Síða 1 af 1
LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 11.feb 2015, 19:49
frá raggos
Ég var að breyta lítillega í mínum í líðandi viku og langar að deila með.
Byrjaði vikuna á að fjárfesta í "nýjum" 14,5" breiðum felgum og fékk toppmennina í Arctic Trucks til að henda þeim undir. Dekkin þau sömu At405 en fyrir voru 12" breiðar felgur
Fyrir
Eftir

Svo endaði ég vikuna á að henda í húddið "nýrri" kínadælu sem ég var að skipta út fyrir sambærilega eins stimpils sem var þar fyrir. Ég tók dæluna og fjarlægði frekar þröngar slöngur sem komu út úr stimplunum og félagi minn aðstoðaði mig við að snitta nýjan skrúfgang fyrir 1/4" tengi sem var svo hent á í staðinn. Kemur fínt út upp á aðgengi að bremsuvökvaforðabúrinu.
Tók stimplana í gegn í leiðinni og þreif burtu svarta jukkið sem virðist fylgja þessum dælum og var þetta smurt upp á nýtt í kjölfarið. Verð að láta það fylgja sögunni að dælan funhitnaði eins og hún kom original en eftir breytingar kemur mun kaldara loft úr henni og stimplarnir eru mun lengur að hitna en áður.
Nú er bara að fara upp á fjöll og prófa breytingarnar og læra á kranana sem eru á nýju felgunum :)



Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 11.feb 2015, 20:36
frá Tollinn
Miklu flottari á breiðu felgunum. Heldurðu að dælan þoli að vera à hliðinni?
Kv Tolli
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 11.feb 2015, 22:00
frá MattiH
Heldurðu að dælan þoli að vera à hliðinni?
Ég er með samskonar dælu á sama stað, Hallinn skiptir engu máli, Fúnkerar flott ;)
Svaka munur að sjá hann á 14.5" Mikið flottara!
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 11.feb 2015, 22:14
frá raggos
Já, þessi einstimpils sem ég hafði áður var í sömu götum og snéri eins og hún virkaði alltaf vel, vantaði bara aðeins meiri kraft. Þetta er samt aukadæla en er mjög hentug þegar þarf að dæla rétt í dekkin inn á milli.
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 11.feb 2015, 23:41
frá ÓskarÓlafs
helvíti lúkkar hann vel svona ;)
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 12.feb 2015, 09:15
frá uxinn9
Ég var með svona dælu og virkaði hún ágætlega en það sem drap hana að það losnuðu allir boltar sem festa dæluna við rafmótor gott að fylgjast með þeim eða skifta þeim út og lima annars flottur bíll hjá þér kv AÞ
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 12.feb 2015, 09:57
frá raggos
Takk fyrir þessar upplýsingar Arnar, ég mun klárlega bæta úr þessu með róm eða lími til að reyna að fyrirbyggja. Hef líka heyrt að það þurfi að fylgjast með stimpilboltunum
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 13.feb 2015, 01:42
frá Valdi B
sæll, þetta er flottur krúser hjá þér !
það er líka galli með þessar dælur að það er örþunnt blikkstikki sem er "einstefnuloki" í hausnum á þeim sem á það til að brotna. það hefur gerst hjá mér nokkrum sinnum og á endanum fór ég bara að klippa niður úr kókdós í búta sem hægt var að nota sem einstefnuloka.
en ef maður tekur þær reglulega í sundur og þrífur og smyr þá endast þær eitthvað, mína eins stimpils dælu er ég búinn að eiga síðan 2009.
en ég er feginn að þú gerðir þennan þráð! ég keypti mér 90 krúser í sama lit og þessi, smá tjónaðann síðustu helgi og er að vinna í að laga hann. og ætla að reyna að nota hann original í sumar en jafnvel breyta honum fyrir 38/ 39,5 dekk fyrir næsta vetur og var pínu smeykur við litinn en að sjá þetta hjá þér þá lookar hann bara mjög vel :)
þú mættir endilega ef þú nennir að koma með meiri upplýsingar og myndir af græjunni til dæmis læsingar,hlutföll,upphækkaður á boddý eða fjöðrun :)
kveðja
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 14.feb 2015, 01:25
frá raggos
Ég skelli nú örugglega í tækniþráð um bílinn seinna meir en hér er smá info.
Þetta er 2001 VX módel með Common rail vél og er búið að setja í hana kubb sem hefur 2 stillingar (normal / kraftur) sem er stýrt með takka í mælaborði og með því 3" púst.
Hann er raflæstur að framan og aftan og er búið að setja mismunadrif/lás úr lc80 afturdrifi í framdrifið þó kambur sé áfram 7.5" og er nýbúið að taka upp raflásana til að sporna við svikum.
Það er búið að setja aukatank í hann upp á ca 60l og dælu sem dælir af aukatanki yfir á aðaltank.
Hann er 38" breyttur af Toyota í kringum 2001 en ég er ekki klár á öllum upplýsingum úr breytingunni þó ég viti að hann er hækkaður bæði á boddí og fjöðrun og afturhásing færð aftur um ca 10cm. Nú er hann reyndar kominn á lengri OME gorma (engir klossar) og OME dempara allan hringinn.
Hann er svo með 150L/mín loftdælu í húddi með úrtaki í stuðara, Hella xenon kastara, 4.88 hlutföll og prófilbeisli að framan og aftan. Felgurnar sem fyrr sagði eru 14.5" breiðar með 1/4" krönum og at405 gúmmíi utanum.
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 02.mar 2015, 15:07
frá johnnyt
Nú er ég með eins dælu og langar að svera þessar slöngur sem að koma úr stimplunum. Hvar fékkstu slöngurnar og tengin í þetta ?
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 02.mar 2015, 17:26
frá raggos
Allt keypt í Landvélum. Eina verkfærið sem þú þarft er snittisbor til að víkka gatið úr stimplunum fyrir 1/4" skrúfgang.
Landvélar ættu að geta aðstoðað þig við það líka ef þig vantar græjur
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 12.mar 2015, 13:13
frá hobo
Ég ákvað að drífa í að yfirfara mína dælu þó hún hafi staðið sig vel síðustu 5 árin.
Gengjurnar sem eru á dælunni eru líklegast 12x1.0 og hægt er að fá þann fittings í Landvélum og er hugsaður fyrir rör í annan endann. Semsagt með kón og ró. Ef maður tekur kóninn og rónna í burtu er maður kominn með réttar gengjur og þarf ekkert að bora og snitta.
Flottur jeppi annars.
Re: LC90 á breiðari felgur og Wincar dælubreyting
Posted: 12.mar 2015, 18:54
frá hobo
Hérna er mynd af breytingunni hjá mér.
