Síða 1 af 1

90 Cruiser

Posted: 01.nóv 2014, 11:47
frá jongud
Keypti þennan;
DSC_2039mod.JPG
DSC_2039mod.JPG (139.1 KiB) Viewed 12392 times

DSC_2040.JPG
DSC_2040.JPG (129.54 KiB) Viewed 12392 times

Það þarf að gera helling fyrir hann, en hann var ódýr fyrir vikið, og fellur vel inn í klassann
Undir milljón
Fyrsta atriðið er að gera við stífufestingu að aftan;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=50&t=27416
Demparar að aftan og neðri spindilkúlur koma næst, og ég mun setja pósta inn eftir því sem verkin vinnast.

Re: 90 Cruiser

Posted: 08.nóv 2014, 16:15
frá jongud
Fátt að gerast, maður er þó búinn að kaupa afturdempara og nýja pinna í ballansstöngina að framan.
Svo dundaði maður við að skipta um perur í parkljósi að framan (sem þýðir að það þarf að losa rafgeymi),
og svo peru í númersljósi (sem þýðir ryðolíu, flatskrúfjárn, orðbragð og átök).
Annað afturljósið í stuðaranum að aftan er í skralli. Ég hélt að það væri farinn pera, en hún var í lagi. Þá þreifaði ég aftan við ljósið og þá fann ég að vírinn slitnaði. (...mikið klór í hausnum...)
Þá sá maður tvo möguleika í málinu; reyna að skrúfa ljósið úr stuðaranum eða rífa stuðarann undan.
Báðir möguleikar þýddu að dráttarbeislið varð að losna. (auðvitað voru 18-volta rafhlöðurnar í herslulykilinn tómar).
En það losnaði á endanum. Stuðarinn fer varla undan nema einhver stuðningsbrakket snúist í sundur þannig að úr fer ljósið einhvernveginn...

Re: 90 Cruiser

Posted: 12.nóv 2014, 17:31
frá jongud
Þá er búið að gera við stífufestinguna, hin var styrkt, og svo fær maður nýja olíu á drifið, nýjan öndunarventil og ný bremsurör á hásinguna. (Svo var maður skammaður fyrir að hafa ekki ryðvarið bílinn)
Kostaði helling, en þó minna en það sem maður herjaði verðið niður út af þessu.
DSC_2048r.JPG
DSC_2048r.JPG (208.3 KiB) Viewed 11918 times


Næsti pakki fer svo í þegar tími og veður leyfir...
DSC_2043r.JPG
DSC_2043r.JPG (142.45 KiB) Viewed 11918 times

Re: 90 Cruiser

Posted: 06.des 2014, 18:15
frá jongud
Fleira dót komið, nú fer maður að panta tíma...

Re: 90 Cruiser

Posted: 09.des 2014, 19:17
frá jongud
Mér var bent á það í gærkvöld að ég væri bara með bremsuljósið í glugganum og annað afturljósið svo ég dreif í því að setja nýju ljósin í. Hann ætti að vera löglegur núna...

Re: 90 Cruiser

Posted: 20.jan 2015, 08:24
frá jongud
Kominn með fulla skoðun og tankurinn var fylltur í tilefni af því. Eyðslan hefur verið 14,2 lítrar á hundraðið og 3/4 af því langkeyrsla á malbiki.
(Og hann er bara rétt að slefa yfir milljónina...)

Re: 90 Cruiser

Posted: 19.mar 2015, 16:46
frá jongud
DSC_2098a.JPG
Þessi er eitthvað orðinn lúinn
DSC_2098a.JPG (250.53 KiB) Viewed 10744 times
Ákvað að kaupa læsingarmótor frá Siglufirði og fékk annan í kaupbæti. (fínt að æfa sig á þeim ljótari)
Nú er bara að bíða eftir veðri og nennu til að skipta.

Þessi lítur betur út og virðist virka

Re: 90 Cruiser

Posted: 31.maí 2015, 16:12
frá jongud
Það er loksins komið veður til að gera eitthvað, auk þess sem maður hefur ekki gefið sér mikinn tíma í jeppann vegna byggingaframkvæmda hjá Ferðaklúbbnum 4X4.
En maður er allavega kominn með talstöð í hendurnar og hún er næst á dagskrá. Þá þarf geislaspilarinn að fara úr.
DSC_0053-V.JPG
DSC_0053-V.JPG (294.58 KiB) Viewed 10383 times


Og í leiðinni var tekið til í rafkerfinu, gamlar NMT lagnir fjarlægðar og Eitthvað risa-aukarafkerfi grisjað duglega.

DSC_0060-V.JPG
DSC_0060-V.JPG (467.15 KiB) Viewed 10383 times

Re: 90 Cruiser

Posted: 19.jún 2015, 17:07
frá jongud
Keypti LMR-195 coax kapal frá USA og fékk sérfræðing til að mæla hann. Venjulegur coax (RG-58) var með 1,2 dB tap en -195 kapallinn með 0,6dB. það þýðir að ég er með 22 wött í stað 18 út við loftnetið. Ekki slæmt fyrir ca. 2000 króna mun. Svo var farið að draga í.
Image
Það þurfti að rífa öll handföng í burtu öðrum meginn og tvö af sætisbeltahengslunum.
Image
Mín reynsla er sú að það er betra að draga snúru í fyrst áður en maður fer að juða kaplinum eitthvað.
Image
Fínt að nota mjótt og passlega stíft plaströr til að draga í.
Image
Svo var standbylgjan mæld, hún var mest 1,5 á endurvarparásunum.

Re: 90 Cruiser

Posted: 21.jún 2015, 01:11
frá Garpur
jongud wrote:
DSC_2098a.JPG
Ákvað að kaupa læsingarmótor frá Siglufirði og fékk annan í kaupbæti. (fínt að æfa sig á þeim ljótari)
Nú er bara að bíða eftir veðri og nennu til að skipta.

Þessi lítur betur út og virðist virka


Sæll, hvernig gekk með læsingarmótorinn?, er einmitt með einn sem ekki virkar en legg ekki alveg í þetta verkefni!!! Stendur drifið ekki "opið" þegar mótorinn er rifinn af?
Kv. Almar

Re: 90 Cruiser

Posted: 21.jún 2015, 01:53
frá Valdi B
er eins læsingarmótor í 90 krúser og er í hilux ? veit eitthver það ?

Re: 90 Cruiser

Posted: 21.jún 2015, 11:21
frá jongud
Valdi B wrote:er eins læsingarmótor í 90 krúser og er í hilux ? veit eitthver það ?


Læsingamótorinn sjálfur passar í en rafmagnstengið er ekki það sama. Það hefur ekkert legið á með læsinguna, þannig að núna er sá sem var í jeppanum í yfirhalningu hjá tæknivélum, og sá sem ég fékk frá Guðna á Siglufirði verður notaður í varahluti hjá þeim. Maður hefði getað farið í eitthvað tannlækningastuð og plokkað rafmagnstengin í sundur og raðað saman, en ég nennti því ekki.
Ég hringdi vel að merkja út um ALLT!
Og þeir einu sem vissu af þessum mun á rafmagnstengjunum voru ArcticTrucks, og svo hafði þá grunað þetta hjá Tæknivélum.

og Almar (Garpur); Ef maður rífur mótorinn úr, og drifið er ólæst, þá verður að áfram ólæst.

Re: 90 Cruiser

Posted: 21.jún 2015, 13:45
frá Startarinn
jongud wrote:
Valdi B wrote:er eins læsingarmótor í 90 krúser og er í hilux ? veit eitthver það ?


Læsingamótorinn sjálfur passar í en rafmagnstengið er ekki það sama. Það hefur ekkert legið á með læsinguna, þannig að núna er sá sem var í jeppanum í yfirhalningu hjá tæknivélum, og sá sem ég fékk frá Guðna á Siglufirði verður notaður í varahluti hjá þeim. Maður hefði getað farið í eitthvað tannlækningastuð og plokkað rafmagnstengin í sundur og raðað saman, en ég nennti því ekki.
Ég hringdi vel að merkja út um ALLT!
Og þeir einu sem vissu af þessum mun á rafmagnstengjunum voru ArcticTrucks, og svo hafði þá grunað þetta hjá Tæknivélum.

og Almar (Garpur); Ef maður rífur mótorinn úr, og drifið er ólæst, þá verður að áfram ólæst.


Ég held að hann sé að meina hvort hásingin sé ekki opin fyrir veðri og vindum

Re: 90 Cruiser

Posted: 21.jún 2015, 21:18
frá Garpur
Startarinn wrote:
jongud wrote:
Valdi B wrote:er eins læsingarmótor í 90 krúser og er í hilux ? veit eitthver það ?


Læsingamótorinn sjálfur passar í en rafmagnstengið er ekki það sama. Það hefur ekkert legið á með læsinguna, þannig að núna er sá sem var í jeppanum í yfirhalningu hjá tæknivélum, og sá sem ég fékk frá Guðna á Siglufirði verður notaður í varahluti hjá þeim. Maður hefði getað farið í eitthvað tannlækningastuð og plokkað rafmagnstengin í sundur og raðað saman, en ég nennti því ekki.
Ég hringdi vel að merkja út um ALLT!
Og þeir einu sem vissu af þessum mun á rafmagnstengjunum voru ArcticTrucks, og svo hafði þá grunað þetta hjá Tæknivélum.

og Almar (Garpur); Ef maður rífur mótorinn úr, og drifið er ólæst, þá verður að áfram ólæst.


Ég held að hann sé að meina hvort hásingin sé ekki opin fyrir veðri og vindum


Já akkurat, meinti hvort það sé ekki opið inn í drifið þegar læsingin er tekin úr???

Re: 90 Cruiser

Posted: 22.jún 2015, 13:29
frá Valdi B
já okay, takk fyrir svarið ég á læsingarmótor úr hilux og satt best að segja veit ekki hvort hann er í lagi í 90 krúsernum hjá mér svo ég get þá reddað mér með hinum, sleppiþví að selja hann allavega :)

Re: 90 Cruiser

Posted: 22.jún 2015, 14:08
frá jongud
Já akkurat, meinti hvort það sé ekki opið inn í drifið þegar læsingin er tekin úr???


Jú það er ca. þumlungssvert gat opið inn í drifið þegar mótorinn er ekki í því. Ég átti ónýtan mótor sem ég tróð í gatið.

Re: 90 Cruiser

Posted: 23.okt 2016, 15:44
frá jongud
Jæja, nú var kominn tími á að snýta þessum aðeins. Hann er búinn að vera ansi þægur síðustu tvö árin, en þó þurfti að gera gangskör í kerrutenglinum og raftengli í afturljósin í vor.
Maður byrjaði að safna varahlutum í ágúst til að taka framstellið í gegn. Nýjar spyrnur keyptar frá USA (sömu spyrnur og í 4runner), stilliboltar komu frá Summit Racing, ný neðri-gúmmí í gormaturnana komu frá Stáli og stönsum og neðri-spindilkúlur frá Poulsen.
Hann er betri í stýrinu eftir þetta, maður var farinn að finna smá titring á yfir 90km.
DSC_2854.JPG
DSC_2854.JPG (6.25 MiB) Viewed 9038 times

Re: 90 Cruiser

Posted: 12.nóv 2016, 09:39
frá jongud
Ef ég hefði vitað hvaða munur væri á jeppanu eftir að hafa tekið framstellið í gegn hefði ég gert það miklu fyrr!
Hvílíkur munur!
Það hefur alltaf verið gaman að keyra kvikindið en nú er það alger draumur á malarvegum.

Re: 90 Cruiser

Posted: 20.júl 2017, 13:03
frá jongud
jongud wrote:Jæja, nú var kominn tími á að snýta þessum aðeins. Hann er búinn að vera ansi þægur síðustu tvö árin, en þó þurfti að gera gangskör í kerrutenglinum og raftengli í afturljósin í vor.
Maður byrjaði að safna varahlutum í ágúst til að taka framstellið í gegn. Nýjar spyrnur keyptar frá USA (sömu spyrnur og í 4runner), stilliboltar komu frá Summit Racing, ný neðri-gúmmí í gormaturnana komu frá Stáli og stönsum og neðri-spindilkúlur frá Poulsen.
Hann er betri í stýrinu eftir þetta, maður var farinn að finna smá titring á yfir 90km.
DSC_2854.JPG


AÐVÖRUN

Það er afar vafasamur sparnaður að kaupa óoriginal varahluti í jeppa sem búið er að hækka upp.
Ég sendi jeppann í yfirhalningu hjá ArcticTrucks til að laga bremsur og skipta um framhjólalegu.
Þeir sáu að hjólastillingin var ekki rétt, þannig að það var pantaður tími í hana núna í vikunni.
Þá kom í ljós að jeppinn gat ekki haldið réttri hjólastillingu með nokkru móti. Fóðringarnar í þessum óoriginal neðri-stífum eru svo mjúkar að þær gefa alltaf eftir. Stilliboltarnir frá Summit eru líka með lélegum fóðringum.
Það þurfti sem sagt að gera allt aftur sem ég greiddi vel á annað hundrað þúsund fyrir í vetur og nú var þetta "bara" 15-20% dýrara með original varahlutum (Takk og prís fyrir 4X4 afláttinn!)
Nú krossar maður putta og vonar að spindilkúlurnar haldi.

Re: 90 Cruiser

Posted: 27.nóv 2019, 15:17
frá jongud
Ég seldi þennan í nóvember 2019...