Síða 1 af 1

Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 01.feb 2015, 19:07
frá joisnaer
Ég fjárfesti mér í Defender í haust sem þarf aðeins á smá ást að halda.

En hann er 98 árg
Með 2.5tdi (td300) vél
4:70 hlutföll
Arb loftlásar að framan og aftan
Og svo öllu því helsta sem sómar góðum jeppa.

Þegar ég keypti bílinn þá var nú eitt og annað sem ég vissi að þyrfti að gera.
Fyrsta sem ég gerði við bílinn var að skipta um fóðringar í framstýfum og stýfufóðringar upp við grind.
Svo komst í ljós að ég þurfti að skipta um hjöruliðskross að aftan og var skipt um hann fljótlega uppúr því.
En svo var nú eitt sem ég vissi af sem var frekar mikið leiðinlegt bras, en ég var búinn að telja mér trú um að ég gæti lagað það.
Og það var hvalbakurinn sem var farinn að láta aðeins sjá útaf ryði. En seinna kom það í ljós að honum væri ekki viðbjargandi.
stuttu eftir að sú niðurstaða var komin ákvað túrbínan að gefa sig með ógurlegum látum og lét mótorinn hrökkva á yfirsnúning sem fór nú frekar illa með flest allt sem tengist mótor.
Þá ákvað ég að best væri að rífa allt í spað og skipta um hvalbak og mótor í einu. Sem er vægast sagt hægara sagt en gert.

En ég ætla að smella inn nokkrum myndum af gripnum og framkvæmdum.

Image

hér er bíllinn þegar ég er nýbúinn að kaupa.

Image

hér sést ástandið á hvalbaknum....

Image

svona er blessaður vinur minn núna og vonandi fer hann að skríða saman fljótlega

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 01.feb 2015, 20:25
frá reyktour
Jóhann þetta hefst alt.

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 01.feb 2015, 20:34
frá jeepson
Það styttist í þorrablótið þannig að þú verður að fara að sparka þessu vel af stað :D

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 01.feb 2015, 20:44
frá olei
"hægara sagt en gert"
Það eru orð að sönnu sýnist mér!

Þetta er feiknarlegt verkefni, hvað fór í mótornum í túrbínu-hruninu?

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 01.feb 2015, 21:49
frá joisnaer
Það brotnaði rokkerarmur, bognuðu undirlyftustangir, svo veit ég ekki hvort það hafi verið gamalt en það voru sprungur í heddi.

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 01.feb 2015, 21:53
frá Járni
Svaka dæmi maður! Kaupir þú hvalbakinn frá útlandinu?

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 02.feb 2015, 01:55
frá grimur
Svakalega er þetta illa farið!
Ótrúlegt hvað blikkið í þessum bílum getur ryðgað, svo er það allt einhvers staðar bakvið og undir þar sem ekkert sést fyrr en allt er komið í steik...
Ryðbætti Range Rover í gamladaga sem var einmitt með rosa krabbamein bakvið allt.

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 02.feb 2015, 08:46
frá joisnaer
Járni wrote:Svaka dæmi maður! Kaupir þú hvalbakinn frá útlandinu?


Ég keypti hvalbak af manni fyrir norðan sem var örlítið tjónaður en alveg vel bjargandi. Var búinn að skoða að kaupa galvaniseraðan hvalbak frá Englandi en hann hefði verið hátt 350 þúsund krónur hingað kominn.

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 08.feb 2015, 21:33
frá joisnaer
smávegis búið að gerast um helgina. nýji halbakurin kominn í hús og aðeins byrjað að setja saman.

hér er nýji hvalbakurinn
Image

hér sést hvað gamli hvalbakurinn var orðinn ónýtur

Image

svo setti ég boostmæli, afgashitamæli og 4 loftmæla í stokkinn i mælaborðinu

Image

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 18.mar 2015, 21:09
frá joisnaer
Image

svona er staðan núna. kominn að mestu leiti saman og kominn á 39.5" pitt bull dekk

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 18.mar 2015, 22:06
frá Steini
flottur, þetta gefur okkur hinum smá von!

Hvað á eftir að brasa til að klára 44" breytinguna?

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 05.apr 2015, 23:46
frá risinn
Ef að ég man rétt, þá á þessi bíll að vera klár fyrir 44" dekk frá upphafi, en er ekki viss.
Það var lagt gríðaleg mikið í þennan bíl þegar að honum var breytt á sínum tíma.

Kv.
Ragnar

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 06.apr 2015, 10:42
frá Járni
Gott að þetta er allt að skríða saman, ég fæ kannski að heyra í þér við tækifæri í sambandi við breytingar. Er sjálfur með 130 bíl sem ég hef áhuga á að stækka aðeins.

Ertu byrjaður að keyra? Hvernig er pitbull að standa sig?

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 28.apr 2015, 21:06
frá joisnaer
Járni wrote:Gott að þetta er allt að skríða saman, ég fæ kannski að heyra í þér við tækifæri í sambandi við breytingar. Er sjálfur með 130 bíl sem ég hef áhuga á að stækka aðeins.

Ertu byrjaður að keyra? Hvernig er pitbull að standa sig?


sæll, ég er aðeins farinn að keyra, en það er alltaf eitt og annað sem þarf að huga að eftir svona stórframkvæmd. og þar að leiðandi er ég ekki búinn að prófa pit bull utanvegar. annars á eftir að ballansera þau og hann er ekkert sérlega skemmtilegur á þeim þannig.

en þú ert alltaf velkominn að heyra í mér varðandi breytingar og þannig.

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 28.apr 2015, 21:08
frá joisnaer
Steini wrote:flottur, þetta gefur okkur hinum smá von!

Hvað á eftir að brasa til að klára 44" breytinguna?


það á eftir að færa boddyfestingarnar að framan, en annars er ég ekkert búinn að máta 44" undir, ákvað að klára "uppgerðina" áður en eg fer í það.

Ef að ég man rétt, þá á þessi bíll að vera klár fyrir 44" dekk frá upphafi, en er ekki viss.
Það var lagt gríðaleg mikið í þennan bíl þegar að honum var breytt á sínum tíma.

Kv.
Ragnar


gæti svosem vel verið, er helvíti flott breyttur.

Re: Land Rover Defender 110 td300 38" á leið á 44"

Posted: 05.okt 2025, 13:35
frá joisnaer
10 ára update. Árið 2018 ákvað ég að selja bílinn þar sem ég bjóst við að ég þyrfti að finna mér aðeins fjölskyldu vænni jeppa. Fljótlega komst það í ljós að sama á hvernig jeppa ég væri á, var takmarkaður vilji hjá fjöllunni, fyrir því að ferðast í fjallajeppa og á endanum var ég þá orðinn viðþolslaus útaf söknuði á defendernum. Og í byrjun árs 2024 var hann keyptur aftur. Á þeim árum sem hann var ekki í minni eigu hafði ryðið sem í honum var aukist til muna og er ég í þessum töluðu orðum verið að tækla það.

Ég og Arnór vinur minn breyttum boddýfestingum undir hvalbak árið 2016 til að 44" dekk myndi passa almennilega undir.

Haustið 2024 lenti ég í smá tjóni þar sem ég lenti útaf og fór á ca 70km hraða yfir grjótgarð sem varð til þess að framhásing, stýrisgangur og stýfur bognuðu umtalsvert. Voru höfð snör handtök og önnur framhásing, stýrismaskína og allt sem til þess þurfti sótt austur og skrúfað undir ásamt smávægilegum breytingum á dempara turnum til að hafa möguleika á loftpúða fjöðrun ef manni skildi detta þannig della í hug.
Byrjun árs 2025 fór að gera vart við sig einhver illræmdur satanískur draugur í rafkerfi sem tók dágóðan tíma til að finna út hvar var. Náði ég á endanum að særa í burtu þann illa anda og virkar flest eins og best væri á kosið.

Ég ætla að reyna að henda inn myndum af framkvæmdum og djásninu sjálfu á næstunni