'91 Ford Explorer @46"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 22.nóv 2015, 19:17

smá föndur í dag, innréttingin fjarlægð og drög lögð að pedala systemi, ætlaði upprunalega að nota musso pedalana en sá í hendi mér að fljótlegra væri að nota ford pedalana áfram og einnig þýðir það aðeins færri brakket sem þarf að smíða, er búinn að fá ógeð af brakket smíði held þau séu orðin 800...

Image

Mælaborðið komið úr

Image

Svo heppilega vildi til að það var ryðgað akurat þar sem höfuðdælan þurfti að vera þá voru slegin tvær flugu í einu höggi...!

Image

Útbúa þarf arm á kúpling pedalann til að hann nái í tittinn, en þurfti bara að bora eitt gat á inngjöfina til að geta komið musso barkanum á hann...!


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 02.des 2015, 22:27

Image

galloper vatnskassi... hosur héððan og þaðan aðallega þaðan

Image

hér er verið að smíða saginaw chevy stýrisdælu á benz mótor úr mússó í ford explórer....

Image
Image
komið fínt bracket

Image
komin hentug reim

Image
Image

nýjasta viðbótin í skúrinn alger snilld... verst að ég er að verða búinn að smíða öll brackett....

Image

Intercooler, HMMMM þá vandast málið!!!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá ellisnorra » 02.des 2015, 22:52

Hvernig helduru að saab 9000 intercooler passi? Ég á þannig ef þú hefur áhuga. Samkvæmt stuttu googli eru málin á honum "intercooler core dimensions are roughly 22" x 26" x 1.5" " og mynd af honum hér
Ef stútarnir passa ekki þá er hægt að smíða nýja stúta sem vísa þangað sem maður vill og festa með borskrúfum og kítti. Hef séð þannig og það kom merkilega vel út.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 02.des 2015, 22:54

það er ekki alvitlaust! ég ætla samt að reyna að koma þessum fyrir þarna allavega til að byrja með, en langar auðvitað að setja stærri seinna meir...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Axel Jóhann » 03.des 2015, 08:34

Verður að fara keyra þetta áfram, það er að snjóa svo mikið!
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 03.des 2015, 22:47

Akkurat! en ég vil þó reyna að gera þetta þannig ég komist lengra en á þingvelli... :)

þessi flotta teikning er af intercooler uppsetningu, ætla að reyna að komast til að finna hosur á morgun, eru ekki landvélar sterkastir í þessum bransa? eru eitthverjir fleiri?

Image

Þessi intercooler er úr Galloper, upphaflega lagður ofan á mótor og með húdd skóp, en hentar svona furðu vel þarna, kem kannski ögn stærri fyrir en ég held að þetta dugi AMK til að byrja með...!

Image

Hér sést nokkuð vel hvernig þetta kemur til með að líta út fyrir rest, er búinn með kælikerfið nú á bara eftir að setja í gang og lofttæma og þrýstiprufa.. á að vera í lagi

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 06.des 2015, 19:33

Image

Það fór c.a. heill dagur í að tengja intercoolerinn og festa hann, voðalegt föndur líka sér í lagi þar sem ég hef ekki sjálfur aðgang að beygjuvél og þurfti að fá aðstoð á pústverkstæði

Image

Kannski ekki fallegasti hlutur í heimi, en hann virkar og engar loftbólur @ 120 psi þrýsting, allir ánægðir

Image

Þá ætti draslið að kólna eitthvað, olíukælir, sogloftskælir, stýrisvökva kælir og svo vatnskassinn

Image

Er enn að hugsa þetta með gírstangirnar, finnst voða heimskulegt að breyta gólfinu í bílnum og leggja barka sem eru allt of langir ef hægt væri að fá stöng sem passar beint ofan í, en það virðist ekki vera í boði...

Image

Ég var svolítið hissa hvað framendinn passaði vel eftir þetta allt saman! en það er heldur ekki pláss fyrir neitt fleira þarna undir grillinu :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jeepcj7 » 06.des 2015, 22:48

Ef þú ert með T5 kassann sem er orginal í musso þá er hægt að setja stöng beint oní hann hann er svoleiðis í flestum tækjum sem hann kemur í en til þess þarftu að fá aftasta hluta kassans úr eldri musso 96-98 þar er stöngin beint oní kassann.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 06.des 2015, 22:54

Sæll hrólfur já ég vissi af því að einhverjir væru með þetta beint niður, án barka, en ég hélt að það væri aldrei alveg beint ofaní því musso hefur vélina svo langt frá bílstjóranum þ.e.a.s. gírstöngin kæmi þá upp undir miðju mælaborðinu, því er færslu júnit ofan á kassanum sem slitnar og gírstöngin verður eins og maður sé að hræra með sleif í súpupotti, hef séð þetta í musso sports, og daewoo musso bílum en þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan, hvergi fundið til sölu hérlendis amk.

Ég hafði ímyndað mér að fá stöng beint oní þar sem þetta barka brakket er á kassanum mínum, bara eins og er vanalega á gírkössum, datt þá í hug að það passaði etv. frá mustang eða samskonar en nei, þá er minni kúla á liðnum og festiplatan með annarri gatadeilingu

Image


ertu viss um að stöngin fari bein ofaní á þessum eldri musso bílum þá væri snilld að komast í svoleiðis??
Síðast breytt af Sævar Örn þann 06.des 2015, 23:31, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jeepcj7 » 06.des 2015, 23:00

Það er alveg pottþétt að stöngin fer beint oní aftasta hluta kassans á eldri mussoum þú getur prufað að bjalla á hann Pétur 8996155 hann gæti átt þetta til þetta er svona í hans bíl td. sem er 96 model.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jeepcj7 » 06.des 2015, 23:22

Líklega þarftu bara að skrúfa stöngina ofan í þinn kassa það er á hinn veginn sem þarf að skifta út aftasta hlutanum þá vantar víst festingar fyrir barkana
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 06.des 2015, 23:28

já takk ég ætla að skoða þetta! Hinsvegar má stöngin ekki koma upp mikið aftar en þar sem ég hafði ímyndað mér að hægt væri að fá passandi stöng til að setja ofaná á mínum kassa, ef þetta væri aftar væri maður farinn að beygja sig aftur til að halda um stöngina og það gengi aldrei
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá alex-ford » 07.des 2015, 00:14

þetta er ekki nein smá smíði hjá þér kall
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 07.des 2015, 00:18

já vinur, það er alveg satt og ótrúlegur tími sem fer í hlutina, bara smáatriði eins og að búa til rafgeyma bakka og festa rafgeymi þetta tók rúma tvo klukkutíma...!

Image


Svo er það alveg á hreinu að á morgun verður þrifa dagur!!

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá ellisnorra » 07.des 2015, 05:55

Ég smíðaði stöng úr toyotu í spicer kassann minn sem var aftaná cummins. Renndi passandi hólk, smíðaði passandi plötu og sauð saman. Er það ekki möguleiki hjá þér?
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 07.des 2015, 18:08

jú þetta verður pottþétt lendingin fyrir rest, ssangyong pervertarnir á ssangyongclub kannast ekki heldur við stöng sem fer beint ofaní kassann og vegna þess að þá kæmi hún upp undir miðju mælaborði

Ég nenni allavega ekki að hafa barkana til lengdar ég vil hafa þétta og sterka gírstöng og vil fyrir alla muni koma í veg fyrir vesen eins og frosna gírstangabarka í -20°c
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 08.des 2015, 22:09

jæja pervertarnir á ssangyongclub skiptu um skoðun, ég get fengið stöng úr yngstu bílunum en það er víst mjög sjaldgæft apparat, en þó greinilega til hérlendis fyrst menn kannast við það

Þetta myndi þó þýða að ég þyrfti gírkassann með, sem ég nenni ekki að standa í að svo stöddu, því hef ég ákveðið að láta barkana nægja að sinni!

en eftir kvöldið er staðan þessi

Image

Lagði mælaborðin saman, þau eru ótrúlega lík, musso mælarnir eru aðeins þykkari og því gæti þurft að taka aðeins úr bakinu á mælaborðinu, annars ætti þetta að passa nokkuð vandræðalaust...! Tók í leiðinni frontinn af og stillti kílometra teljarann réttan miðað við explorer mælaborðið

Image

Búið að tilla mælunum í mælaborðið og tengja baklýsingu og sviss straum inn á alla mæla, einu klikkaði ég á, ég mældi ekki mótstöðuna í explorer eldsneytistankinum, sennilega passar hún ekki við þetta mælaborð, ég þyrfti að skoða þetta nánar!


https://www.facebook.com/egerbesturihei ... 7304905586

Tengdi forhitunina og smellti honum í gang lauflétt, á eftir að tengja hleðslu og hina ýmsu mæla, tengdi þó smurþrýstirofa til að sjá hvort óhætt væri að setja í gang


nú fer vonandi að sjá til sólar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 15.des 2015, 23:46

jæja hef gert fáa hluti en reynt að gera þá vel seinustu kvöld, svona pillerí eins og að koma gírstönginni fyrir, festa upp olíukæli og fleira smálegt, mesta baslið var að tengja 4wd tölvuna og mótorinn á millikassann en ég fékk það til að hlýða fyrir rest!

Image

Þverstífu þverstífa, ekki fullsoðin þarna þarf að koma rafsuðunni í samband við öflugri tengil til að klára, slær út á 16 amp

Image

Hmmmm, olíukælir með stillanlega hæð?? :)

Image

Komin upphækkun á miðjustokkinn og gírstöng orðin föst



svo tók ég smá afl prufurúnt, notaði öll 120 hestöflin og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum, satt að setja þykir mér munurinn á snerpunni fáránlega litill milli bensín og dísel... en það er svosem ekki það sem öllu máli skiptir í svona jeppa

https://www.facebook.com/egerbesturihei ... 6667625477

Tekið af stað og skipt, 1 2 3 og 4

lokahraði c.a. 70kmh

https://www.facebook.com/egerbesturihei ... 1002371804

Tekið af stað í öðrum og skipt 2 3 4 og 5

lokahraði c.a. 90+15kmh
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Elisvk
Innlegg: 23
Skráður: 17.apr 2013, 09:37
Fullt nafn: Elís Viktor Kjartansson

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Elisvk » 16.des 2015, 01:59

Sæll Sævar. Er nýgræðingur í þessu eins og þú veist en er búinn að vera að lesa mikið um 4 link. Afhverju setur þú þverstífu uppí grind frá þverstífu bracketinu? Er þetta bara fyrir aukinn styrk? Eru þær mikið að brotna?

Orðinn flottur hjá þér.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 16.des 2015, 06:50

ég tel líklegt að ef ég lendi í snjóskörum eða frosnum bílförum verði hopp og skopp til hliðanna til þess að vogaraflið(vasinn nær 130mm niður) muni snúa upp á grindina og loks brjóta hana, þetta bjargar því sem bjargað verður
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Axel Jóhann » 16.des 2015, 09:42

Þetta lofar góðu verður gaman að sjá hann á 46"
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 19.des 2015, 16:39

Image


Varð bara að prufa þetta aður en ég setti 46 tommuna undir aftur, ég var búinn að segjast verða glaður með allt undir 25 sek svo ég er bara himinlifandi!


hér er myndin frá því ég prófaði að gera þetta með V6 ford núna snemma í haust

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 27.des 2015, 19:28

jæja búið að jóla helling og svona...

Image

braut kantinn aðeins í tilfæringum á bílnum meðan hann var vélalaus, náði að laga það svona þokkalega, þó þetta sé kapítali sem ég kann ekkert á! það er trebba vinna og málun en ég geri þetta nú samt á minn eigin bíl :)

Image

Setti grófsíu fyrir framan eldsneytisdælu, eftir eldsneytisdælunni er svo hráolíusían fyrir olíuverkið, þetta bjargar kannski dælunni ef eitthvað kemst upp í slönguna því það er engin grófsía í tankinum

Image

Spreyaði brettakantinn það var ekki erfitt að finna litakóðann það var bara matt svart úr Bílanaust, en erfiðara var að fylgja sanseringunni með restinni af bílnum þ.e.a.s. dass af ryki og slatti af leka, en þetta tókst mér með ágætum!

Image

Buinn að breyta sköftum og þá er komið fjórhjóladrif, nýjir liðir í öll sköft og öxla og 2 extra með í hverja ferð... :)

Image

Kominn á stórustráka dekkin

Image

Teygja sig eftir langa inniveru, líka að skoða hvernig hlutirnir komast fyrir t.d. battery boxið sem skarar c.a. 10cm niður í hjólskál v/m framan, en það er alllt í góðu lagi!

Image

Image

Image

Sníða til innra bretti úr 2mm plast plötu

Image

Nýsprautaður kantur, fellur vel við restina á bílnum..!

Image

Aðeins að koma mynd á mælaborðið og innréttinguna, musso mælarnir passa furðuvel í explorer mælaborðið, setti bensínmælinn lengst til vinstri því ég gleymdi að færa mótstöðuna úr tankinum til að mælirinn í musso myndi virka -_-

Image

Hjólalegur og hjöruliðir að framan bara þetta klassíska

Image

draslið míglak þegar fyllt var af diesel, kippti tankinum úr og límdi allt saman aftur og þá auðvitað lekur ekkert, setti áður nýja pakkningu en það virtist ekki duga, eða þá að hún hafi eitthvað skekkst..



er 24 sek í 100 á 46" dekkjunum, þykir best að krúsa á 90kmh á 3000sn í þriðja gír!! sem er kannski helst til of léleg nýting á gírkassanum, en svona er hann hágíraður, þungur af stað, en mjög góður í láa drifinu sem er 2.48:1

Þarf samt eitthvað að gera í þessu og er hræddur um að breyting úr 4.56:1 í 5.13:1 drifhlutföllum dugi ekki til... ? :)



Mældi eldsneytiseyðslu lítillega, fyllti upp í tappa og ók 50 km skv. GPS, fyllti aftur upp í tappa og kom á hann 6 lítrum, allt innanbæjar og mikið að freta áfram og álagsprufa, þannig ef eyðslan er kringum 12 þá er ég bara mjög glaður!


en þetta er ekki fullkomin mæling og á eftir að koma betur í ljós

túrbína blæs við 3000 sn 15 psi skv. kínamæli, gæti þessvegna verið 20psi því mælirinn er svo skakkur... en aldrei sést reykur, þannig kannski mætti bæta við olíuna þangað til sést reykur og svo aðeins tilbaka, væri til í að auka vinnsluna milli 1500 og 2500, en togið í hægagangi er frábært og rífur bílinn vel af stað, annað en með bensínhækjuna, þar þurfti að þenja í 2500 og pína kúplinguna til að komast af stað
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá aae » 28.des 2015, 11:50

"draslið míglak þegar fyllt var af diesel, kippti tankinum úr og límdi allt saman aftur og þá auðvitað lekur ekkert, setti áður nýja pakkningu en það virtist ekki duga, eða þá að hún hafi eitthvað skekkst.."

Hvaða lím ertu að nota á díseltank sem heldur??

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 28.des 2015, 12:18

þreif allt rosa vel og burstaði með vírhjóli og skellti svo soudaflex og svo upprunalega o hringinn og svo meira soudaflex og herti saman, steinliggur

ath tankurinn er úr plasti og þéttingin er o hringur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá ellisnorra » 28.des 2015, 13:40

Ertu viss um að það hafi verið góð hugmynd? :-)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 28.des 2015, 13:44

hugmyndir eru allar misgóðar, margar slæmar, ef þú átt við að hætta sé á að límið losni upp og endi í rörinu innan í tanknum þá gerði ég þetta með slíka ólukku ofarlega í huga og notaði það því sparlega og varlega
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá ellisnorra » 28.des 2015, 13:53

Ég veit ekki um neitt kítti sem heldur eldsneyti. Einungis trefjaplast hef ég heyrt að þoli eldsneyti til lengri tíma þó það sé skítamix. Ef einhver veit betur þá væri gaman að heyra af því
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 28.des 2015, 14:15

ef þetta var til alls ómöguleg hugmynd stend ég í þeirri meiningu að límið hafi haldið o hringnum á réttum stað meðan ég var að koma pickup júnitinu fyrir. og hann sjái þá um að þétta, o hringurinn var helst til of þröngur í raufina en hann hélst vel núna og þetta lekur allavega ekki í bráð :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá sukkaturbo » 28.des 2015, 17:39

Sæll Sævar mikið er gaman að fylgjast með þessu hjá er.Öll mál leyst með bros á vör og bara gaman. Svona á að gera þetta. Mússó vélin kemur mér á óvart hvað hún skilar miðað við eyðslu

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 28.des 2015, 17:51

takkk vinur það er sama með mig, mér þykir ekkert skemmtilegra og fróðlegra en þegar menn sýna ógöngur sínar í verki og myndum, hvaða lausn fæst við hvaða vandamáli, oft er maður að mylja frosinn sjó og aðrir sjá færari leið en maður sjálfur og allt í góðu með það. En einhvernveginn hefst þetta nú allt á endanum.

Þegar ég lagði þessa hugmynd fyrst upp á borðið, 2.9 musso dísel í 46 tommu bíl, er ekki allt í lagi heima hjá þér??? og menn segja þetta enn í dag.

Ég ákvað að láta á það reyna og sé ekki enn eftir því, og geri ekki ráð fyrir að komandi ferðalög breyti því mikið fyrir mér. Ég sé kannski fyrir mér að komast af með 100 lítra í góða helgarferð í stað 220 af bensíni eins og áður.

Sammála músso kom mér á óvart ég var eiginlega viss um að ég myndi þurfa að skrúfa upp kraftinn í henni strax, en ætla að bíða með það, prófa allavega eina jeppaferð og sé svo til, legg meiri áherslu á að finna lausn á gíruninni væri til í að hafa 4 eða 5 nothæfa áframgíra í háa drifinu, var að velta fyrir mér að nota landrover LT230 millikassa, þar er hægt að fá 1.4 og 1.66:1 niðurgírun í háa drifinu og alvöru lágt drif 3.X:1, en þá er úrtakið fyrir framdrifið farþegamegin, ekki það að hásingin undir mínum bíl er væntanlega chevy og var upprunalega með kúluna h/m, þá er bara að finna aðra slíka eða breyta þessari aftur...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá svarti sambo » 28.des 2015, 21:13

Sæll Sævar og gaman að fylgjast með hér.
Já, það er allt í lagi að gera hlutina einhvern veginn öðruvísi en aðrir myndu gera. Þannig verða til framfarir.
En varðandi kýttið, þá er til hita og olíuþolið silicon, bæði frá Wurth og Förch og er það mikið notað til að þétta mannop á olíutönkum, um borð í plastbátum. Bara hreinsa vel undir með fituhreinsir, og þá er það skothelt. Það er líka skemtilegra efni, til að hreinsa, ef þú þarft að opna þetta aftur.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá aae » 30.des 2015, 10:52

Ég hef prófað að nota límkítti og rauða pakningaefnið úr bílanaust í að þétta með mæli á olíutanki og hvorugt virkar. Ætli maður geri sér ekki ferð í Wurth og sjái hvað þeir eiga. Annars er þetta helvíti flott hjá þér Sævar. Hér er greinilega mikil framkvæmdagleði í gangi.. :-)


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá juddi » 02.jan 2016, 10:17

Sævar kanski full seint en passaðu bara að orginal bensínsían sé ekki í tanknum hef staðið í svoleiðis veseni í brunagaddi á Hveravöllum
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 03.jan 2016, 01:53

sæll vinur ég tók orginal dæluna og allt það drasl og setti bara slöngu ofan í tankinn í staðin, engin sía í tankinum bara grófsía frammi í húddi og svo hráolíusía á mótornum


fór smá prufutúr í dag upp á lyngdalsheiði, ætlunin var að fara í átt að skjaldbreið en það hafðist ekki, ég var að lenda í ofhitnun í hjakkinu enda er greinilegt að reimdrifna viftan virkar ekki neitt, sílikonið alveg gagnslaust í kúplingunni og að auki er viftan ekki nógu nærri vatnskassanum og engin hlíf yfir viftunni til að trekkja loftið í gegn

Því ætla ég að taka upprunalegu viftuna og setja hennar í stað öflugar rafmagnsviftur, var að skoða þessar hér, þær eiga skv. málum að fylla vel upp í yfirborð vatnskassans

http://www.summitracing.com/parts/sum-g4852

Hefur einhver reynslu af þessum viftum eða öðrum samskonar rafmagnsviftum, og eru menn að tengja þetta við sjálfvirka hitarofa?

svo var ég að lenda í smá gangtruflunum, eitthvað próblem með hráolíuna sem ég á eftir að skoða betur, missir kraft endrum og eins og ef drepið er á í smá stund er hann heillengi að starta til að ná upp olíunni, þannig líklega er hann að draga loft í slöngunni eitthverstaðar á leiðinni, þetta er eitthvað sem byrjaði í túrnum í dag, var einkennalaus fram að þessu

annars bara skemmtileg tilraun, drifgetan allt í lagi miðað við hversu ömurlegt færið var, ferðahraðinn var ekki mikill

eyddi í þetta 30 lítrum af olíu, sem mér reiknast til að hafi verið á 135 km = 22 l/100km eða 3.5lt á klukkustund

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 16.jan 2016, 11:13

Jæja það hafðist, árleg ferð í Landmannalaugar 2016 eins og stefnt var að, og allt gekk eins og í sögu, eða nærri því :)


dagana milli prufuferðarinnar, og landmannalauga ferðarinnar voru ansi strembnir, það var í nógu að snúast að fínisera bílinn svo allt gengi eins og best væri á kosið, því var ég ekki að taka mikið af myndum eða skrifa á netið

Image

Ástæða gangtruflananna var auðfundin, þegar ég losaði tankinn niður til að líma pickupið fast hafði ég klikkað á slöngunni þegar ég setti tankinn svo upp aftur, á hana myndaðist brot og náði hún því ekki að flæða almennilega fram, svo þegar ég fer og keyri bílinn 2 daga nuddast gat á slönguna og þá koma gangtruflanirnar, og olían sígur niður í tank aftur þannig nánast ómögulegt er að ræsa bílinn ef drepið er á eitthverja stund

Þessu var bjargað snögglega um leið og orsökin fannst, og eins og sjá má, heldur límið dísel olíunni prýðis vel enn þá allavega. :)

Astæða þess að vélin ofhitaði sig var náttúrulega sú að bæði er engin hlíf yfir viftunni, og sú að þrátt fyrir að mótorinn væri við suðumark þá gerði kúplingin á viftunni ekki neitt, fríhjólaði algerlega, því reif ég hana og henti í gólfið, setti 3stk litlar rafmagnsviftur sem ég átti, samansafn af eitthverju gömlu dóti, eftir það ber ekki á ofhitun, en hann lyftir þó mælinum enn örlítið ef ekið er í þungu, undan vindi, þetta þarf að skoða betur.

Image

Svo fékk ég ódýra tölvu (20.000) með SSD kubb í stað harðs disks, til að nota sem ferlatæki í ferðum, er ég hinn ánægðasti með útkomuna, borðið er á púströrsefni sem gengur inn í annan hólk sem vandlega er soðinn í miðjustokkinn, þetta haggast því ekki, vængjabolti herðist svo í gegn um ytri hólkinn og klemmir þann innri fastann, með þessu má stilla hæðina á borðinu og snúa því ef farþeginn vill horfa á Titanic i snjóbyl

Image

Ég smellti alvöru stigbrettum á bílinn, á að vísu eftir að klára að loka þeim frá hjólskálunum en þau eru hin bestu, sauð skúffujárn fast í innri sílsann, en þar er ótrúlega mikið hald miðað við 25 ára gamlan bíl, og álagsprófun var svo framkvæmd, ég 120kg bolti hoppa hæð mína( eða allt að því ) og brettin haggast ekki, það telst ásættanlegt, hugmyndin var að setja einhverskonar ljós á þessi bretti síðar

Annar kostur fyrir farþegann er sá að þar sem pústið liggur útundir grind og meðfram sílsa þá er sjálfvirkur afísingarbúnaður á stigbrettinu farþegamegin... sniðugt

Ég tjöruþvoði líka bílinn, ég hélt fyrst að lakkið væri að losna af honum þegar ég sá taumana leka niður á jörðina en hann hafði greinilega ekki verið þveginn síðan hann var spreyaður

Image

seinnipart fyrir ferð ákvað ég að hrista bílinn sundur og saman og kom þá í ljós smá slit í tveimur stýrisendum, brunað upp í Stál og Stansa og þeir björguðu mér á akkurat örlagastund.



þá mátti fara að raða í bílinn og leggja af stað í ferð!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 16.jan 2016, 11:45

föstudaginn 8.1. héldum við nokkrir félagar á fjöll, upp í hrauneyjar eyddi Ford Explússóinn minn 32 lítrum, þá var mjög mikill mótvindur og hafði það áhrif á gíraval og ferðahraða, ekið var undir fullu álagi, þess má minnast að á sömu ferð í fyrra, að vísu í ekki ósvipuðum mótvindi eyddi V6 vélin í þessum bíl tæpum 50 lítrum á leið úr rvk til hrauneyja, 150 km leið

Færið inn Siguölduleið var með besta móti, hægt hefði verið að aka þarna á fólksbíl nokkuð áfallalaust eftir tvær frostanætur, vorum við með nokkrum stoppum c.a. 2 tíma inn i Landmannalaugar, hefðum sennilega getað komist inneftir á 40 mínútum ef ekið hefði verið í einum rykk.

Image

Image

Fyrsti hópurinn, minn Expússó, Suzuki Fox 38" með toyota pickup diesel krami, 44" disel hilux doublextracab, tveir 38" hilux og patról y60 á 38"

Image

Stærsti munurinn við að ferðast ekki lengur á 3 dyra súkku er að nú kemst grillið í skottið!

Image

Síðar um kvöldið bættust nokkrir bílar í hópinn, faðir minn á 38" landcruiser, frændi á tacoma 41, tacoma á 38, og tvær súkkur

nú hætti ég að telja upp bíla og breytingar þeirra því fjöldinn varð svo mikill á laugardeginum, 27 bílar

Á laugardeginum lékum við okkur eitthvað, ókum inn að dómadalshálsi og einn okkar spilaði sig upp með snjóankeri, svona til að liðka græjurnar og sína mátt sinn, og gera eitthvað úr þessari malbiks ferð

Image

þarna bættust einhverjir 15 bílar við hópinn, og þekki ég þá ekki alla, en við fórum þarna að taka á móti súkku genginum sem hefur undanfarin ár komið inneftir á laugardegi

Image

Image

Image

Hér náðust flestir bílarnir á mynd, ekki allir

Image

Stærstu dekkin og minnstu dekkin, og þess má til gamans geta að ferðahraðinn var ekkert ósvipaður!

Image

Þéttsetið bílaplan við Landmannalaugar, líkt og í annari viku júlímánaðar....

Image

Veðrið seinnipart og kvöld laugardags var alveg frábært, töluvert bætti í frost, -12c


Image

Sunnudagsmorgunn var ansi mikið kaldur, mælir sýndi -19 kl 0900, þá var forvitnin gripin því ég hafði aldrei kaldræst vélina í svo miklu frosti, en það gekk eins og í sögu

Töluverðan tíma tók að losa alla bíla sem frosið höfðu í bremsum en það hafðist þó allt, einna verst var að óbreytti foxinn var frosinn í handbremsu og er slíkur bíll með drifskaft handbremsu, en okkur tókst að þýða hana með gaslampa og þá mátti draga hann í gang, startari var þreyttur

Image

Image

við feðgar við Bjallarvað, þá var tekin ákvörðun að aka vestur í Dómadal, um Dyngjudal, leið sem ég hefi aldrei farið áður, og sé ekki eftir, á leiðinni sáum við náttúrufyrirbrygðið Valagjá sem gerði lítið úr mannskepnunni, tókst okkur að aka ofan í gjánna og upplifa smæð okkar fyrir náttúru öflunum...

Image


Það var um þetta leiti sem ég var raunverulega farinn að trúa því að þessi ferð myndi ganga án þess að nokkuð klikkaði, og þá gerðist það..!

Image

Fyrr um daginn hafði dempari losnað úr festingu sinni, þetta olli því að í saklausu stökki losnaði gormur úr sæti sínu, vegna þess hve hálf kláraður þessi bíll vissulega er þá eru engir samsláttarpúðar að framan, og hjó hann því saman af þvílíkri hörku að þverstífan braut nippil af stýristjakknum, (it could be worse...), en þá var bara að aftengja tjakkinn og blinda slöngurnar í hann og bruna í bæinn, sem og var gert á c.a. 20 mínútum


Seinna kom í ljós að demparinn hafði verið sprungið, fyllst af vatni og frosið, sem olli því að hann braut sig lausann, þessu fann ég greinilega ekki fyrir enda ansi mikil fjöðrun bara í dekkjunum einum saman úrhleyptum

Image

Á heimleiðinni voru litbrigði sólsetursins guðdómlegir, maður alveg dáleiddist og þurfti að halda einbeitingu við að horfa á veginn en ekki í sólsetrið, þetta var frábær endir á góðri helgarferð!



Image

Rauða línan er sigölduleið á föstudegi, punktalínan stutta er laugardagur, og sú gula er sunnudagurinn

Image

kominn heim í hlýjan skúr


í þessari ferð eyddi minn bíll 85 lítrum í það heila, það er sama og 38" díselbílarnir almennt voru að eyða, taka skal til greina að færi var öllu jafna mjög létt, og ég var ekki jafn mikið með leikaraskap í brekkum og sumir minni bílarnir, þessi ferð í fyrra í töluvert þyngra færi kostaði mig úr hrauneyjum, -laugar og í bæinn allt saman 240 lítra af bensíni, og þá kostaði bensínið 245kr en ég fékk díselinn fyrir þessa ferð á 166kr
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Brjotur » 16.jan 2016, 18:25

Flott lesning :) langar aðeins að benda á eitt atriði varðandi frosnar bremsur ,og á það sérstaklega við þar sem sullið á sér stað svona rétt við skála og enda ferðar , það er hægt að losna við það vesen með því að láta bílana kólna niður eftir vatnssullið og fara svo út og hreyfa bílinn fram og til baka þannig að dekkin nái allavega einum hring , þá hreinsar það ísinguna af diskunum og losar bremsurnar :)

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 16.jan 2016, 18:29

já ég geri þetta hjá mér, stend líka aðeins á bremsunum og hita þær þannig svolítið frá læknum og inn að skála og þá er aldrei neitt bras,
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá íbbi » 17.jan 2016, 11:10

skemmtilegur texti, búið að vera gaman að fylgjast með smíðini. þetta er orðið ansi vígalegt apparat
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir