Síða 1 af 1

lc 90 38"

Posted: 09.des 2014, 12:50
frá imlap88
Verslaði mér lc 90 38" breyttan í september á þessu ári. Image

Byrjaði á því að þurfa að skipta um framdrif í honum og fékk ég notað drif í hann og skipti um legurnar í því. Hann er á orginal hlutföllum en stefnan er tekinn á ný hlutföll fljótlega ásamt framlæsingu!

Eins og sést eru 6 tennur brotnar úr kampinum
Image


aukahlutir sem voru í honum:
intercooler
nýtt 3" púst
HID nýjir kastarar framan
vinnuljós á toppnum
aukatankur og dæla til að dæla á milli
Kaðlakassi
prófílbeisli framan og aftan
festing fyrir drullutjakk
2 nýjir 100 amp raf geimar
þjófavörn

Aukahlutir sem ég er búin að setja í:
Breiddarljós á stigbrettinn
cb stöð
loftdælu
gps
dvd spilari

þetta kom í síðustu viku
Image



viðhald á þessum 3 mánuðum sem ég er búin að gera

keypti mér mjög góð ground hawk 38" og ný pólíhúðaðar felgur með 2 ventlum
keypti mér safari snorkel á bara eftir að setja hann í
allt nýtt í bremsum á framan
nýtt afalsrör fyrir turbínu
báðar hjólalegur framan
nýjar spyrnur b/m framan
lagaði gat í botninum undir mælaborðinu (skyldi ekkert í því af hverju hann var alltaf blautur að innan)
tímareim
reif úr honum innréttinguna og fór yfir allt rafkerfið og reif nokkra metra úr sem var gamalt og ekki í notkun
nýr stýrisendi
hjólastilltur
ný olía á mótor millikassa framdrif og afturdrifi

Rafkerfið tekið í gegn og gat lagað í botninum
Image


það sem er á döfinni

kaupa loftlásinn sem kemur í staðinn fyrir rafm læsingun á aftan í AT
4:88 hlutföll
læsingu að framan
smíða skúffur í skott
vhf stöð
langar í úrhleypibúnaðinn frá styri.is
setja lofttappa á aukatankinn

þessi loftlás er eitthvað í líkingu við þetta
Image

svona skúffur í skottið er alveg nauðsynlegt fyrir verkfæri og aukahluti
Image