Síða 1 af 1

Fagri Blakkur - update 23. Mars "allt í löðrandi standi"

Posted: 01.mar 2015, 21:25
frá BragiGG
jæjja, þetta er jeppinn minn

toyota hilux 1988
Ég kaupi hann um sumarið 2010, þá er hann með 2.2 bensínmótor og er vægast sagt latur..

Image

Image

síðan fór hann á 36" mudder

Image

Image

síðan var settur í hann 2.4 diesel 2lt-II úr toyota cressida, en sá mótor hafði farið ofaní 82 hilux sem ég kaupi út af mótornum (bíllinn sjálfur var ónýtur) fann engar myndir af mótorskiptunum.. í kjölfarið á því keypti ég undir hann 38" mudder..

Image

eftir það var síðan smíðuð variable túrbína á mótorinn, kemur af 2.2 duratec mótor frá ford, hún er orginal raf stýrð en ég græjjaði á hana vacuum stýringu

Image

Image


þess ber að geta að bíllinn er á old man emu framfjöðrum með gabriel stillanlegum dempurum, gríðar góður búnaður.
að aftan er hann síðan á orginal fjöðrum með orginal dempara, ekki mjög góður búnaður
þessi mynd er tekinn daginn fyrir druslubílaferðina 2012

Image

hérna eru nokkrar myndir úr ferðum...

Image

Image

Image

Image

Image


á síðasta ári tok ég hann svo inní skúr og byrjaði að gera við ryð og fleira sem mátti betur fara...

Image

síðan ákvað ég að fara í 44"
Image

lagði upp með að nota bara fjaðrirnar áfram og færa hásinguna fram um 4 cm.... en síðan á miðri leið hætti ég við það og ákvað að fara í gorma að framan..

smíðaði stifur að framan
Image

átti til óbogna hásingu í skúrnum, setti styrkingar undir liðhúsin og slípaði hana svona fínt..
Image

hásingin kominn á sinn stað..
Image


reyndar komin lc stýrismaskína í staðin núna og stífuturnar... hélt að ég væri búinn að taka mynd af því.. smelli mynd af því næst þegar ég fer í skúrinn
Image

þetta eru svo dempararnir sem fara í hann að framan, 2" fox coilover, 10" slaglengd með forðabúri
Image

skipti síðan um framrúðubitan í vikunni, sá gamli var orðin ansi illa ryðgaður og þar með er boddyið orðið ryðlaust..
Image

í gær sprautaði ég hann að innan
Image


stefnan er tekin á jeppaferð 20 mars... verð augljóslega að halda soldið vel á spilunum ef það á að nást :)

Re: Fagri Blakkur

Posted: 01.mar 2015, 23:55
frá olafur f johannsson
Alltaf gaman að sjá smíða þræði og þá sérstaklega þegar menn eru að smíða upp gamla vagna. Þetta lúkar flott

Re: Fagri Blakkur

Posted: 02.mar 2015, 00:30
frá juddi
Magnað verkefni

Re: Fagri Blakkur

Posted: 02.mar 2015, 01:10
frá Bskati
Fagur er hann sá fagri :)

Verður hrikalega fínn á þessum dempurum!

Re: Fagri Blakkur

Posted: 02.mar 2015, 11:53
frá StefánDal
Bíddu á ekkert að hækka bílinn upp eða? Finnst það nú bara vera hálfsmíði. Auk þess þola svona fínir demparar ekki snjó og frost.

Re: Fagri Blakkur

Posted: 03.mar 2015, 10:56
frá lecter
nú hvað gerist í þessum dempurum i frosti og snjó

Re: Fagri Blakkur

Posted: 08.mar 2015, 11:50
frá BragiGG
Image
allt að skríða saman að framan


Image
nýjir afturdemparar með fjöðrunum

Image
gormarnir komnir !

Re: Fagri Blakkur

Posted: 08.mar 2015, 14:58
frá Bskati
þetta er ansi líklegt!

Re: Fagri Blakkur

Posted: 23.mar 2015, 22:23
frá BragiGG
jæjja, svona fór þetta

Image

Image
rúmur fullur samlsáttur, allt vel pakkað..

Image
fullur samsláttur og full beygja

Image
þessir kantar rétt sleppa..

Image
Búið að mála og gera fínt

Image
framdrifið klárt (5.29 með orginal toyota rafmagnslás)

Image
bodyið málað

Image
síðan keypti ég á hann lc70 44" afturkanta

Image
og síðan var farið í jeppaferð!

Image

Re: Fagri Blakkur - update 23. Mars "allt í löðrandi standi"

Posted: 23.mar 2015, 22:59
frá Finnur
Sæll

Flott verkefni hjá þér. Gaman að skoða þetta hjá þér. Hvernig voru dempararnir að koma út?

Fyrst þú ert kominn með fox coil-over að aftan, er þá ekki næsta kref hjá þér að smíða 4-link og losna við fjaðrirnar.

kv
KFS

Re: Fagri Blakkur - update 23. Mars "allt í löðrandi standi"

Posted: 23.mar 2015, 23:07
frá BragiGG
Finnur wrote:Sæll

Flott verkefni hjá þér. Gaman að skoða þetta hjá þér. Hvernig voru dempararnir að koma út?

Fyrst þú ert kominn með fox coil-over að aftan, er þá ekki næsta kref hjá þér að smíða 4-link og losna við fjaðrirnar.

kv
KFS


Er með fox coilover að framan...

Er ekki að fara í 4-link, Annað hvort er það trailing arm og a-stífa að aftan eða lengri blaðfjaðrir, langir dempaparar, bumpstops og stífa til að stoppa axle wrappið...