'91 Ford Explorer @46"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá hobo » 15.nóv 2014, 19:34

Aldeilis duglegur. Hvar fást þessar töflur?



User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Lindemann » 15.nóv 2014, 19:58

Mig vantar svona pillur líka!!

Það verður gaman að sjá þennan á fjöllum þegar allt er orðið klárt :D
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 16.nóv 2014, 17:30

Image


Þokast í rétta átt, smíða úr 3,8 mm plötujárni, grindin mælist 3.5mm þynnst og 6 þykkust, þokkalega öflug
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:40, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jongud » 17.nóv 2014, 08:19

Verður ekki líka boltaður þverbiti við fremri stífuvasana?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 17.nóv 2014, 13:02

Sæll Jón, mér lýst ekki á það, en gírkassabitinn er þarna 5cm aftar en stífuvasarnir og mótorbitinn er veigamikill og ca. 70cm framanvið, það þarf eitthvað mikið að ganga á til að hliðarátak sveigi grindina inn á við og þá efast ég ekki um að eitthvað annað sé búið að gefa sig fyrr

Svo er þetta líka svo neðarlega, skarar c.a. 15cm niðurfyrir grind og vonlaust að vera að draga bita með sér í gegn um allar torfærur, kallar líklega frekar á frekari skemmdir á grindinni að hafa hann þarna, en góð ábending engu síður og eflaust ekki vanþörf í sumum tilfellum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jongud » 17.nóv 2014, 15:51

Ég var aðallega að spá í þetta af því að "original" er þverbiti á milli stífuvasanna, en hann er þá töluvert framar. Hins vegar hefur alltaf fylgt nýr biti með upphækkunarsettum með lengri stífum, t.d. frá Rancho og Skyjacker.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Kiddi » 17.nóv 2014, 16:01

Hvort er grindin opin eða lokuð þar sem stífuvasinn kemur?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 17.nóv 2014, 16:19

Grindin er opin en þó tveggja laga þ.e. styrktarbitar frá mótorfestingum og aftur að mið boddýfestingu, ég get ekki ímyndað mér að þetta hreyfist nokkuð og hefði frekar áhyggjur af því að grindin myndi springa kring um suður ef ég stífa hana mikið meira af,

svona hef ég séð þetta í 46 og 49" breyttum ford vörubílum sem eru uþb. helmingi kraftmeiri og helmingi þyngri, stífuvasarnir helmingi síðari og þar eru allir óhræddir
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 17.nóv 2014, 16:21

jongud wrote:Ég var aðallega að spá í þetta af því að "original" er þverbiti á milli stífuvasanna, en hann er þá töluvert framar. Hins vegar hefur alltaf fylgt nýr biti með upphækkunarsettum með lengri stífum, t.d. frá Rancho og Skyjacker.



Upprunalegu stífufestingarnar eru uþb. 20cm framar, þar væri möguleiki að setja bita þvert yfir eins og upprunalega, þó hef ég ekki trú á að það þurfi
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Kiddi » 17.nóv 2014, 22:21

Ef þú skoðar festingar á opnum grindum þá eru þær yfirleitt hengdar utaná grindina. Það er gert til þess að bitinn síður upp á sig sem er einmitt veikleiki opinna grinda. Ef það hefur verið biti á milli upphaflegu festinganna þá hefur það klárlega verið gert til þess að minnka vinding. Ég myndi hafa festingarnar á grindinni utanverðri og færa festingarnar líka utar á hásingunni.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 17.nóv 2014, 22:52

Þér er velkomið að koma og breyta þessu,
en ég hef trú á þessu og ætla að hafa þetta svona eins og ég hef margoft séð þetta eins og áður kom fram,

auðvitað má alltaf gera sterkara og betra og þar frameftir, kraftarnir sem verka á þennan bíl eru bara ekki svo miklir, t.d læsir hann framhjólunum í bremsu við 4.2 kN á hemlaprófara á meðan excursion á 46" nær hemlakröftunum 12-14kN, samt með samskonar stífufestingar, oftast 4link að visu en vasarnir ná yfirleitt um 30cm niður úr grind

Ég skil vel þessar áhyggjur og vissulega er rétt að ytra hornið á grindinni veikist eitthvað, en ég tel að það geti ekki gefið sig nema krafturinn virki þvert á vasann (gegnum bílinn miðjann)þar sem suðan fram er svo löng, um 30cm

Framstífurnar eru svona innarlega (undir grind) til að halda fullum beygjuradíus
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 22.nóv 2014, 23:07

Jæja skreið fram úr í morgun nokkuð hress eftir c.a. viku veikindi heima við


kippti gírkassanum úr og þá er komið almennilegt pláss til að heilsjóða stífufestingar varanlega

Image

Á meðan málar kærastan botninn á bílnum með ljósgráu sealant efni sem ég fékk hjá poulsen og er ryðfráhrindandi

Image

Svo er næsta verse, þegar framendinn er klár smíða 4 link hérna

Image
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:42, breytt 3 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 22.nóv 2014, 23:08

Image

Brá aðeins við að sjá þennan aftasta heddbolta, hausinn algjörlega gagnslaus ef að því kæmi að reyna að losa, ef boddý er á þá er ekki með góðu móti hægt að athafna sig við að skera hann, var fljótur að brosa og líta í aðrar áttir og krossa fingur að þurfa ekki að spá í þessu á næstunni :)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:42, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá ellisnorra » 23.nóv 2014, 00:28

Sævar Örn wrote:
Brá aðeins við að sjá þennan aftasta heddbolta, hausinn algjörlega gagnslaus ef að því kæmi að reyna að losa, ef boddý er á þá er ekki með góðu móti hægt að athafna sig við að skera hann, var fljótur að brosa og líta í aðrar áttir og krossa fingur að þurfa ekki að spá í þessu á næstunni :)


Usssss.... þetta ford dót!.... :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 23.nóv 2014, 16:10

Einmitt það sem ég hugsaði, og þetta hefði maður sko ekki upplifað i súkkunni! :)

Image

stífvasar heilsoðnir, þarna sést gírkassabiti sem liggur undir grind og upp með hliðum hennar að utan og stífir heilmikið hliðarátak sem kann að koma á stífuvasana ef þeir t.d. rekast niður


Image

Hjólskálar og gólf að verða eins og nýtt eftir Soley treatment

Image

Ný kúpling og tilheyrandi


verður allavega bjart að leggjast undir hann ÞEGAR eitthvað bilar og eða brotnar


Image

Önnur af stífuvasa, þokkalega massifir

Image


jæja upp með rassinn komið að fjöðrun að aftan, buinn að fá Defender 90 gorma og er að fá hólka utan um musso fóðringar á morgun þá verður hægt að hrækja upp 5link system
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:46, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 25.nóv 2014, 20:25

Hversu langar mynduð þið skjóta á að væru hentugar 4 link stífur undir bíl eins og þennan?

Er að gæla við að hafa þær 1200mm en þá eru þær að festast rétt aftanvið miðjan bíl og kannski full gróft en hvað haldið þið, hásingin verður svo neðarlega að stífuvasinn þarf að ná uþb. 25cm niður fyrir grind
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 26.nóv 2014, 21:58

jæja time is money þannig ég óð bara af stað, las mér nokkuð vel til um uppsetningu og stífulengd og stífuhalla og fleira í þeim dúr, endaði á að hafa stífurnar 1200mm langar, efri stífan hallar örlítið niðurávið í hvíldarstöðu og sú neðri því sem næst lárétt en örlitið upp á við, beinist sirka í "þyngdarmiðju" center of gravity sem ég ímynda mér að sé uþb. bein skurðarlína að úrtaksás á gírkassa, hallinn er c.a. 15° frá afturhásingu

hér er mynd af þessu til skýringar áður en ég tilli þessu á og prófa hreyfingarnar betur

ath stífuhalli er ekki endanlega ákveðinn hafði ímyndað mér að bora nokkur auka göt svo hægt sé að fínstilla eftir að bíllinn fer í notkun

Image

nú má alveg komin gagnrýni ef ég er úti á þekju því þetta vil ég vera viss um að sé þokkalegt og að bíllinn verði því sem næst hlutlaus við inngjöf en þó frekar að hann ýti fjöðrinni saman en sundur

það skal einnig taka fram að þetta er frumraun mín í þessari smíði svo hún er kannski ekki til undaneldis amk. þar til reynsla verður komin á uppsetninguna
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:47, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Brjotur » 26.nóv 2014, 22:41

Sæll Sævar gaman að fylgjast með hjá þér , segðu mér afhverju þú hefur stífurnar ekki lóðréttar ? þ.e. sama bil við hásingu og í turninum að framan ? þannig er þetta sett upp í öllum Econoline og Excursion bílunum , hvað fæst út úr þessum mismun ?

Kveðja Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 26.nóv 2014, 23:00

Sæll Helgi, það sem ég er að reyna að fá út úr þessu er að bíllinn keyri sig saman, þ.e. að þegar gefið er í fjaðri hann saman að aftan

Það eru mjög ítarlegar upplýsingar um þetta hérna

http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... mindex.htm


Eftir mínum skilningi og útreikningi fæ ég skilið að ég fæ hann til að keyra sig nokkuð saman án þess að láta stífuvasann í grind skara lengra niður en hann þó gerir, uþb. 200 mm


en eins og ég segi þá er ég ekki mjög sjálfstraustur í þessum bransa og ætla því að skilja eftir einhverja möguleika fyrir halla á efri stífunni þ.e. að þær geti m.a. verið samsíða

Með því get ég svo prófað hann í akstri og fínstillt ef þarf
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Finnur » 26.nóv 2014, 23:41

Sæll

Flottur bíll hjá þér. Varðandi 4-link smíði þá las ég einhverstaðar að heimasmíðuð 4 link eru ekki tilbúinn fyrr en eftir þriðju eða fjórðu endursmíði :)

En í þessum pælingum er hver með sína sérvisku og ekkert sem heitir ríkisútfærsla þvi það eru svo margar breytur sem hafa áhrif. En það eru fræði á bak við þessa hluti og ef menn leggjast djúpt í þessar pælingar er hægt að ná fram þeim eiginleikum sem leitað er að. Hlutir eins og massamiðja, og ýmsir skerpunktar út frá staðsetningu hásinga frá massamiðju hafa áhrif. Hægt er að nálgast 4-link reiknivélar á netinu sem geta hjálpað mikið, en til þess að nota þær þurfa menn að vera með staðsetningu massamiðju á hreinu.

Það er alltaf gott að skoða hvernig bílaframleiðendur setja upp sín kerfi þvi þar eru menn með fræðin á hreinu.

En það sem þú ert að leita eftir heitir á ensku 100% Anti Squat, en þá er bíllinn hvorki að lyfta sér eða keyra sig saman við inngjöf. Í myndinni hér að neðan sést hvað þarf að uppfylla til þess að ná þessu. Vandamálið er að skurðarpunturinn færist eftir því hvað bíllinn er hlaðinn og við fjöðrun. Því er þetta ekki alveg einfalt.

Þumalputtareglur sem ég hef séð eru að efri stífur séu 70% af lengd neðri stífu og lágmarks millibil milli efri og neðri á hásingu sé 150 mm. Massamiðjan getur orðið mjög ofarlega í bílum sem eru mikið hækkaðir en þumalputtaregla er að miða við svinghjólið. Þetta er mjög breytilegt milli bíla og þarf að mæla ef fræðin eiga að gilda.

Image

kv
Kristján Finnur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 26.nóv 2014, 23:46

Sæll Finnur og takk fyrir þetta innlegg, já þetta virðist vera það sem ég leita að, hef keyrt ótal jeppa með 4 link sem keyra sig í sundur við inngjöf og er alveg óþolandi galli

m.v. mína uppsetningu og t.d. þessa mynd sem þú sendir sýnist mér ég ekki vera á neinum rosalegum villigötum en þetta er bara eins og þú segir eitthvað sem maður þarf að prófa og fínstilla í raun
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Finnur » 27.nóv 2014, 00:07

Sæll

Ég set fyrirvara við þessi fræði hjá gjjárn og tel þau ekki standast skoðun hvað 4 link varðar. Það vantar fullt af breytum í þetta sem gjörbreyta fjöðrun.

Einnig hefur mér alltaf fundist skrítin setning á þessari síðu undir dekk " Þegar ekið er í snjó þar sem hætta er á grjóti er öruggast að vera á eins litlu lofti og hægt er. Því minni loftþrýstingur sem er í dekkinu því minni hætta er á að gata á grjóti.(loftlaus dekk springa ekki)."

Ekki alveg sammála þessu :)

kv
KFS

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Finnur » 27.nóv 2014, 00:20

Sæll Finnur og takk fyrir þetta innlegg, já þetta virðist vera það sem ég leita að, hef keyrt ótal jeppa með 4 link sem keyra sig í sundur við inngjöf og er alveg óþolandi galli

m.v. mína uppsetningu og t.d. þessa mynd sem þú sendir sýnist mér ég ekki vera á neinum rosalegum villigötum en þetta er bara eins og þú segir eitthvað sem maður þarf að prófa og fínstilla í raun


Já þetta þarf í raun tilraunir þar til menn eru sáttir. En ef þú vilt að bíllinn setjist að aftan við inngjöf þá þarf þessi skurðarpunktur á aftur stifum að vera fyrir neðan línuna á myndinn þá ertu með undir 100% Anti squat. Sjá mynd hér að neðan.
Image

kv
KFS

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 27.nóv 2014, 08:09

Já Finnur það er rétt þetta eru mikil fræði og að mörgu að huga sem hefur áhrif, en ég held ég sé búinn að sirka þetta út með nokkurri nákvæmni, allavega er ´eg búinn að hugsa þetta nóg og rúmlega það.

næsta verse er að grilla þetta undir og prófa í akstri og sjá svo til
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá gislisveri » 27.nóv 2014, 12:59

Flott project Sævar og gaman að fylgjast með.
Kv.
Gísli.


alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá alex-ford » 27.nóv 2014, 15:14

þessi verður magnaður þegar þú ert búin :D
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 27.nóv 2014, 16:26

Kærar þakkir félagar, hinsvegar er þetta sennilega einn þeirra bíla sem verður aldrei tilbúinn alveg, en ég ætla að reyna að taka þetta í hóflegum skorpum þó það hafi kannski ekki verið þannig hingað til
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 30.nóv 2014, 11:36

Image

smá hreyfing, hlakkar til að koma þessu saman og prufa, það er búið að panta skála 9 jan '15 svo það er allavega komið deadline!
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:48, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 02.des 2014, 22:12

Þetta er að þokast áfram vonandi í rétta átt



Image

Image

Image

Ekki veit ég afhverju dempararnir eru svona á sitt hvorum staðnum en það er eitthvað sem einhver fyrri eigandi á alla sök á, kippi því þó snögglega í liðinn
Image

Nú er stefnt á að koma boddýinu á um helgina þannig þá verð ég að grilla gormaskálar í kaggann og mála allt og gera fínt, ryðbæta örlítið í gólfinu á bílnum og grysja aukahluti í húddinu og slaka öllu saman aftur :)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:51, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá ellisnorra » 02.des 2014, 22:23

Fjandans dugnaður í þér. Þetta lítur ljómandi vel út. Vel sterkt, margir hefðu haft minna af járni í þessu :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 02.des 2014, 22:28

Ég er kannski að hugsa of langt fram í tímann............ ;) ussss
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jongud » 03.des 2014, 08:22

Sævar Örn wrote:Ekki veit ég afhverju dempararnir eru svona á sitt hvorum staðnum en það er eitthvað sem einhver fyrri eigandi á alla sök á, kippi því þó snögglega í liðinn


Reyndu endilega að hafa þá eins utarlega og hægt er, þeir eru ekkert að virka þarna.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 03.des 2014, 08:33

Meiningin var einmitt að færa þá utar, þó plássið sé orðið af skornum skammti, en það er jú rétt eins og þetta er núna þá duga dempararnir lítið nema bæði hjól fari yfir ójöfnu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 04.des 2014, 22:55

Þá er bara að gera boddý klárt fyrir sameiningu á ný, smá gat á hægra afturhorni fljótreddað klippt og soðið

Image


Image

Kominn í hjólin, heldur til of lágur að aftan grunar mig, kemur betur í ljós þegar yfirbyggingin er komin á, en valmöguleikarnir um gorma eru óendanlegir svo því verður snöggreddað

Þarna sést líka vel hve langar stífurnar eru í raun, hásingin hreyfist ekkert við sundur og samslátt nema 0.8 cm til hvorrar hliðar sem verður að teljast nokkuð gott
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:52, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jongud » 05.des 2014, 09:30

Sævar Örn wrote:Þarna sést líka vel hve langar stífurnar eru í raun, hásingin hreyfist ekkert við sundur og samslátt nema 0.8 cm til hvorrar hliðar sem verður að teljast nokkuð gott


Hvernig er með framstífurnar?
Mér sýnist þær halla svolítið mikið niður á við, en það er líklega lítið að marka þar sem boddíið er ekki á.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 05.des 2014, 11:08

Sæll Jón jú það er rétt þær vísa uþb. 10° niður, það verður bara að hafa það enn um sinn því þegar hásingin var stytt eða henni snúið eða hvað sem var gert þá var liðhúsunum velt aftur og spindilhallinn er því um 7 gráður núna m.v réttan pinjónshalla,

eina lausnin væri að losa stífufestingar í báða enda og halla þeim niður en ég nenni því ekki einu saman, væri frekar til í að smíða sjálfur nýjar og lengri stífur og koma þeim betur fyrir, en það gerist ekki í þessari törn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jongud » 05.des 2014, 11:30

Sævar Örn wrote:Sæll Jón jú það er rétt þær vísa uþb. 10° niður, það verður bara að hafa það enn um sinn því þegar hásingin var stytt eða henni snúið eða hvað sem var gert þá var liðhúsunum velt aftur og spindilhallinn er því um 7 gráður núna m.v réttan pinjónshalla,

eina lausnin væri að losa stífufestingar í báða enda og halla þeim niður en ég nenni því ekki einu saman, væri frekar til í að smíða sjálfur nýjar og lengri stífur og koma þeim betur fyrir, en það gerist ekki í þessari törn


Athugaðu bara vel hvort hann sé leiðinlegur þegar þú þarft að bremsa. Hann Guðmundur hjá GJ járnsmíði var með erindi hjá F4X4 sl. mánudag og svona stífuhalli virðist vera skólabókardæmi um jeppa sem gæti átt það til að lyfta sér vel upp á stífurnar þegar er bremsað. Guðmundur sagði að slíkir jeppar geti verið leiðinlegir og bremsi illa ef fjöðrun er eitthvað í sundur þegar bremsað er, t.d. ef það er bremsað um leið og framhásingin fer fram af hraðahindrun.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 05.des 2014, 23:54

Hann lætur þokkaalega við hemlun, en sennilega er að aðallega vegna þess hve hár hann er og þyngdarpunkturinn færist mjög framarlega við hemlun, þetta er allt rétt en eins og ég sagði áður verður ekki tekið betur fyrir í þessu versi


her er þó afrakstur kvöldsins í kvöld

Image



Komin ein umferð á grindina, þokkalega ánægður með litinn, akkurat ekki svart og akkurat ekki æpandi hvítt, bara mitt á milli
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:53, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 06.des 2014, 20:31

Image

Image

Image

Allt að verða klárt, kominn bensíntankur, drifsköft og púst, boddýpúðar komnir á sína staði


Image


Boddýið lent á grindinni eftir fjögurra vikna aðskilnað :=)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:56, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jongud » 07.des 2014, 11:20

Þú ert töluvert sneggri að þessu en flestir aðrir. Margir hafa verið allavega fjóra mánuði að smíða 5-link undir...


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir