Síða 1 af 3

37" MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 16:30
frá MattiH
Mitsubishi Pajero GLS
Árgerð: 1998
Vél: 2,8 tdi
Dekk: 37x14,5 Toyo M/T (míkróskorin)
Felgur: 15"x12" Stál (Galvanseraðar og Polyhúðaðar) 2ja ventla.
Drif: 9,5" (4.88)
Millikassi: Super Select MMC

Það sem búið er að gera
30mm klossar á gorma.
Gormafestingar síkkaðar.
Búið að fara í grind, er í góðu standi.
Bilstein B6 gasdemparar að framan. Orginal stillanlegir að aftan.
Ný tímakeðja.
Nýjar dísur í spíssa.
Nýr vatnskassi og vatnsdæla.
Loftlæsing tengd framhjá tölvu.
K&N loftsía í box.
12V 300W Inverter
15x12" stálfelgur með tveim ventlum.
Prófílbeisli.
2,5" pústkerfi.
Afturhásingu aftur um 7,5cm.
Skyggðar rúður.
LED númeraljós
Vinnuljós að aftan.
Kastaragrind.
150L loftdæla.
Boost mælir (BAR).
VHF talstöð.
Garmin 276c gps
Orðinn 37"-38" breyttur.

Svona leit hann út rétt eftir að ég eignast hann,
hér er búið að filma rúður og setja hann á 35"x13.5" Toyo.
Image

Re: MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 19:39
frá ellisnorra
Flottur bíll hjá þér. Eru rúm tvö kíló af roki af þessari túrbínu hjá þér?

Re: MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 20:57
frá MattiH
Flottur bíll hjá þér. Eru rúm tvö kíló af roki af þessari túrbínu hjá þér?


Takk fyrir það.
En varðandi rokið þá er ég bara búin að henda mælinum í en á eftir að tengja ;)

Re: MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 21:06
frá ellisnorra
MattiH wrote:
Flottur bíll hjá þér. Eru rúm tvö kíló af roki af þessari túrbínu hjá þér?


Takk fyrir það.
En varðandi rokið þá er ég bara búin að henda mælinum í en á eftir að tengja ;)


Afhverju er mælirinn þá ekki á núlli?
Ekkert bögg sko, mér finnst þetta bara athyglisvert :)

Re: MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 21:48
frá MattiH
Hef ekki hugmynd,
ef ég dempa niður ljósin í mælaborðinu þá dettur hann niður í núll ?

Re: MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 21:49
frá Kiddi
Hvernig finnst þér munnurinn á bílnum fyrir og eftir að þú settir í hann Bilstein?

Re: MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 22:16
frá MattiH
Hvernig finnst þér munnurinn á bílnum fyrir og eftir að þú settir í hann Bilstein?


Ég setti reyndar bara að framan þar sem þeir voru búnir á því
en stillanlegu orginal dempararnir að aftan fá að vera aðeins lengur.

Ég er bara mjög ánægður með hann á B6.
Átti áður Dodge Ram 1500 sem ég setti líka á B6 og var mjög sáttur með þá.
Passlega stífir og flottir ;)

Re: MMC Pajero.

Posted: 27.des 2010, 22:30
frá draugsii
Þetta er barasta alveg þræl huggulegt ökutæki

Re: MMC Pajero.

Posted: 28.des 2010, 00:04
frá ToyCar
Var einmitt að kaupa mér svona bíl líka, alveg eins á litinn nema á 33"..... og búin að setja Xenon í hann ;)
En.. ekki áttu til varadekkshlífina ?

Kv,
Ágúst.

Re: MMC Pajero.

Posted: 28.des 2010, 07:55
frá MattiH
Var einmitt að kaupa mér svona bíl líka, alveg eins á litinn nema á 33"..... og búin að setja Xenon í hann ;)
En.. ekki áttu til varadekkshlífina ?


Nei, því miður. það var ekkert aftan á honum þegar ég fékk hann.
En hvar keyptirðu Xenon og hvað kostaði það ?

Re: MMC Pajero.

Posted: 29.des 2010, 02:34
frá ToyCar
MattiH wrote:
Var einmitt að kaupa mér svona bíl líka, alveg eins á litinn nema á 33"..... og búin að setja Xenon í hann ;)
En.. ekki áttu til varadekkshlífina ?


Nei, því miður. það var ekkert aftan á honum þegar ég fékk hann.
En hvar keyptirðu Xenon og hvað kostaði það ?


Keypti mér 8000K kerfi og reddaði Guðna líka, get fengið svona á 18.000.- , árs ábyrgð á straumbreytum.
Bjallaðu bara í mig.

kv,
Ágúst 896 6615

Re: MMC Pajero.

Posted: 29.des 2010, 14:48
frá MattiH
Update. 05-09-2011
Tvær frá Krossá.

Image
Image

Re: MMC Pajero.

Posted: 29.des 2010, 23:55
frá btg
ToyCar wrote:Var einmitt að kaupa mér svona bíl líka, alveg eins á litinn nema á 33"..... og búin að setja Xenon í hann ;)
En.. ekki áttu til varadekkshlífina ?

Kv,
Ágúst.


Sæll,

á original varadekkshlífina ónotaða ef þú ert að leita að henni.

Re: MMC Pajero.

Posted: 30.des 2010, 00:34
frá ToyCar
btg wrote:
ToyCar wrote:Var einmitt að kaupa mér svona bíl líka, alveg eins á litinn nema á 33"..... og búin að setja Xenon í hann ;)
En.. ekki áttu til varadekkshlífina ?

Kv,
Ágúst.


Sæll,

á original varadekkshlífina ónotaða ef þú ert að leita að henni.


Var að kaupa eina notaða í kvöld :) Takk samt.

Re: MMC Pajero.

Posted: 30.des 2010, 09:38
frá Örn Ingi
Hvernig er hröðuninn á svona bíl á 35" á svona bíl á 33" og er ekki nógu hrifinn!

Re: MMC Pajero.

Posted: 30.des 2010, 10:40
frá MattiH
Hvernig er hröðuninn á svona bíl á 35" á svona bíl á 33" og er ekki nógu hrifinn!


Mér finnst svosem ágætis vinnsla svona miðað við allt ;)

Re: MMC Pajero.

Posted: 30.des 2010, 12:05
frá HaffiTopp
Sverara púst, skrúfa aðeins upp í olíuverkinu og setja þá boostmæli við túrbínuna og jafnvel hitamæli á afgasgreynina. Sumir hafa viljað loka fyrir AGR ventilinn en skiftar skoðanr hversu holt það er fyrir vélina. Svo má athuga hvað hráolíusían er mikið ekin og þá skifta um hana svo og setja spíssahreinsi í olíutankinn, eða þá bara láta taka spíssana upp. Svo er gott að tappa undan sjálfskiftingunni og setja nýjann vökva ef það hefur ekki verið gert lengi. Þá nær skiftingin að vinna betur og "aflið" skilar sér betur út í hjól ;)
Kv. Haffi

Re: MMC Pajero.

Posted: 30.des 2010, 14:06
frá MattiH
Hversu svert má pústi verða ?
Ég hefði nú alveg áhuga á að láta smíða í hann nýtt,

Re: MMC Pajero.

Posted: 30.des 2010, 17:21
frá svavaroe
MattiH wrote:Hversu svert má pústi verða ?
Ég hefði nú alveg áhuga á að láta smíða í hann nýtt,


2.5" er fjandi nóg.

Re: MMC Pajero.

Posted: 30.des 2010, 17:28
frá snöfli
2,5" er fínt. Sverara gefur gefur ekki meira.

Re: MMC Pajero.

Posted: 31.des 2010, 00:40
frá ToyCar
Það er 2.5 opið púst á mínum ásamt því að það er búið að skrúfa upp í olíuverkinu og eiga við túrbínuna, samt reykir hann ekkert. Held að málið sé að láta einhvern sem kann og hefur eitthvað vit á svona gera þetta, þá hlýtur þetta að endast lengur.... er það ekki :)
Pústið hjá mér er opið alla leið án kúts og mér finnst heyrast heldur hátt í honum, ætla að fá mér opin kút eða túpu undir hann.

kv, Ágúst.

Re: MMC Pajero.

Posted: 31.des 2010, 08:01
frá HaffiTopp
HaffiTopp wrote:Sumir hafa viljað loka fyrir AGR ventilinn en skiftar skoðanr hversu holt það er fyrir vélina.


AGR átti náttúrulega að vera EGR.
Kv. Haffi

Re: MMC Pajero 35"

Posted: 13.apr 2011, 01:00
frá D@bbi
Gaman væri að fá að kíkja á bílinn hjá þér og skoða sig aðeins um. Er það eitthver séns ?

Re: MMC Pajero 35"

Posted: 13.apr 2011, 22:03
frá MattiH
Gaman væri að fá að kíkja á bílinn hjá þér og skoða sig aðeins um. Er það eitthver séns ?


Minnsta málið. Vertu bara í bandi ;)
Er með hann alla daga niðrí skeifu frá 9-18.
S: 692-0584 Matti.

Re: MMC Pajero 35"

Posted: 27.jún 2011, 01:31
frá krissi200
Sæll.
Hvernig eru Toyo 35x13.5 að reynast þér?

Re: MMC Pajero 35"

Posted: 23.júl 2011, 13:16
frá MattiH
Sæll.
Hvernig eru Toyo 35x13.5 að reynast þér?


Sæll.
Ég er mjög ánægður með þau, þetta er annar bíllinn sem ég versla þessi dekk undir.
Þau eru vel gróf en ótrúlega hljóðlát þrátt fyrir það.
Þau eru líka hugsuð fyrir "rockcrawl" og eru því sterkari og massífari en hinar tegundirnar, lítil hætta á að rífa þau.
Ég er nú ekki með þungan bíl og er mjög sáttur með hvað þau fletjast vel út, Hef farið með þau í 2pund og á 12" breiðum felgum er ég að ná fínu floti.

Þau eru vissulega dýr en ég myndi hiklaust mæla með þeim.

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 25.júl 2011, 23:09
frá MattiH
Update. 25-07-2011
Nýjar felgur. Var á 10" áli en er nú kominn á 12" stál. (Galvanseraðar)
Bláar Xenon look perur og LED ljós í stigbretti.

Image
Image
Image

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 25.júl 2011, 23:21
frá joisnaer
vígalegur hjá þér ;) og helvíti flottar myndir!

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 25.júl 2011, 23:36
frá MattiH
vígalegur hjá þér ;) og helvíti flottar myndir!


Takk fyrir það...

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 26.júl 2011, 15:34
frá jeepson
Hann er nú að verða ansi flottur hjá þér :) En ertu með eitthvað parta númer á þessum hliðarljósum sem að þú keyptir?? Ég er að pæla í að panta svona á minn bíl. Ekki tími ég að kaupa þau rándýrt í N1

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 26.júl 2011, 18:52
frá MattiH
Nei, ég er nú ekki með neitt númer á þeim, Fékk þau í Bílasmiðnum á fínum prís.

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 01.aug 2011, 16:25
frá gulligu
Fannstu mikinn mun á bílnum með 2,5" pústinu?

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 01.aug 2011, 18:41
frá MattiH
Fannstu mikinn mun á bílnum með 2,5" pústinu?


Ekki þannig svosem, en í þungu færi eða þegar ég dreg þungt, þá minnst mér hann vinna betur og koma fyrr inn.

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 01.aug 2011, 19:51
frá eyberg
Flottur bill

Hvað er eyða hjá þér ?
KV
Elvar

Re: MMC Pajero 35" (Nýjar myndir bls.1)

Posted: 01.aug 2011, 23:09
frá MattiH
Hef ekki mælt hann vegna þess að dísurnar halda ekki alveg þrýsting.
Er að fara með hann fljótlega í viðgerð, svo mæli ég hann ;)

Re: MMC Pajero 35"

Posted: 18.aug 2011, 17:20
frá Islandsol
Nú var ég að eignast 98 Pajero á 33" , mig langar að taka lakkið í gegn, smá ryðblettir sem angra mig. Þar sem ég hef ekki gert þetta áður vantar mig smá upplýsingar, hvaða efni er best að setja í ryðið þegar ég er búin að slípa það upp? Eins með að massa það eftir lökkun, er það nokkuð mikið mál? Ég er ekki að tíma að henda honum á verkstæði fyrir tugi þúsunda ef ég get gert þetta.Ef þið eigið góð ráð fyrir ryðviðgerðir og mössun á lakki þá þigg ég þau með þökkum. Flottur jeppinn þinn annars, upphafsmaður innleggs :) Svona langar mig að græja minn!! Þið sem eruð á 33 og stærri dekkjum, hafiði ekkert varadekk á afturhleranum? Þau eru orðin svo þung að hlerinn heldur þeim varla. En mér finnst forljótt að hafa bara götin fyrir dekkið opin :(

Re: MMC Pajero 35"

Posted: 18.aug 2011, 19:38
frá MattiH
Nú var ég að eignast 98 Pajero á 33" , mig langar að taka lakkið í gegn, smá ryðblettir sem angra mig. Þar sem ég hef ekki gert þetta áður vantar mig smá upplýsingar, hvaða efni er best að setja í ryðið þegar ég er búin að slípa það upp? Eins með að massa það eftir lökkun, er það nokkuð mikið mál? Ég er ekki að tíma að henda honum á verkstæði fyrir tugi þúsunda ef ég get gert þetta.Ef þið eigið góð ráð fyrir ryðviðgerðir og mössun á lakki þá þigg ég þau með þökkum. Flottur jeppinn þinn annars, upphafsmaður innleggs :) Svona langar mig að græja minn!! Þið sem eruð á 33 og stærri dekkjum, hafiði ekkert varadekk á afturhleranum? Þau eru orðin svo þung að hlerinn heldur þeim varla. En mér finnst forljótt að hafa bara götin fyrir dekkið opin :(


Talaðu við þá niðrí Poulsen með lakkið, þeir eru með allt sem þig vantar og ráðleggja þér.

Re: MMC Pajero 35"

Posted: 05.sep 2011, 19:59
frá MattiH
Update. 21-06-2011
Ein krapamynd frá því í vetur.
Image

Re: MMC Pajero. (38"breyting hafin)

Posted: 29.feb 2012, 20:29
frá MattiH
Update. 29.02.2012
38" breyting hafin. 35" kantarnir komnir af. Kom mér á óvart að það var ekkert ryð undir köntum.
Fæ nýju kantana sennilega í vikunni og set þá inn fleiri myndir. Þarna er einnig komin PIAA kastaragrind.
Þakka Fanna eða "GFOTH" hér á spjallinu kærlega fyrir hjálpina með að rífa kantana af.
Image

Re: MMC Pajero. (38"breyting hafin)

Posted: 01.mar 2012, 09:18
frá jk2
Flottur bíll hjá þér. Verður eflaust vígalegri á 38 "