Chevrolet Suburban 46" #2

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 14.okt 2014, 22:18

Eins og lofað var þá stofna ég hérna nýjan þráð um þetta eilífðarverkefni sem ég og vinur minn tókum að okkur.

Núna er bara að leggja hausinn í bleyti og finna út úr því hvar við ætlum að ráðast á garðinn fyrst og binda nokkra enda fasta, ætli byrjunin verði ekki að koma honum í gegnum skoðum og svo forgangsraða því sem við viljum gera.

Kem til að með að halda áfram með þessa sögu hérna og leyfa ykkur að njóta þess með okkur ásamt því að fá vonandi skemmtilegar og uppbyggjandi hugmyndir.

En nýjir eigendur eru Pétur & Ágúst, notagildi enn ekki búnir að finna út úr því :)
Viðhengi
suburban01.jpg
suburban01.jpg (79.59 KiB) Viewed 13402 times


Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá ellisnorra » 14.okt 2014, 22:39

Til hamingju með góðan bíl. Vonandi finnið þið meira notagildi fyrir hann en ég :)
http://www.jeppafelgur.is/


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Offari » 14.okt 2014, 23:08

Til hamingju með bílinn. Gaman að fylgjast með þessu verkefni og ég vona að vélin fari að virka því hún kom frá mér.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá sukkaturbo » 15.okt 2014, 15:54

Til hamingju með bílinn.Hér er alvöru vél með skiptingu fann hana á Brask og brall Er með til sölu fjórgengis detroit diesel 8.2 með allison skiptingu . Ekin 3289 klst.
Óska eftir tilboði
Frekari upplýsingar í síma 8931391. — á/í Keflavik, Iceland.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 15.okt 2014, 18:14

sukkaturbo wrote:Til hamingju með bílinn.Hér er alvöru vél með skiptingu fann hana á Brask og brall Er með til sölu fjórgengis detroit diesel 8.2 með allison skiptingu . Ekin 3289 klst.
Óska eftir tilboði
Frekari upplýsingar í síma 8931391. — á/í Keflavik, Iceland.


Er nú ekki viss um að við nennum að fara standa í öðru véla svappi í þessum, komum nú til með að nota þessa bara, líst mjög vel á hana og held að við eigum eftir að láta hana njóta sín vel :)

Ekki það að hin hljómar spennandi, þá held ég bara að við leggjum áherslur á að klára aðra enda fyrst :)
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 16.okt 2014, 23:48

Jæja núna er aðeins búið að eyða smá tíma í að kynnast græjunni.

Eftir að vera búnir að binda nokkra lausa enda (klippa í burtu víra sem voru fyrir okkur og virtust ekki hafa neinn tilgang) erum við aðeins farnir að skilja meira út í hvað við vorum að fara. Fengum annað stýri í dag og skelltum því í hann líka komið myrkur svo ég set inn mynd á morgun.

Við lærðum nú aðeins meira en á græjuna í kvöld því við komumst líka að því að því að við karlmenn eru frekar einfaldir og ADHD er örugglega eingöngu komið frá okkur, konur eiga engann þátt í því, í einni smá kaffi pásu fórum við aðeins að velta því fyrir okkur að á aðeins nokkrum dögum höfum við snúið okkur úr því að vera fara byggja húsbíl úr rútu yfir í að klára lausa enda á jeppa. Þetta svona eins og ADHD eina stundina er maður á fullu að einum hlut djúpt..... Nei hundur!!! og svo endar allt á annan veg.

Við erum samt mjög sáttir og spenntir að halda þessu verkefni áfram, enda held ég að það höfði aðeins meira til okkar þar sem við höfum mjög gaman af því að grúska í hlutum.

Afrakstur kvöldsins:

Kynnast bílnum aðeins og byrja skrifa lista til að halda ADHD í skefjum

Listinn:
1. Skipta um pakkdósir í afturhásingu
2. Handbremsa og sennilega klossar að aftan þarf að skoða betur með pakkdós
3. Halda áfram að hreinsa rafkerfið og einfalda það
4. Hreinsa vél undir eftir hráolíuleka sem var úr spíss, allt orðið svart og ljótt.
5. Finna út úr sjálfvirka hæðarkerfinu í loftpúða dótinu

Meira leyfði ADHD ekki að setja á listan í kvöld þar sem það kom eitthvað meira spennandi til að gera :)
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá ellisnorra » 16.okt 2014, 23:55

Eina sem er að sjálfvirka hæðardótinu er að ég þurfti að aftengja arminn við hægra framhjól til að koma pústinu þar út. Breyta staðsetningu á því, þetta var eina færa leiðin með pústið. Annars er bara að setja rafmagn á segullokana (kemur saman við vinstra frambretti) og njóta.
Það er reyndar sett upp fyrir 46" og því of hátt fyrir bílinn á 41".
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Hr.Cummins » 17.okt 2014, 14:57

Flottur frændi, og til hamingju með gripinn...

Þú manst að kíkja á mig næstu helgi... ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 17.okt 2014, 19:49

Já við stefnum á það að kíkja næstu helgi, ætla að reyna rúlla honum í skoðun í næstu viku þegar ég kem til baka að norðan og fá þá allavega endurskoðun á það sem þarf að laga.

Ætla að panta ný framljós í hann var að spá í þessum http://www.andysautosport.com/products/spyder_auto__PRO-OP-4X6-C.html

Hefði samt líka áhuga á því að kanna hvort ekki sé hægt að fá bara complet nýtt grill og ljósakerfi sem passar beint í, var ekki að finna neitt svona í fljótu bragði en ef einhver veit um þannig sett væri vel þegið að fá einhverja linka hérna inn, Spurning hvort það mætti yngja aðeins framendan upp með því :)
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 19.okt 2014, 00:24

Jæja smá uppfærsla

Seinnipartinn fórum við suður með sjó að hitta Viktor og urðum aðeins fróðir með olíuverkið. Þurfum eitthvað að skoða membruna og einnig athuguðum við loft rörið að henni, það reyndist vera í góðu lagi en við náðum ekki að skoða membruna meira í kvöld "ADHD".

Þó var margt fleirra gert, farið meira í rafmagnið og hreinsað aðeins til, settur nýr ljósarofi þar sem að gamli hafði brunnið aðeins og var ekki að virka alveg. Fyrst það var komið svona langt var mælaborið rifið úr líka og byrjað að fara yfir perur í mælaborðinu, búnir að skipta flestum út og laga aðeins sumar sem voru í lagi en ekki að virka, vantar fleirri perur og þurfum við að halda áfram á morgun ef við náum að útvega okkur perur.

Mælarnir voru opnaðir og rykið dustað af öllu, núna er þetta hreinnt og fínt, einnig ætlum við að hreinsa erfi hlutan af mælaborðinu þar sem hann er kominn úr bílnum og bíður þess að vera þrifinn vel og vandlega.

Búnir að sjá hvernig við ætlum að tengja vifturnar fyrir vatnskassann, sjálfvirka hæðarkerfið og kastara. Nú er bara að bíða eftir að ADHD skelli okkur í það og setji eitthvað annað á hakann.
Viðhengi
20141018_225621.jpg
Hérna má líka sjá nýja stýrið ásamt opnu mælaborði
20141018_225621.jpg (139.93 KiB) Viewed 12245 times
20141018_222732.jpg
Það var smá maus að ná mælunum úr
20141018_222732.jpg (115.51 KiB) Viewed 12245 times
20141018_222646.jpg
Troða hönd á bakvið til að losa
20141018_222646.jpg (115.62 KiB) Viewed 12245 times
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá ellisnorra » 19.okt 2014, 20:12

Mjög gaman að fylgja "barninu" sínu áfram, fyrir ykkur hina að vita þá erum við í miklu símasambandi með ýmislegt þessu tengt eða ótengt, gæti orðið ágætis kunningsskapur upp úr þessum viðskiptum :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 20.okt 2014, 15:51

Image
Image

Jæja þá er lítið annað að gera en að taka góðan prufurúnt norður í land. Þurftum að fara vinna og stefnir í vont veður því var ákveðið að nota græjuna og prufa hana aðeins.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 20.okt 2014, 19:52

Jæja ekki náði þessi ferð langt. Erum þó komnir að Staðarskála Gústi missti sig aðeins í að prufa græjuna og skellti henni útaf veginum uppi á heiði og náði að sprengja einn loft púða. Nú er bara að leita af ferð norður sem getur tekið með sér nýjan púða fyrir okkur
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá jeepson » 20.okt 2014, 20:17

úps.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 20.okt 2014, 20:22

Það er það sama og ég sagði þegar við byrjuðum að skauta útaf :)
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 20.okt 2014, 22:29

Image
Image
Image
Image

Jæja smá myndasería fyrst má sjá tilraunaviðgerð Gústa uppi á Holtavörðuheiði að koma tappa með engu lími í [emoji2]

Nú hásingin er aðeins gengin til hliðar og því ómögulegt að keyra nema spenna hásinguna yfir og til þess var notað strekkiband.

Núna er allavega hægt að keyra aðeins en við þurfum að bjalla í Landvélar í fyrramálið og fá einn púða svo að útvega far norður fyrir hann.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá ellisnorra » 20.okt 2014, 22:51

Já ég var greinilega mátulega búinn að skila honum af mér :)

Fyrir ykkur hina að vita þá tók ég eftir ótrúlegum smíðagalla rétt áður en ég seldi bílinn (og lét kaupendur að sjálfsögðu vita) en afturhásingin var skyndilega orðin örlítið skökk undir bílnum, þegar nánar var skoðað þá vantar skástífu úr grind vinstramegin og niður í skástífuturninn! Allt átak sem kemur á þverstífuna jagar því grindina hægra megin því millitenginguna vantar í grindina hinumegin. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég áttaði mig á þessu, þetta er grunn forsenda fyrir því að hafa bílinn stífan að aftan. Þar að auki er bara 1500 grind í honum, og er hún núna það veikasta í bílnum, eins og ég hef áður sagt.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Startarinn » 21.okt 2014, 06:42

Var það þá prófíllinn sem við sjáum skaga niður á myndunum sem gataði púðann?

En já, það er meiriháttar hönnunargalli að sleppa skástyrkingunni
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 21.okt 2014, 09:14

Já það var þessi prófíll sem gataði púðann bætum þessu á listann að setja venjulegar tank festingar fyrir loft kútinn til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur en auðvita hjálpaði staðan á hásingunni ekki til.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 21.okt 2014, 17:02

Sjaldan er ein báran stök. Búnir að skipta um loft púða og lagðir af stað eitthvað er aksturslag skrítið svo það er rúllað rólega í 2 gír á Hvammstanga. Ætlum að skilja hann eftir meðan við klárum ferðina og að vinna. Snillingar á vélaverkstæði hérna ætla að kíkja á grindina og sjá hvað er hægt að gera fyrir hann.
Viðhengi
uploadfromtaptalk1413910694164.jpg
uploadfromtaptalk1413910694164.jpg (90.92 KiB) Viewed 11309 times
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Hr.Cummins » 21.okt 2014, 20:18

USSS !!!!

Ef að allt fer á versta veg, þá skal ég gjarnan losa ykkur við mótor :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 23.okt 2014, 11:48

Image

Jæja búið að gera við og nú verður lagt af stað í heimferð.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Hr.Cummins » 24.okt 2014, 08:37

Flott flott, prófaðu að tengja þrýstijafnara eins og ég nefndi inn á membruna....

Vandamálið er 110% fuel.... no smoke = no fuel = no power ! þó að hann vinni ansi hressilega eins og er... þetta alveg tosast úr sporunum...

ansi viss að svona á 7-8psi tekur þetta allan patrol flota landsins í nefið.... að þá er þetta bíll sem að á að vinna á 25-30psi !
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 31.okt 2014, 22:44

Image
Image

Jæja tókum smá tíma frá og fór eitt kvöldið í að dunda smá. Löguðum ljósin núna virka háuljósin líka svo var farið að leita af leka frá olíuverki og tókum eftir því að mesta bleytan var við Turbo membruna og var hún tekin í sundur tókum eftir að stilliskrúfa fyrir loft inn var föst alveg opin.

Eftir mikinn tíma í að liðka og hreinsa allt var sett saman og fiktað við loft stilliskrúfuna og er farinn að koma svartur reykur sem ekki sást áður. Á eftir að fín stilla þetta þegar búið er að tengja aftur slönguna á boost mælirinn og setja snúningshraða mælir.

Einnig var rúllað í skoðun og fenginn vænn og grænn miði hjá honum Sævari hérna á spjallinu. Ég skelli inn á morgun þessu sem þarf að laga en það er núna efst á lista og takmarkið að fá fulla skoðun í næsta mánuði.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Hr.Cummins » 01.nóv 2014, 06:28

Frændinn veit hvað hann syngur þegar að kemur að Cummins ;)

Þú þarft að fá boost mælirinn í lag, fínt að hafa hann á 20-25psi... þegar þér langar í meira geturu farið í 30-35psi... það er svona max-ið á þessari túrbínu ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá ellisnorra » 01.nóv 2014, 10:16

Gaman að sjá og fylgjast með :) Svo kem ég og tek í þegar hann verður farinn að skila sæmilegu afli :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 01.nóv 2014, 23:59

Jæja það var ekki hægt að láta þennan dag fara til spillis, skrapp í Bílanaust og keypti þar mælir til að fara sjá snúning á vélinni.

Fyrir valinu var þessi ágæti mælir sem kostaði litlar 8.950.- kr.
Image

Af gefnir reynslu þá á ég að vita að ódýrast er ekki alltaf best en eftir að vera búinn að tengja þennan mælir og ætla að prufa stilla hann aðeins og sjá hvað ég kæmist nálagt réttum snúning án þess að vera með neitt til þess að mæla nákvæmlega. Þegar ég set í gang stendur mælirinn í um 5000 snúningum en það er þessi fína stilliskrúfa á honum og byrja ég rólega að snúa henni niður, þangað til að ég kem að endastöð og stendur hann þá í 1600 snúningum og frá þeim nær hann að snúast uppí 4800 snúninga.

Það er tvent sem mér fynst vera að þessu, eitt er að mér fynst vélin vera að snúast aðeins og mikið í hægagang en ekki svona mikið, tek eftir því þegar ég drep á honum að hvernig hann er en það er eins og hann sé á aðeins of háum snúning, sennilega lítið mál að kanna það enda stefnan eftir að vera búinn að skrifa hér að fara panta laser mælir.

Annað sem ég hugsa að gæti verið er að þar sem þessi mælir var svona ódýr þá er séns að ég þurfi eitthvað að leika mér með þétta og skemmitleg heit til þess að fín stilla hann, er samt ekki viss hvort ég nenni því en það verður að koma í ljós næst þegar ég skrepp í skúrinn :)

Gleymdi að taka mynd þegar ég var búinn að festa mælirinn í en redda því fljótlega og skelli hérna inn.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá olei » 02.nóv 2014, 12:56

Hvernig skynjari er við þennan mæli, eða er hann tengdur á alternator?

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 02.nóv 2014, 13:42

Hann er tengdur við alternator
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 23.nóv 2014, 01:10

Jæja sökum anna hefur ekki verið mikið um framkvæmdir en í kvöld var aðeins tekið smá aðgerð og stefnan að halda áfram á morgun.

1. Rífa framskaft til að skipta um kross
2. Rífa spíssa úr og hreinsa þá
3. Sjóða í spyrnufestingu á hásingunni
4. Vonandi fá fulla skoðun eftir þetta

Image
Image
Image
Image
Image
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Startarinn » 23.nóv 2014, 22:23

Pétur Bjarni wrote:Jæja sökum anna hefur ekki verið mikið um framkvæmdir en í kvöld var aðeins tekið smá aðgerð og stefnan að halda áfram á morgun.

1. Rífa framskaft til að skipta um kross
2. Rífa spíssa úr og hreinsa þá
3. Sjóða í spyrnufestingu á hásingunni
4. Vonandi fá fulla skoðun eftir þetta


Þetta er aðgerð sem ég hefði sleppt, miðað við það sem ég hef lært gerir þetta, ef eitthvað, minna en ekkert fyrir spíssana, það eina sem hjálpar diesel spíssum er dýsu skipti og stilling á opnunarþrýsting.
Minnsta drulla í kerfinu væri búin að skemma spíssinn og stífla dýsuna, það skiptir litlu máli hversu mikil drulla er utan á spíssinum, ef dýsan er í lagi, heldur úðinn því hreinu sem þarf að vera hreint utan á spíssinum

Mældiru opnunarþrýstinginn eftir þessa aðgerð?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 23.nóv 2014, 22:46

Mælingin var ekki nákvæmari en hjá góðum Red neck fyrir aðgerð var búna ekki úr öllum 4 götum og dropa með sumum.

Núna sprautast úr öllum við ca 2bör með flottum úða en settur var þrýstijafnari á loft til að prufa þá þeir svo fylltir af olíu og loft dælt inn eftir þrýstijafnari.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 23.nóv 2014, 22:49

Til gamans má segja að krafturinn er allt annar en hann var fyrir og mun betri í gang en hann var áður svo ég tel þessa aðgerð alveg vera þess virði að framkvæma hana enda var út séð áður en hún hófst að til voru nýjir spíssar álager í Vélanna ef þetta hefði ekki virkað vel
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Startarinn » 24.nóv 2014, 00:49

Ég er hissa að þetta hafi breytt nokkru, en alltaf gaman að tilraunastarfsemi, bara besta mál að þetta hafi hjálpað.
Spíssarnir eru sennilega lekir hjá þér því þeir eiga ekki að opna fyrr en við eitthvað yfir 100 bar, ég myndi giska á 200-250 bar án þess að þekkja þessa vél. Gamli laurelinn minn átti að vera stilltur á 120 bar, skipavélarnar sem ég vinn með eiga að vera stilltar á 430 bar, svona sem viðmið, en dýsan á þeim er eins og hálfur spíssinn hjá þér að stærð ;)
Aftur á móti voru tölvustýrðu trukkavélarnar komnar í 1800 bar rétt fyrir aldarmót, en þar erum við að tala um allt aðra hluti
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá svarti sambo » 24.nóv 2014, 01:03

Myndi giska á 250-300 bara opnunarþrýsting, ekki minna. Fer reyndar svolítið eftir vélum og spíssum. Verður aldrei neitt vit í þessu, nema að setja spíssana í prufutæki. Og að þeir skuli opna við 2bara þrýsting, segir manni það að þeir eru alveg úti á túni. Hann hlýtur að prjóna, þegar að hann er með ný stillta spíssa.
Fer það á þrjóskunni


atte
Innlegg: 171
Skráður: 21.apr 2012, 12:45
Fullt nafn: Theodór Haraldsson
Bíltegund: Patrol 44"
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá atte » 24.nóv 2014, 12:57

Google frændi segir að þessir spíssar eigi að opnast í 260 bar
Nissan Patrol 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 09.des 2014, 22:16

Image
Image

Jæja loksins eitt kvöld að dunda í bílnum. Hvað ætli sé í gangi núna?
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Sævar Örn » 09.des 2014, 22:20

verið að blása á sprittkertalýsinguna í mælaborðinu glæsilegt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá ellisnorra » 09.des 2014, 22:35

Mér sýnist hann allavega vera með frekar lágan smurþrýsting, þó vélarhiti sé nærri eðlilegur. Mætti líka skella hleðslutæki á hann.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46" #2

Postfrá Pétur Bjarni » 09.des 2014, 22:48

Image

Búinn að kveikja á olíudælu en Gúst tók geymana úr
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir