
Grímur

Re: Touareg á 44"

Posted: 08.apr 2015, 13:24
frá Hjörturinn
Herslu aðferðin sem Fjalli hefur verið að nota er svipað og "shot peening" snýst um það að litlar kúlur eru notaðar til að dælda yfirborðið og þar með herða það, myndi ekki nota svona á eitthvað sem á að sitja í legu eða rillur, gormar eru hertir svona.
http://en.wikipedia.org/wiki/Shot_peening

Skemtilegar pælingar og flott breyting á bíl :)

Re: Touareg á 44"

Posted: 08.apr 2015, 15:22
frá andrib85
Helvíti flott verkefni. Hvað ætlaru að gera í millikassa málum?

Re: Touareg á 44"

Posted: 08.apr 2015, 19:37
frá Óttar
Takk fyrir hólin:)
Grímur ég þori ekki alveg að fara mjög djúpt í efnisfræðina en jú ég held að st52 taki herslu þetta hefur allavega verið gert en hversu hart það verður :/ En endingin verður örugglega krómstál í alla öxla :)

andrib85 wrote:Helvíti flott verkefni. Hvað ætlaru að gera í millikassa málum?


Varðandi millikassan þá læt ég þau mál alveg vera í bili, það er alveg þokkalegur búnaður, reyndar sídrifskassi. Þarf samt örugglega low gír eftir fyrsta túr þá skoða ég þetta :)

Re: Touareg á 44"

Posted: 14.apr 2015, 22:04
frá Óttar
Þessi fór í smá heimsókn í fræsivélina og komst að því að línan á drifinu er ekki í miðjum rörum og væntanlega aldrei verið það. Er það möguleiki að það sé ástæða fyrir þessu?

Kv Óttar

Re: Touareg á 44"

Posted: 14.apr 2015, 23:50
frá Kiddi
Áttu við línuna sem sést lárétt á myndinni? Er það ekki bara styrking sem tengist við flötinn sem driflokið festist á?

Re: Touareg á 44"

Posted: 15.apr 2015, 19:08
frá Óttar
Kiddi wrote:Áttu við línuna sem sést lárétt á myndinni? Er það ekki bara styrking sem tengist við flötinn sem driflokið festist á?


Nei miðlínuna í gegnum rörin og svo línuna í gegnum drifið sjálft

Re: Touareg á 44"

Posted: 15.apr 2015, 23:36
frá FORDJONNI
Óttar wrote:
Kiddi wrote:Áttu við línuna sem sést lárétt á myndinni? Er það ekki bara styrking sem tengist við flötinn sem driflokið festist á?


Nei miðlínuna í gegnum rörin og svo línuna í gegnum drifið sjálft


Ég giska á að kaninn sem smíðaði þetta í tveimur uppstillingum í gamla borverkinu hafi ekki vandað sig neitt sérstaklega mikið vegna þess að slúbbið í mismunadrifshjólunum leifir töluverða skekkju. Er þetta ekki annars 12 bolta?
Þetta er stór skemmtilegur þráður, gaman að sjá myndir frá mönnum sem hafa (eða gefa sér) góðan tíma.
Kveðja Jonni

Re: Touareg á 44"

Posted: 16.apr 2015, 21:12
frá Óttar
FORDJONNI wrote:
Óttar wrote:
Kiddi wrote:Áttu við línuna sem sést lárétt á myndinni? Er það ekki bara styrking sem tengist við flötinn sem driflokið festist á?


Nei miðlínuna í gegnum rörin og svo línuna í gegnum drifið sjálft


Ég giska á að kaninn sem smíðaði þetta í tveimur uppstillingum í gamla borverkinu hafi ekki vandað sig neitt sérstaklega mikið vegna þess að slúbbið í mismunadrifshjólunum leifir töluverða skekkju. Er þetta ekki annars 12 bolta?
Þetta er stór skemmtilegur þráður, gaman að sjá myndir frá mönnum sem hafa (eða gefa sér) góðan tíma.
Kveðja Jonni


Jú þetta er GM 12 bolta. En jú það er líklegt að það hafi verið fyllerí þarna í ameríku þegar þetta var fræst hehe En væntanlega hefði þetta aldrei sést ef ég hefði klárað rörin og smelt þeim svo fullrendum í :)

Re: Touareg á 44"

Posted: 17.apr 2015, 09:24
frá andrib85
Óttar wrote:Þessi fór í smá heimsókn í fræsivélina og komst að því að línan á drifinu er ekki í miðjum rörum og væntanlega aldrei verið það. Er það möguleiki að það sé ástæða fyrir þessu?

Kv Óttar

Já þetta er sko alvöru fræs. Engin smá stærð á þessu

Re: Touareg á 44"

Posted: 17.apr 2015, 10:13
frá gislisveri
Sæll Óttar.

Framþróunin verður þegar menn leggja í eitthvað svona brjálæði. Gott framtak.

Ertu eitthvað búinn að hugsa út í hjólhraðaskynjarana (ABS). Er ekki víst að skiptingin reiðir sig á merki frá þeim?

Kv.
Gísli.

Re: Touareg á 44"

Posted: 17.apr 2015, 16:47
frá Kiddi
Já nú skil ég hvað þú ert að fara. Það er greinilega ekkert svo nojið að smíða bíl...

Re: Touareg á 44"

Posted: 18.apr 2015, 15:51
frá jonr
Þetta verður forvitnilegt. Ég hef oft spáð í hvernig væri að breyta þessum lúxusjeppum. Ferjaði einu sinni V8 Toureq í bæinn... djöfuls ofurgræja..

Re: Touareg á 44"

Posted: 18.apr 2015, 17:23
frá Óttar
gislisveri wrote:Sæll Óttar.

Framþróunin verður þegar menn leggja í eitthvað svona brjálæði. Gott framtak.

Ertu eitthvað búinn að hugsa út í hjólhraðaskynjarana (ABS). Er ekki víst að skiptingin reiðir sig á merki frá þeim?

Kv.
Gísli.


Já það eru tvær hugmyndir varðandi það. Ég geri ráð fyrir að koma hring fyrir á öxlinum út við hvert hjól sem verður fræstur úr hardox því það verður segulmagnað við fræsingu og hef ég grun um að það þurfi. Eða hafa hring inní drifunum og þá yrðu tveir nemar á hvorum hring, þ.e fram og aftur.

Re: Touareg á 44"

Posted: 18.apr 2015, 17:51
frá Lindemann
Sæll

Þú verður að hafa það á hreinu með abs skynjarana hvaða kerfi nota merki frá þeim. Ef að t.d. skiptingin notar hraðamerkið frá abs skynjaranum þarftu að breyta merkinu svo skiptingin sjái sama merki þrátt fyrir breytt drifhlutföll. Ef að svo skiptingin notar ekki hraðamerkið en hraðamælirinn notar abs skynjarana þá geturu breytt merkinu til að hraðamælirinn verði réttur.

Það eru ýmsar leiðir í þessu, ef það eru hefðbundnir abs hringir í þessum bíl er auðvelt að smíða nýja hringi með öðrum tannafjölda eftir hvað hentar.

Re: Touareg á 44"

Posted: 18.apr 2015, 18:03
frá Óttar
Lindemann wrote:Sæll

Þú verður að hafa það á hreinu með abs skynjarana hvaða kerfi nota merki frá þeim. Ef að t.d. skiptingin notar hraðamerkið frá abs skynjaranum þarftu að breyta merkinu svo skiptingin sjái sama merki þrátt fyrir breytt drifhlutföll. Ef að svo skiptingin notar ekki hraðamerkið en hraðamælirinn notar abs skynjarana þá geturu breytt merkinu til að hraðamælirinn verði réttur.

Það eru ýmsar leiðir í þessu, ef það eru hefðbundnir abs hringir í þessum bíl er auðvelt að smíða nýja hringi með öðrum tannafjölda eftir hvað hentar.


Ég veit að með þennan bíl er ekkert einfalt. með hraðamælabreytinguna þá verður að fara í hvert hjól og breyta merkinu, mér skilst að það sé ekki auðvelt og svo er hringurinn inn í þéttihringnum á hjólaleguni. svo ég held að það sé best að smíða hringi
En veist hverjir eru bestir í svona tölvudóti hér á landi....ekki mikið support frá Heklu, ef maður skildi þurfa að hræra eitthvað í því dóti

Kv Óttar

Re: Touareg á 44"

Posted: 18.apr 2015, 18:22
frá KjartanBÁ
Ekki hefur Ssk farið hjá þér ennþá, því það kostar hátt í milljón að laga hana.

Re: Touareg á 44"

Posted: 18.apr 2015, 19:47
frá Haukur litli
Áttu Vagcom/VCDS med OBD2 stykki frá Rosstech? Ef ekki þá vantar þig þannig. VCDS getur kóðað lykla og tölvur við bílinn, breytt stillingum og mælt og testað allt, slökkt á TPMS og sætisbeltavæli (Möst í fjallajeppa.) og loggað akstur í gröf sem hægt er að fara yfir og vista.

VCDS er nauðsynlegt þeim sem ætla að fikta í VW, Audi, Seat, Skoda og svo líklegast Porsche þegar þeir komast almennilega inn í VAG aðferðirnar og partalagerinn. VCDS er ekki "tuner" til að fikta í vélinni og skiptingunni, en ómetanlegt greiningatæki og verkfæri.